Morgunblaðið - 31.08.1997, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 31.08.1997, Blaðsíða 48
48 SUNNUDAGUR 31. ÁGLIST 1997 MORGUNBLAÐIÐ FOLKI FRETTUM MYIMDBOIMD Hættuleg hvatvísi Fálkinn og snjómaðurinn (The Falcon & The Snowman) Spcnnumynd ★ ★ ★ ‘A Framleiðendur: Gabriel Katzka og Hemdale. Leikstjóri: John Schles- inger. Handritshöfundur: Steven Zailiian eftir skáldsögu Roberts Lindsay. Kvikmyndataka: Allen Daviau. Tónlist: Pat Metheny og Lyle Mays. Aðalhlutverk: Timothy Hutton, Sean Penn, David Suchet og Dorian Harewood. 126 mín. Bandaríkin. Orion Pic./Háskólabíó 1997. Myndin er bönnuð bömum innan 16 ára. MYNDIN er byggð á sannsögu- legum atburðum og segir frá Christopher sem fær vinnu hjá þjónustufyrir- tæki CIA. Hon- um mislíkar hvernig leyni- þjónustan meðhöndlar ýmsar upp- lýsingar og selur þær því leyni- þjónustu Sovétríkjanna. Sér til hjálpar fær hann gamlan félaga sem nú er eiturlyfjasali, en hann fer brátt að taka hlutverk sitt mjög alvarlega. Fálkinn og snjómaðurinn er magnþrungin mynd, sem er frá- bærlega vel upp byggð. Spennan í myndinni felst ekki í hamagangi og eltingaleik, heldur í tauga- spennu augnabliksins. Myndin er góð og djúp persónulýsing á tveimur ungum mönnum, öðrum siðblindum og hinum í uppreisn. Handritið er mjög gott og myndin er tæknilega vel unnin á allan hátt, enda ekki við öðru að búast frá herra Schlesinger, sem hefur þó örlitið misstigið sig seinustu ár. Leikaravalið er fullkomið, og það er mjög gaman að sjá þá Hutton og Penn svo unga að árum. Þeir eru mjög ólíkir leikarar og túlka hér jafnólíkar persónur. Það er skiljanlegt að Penn hafi orðið að stjörnu eftir þessa mynd. Hann er mjög barnalegur útlits og það verður jafnvel undarlegt á köflum að sjá þennan hjáróma ungling túlka þennan siðblinda aula af þvílíkri snilld. Hutton er stendur sig einnig mjög vel, en það reynir minna á hann sem leik- ara þar sem persónan hans er mun eðlilegri og með minni persónuleika- bresti. Það hefði reyndar verið skemmtilegra að fá að sjá hann í dýpri per- sónu, með því að gera and- úð hans á föður sínum meiri, og gefa það í skyn að hann sé í raun að gera uppreisn gegn honum sem gömlum FBI manni, með því að selja upplýsingar til Sovétríkjanna. Lori Singer er frekar léleg í því litla og leiðinlega hlutverki sem hún er í sem kærasta Christoph- ers. Hún segir varla neitt og er hlutverk hennar í myndinni í raun óþarft. En fyrst það er til staðar hefði þurft að hafa það veigameira til þess að áhorfandi finni til með þeim skötuhjúum þegar á reynir. Ég mæli eindregið með þessari taugaspennumynd sem gott og gaman er að rifja upp frá því í gamla daga. Hún sýnir að Háskólabíómenn eru að gera góða hluti með því að endurút- gefa eldri myndir og vekja þannig athygli á betri myndum seinni ára. Hildur Loftsdóttir Erum flutt í glæsilegt húsnæðiað Dalshrauni 11. 8 vikna fitubrennslunámskeið hefjast 8. september. 0 HífdRWiWlfl Þú mætir tvisvarí viku í hjóiatíma og einusinni í tæki. J ÁTAK f Fitubrennslu ÁTAK 3x í viku / fjölbreytt leikfimi. Viktun Cm mæling Frððleiksmappa Uppskriftabók Átaks korthöfum er leyfilegt að nýta sér opnatíma í leikfimi, Spinning-hjóla og tækjasal. Látum okkur líða vel f betra formi og mætum í átak. HRESS Takmarkaðu fjöldi. Skráning hafin í síma 565-2212 LÍKAMSRÆKT OG LJÓS Dalshraun 11 • Viö Keflavíkurveginn • Sími 565 2212 Alls konar konur Swann________ D r a m a ★ ★ 'A Framleiðandi: Shaftesbury Films & Greenpoint Films. Leikstjóri: Anna Benson Gyles. Handritshöfundur: David Young eftir skáldsögu Carol Shields. Kvikmyndataka: Gerald Packer. Tónlist: Richard Rodney Bennett. Aðalhlutverk: Miranda Richardson og Brenda Fricker. 90 mín. Bandaríkin. Majestic Films/Myndform 1997. Myndin er öllum leyfð. METSÖLUHÖFUNDURINN Sarah Maloney (M.R.) er að safna sér efni í bók um kanadíska ljóð- skáldið Mary Swann, sem var drepin af manni sínum á hrotta- fenginn hátt. Sarah fer á heimaslóðir Mary og hittir þar fyrir Rose (B.F.) einu vin- konu hennar, sem nú er búin að koma á fót safni í minningu skáldsins. Saman kom- ast konurnar tvær að því að eitt- hvað undarlegt er á seyði í sam- bandi við ljóðin. Það besta við þessa mynd er hversu raunsönn hún er og heildar- ljóminn sem af henni stafar. Hand- ritið og leikstjórnin eru mjög mann- leg og látlaus, og það er mikil feg- urð í ýmsum smávægilegum hlut- um og atvikum. Aðalpersónumar tvær, sveitakonan og unga skáld- konan á uppleið, eru alls ekki klisju- kenndar, heldur skemmtilegar, djúpar og lifandi persónur í túlkun þessara tveggja stórgóðu leik- kvenna sem hér eiga góðan sam- leik. Handritið er framan af ansi gott, spenna skapast og áhorfandi vænt- ir mikils um lok myndarinnar. Nokkuð er um lausa enda, eins og veikindi Rose, sem annaðhvort hefði mátt vinna betur úr eða sleppa. Það verður ekki annað sagt en að söguflétta myndarinnar komi áhorfendum á óvart, hún er ansi sérstök og á sjálfsagt eftir að falla fólki misvel í geð. Hildur Loftsdóttir m „Fiallarefurinn“ Sterkur og rúmgóður skólabakpoki 11 UTIVISTARBUÐIN við Umterðarmiðstððina MYIMDBÖND SÍÐUSTU VIKU Sonur forsetans (First Kid)-k ★ ★ 'h Leitin að lífshamingjunni (Unhook the Stars)~k ★ ★ 'h I deiglunni (The Crucible)k ★ ★ 'h Tvö andlit spegils (The Mirror Has Two Fac- eý)k k k Ógnarhraði (Runaway Car)k k Lífið eftir Jimmy (After Jimmy)k ★ ★ Bundnar (Bound)k ★ ★ Ókyrrð (Turbulence)'h Hatrinu að bráð (Divided by Hate)k 'h Gullbrá og birnirnir þrír (Goldilocks and the Three Bears)k 'h Þruma (Blow Out)k k k 'h Tortímandinn (Terminator)k k Smokkaleit (Booty Call)k 'h Leiðin á toppinn (That Thing You Do)k k k Feigðarengillinn (Dark Angel)k 'h Afdrifaríkt framhjáhald (Her Costly Affair)k Evita (Evita)kk'h Álan Parker er hér með stórmynd á alla vegu sem mætti vera frum- legri. Upplögð fyrir aðdáendur tónlistar Andrew Lloyd Webber. Huldublómið (Flor De Mi Secreto)k k 'h Álmodovar er ávallt áhugaverður. Huldublómið er öðruvísi en hinar myndirnar hans; jarðbundin per- sónulýsing. íslenskar stuttmyndir ★ ★ ★ Myndirnar sjö eru fjölbreyttar að lengd, gæðum og innihaldi. Þetta er athyglisverð sýn inn í tilrauna- starfsemi þá sem stunduð er af ungum og upprennandi kvik- myndagerðarmönnum. Dagsljós (Daylight)k k'h Sporhundar 2 (Bloodhounds 2)k k 'h Fín sakamálamynd með persón- um sem hafa húmor fyrir sjálfum sér og öðrum. Ærsladraugar (The Frighteners)k k k 'h Ævintýrmynd um drauga og aðr- ar áhugaverðar verur. Vel gerð, fyndin, hrollvekjandi og umfram allt skemmtileg. Svindlið mikla (The Big Squeeze)k k Eg er ekki Rappaport (I’m not Rappaport)k k Kvikmyndað ieikrit um tvo gamla karla sem kunna að skemmta sér. Leiknir af Ossie Davis og Walter Matthau sem fara á kost- um. Mynd fyrir eldri kynslóðina. Vagninn (The Van)kk Á villigötum (Sweet Nothing)k k Upp í rútuna (Get on the Bus)k k k k Ölíkir einstaklingar ferðast með rútu til Washington. Besta mynd Spike Lee til þessa. Meistaralega vel skrifuð, með heilsteyptum persónum og frábærum leikurum. Lausnargjaldið (Ransom)k k k Margslungin og vel gerð spennu- mynd. Mel Gibson stendur sig vel í hlutverki föðurs á barmi tauga- áfalls sem tekur til sinna ráða þegar sinni hans er rænt. Veiðimennirnir (Jagarna)k k Lögreglumaður flytur úr stór- borginni aftur til heimahaganna. Vel skrifuð og vitræn mynd, góð tilbreyting frá hinu staðnaða framboði bandarískra spennu- mynda. Ógreið heimför (No Way Home)k k Áflótta (Fled)k Sú eina rétta (She’s the One)k k
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.