Morgunblaðið - 31.08.1997, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 31.08.1997, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 31. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ Gullið sótt í greipar Breiðafjarðar vmsnpn/AwiNNuiiF Á SUNNUDEGI ► Rekstur Þörungaverksmiðjunnar á Reykhólum hefur gengið vel hin seinni misseri og þar hefur verið tekið á mál- unum. Nánast vonlausum rekstri snúið í vöxt og hagnað. Breytingarnar fylgdu framkvæmdastjóranum Bjarna Osk- ari Halldórssyni í hús og Morgunblaðið tók hús á honum fyrir vestan fyrir skömmu. Eftir Guðmund Guðjónsson JARNI er fæddur í Reykjavík 1958 og uppal- inn í höfuðstaðnum. Hann varð stúdent frá Fjöl- brautaskólanum í Breiðholti og eft- ir að hafa unnið ýmis störf, m.a. við verslunarstörf í ljósmyndaverslun og skrifstofuvinnu hjá Skýrsluvél- um ríkisins, fór hann til náms til Kaupmannahafnar árið 1983. Þremur árum síðar útskrifaðist hann frá Handelshöjskolen í Höfn með BS gráðu í rekstrarhagfræði og 1988 hafði hann lokið auknu námi þar sem hann sérhæfði sig í rekstrarfræðum. Þá kom hann heim og við tóku ýmis störf á næstu árum. Hann var m.a. verkefnis- stjóri hjá Iðntæknistofnun og einnig í verkefnum hjá Sölusamtök- um lagmetis. Loks var hann ráðinn markaðsstjóri hjá Borgarplasti þar sem hann var til ársins 1994. Þá var auglýst staða sem honum þótti fýsi- leg; hjá Þörungaverksmiðjunni á Reykhólum. „Eg sótti um þessa vinnu svona af rælni. Það var ákveðin spenna i okk- ur hjónunum um að brjóta upp til- breytingarleysið og flytjast út á land. Eg var valinn úr hópi 41 um- sækjanda, en áður en ég byrjaði fór ég yfir ársreikninga og fleíri gögn. Eg sá að staðan var afar slæm og setti það sem forsendu fyrir því að ég tæki við starfmu að farið yrði í gagngera endurskipulagningu á fjármálum og vinnuskipulagi. Eg fékk vilyrði fyrir því hjá stjórn fyrir- tækisins að hún myndi beita sér fyr- ir niðurfellingu á skuldum og leitað yrði eftir nýjum rekstraraðilum. Þá fannst mér vera kominn starfs- grundvöllur," segir Bjami. Haft er fyrir satt að fátt annað hafi verið eftir að gera en að loka verk- smiðjunni. Var staðan svo slæm? „í reynd væri ekki of sterkt að segja að fyrirtækið hafi verið gjald- þrota. Það var aðeins eftir að hnýta endahnútinn. Það hafði margt kom- ið til, ýmis skakkaföll. Markaðir höfðu breyst, stórar pantanir voru ógreiddar og viðskiptavinir höfðu tapast. Þetta leit ekki vel út og fyr- irtækið var á vonarvöl. Stærsti hluthafmn var norska fyrirtækið Pronova með 40% eignarhlut og var fyrst leitað til þeirra um aukningu á hlutafé. Þegar ljóst var að norska fyrirtækið hafði ekki hug á slíku var leitað víðar og þetta var kapp- hlaup við tímann, því það var mikil skuld við ríkið og þó unnið væri í því að fá niðurfellingu þá var alls ekki gefíð að það heppnaðist. Það sem tókst var þó, að 40% af skuld- unum var umbreytt í hlutafé, 40% voru niðurfelld, en eftir stóðu 20% af skuldinni. Þessar hræringar opnuðu leiðina inn í fyrirtækið fyrir skoska fyrir- tækið Nutrasweet/Kelco, sem var stærsti viðskiptavinur Þörungaverk- smiðjunnar. Framkvæmdastjóri inn- kaupa hjá fyrirtækinu, Richard Se- arle, og kona hans komu hingað til íslands, og góður kunningsskapur tókst milli þeirra og okkar hjónanna. í kjölfarið á þvi lagði ég spilin á borðið og spurði hvort fyrirtækið hefði áhuga á því eða sæi sér hag í að koma inn í reksturinn. Eftir gaum- gæfilega athugun varð það úr og þetta var m.a. grundvöllur þess að Þörungaverksmiðjan gat rétt úr kútnum,“ segir Bjami. Byggðastofnun kom mjög við sögu er endurskipulagningin fór fram og við það eignaðist íslenska ríkið meiri- hluta í fyrirtækinu um tíma, eða þar til að skoska fyrirtækið kom inn í starfsemina. Fulltrúar Byggðar- stofnunar og fjármálaráðuneytis, sem tóku sæti í stjórn Þörungaverk- smiðjunnar vorið 1995, unnu ásamt Bjama að endurskipulagningunni og er Nutrasweet/Kelco keypti sig inn varð Byggðastofnun við ósk hins nýja eignaraðila um tímabundna að- stoð með því að hafa fulltrúa sinn í stjóm félagsins og bíða með sölu hlutabréfa stofnunarinnar. Miklar breytingar „Þessi kúvending breytti miklu, því í kjölfarið urðu gífurlegar breyt- ingar. Strax vora sendir menn að ut- an til að yfirfara öryggismál í verk- smiðjunni, skoska fyrirtækið sendi mikla fjármuni upp í skuldir með þeim árangri að fyrirtækið er engin afurðalán með í dag. Þá var loks far- ið að fjárfesta í löngu tímabæram hlutum. Tíu milljónir vora t.d. settar í að betrambæta þurrkarana, aðrar tíu milljónir í að byggja upp skipið okkar, þá voru nýir skurðarpramm- ar smíðaðir, hitaveitulagnir endur- bættar og þannig mætti áfram telja,“ segir Bjarni. Þörangaverksmiðjan hf. var stofnuð árið 1986. Verksmiðjan var hins vegar byggð mun fyrr, eða á ár- unum 1974-75 og starfsemi hófst þar undir nafni Þörangavinnslunar hf. árið 1975. Bjarni er spurður hvað verið sé að vinna í verksmiðjunni og hann svarar: „Fyrirtækið framleiðir mjöl úr klóþangi og hrossaþara og er hrá- efnið sótt vítt og breitt um allan Breiðafjörð. Þetta er sérstaklega hagstætt svæði til þessa, því hvergi gætir jafnrækilega flóðs og fjöra. Framleiðslan hefur numið 3.000 tonnum af þangmjöli og 400-500 tonnum af þaramjöli á ári. Þessar tölur hafa þó farið hækkandi og á síðasta ári vora tekin um 10.000 tonn af hráefni og í ár stefnir í að talan hækki í 14.000 tonn. Klóþang- ið er skorið við sjávarmál með okk- ar sérsmíðuðu skurðarprömmum. Hrossaþarinn er sóttur lengra út og notum við til þess 185 brúttó- tonna skip sem fyrirtækið á. Þarinn er tekinn með þar til gerðum plógi sem dreginn er á eftir skipinu.“ Hvað gerið þið svo við þennan sjávargróður? „Hráefnið er allt flutt í verksmiðj- una og þar er það þurrkað með heitu lofti í sérstökum þurrkara sem nýtir heitt vatn úr borholum í nágrenni Reykhóla. Alls er vatnið leitt 3 km vegalengd að verksmiðjunni. Þegar hráefnið hefur verið þurrkað er það malað niður og þannig flutt til Skotlands þar sem það er fullunnið." Eruð þið að allt árið? „Já. Framleiðsla á mjöli úr kló- þangi á sér stað frá vori og fram á vetur og ræður árferði hvenær hægt er að byrja og hve lengi er hægt að halda áfram. Hvert tonn af þang- mjöli fæst að jafnaði úr 4 tonnum af blautu þangi. Yfir vetrarmánuðina framleiðum við mjöl úr hrossaþara og þá þarf 8 tonn af blautu hráefni fyrir hvert tonn af mjöli." Þetta eru stórar tölur, er verið að fremja náttúruspjöll í Breiðafírðin- um, eða er af nógu að taka? „Út í svona lagað er ekki farið nema að undangengnum rannsókn- um á umhverfinu. Breiðafjörðurinn hefur verið rannsakaður mjög náið og niðurstaðan sem að okkur lýtur er, að nýtanlegt magn af þangi og þara er um 500.000 tonn á ári. Miðað við tölumar sem við vorum að nefna áðan má sjá að við erum langt frá því að fullnýta auðlindina og því langur vegur í að framin séu náttúraspjöll. Kortleggja stórþara Fjárfestingar og bættur aðbúnað- ur síðustu árin hefur orðið til þess að menn líta nú betur í kringum sig í Breiðafirðinum og Bjami er spurður út í stækkun á verksmiðju eða aukn- ingu á vinnslu. Hann svarar: „Það er verið að skoða stórþar- ann. Kortleggja hann og það gera tveir menn erlendis frá auk þess sem notið var liðsinnis Karls Gunn- arssonar frá Hafrannsóknarstofnun. Það má vel vera að það sé snjallt að vinna stórþara, en það er samt stórt dæmi fyrir okkur. Það hefði í för með sér meiri vatnsnotkun, veru- lega stækkun á lager- og verk- smiðjurými, frekari skipakaup og nýjan þurrkara, auk þess sem þróa þarf aðferð til að ná þaranum svo eitthvað sé nefnt. Þetta er gott dæmi um eitthvað sem ekki verður flanað að. Hins vegar er þetta í skoðun og línur munu væntanlega skýrast fyrri hluta vetrar hvað gert verður." Og Bjarni segir einnig: „Sú aukn- ing sem orðið hefur í framleiðslunni síðustu ár byggist á því að kaupend- ur okkar hafa keypt meira og verðið hefur verið betra en áður. Það felur ekki í sér að við höfum bætt við okk- ur viðskiptavinum. Hvort einhver breyting verður á næstunni verður að koma í ljós, en víst er að nóg er hráefnið. Eg nefndi nýtanlegar hrá- efnistölur úr Breiðafirði áðan, en gat þess ekki, að við getum farið í sömu slægjurnar á 3-5 ára fresti." Matvæli, hleypiefni, snyrtivörur og nautgripafóður Þegar Bjarni er spurður hvað sé gert við þangmjölið, brosir hann og segir að það sé langur lestur. Úr miklu af þanginu sé t.d. unnið svo- kallað algenat, sem er m.a. notað í matvælaiðnaði. Ýmis hleypiefni era og unnin úr þanginu, efni sem hleypa upp t.d. bjór, búðingum o.fl. Úr þanginu er einnig unninn lífrænn áburður og minka-, hrossa- og naut- gripafóður, auk þess sem örlítið er framleitt af þangtöflum. Botnþarinn kemur meira við sögu við fram- leiðslu á snyrtivöram og dýrafóðri, en helstu innflutningslöndin era Skotland, Bandaríkin, Þýskaland, Frakkland og Japan. Hversu margir vinna hjá Þör- ungaverksmiðjunni? „Á veturna eram við 18-19 og á sumrin bætist við skólafólk og þá er- um við svona 24-25. Við höfum sem betur fer alveg sloppið við uppsagn- ir. Annars er ekki öll sagan sögð, því miklu fleiri koma að þessu. Það era sex prammar með 1,5-2 starfsgild- um hver og það era verktakar sem sjá um sláttinn. Þá höfum við samn- ing við fyrirtæki í sveitinni um keyrslu á hráefninu." En hvað veltir fyrirtækið háum fjárhæðum? „Það er ekkert leyndarmál, það era um 150 milljónir á síðasta ári og hefur verið 50% aukning á milli ára. Þetta hefur gengið vel og við stefn- um að meiri hagnaði en á síðasta ári. Horfur á því era sem stendur mjög góðar þó rétt sé að spara stóra orð- in. Hlutimir geta nefnilega verið fljótir að breytast." Hvað gæti breyst? „Það þyrfti e.t.v. ekki annað en óhagstætt veður í hálfan mánuð og þá gætum við komist í vandræði með að standa skil á pöntunum. Það eru engar birgðir og ef hráefnið fæst ekki hjá okkur, þarf að sækja það annað.“ Og hvað gerist þá? „Við verðum að útvega hráefni og leitum þá til annarra sem era í þessu. Þetta hefur nauðasjaldan gerst sem betur fer, en við höfum þurft að leita til Irlands. Þar era þörangaverksmiðjur, einnig í Nor- egi og Nova Scotia.“ Hvað með samkeppnina, er hún hörð og óvægin? „Já, hún er það svo sannarlega og við finnum oft fyrir því að keppi- nautar era að reyna undirboð. Það era margir um hituna og samkeppn- in eftir því. Við höfum hins vegar staðið okkur það vel að við höfum getað verið frakkari í seinni tíð. Ekki látið menn pína okkur með verð. Þetta lýtur að mörgu leyti sömu lögmálum og fiskbransinn, t.d. gagnvart Noregi sem með beinum framlögum niðurgreiðir vinnsluna. Á móti kemur, að við eram ofarlega í hópnum varðandi tækni og þekk- ingu. Sums staðar þar sem þessi þörangavinnsla er viðhöfð, t.d. á ír- landi, er þetta mjög framstæð at- vinnugrein. Á írlandi vinna 400 manns við það að slá þang og þara með höndunum. Fyrir vikið erum við með góða af- urð og betri samkeppnisstöðu. Við þurrkum við lágt hitastig og það ræðst af heita vatninu okkar. I því liggur m.a. staðsetning verksmiðj- unnar. Hér er mikill jarðhiti og fer það saman við ótrúlega hagstætt og ríkt svæði til þang- og þaratöku," era lokaorð Bjarna Ó. Halldórsson- ar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.