Morgunblaðið - 31.08.1997, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 31.08.1997, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. ÁGÚST 1997 11 Svartárkot Stafnsvötn sœstrengur eðaálvet Kárahnúkar Fljótsdalur jökull Hrauneyja- foss — S, Búöarháls-i VATNAJÖKULL Nesjavellir pSog Vatnsfelli Sultartangi Sigalda Búrfell Skaftárveíta Svartsengi Raforkukerfi framtíðar ÞEGAR stjórnendur Landsvirkjunar stilla upp ímynduðum framtíðarmarkaði, eins og sést á meðfylgjandi skýringarmynd, og raða virkjunum þar inn gera þeir ráð fyrir að jarðgufuvirkjanir og vatnsmiðlun og stækkun virkjana a Þjórsár/Tungnaársvæðinu standi undir meginhlutanum af orkuöflun vegna næstu verkefna. Miðað er við að stækkun Norðuráls og frekari stækkun járnblendiverksmiðjunnar verði mætt með orkuöflun í Svartsengi, virkjun í Bjarnarflagi og fyrri hluta Vatnsfellsvirkjunar sem er fyrir neðan Þórisvatn. Ef samið verðiir um nýtt álver á Keilisnesi og það kemst í rekstur í árslok 2004 gerir Landsvirkjun ráð fyrir að ráðast í Norðlingaölduveitu og stækka Vatnsfells-virkjun, byggja Búðarhálsvirkjun skammt vestan Hrauneyjarfoss og veita Skaftá í Tungnaá um Langasjó. Einnig er þá gert ráð fyrir Stafnsvatnavirkjun í Skagafirði. Landsvirkjun setur inn huganlega sölu á rafmagni um sæstreng eða til 330 tonna álvers árið 2006. Hagkvæmt er talið að ráðast í Kárahnúkavirkjun í Jökulsá á Brú og Fljótsdalsvirkjun í Jökulsá í Fljótsdal til að afla orku til þessa verkefnis. Undirbúningur fyrir þessar virkjanir er á misjöfnu stigi. Sum verkefnin eru talin hafa tiltölulega litla röskun á umhverfi í för með sér en önnur eru umdeild. Eins getur góður gangur í viðræðunum við Hydro Aluminium gjörbreytt þessari mynd. Raforkukerfi íslands 2006 Arið 2000 er gert ráð fyrir að 15% orkulinda verði nýttar 14% Orkulindir og nýting þeirra jarnblendi Norðural 12% 36% Almennur markaður 38% jarðgufa 20TWh/ári 40% Vatnsafl 30TWh/ári 60% 34% Arið 2006 er gert ráð fyrir að 34% orkulinda verði nýttar Sæstrengur 30% Albræðsla 18% Norðurál 8% járnblendi 10% ÍSAL 16% Alm. markaður 18% Vatnsaflstöð Gufuaflstöð Aðveitustöð Stóriðja Háspennulína Raforkuframleiðsla Sultartangavirkjun (120MW) - Nesjavellir 2 (30MW) Stækkun Kröflu (15MW) Nesjavellir 1 (30MW) I_ Hágöngumiðlun I Búrfell aflaukning (60MW) Kvíslaveita 5. áf. Stækkun Kröflu (15MW) Blanda- lónstækkun 2000 2006 Kárahnúkar (450MW)L Fljótsdalur (210MW)f Núverandi og umsamin orkusala, framleiðslugeta Bjarnarflag (20MW) ásamt mögulegum v r ^ Svartsengi (30MW) framtiðarmarkaði Bjamarfiag k^omw) Norðlingaölduveita Vatnsfell (70MW) Búðarháls (115MW) Stafnsvötn (105MW) Skaftárveita (50MW) Jarðgufuvirkjanir (20MW) 13.000 12.000 11.000 10.000 9.000 8.000 7.000 6.000 5.000 GWh/ári 17.000 16.000 15.000 14.000 f"" ______iStækkitn .Narðucáls. Norðurál J ÍSAL 3._kerskáli ÍSAL tonn á ári Almennur markaöur auk járnblendiverksmiðju 1995 1 1996 1 1997 1 1998 1 1999 1 2000 2001 1 2002 1 2003 1 2004 1 2005 2006 ' 2007 20 2009 4.000 3.000 2.000 1.000 0 árinu 1991. Á þeim sex árum sem liðin eru síðan hafa aðilar ræðst reglulega við án þess að það hafi leitt til nýrra ákvarðana. Síðast hittu samningamenn iðnaðar- ráðherra og Landsvirkjunar fulltrúa Atlantsáls í vor. Þá óskuðu Atlantsálsfyrirtækin eftir ákveðnum upp- lýsingum, meðal annars um hugsanlegt orkuverð, sem þeir hafa nú fengið. Boltinn er hjá þeim og er reiknað með að erlendu fyrirtækin hafi samband í haust. Sumir kunnáttumenn í þessum geira efast orðið um alvöru Atlantsálsfyrirtækjanna í þessum þreifingum við Islendinga, jafnvel heyrist sú skoðun að þeir haldi viðræðum aðeins gangandi til að halda Keilisnesi frá öðrum. Garðar Ingvarsson, framkvæmdastjóri Mark- aðsskrifstofu iðnaðarráðuneytisins og Landsvirkjunar, tekur ekki undir þetta. Hann segir að Atlantsál sé ekki eina fyrirtækið sem haldið hafi að sér höndum á erfið- leikatímanum, verksmiðja Columbia Ventures Cor- poration á Grundartanga sé fyrsta nýja álverið sem byggt hafi verið frá því álmarkaðimir hrundu. Fram hefur komið að bæði bandaríska fyrirtækið og það sænska hafa gengið í gegn um miklar skipulagsbreyt- ingar og eru nú orðin sjálfstæð félög. Stjórnendur þeirra hafa því væntanlega verið nokkuð uppteknir af I sínum innri málum. Garðar segir að ekki sé hægt að taka fram sex eða sjö ára gömul samningsdrög og skrifa undir þó aðstæður á mörkuðunum séu aftur orðnar vænlegai-. Miklar breytingar hafi orðið í áliðn- aðinum sem kalli á endurskoðun á tækni álbræðslunn- ar, stærð, tímasetningum og fleiri atriðum. Þá hafa einnig orðið breytingar í orkumálum hér heima, búið er að ráðstafa stórum hluta af þeirri orku sem ætluð var Keilisnesi. Ljóst er af þessu að semja þarf upp á i nýtt um Atlantsál, það er að segja ef erlendu fyrirtæk- in hafa áhuga á að byggja hér álbræðslu. „Það er skoðun mín að ekki sé hægt að halda svona I viðræðum endalaust gangandi. Viðsemjendur okkar þurfa að sýna að þeim sé alvara, miðað við þær for- sendur sem við höfum gefið okkur,“ segir Finnur Ing- ólfsson iðnaðarráðherra um þróun viðræðna við fyrir- tækin sem standa að Atlantsál-verkefninu. Bjartsýni með Hydro „Áfram er unnið að upplýsingasöfnun og stefnt að því að henni ljúki í október. Fyrr en þá er ekki hægt að gera sér grein fyrir því hvort samstarfsgrundvöllur finnst eða ekki.“ Einhvem veginn þannig hljóðar hin opinbera frásögn af könnunarviðræðunum sem nú standa yfir við Hydro Aluminium Metal Products (HAMP), dótturfélag norska risafyrirtækisins Norsk Hydro. Þegar betur er að gáð má þó sjá glitta í bjart- sýni á bak við hina fyrirframsamræmdu afstöðu sem samningamennimir era svo stoltir af. Menn sem sitja íslandsmegin við samningaborðið telja að Norðmennimir séu í viðræðunum af mikilli al- vöm og em bjartsýnir um árangur. Varfærni þeirra í yfirlýsingum er skiljanleg vegna þess að viðræður em skammt á veg komnar og margt getur breyst á leið- inni. Varfæmina má einnig skoða í ljósi þess hvernig stundum hefur farið fyrir stjómmálamönnum sem alið hafa á bjartsýni um nýja stóriðju ámm saman án þess að neitt hafi komið út úr því. Garðar Ingvarsson segir að svona vinna þróist áfram stig af stigi. Á fyrsta stiginu sé unnið að öflun upplýsinga og að stilla saman strengina. Álframleið- andinn komi fram með óskir um tímasetningu og raf- orkuframleiðandinn svari því hvenær hann geti af- hent orkuna, á hvaða verði og svo framvegis. Talað hefur verið um að þessu stigi ljúki í september eða október en Garðar túlkar það svo að þá sjái samn- ingsaðilar hvaða málum þeir þurfi að vinna betur í. „Við vonum að eftir áramót skýrist málin svo mikið að hægt verði að ákveða hvort hafnar verði formlegar samningaviðræður um byggingu álbræðslu eða hætt að hugsa um þetta,“ segir hann. Annar stærsti álframleiðandi í Evrópu Hydro Aluminium Metal Products er eins og fy. segir dótturfélag norska stórfyrirtækisins Nors Hydro. Það framleiðir 690 þúsund tonn af áli á ári oj, er næst stærsti álframleiðandi í Evrópu og sá sjötti í röðinni í heiminum. Fyrirtækið hefur sérstaklega sterka stöðu í framleiðslu úr áli, svokallaðri þrýsti- steypu. Stjórnendur félagsins hafa lýst því yfir að það hyggist stórauka álframleiðslu og talað um að tvöfalda hana. Ljóst er að byggð verða nokkur álver ef það markmið á að nást og það verður að gera utan Noregs vegna þess að þar hefur þrengst um með orkuöflun. HAMP er að kanna möguleika á bygg- ingu álvera á nokkrum stöðum og er meðal annars að láta gera hagkvæmniathugun fyrir álbræðslu í Suður-Ameríku. Island er því eins og áður í beinni samkeppni við önnur lönd um orkuverð og aðrar að- stæður. Það er á íslensku samningamönnunum að heyra að sú vinna sem Framkvæmdir við tengingu orkusvæða yfir hálendið ásamt tengivirkjum eru taldar kosta um 30 miiljarða kr. fram fer annars stað- ar auðveldi undirbún- ing ákvarðana hér á landi. Hydro geti not- að hagkvæmniathug- anir sínar frá öðrum löndum með því að setja inn í þær ís- lenskt verð. Stærð álbræðslunnar liggur ekki fyrir. Fram hefur komið að framleiðslugeta yrði í upphafi að minnsta kosti 200 þúsund tonn á ári. Álver hafa verið að stækka og ræða menn því um 200-300 þúsund tonn. Þó ákveðið verði að ganga til samninga munu viðræð- ur taka langan tíma og framkvæmdir gætu í fyrsta lagi hafist um aldamót. Hugsanlegt er að framleiðsla gæti hafist á árunum 2002 til 2005.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.