Morgunblaðið - 31.08.1997, Page 17

Morgunblaðið - 31.08.1997, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. ÁGÚST 1997 17 HELZTU hafstraumar sem koma viö sögu í kenningu Roberts G. Johnsons um tengsl útstreymis úr Miöjaröarhafi og hættu á aukinni jökulísmyndun í Kanada og kólnun veöurfars í NV-Evrópu. Noröur-Atlantshafsstraumurinn, sem er ein grein Golfstraumsins og færir aö öllu jöfnu hlýjan sjó noröur í Noregshaf, breytir um stefnu þegar hraöstreymandi djúpsjávarvatn, upprunniö í Miöjaröarhafi, kemur upp á yfirboröiö noroan Irlands og Skotlands. Þetta beinir hlýsjó N-Atlantsnafsstraumsins vestur í Labradorhaf. \ Baffinseyja LABRADOR Irminger- / strau/nur Noröur Atlantshafs- straumur Planetary Science Letters í apríl sl. og aðra í bandaríska jarðeðlis- fræðitímaritinu Eos í júlí, gengur út á að minna ferskvatnsstreymi til Miðjarðarhafsins, og aukin upp- gufun úr því vegna gróðurhúsa- áhrifanna valdi því að seltustig Miðjarðarhafsins muni á næstu áratugum hækka töluvert. Johnson segir fyrirsjáanlegt, að Aswan-stí- flan í Níl sérstaklega, ásamt fleiri virkjunum í fljótinu og vatnsveitum úr því, sem er stærsta einstaka ferskvatnsuppspretta Miðjarðar- hafsins, muni minnka ferskvatns- streymið það mikið, að innan fárra áratuga muni sjór Miðjarðarhafs- ins verða saltari. Aukin selta or- sakar aukna eðlisþyngd sjávar- vatns. Þessi aukna selta Miðjarðarhafs- ins mun leiða til þess, samkvæmt útreikningum Johnsons, að meiri sjór leitar út úr því um Gíbraltar- sund út í kaldara og seltuminna Atlantshafið. Vegna hins háa seltustigs streymi Miðjarðarhafs- sjórinn í meira magni og á meira dýpi en hann hefur gert, og berast eftir öðrum leiðum norður eftir Atlantshafinu en hingað til. John- son gerir ráð fyrir að þessi hlýi saltsjór úr Miðjarðarhafinu bland- ist köldum djúpsjó í Atlantshafinu og streymi norður á meiri hraða en hlýrri yfirborðssjór. Á grunninu norðan við írland og Skotland berst blandan síðan upp á yfirborð. Telur Johnson þetta valda því, að hlýr sjór N-Atlantshafsstraumsins, sem að öðru jöfnu leitar norður í Nor- egshaf, breyti um stefnu og berist þess í stað vestur að Labrador. Afleiðingar þessa yrðu þær, að mati Johnsons, að uppgufun með tilheyrandi skýjamyndun yrði meiri yfir Labrador-hafi, og úrkoma muni þannig aukast af þessum völdum yfir Kanada. Hlýrri sjór við Labrador muni þannig valda auk- inni snjókomu og þar með ísmynd- un í Kanada, og ýta undir vöxt jökulsins. Á sama tíma myndi sjór- inn í Noregshafi kólna með tilheyr- andi lækkun hitastigs við vestan- vert Norður-Atlantshafið. Hitastigssveiflur milli Labrador og Noregs í samtali við Morgunblaðið segir Johnson hitastigssveiflur sínu hvoru megin við norðanvert Atl- antshaf, á Labrador annars vegar og í Noregi hins vegar, hafa vakið athygli sína og átt sinn þátt í því að hann þróaði kenningu sína um hættuna á nýrri ísöld í þessum heimshluta. „Þetta gerist þannig, að um nokkurra ára skeið hlýnar frekar á Labrador og kólnar að sama skapi í Noregi. Hið gagn- stæða gerist svo nokkrum árum síðar.“ Johnson segist hafa rann- sakað hitastigsmælingar á báðum stöðum og fundið út að á tímabil- inu 1955-1959 hafi verið hlýrra á Labrador og 1970-1974 hafi verið hlýrra í Noregi. Hitastigssveifluna segir hann vera um þijár til fjórar gráður. „En á íslandi var sáralitla breytingu að sjá,“ bætir Johnson við. „Þannig sýnist mér þróunin verða sú að hitastigssveiflan færist varanlega yfir til Labrador; þar yrði hlýrra en kaldara í NV-Evr- ópu. Breytingin á íslandi yrði aftur á móti sáralítil, ef nokkur," útskýr- ir Johnson, og tekur fram að þetta eigi aðeins við um næstu tvær ald- ir; til lengri tíma litið yrði að gera ráð fyrir að hitastig lækkaði líka á íslandi þegar kanadíska jökul- breiðan vex. Kenning Johnsons felur nefnilega í sér að hlýrri sjór við Labrador leiði af sér meiri úr- komu yfir Norður-Kanada, þ.e.a.s. meiri snjór muni falla og stuðla að stækkun ísbreiðunnar. „Innan næstu 1000 ára eða svo mun ís- land finna fyrir þessu og hitastig þar iækka,“ segir Johnson. „Til langs tíma litið er það okkur öllum áhyggjuefni, ef nýísmyndun eykst þrátt fyrir gróðurhúsaáhrifin." Þetta segir Johnson vera stóru spurninguna: Mun upphitun loft- hjúpsins, sem spáð er, koma í veg fyrir að þetta gerist? „Ég trúi því ekki að gróðurhúsaáhrifin muni koma í veg fyrir jökulvöxtinn. Ég tel að rakinn sem hlýrri sjór og tilheyrandi úrkomulægðir muni bera inn yfir Baffins-eyju muni hafa meiri afleiðingar en aukinn hiti í lofthjúpnum." Stífla við Gíbraltar Svona þarf hins vegar ekki að fara, að mati Johnsons. Hægt sé að hindra þessa óheillavænlegu þróun með því að hálfstífla Gí- braltarsundið. „Hugmyndin er að draga úr streymi saltvatns úr Miðjarðarhafi út í Atlantshaf, sem mun auðvitað einnig leiða til þess að minna vatn streymi úr Atlantshafinu inn í Mið- jarðarhaf.“ Með því að takmarka útstreymi sjávar úr Miðjarðarhafinu við um einn fimmta af því sem nú er telur Johnson að hægt sé að afstýra því að hlýsjór sem nú stefni í að bein- ist vestur til Labrador komist sína leið norður í Noregshaf. „Kanada myndi haldast þurrt og loftslag Evrópu haldast milt og stöðugt," segir í grein Johnsons í Eos. Misjöfn viðbrögð Johnson segir viðbrögð við kenn- ingu sinni og tillögum hafa verið misjöfn. „Hugmyndinni hefur ekki verið vel tekið af sumu fólki, því hún er í mótsögn við nokkrar við- teknar kenningar um orsakir jökul- vaxtar og upphaf ísaldarskeiða í Kanada. Þetta er mjög mikilvægt atriði, því vísindamenn hafa hingað til gengið út frá því sem vísu að það sé kólnun veðurfars sem komi aukinni jökulmyndun af stað,“ seg- ir Johnson. Jarðsögu- og veðurfarsfræðing- ar koma saman í desember næst- komandi í San Franeisco í Kalifor- níu til að ræða hvernig síðasta ís- öld hófst í Evrópu og í Norður- Ameríku, meðal annars á grund- velli borkjarna úr setlögum ísaldar- stöðuvatna í Þýzkalandi og úr hafs- botninum við Baffins-eyju. John- son hefur kynnt sér þessa bor- kjarna. „Þessi gögn virðast mér á sannfærandi hátt sýna fram á að kenning mín sé rétt,“ segir hann og boðar að hann muni fylgja henni eftir með birtingu fleiri greina í vísindatímaritum. Heitnildir: U.S. News and Woríd Report, Time Magazine, Reuter og jarðeðlisfræði- tímaritið Eos. EN Á Komdu og skráðu þig í Námsmannalínuna sem er sérhönnuð fjármálaþjónusta fyrir 16 ára og eldri. ■ ■ NAMS BÚNAÐARBANKINN -traustur banki LINAN fyrir hugsandi fólk ÓLÍKAR ÞARFIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.