Morgunblaðið - 31.08.1997, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 31.08.1997, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 31. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ mennri raforkunotkun þá er orðið lítið svigiúm eftir fyrir stórt álver á Keilisnesi. Raforkan þarf því að koma annars staðar frá, að minnsta kosti að hluta. Það hefur einnig breyst á þeim tíma sem liðinn er frá því samningar voru að nást um Atl- antsál að nú er flutningskerfi raf- orkunnar að verða fullnýtt. Næst mikilvægasta virkjana- svæðið er á Austurlandi. Þar hefur verið talið mögulegt að afla næstum jafn mikillar raforku með vatnsafls- virkjunum eins Efast um alvöru Atl- antsálsfyr- irtækjanna og á Þjórsár- Tungnaársvæð- inu. Hins vegar má búast við að vaxandi tillit til umhverfissjón- armiða muni takmarka veru- lega virkjanamöguleika þar. Til þess að virkja fyrir austan og selja orkuna til stóriðju á Suður- eða Vesturlandi þarf að byggja volduga háspennulínu yfir miðhá- lendið. Framkvæmdir við tengingu orkusvæða yfir hálendið ásamt tengivirkjum eru taldar kosta um 30 milljarða kr. samkvæmt upplýs- ingum frá Landsvirkjun. Mun þessi framkvæmd því geta haft mikil áhrif á orkuverð til stóriðju, einkum á Suðvesturlandi, og eru menn nú að velta því fyrir sér hvemig best sé að leysa málin. Halldór Jónatansson, forstjóri Landsvirkjunar, segir að það hafi verið venjan í samningum um orkusölu til stóriðju að láta við- komandi fyrirtæki greiða allan kostnaðinn við að flýta hlutaðeig- andi virkjunarframkvæmdum, um- fram það sem þörf væri fyrir vegna almennra þarfa. Það væri hins veg- ar afar erífitt að láta eitt stóriðju- verkefni greiða flýtingarkostnað- inn við háspennulínu yfir hálendið þegar hennar yrði þörf vegna slíks verkefnis. „Það er óeðlilegt að láta þann sem fyrstur kemur greiða þennan mikla aðgangseyri einan og óliklegt að nokkur myndi fást til þess. Það verður því að finna leiðir til þess að leysa þennan vanda ef frekari uppbygging stóriðju á að geta orðið að vemleika þegar til lengri tíma er litið,“ segir Halldór. Virkjun og álver á Austurlandi? Hin leiðin er að þróa iðnað á hvom landsvæði fyrir sig með tilliti til orkuöflunarmöguleika innan svæðanna. Sú stefna á vaxandi fylgi að fagna og telur Finnur Ingólfsson iðnaðarráðherra skynsamlegt að athuga hana vel áður en ráðist verði í fjárfrekar framkvæmdir við hálendislínu. Er þá verið að ræða um byggingu álvers í samvinnu við Hydro Aluminium í Reyðarfirði og að virkja Jökulsá á Brú og Jökulsá í Fljótsdal til að sjá því fyrir orku. Iðnaðarráðherra telur einnig að þessi leið myndi styrkja gmnn fyrir útflutning raforku með sæstreng vegna þess að meira öryggi væri í fleiri virkjunum. Halldór Jónatansson segir nauð- synlegt að leggja háspennulínu yfir miðhálendið í framtíðinni til að tryggja afhendingaröryggi, hag- kvæma nýtingu og stöðugleika raf- orkukerfísins. Hins vegar bendir hann á að verði stóriðjan staðsett á Austurlandi megi komast af með veikari tengingu yfir hálendið, hugsanlega eina 220 kílóvolta línu í stað einnar eða tveggja 400 kV. orkumannvirkja vegna stóriðju þar sem leitað yrði eftir íjár- magni á innlendum og erlendum fjármagnsmarkaði. Ríkið myndi ekki gangast í ábyrgð fyrir skuldum orkufyrirtækisins og reksturinn sjálfur yrði að standa undir endurgreiðslu lána. Eig- endur myndu auðvitað einnig taka sína áhættu með hlutafé, sem í þessu tilviki yrði hugsan- lega 25% af fjárfestingunni. Þetta er vitanlega áhættusam- ara fyrir þá sem fjármagna verkið en ef íslenska ríkið skrif- aði upp á Iánin og myndu vextir taka mið af því. Skotið hefur verið á að þeir gætu orðið 1-2% hærri en á lánum Landsvirkjun- ar. Það þýðir auðvitað hærra raforkuverð og dregur úr sam- keppnisfærni Islands. Þess má geta að álver Columbia Ventures, Norðurál á Grundar- tanga, er Ijármagnað með þess- um hætti og einnig Hvalfjarðar- göng að verulegu leyti. Væntan- lega myndi ríkið eignast orku- verin að tilteknum tíma liðnum. Opnun íslenska verðbréfa- markaðarins og aukið fé í um- ferð hefur opnað möguleika á þátttöku almennra íslenskra ljárfesta í byggingu álbræðslu og tilheyrandi orkufyrirtæki. ís- lensku samningamennirnir telja sig hafa fengið góðar undirtekt- ir á markaðnum en á þetta reyn- ir ekki fyrr en menn hafa út- færðar hugmyndir að bjóða. Fyrirhugað er að selja hluta af eign íslenskra ríkisins í íslenska járnblendifélaginu á Grundar- tanga. Áhugi fiárfesta á hluta- bréfunum gæti verið vísbending um áhuga þeirra á öðrum stór- iðjuverkefnum eins og hér er verið að ræða um. Fjárfesting útlendinga í virkjun- um Með aðild íslendinga að Evr- ópska efnahagssvæðinu var opn- að fyrir hina meginbreytinguna, það er þátttöku erlendra aðila í virkjun íslenskra fallvatna. fs- lendingar samþykktu að veita fólki í hinum ríkjum EES sömu möguleika og íslendingum til að eiga virkjanir og hefiir það verið fest í lög hér á landi. Iðnaðar- ráðherra telur að verkefnafjár- mögnunin muni standast EES- samninginn. Finnur Ingólfsson iðnaðarráð- herra er ekki hræddur við að auka erlenda ijárfestingu. „Fram til ársins 1995 var erlend íjárfesting hér á landi um 0,1% af landsframleiðslu á meðan þjóðirnar í kringum okkur voru með um 1% erlenda Qárfestingu og mörg Evrópulönd með 2-3%. Með þeim verkefnuin sem nú er unnið að tíföldum við erlenda ljárfestingu í landinu og jöfnum það sem algengast er í ná- grannalöndunum. Almenn íjár- festing fer úr 15 í 24% og verður nálægt meðaltali í löndum OECD. Ef við eigum að bjóða fólkinu sömu li'fskjör og ná- grannalöndin verðum við að hafa sömu aðstöðu, meðal ann- ars jafnmiklar fjárfestingar. Þeir sem ekki vilja hleypa er- lendum ljárfestum inn í landið eru með því að segja að þeir vilji skapa fólki verri lífskjör en fólk í löndunum í kringum okkur nýtur,“ segir iðnaðarráðherra. NÚ er unnið að byggingu Sultatangavirkjunar. Morgunblaðio/Julius VERKEFNAFJARMOGNUN í STAÐ RÍKISÁBYRGÐAR HUGMYNDIN um byggingu ál- vers í samvinnu við Hydro Alum- inum Metal Products felst í stofnun tveggja sjálfstæðra fyr- irtækja með mismunandi eignar- aðild. Annað um álbræðsluna og hitt um verkefnafjármagnað orkufyrirtæki til að reisa og reka virkjun beinlínis fyrir ál- bræðsluna. Álbræðslan yrði í meirihluta- eigu Hydro Aluminum og ís- lenskra fjárfesta, skráð á verð- bréfaþingum á íslandi og í Nor- egi og um reksturinn yrði gerð- ur stjórnunarsamningur við Hydro. Orkusamningur til langs tíma Orkufyrirtækið gæti orðið í eigu raforkufyrirtækja og lang- tíma stofnanafjárfesta, jafnt inn- lendra sem erlendra. Ekki er ólíklegt að Landsvirkjun yrði hluthafi og benda má á að Hydro Energi, dótturfélag Norsk Hydro, er næststærsti orkuframleiðandi í Noregi. Gert er ráð fyrir að gerður verði sljórnunarsaniningur við Lands- virkjun. Samið yrði við Lands- virkjun eða sjálfstæðan aðila um að flytja rafmagnið til álbræðsl- unnar. Viðskiptahugmyndin gerir ráð fyrir að gerður verði orkusamn- ingur til langs tíma með ákveð- inni áhættuskiptingu með því að tengja orkuverð við álverð með lágmarki og hámarki eins og þekkist í öðrum orkusamningum. Fjármögnun beggja verkefna yrði byggð á mati á hagkvæmni verkefnisins í heiid. Virðast þessir tveir þættir falla ágæt- lega saman, virkjun fylgir venju- lega lítil áhætta og hæfíleg arðs- von en álbræðsla er talin áhættusamari og gefa von um meiri arð. Dregið úr hlut ríkisins I þessum hugmyndum felast grundvallarbreytingar á þeirri stefnu sem fylgt hefur verið hér á landi til þessa, bæði varðandi eign orkumannvirkja og þátt- töku og ábyrgð ríkisins á orku- öflun fyrir stóriðju. Ríki og sveitarfélög hafa hing- að til staðið fyrir öllum virkjun- um sem eitthvað kveður að hér á Iandi. Meginhlutinn er nú í höndum Landsvirkjunar sem ríkið, Reykjavíkurborg og Akur- eyrarbær eiga. Þessir opinberu aðilar eru ábyrgir fyrir öllum skuldum Landsvirkjunar, einn fyrir alla og allir fyrir einn. Þannig getur lánardrottinn gengið að þeim eiganda sem honum líst best á ef Landsvirkj- un greiðir ekki skuld sína á rétt- um tíma, sem reyndar hefur aldrei gerst. Landsvirlqun hefur tekið á sig miklar skyldur vegna virkjana til að afla orku vegna þriggja stóriðjusamninga og er þessi árin að uppfylla þær. Koma þær til viðbótar fyrri skuldum fyrirtækisins. Þeir sem nú eru við völd í orku- og iðnaðargeiranum vilja dreifa áhættunni, þykir ekki skynsamlegt að virkja í skjóli og á ábyrgð opinberra aðila til að útvega rafmagn til nýrrar ál- bræðslu með því að safna upp meiri skuldum hjá Landsvirkjun. Kom þessi stefna meðal annars fram í tillögum nefndar um framtíðarskipan orkumála sem skilaði iðnaðarráðherra áliti í haust. Þar er lagt til að vinnsla raforku verði gefin frjáls í áföngum og sérstaklega vakin athygli á mikilvægi þess að virkjanaframkvæmdir vegna stóriðju verði á markaðsgrund- velli. Þetta hlýtur ekki síst að eiga við um nýtt álver því Landsvirkjun er auðsjáanlega mjög háð þróuninni á álmörkuð- unum vegna þess hvað stór hluti af raforkusölu hennar verður til álbræðslu eftir að Norðurál hef- ur starfsemi. Áhættusamari ljárfesting Þess vegna kom upp hugmynd um verkefnafjármögnun nýrra Faxafeni, Skipholti og Langarima í Rvík. Upplýsingasími 568-9915. Þolfimi og æfingum á tæki blandað saman. Vinsælasta samsetningin. Þolfimitímar í Grafarvogi. Ný og spennandi tæki í Grafarvogi. Ráðleggingar íþróttakennara áður en æfingar hefjast. Frjáls mæting í stöð, í tæki og leikfimi í Faxafeni og Grafarvogi. Verð: Kynningarkort (1 mánuður) 3.500- kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.