Morgunblaðið - 31.08.1997, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 31.08.1997, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 31. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ Mikil alvara virðist vera í könnunarviðræðum íslenskra stjórnvalda og Hydro Aluminium um byggingu og sam- líkur á að virkjað verði á Austurlandi fyrir álver 1 Reyðarfírði. Helgi Bjarnason kynnti sér stöðu viðræðna um stóriðju og þá möguleika til orkuöflunar sem fyrir hendi eru. eiginlegan rekstur álbræðslu og tilheyrandi virkjunar. Vegna mikils kostnaðar við hálendislínu eru vaxandi ISLENDINGAR eru nú á tímamótum í upp- byggingu stóriðju og tilheyrandi orkuöflun. Eftir langvarandi kyrrstöðu hefur verið geng- ið frá þremur samningum um stóriðju, bygg- ingu Norðuráls á Grundartanga og stækkun verksmiðja íslenska álfélagsins í Straumsvík og íslenska járnblendifélagsins á Grundar- tanga, og næstu árin verður áfram unnið að virkjunum til að standa við þá. „Á tveimur ánim hef- ur tekist að ná þremur verulega stórum stóriðju- samningum. Það er mikil breyting," segir Finnur Ingólfsson iðnaðarráðherra. Vísar hann til þess að á lítið eitt skemmri tíma hafí aðeins tólf stóriðjusamn- ingar verið gerðir í öllum öðrum löndum Evrópu. „Við stöndum þess vegna á tímamótum. Nú þarf að huga að næstu skrefum og við það þarf mjög að vanda sig,“ segir ráðherrann. Unnið er að könnun á ýmsum stóriðjukostum. Þar á meðal eru tvö stór álver, á vegum Atlantsáls og norska fyrirtækisins Hydro Aluminium, hvort um sig með 200-300 þúsund tonna ársframleiðslu. Verið er að gera hagkvæmniathugun fyrir magnesíumverksmiðju á Reykjanesi. Þá má ekki gleyma möguleikum á stækkun þeirra þriggja stóru iðjuvera sem hér eru fyrir, Norður- áls, Járnblendifélagsins og jafnvel ISAL. Norðurál áformar að stækka verksmiðju sína á næstu árum úr 60 í 90 þúsund tonna ársframleiðslu og umhverfismat gerir ráð fyrir tvöfalt stærri verksmiðju. Gert er ráð fyrir að íslenska jámblendifélagið bæti 4. og 5. ofni við verk- smiðjuna á Grundartanga, í framhaldi af'Jiegar ákveð- inni stækkun um 3. ofninn. Þá er vitað að ISÁL býr yfir tækni til að auka fram- leiðslu álversins í Við stöndum þess vegna a straumsvík úr 160 í tímamótum. Nú þarf að huga 200 Þúsund tonn og að næstu skrefum og við það þaeð verði ráðist þegar þarf mjög að vanda sig iramleiðslan hefur jafnað sig eftir stækk- unina sem nýlokið er við. Einnig er verið að kanna möguleika á útílutningi orku með sæstreng. Samhliða er verið að meta það hvað er til af ónýttri orku og hvernig best sé að koma henni til hugsanlegra stórkaupenda. Tvöföldun orkuframleiðslu Ef allar þessar athuganir leiddu til jákvæðrar niður- stöðu myndi þurfa að tvö- til þrefalda þá orkufram- leiðslu sem fyrir er og þegar er ákveðin. Stækkun Ljósmynd/SSJ 'H i @3 m K j vJj.,'/ ‘fJP S ? | .■ ff;. ; . .. ' • •,» Éi 1 Norðuráls og Járnblendiverksmiðjunnar, eitt meðalál- ver og sæstrengur eða annað álver í stærra lagi myndi leiða til rúmlega tvöföldunar á þegar ákveðinni raf- orkuframleiðslu. Viðmælendur í orku- og iðnaðargeir- anum em sammála um að varla kæmi til greina að ráð- ast í svo miklar framkvæmdir á sama tíma. Það myndi setja efnahagslífið á annan endann og hætt við röskun á þeim stöðugleika sem væri einn af þeim kostum sem stórkaupendur raforku sækist eftir á Islandi. Þá eru uppi efasemdir um fjárhagslega getu Landsvirkjunar til að ráðast í svo miklar framkvæmdir. Æskilegt virð- ist að dreifa þeim á nokkuð langan tíma. Það hlýtur að vera gott ef upp kæmi samkeppni tveggja eða fleiri stórra raforkunotenda um hylli ís- lendinga. Það gæti styrkt samningsstöðuna. Á móti má benda á að landið er áfram í mikilli samkeppni við önn- ur svæði og lítið svigrúm til að bjóða hærra verð en hugsanlegir kaupendur ættu kost á annars staðar. Hins vegar fer tvennum sögum af því hvort stjórn- málamenn eða samningamenn iðnaðarráðuneytis og Landsvirkjunar þurfi nokkurn tímann að standa frammi fyrir þessu vali. I því sambandi er rétt að fara yfir stöðu mála í þeim könnunarviðræðum sem standa yfir við tvo aðila um byggingu meðalstórra eða stórra álvera. Efasemdir um Atlantsál Þrír álframleiðendur, bandaríska fyrirtækið Alu- max, sænska fyrirtækið Granges og Hoogovens í Hollandi, stóðu saman að samningum við Islendinga um byggingu álvers á Keilisnesi undir verkheitinu Atl- antsál. Aibræðslan átti í upphafi að afkasta um 200 þúsund tonnum á ári en hafa möguleika til stækkunar upp í 330 þúsund tonn. Samningar voru mjög langt komnir, nánast aðeins eftir að skrifa undir, þegar álmarkaðirnir hrundu og framkvæmdum var frestað á I I I > * | I I 1 > t | I l
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.