Morgunblaðið - 31.08.1997, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 31.08.1997, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 31. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ FLESTIR leggja nokkuð upp úr því að fá að vera í friði með sitt einkalíf. Heimilislífið, gleði og sorg, einkasamtöl í vinahópi eða á vinnu- stað. Ekkert af þessu á erindi við óviðkomandi. Persónulegir hlutir eins og kynlíf og veikindi ennþá síður. Sumir kjósa reyndar að bera einkalíf sitt á torg. En öll viljum við væntan- lega ráða því sjálf hvemig við birt- umst umheiminum, hvað það er sem við kjósum að deila með öðrum og hvetju við viljum halda út af fyrir okkur og okkar nánustu. Við viljum hafa nokkuð um það að segja hver veit hvað um okkur og hugsunin um að ókunnur maður geti safnað saman ótrúlega nákvæmum upplýsingum um okkur vekur óhug. Tækniþróunin, jafn marga góða kosti og hún hefur, gerir það að verk- um að friðhelgi einkalífsins á í vök að veijast. „Einkalífið úr sögunni“ segir á forsíðu Time. Stór orð, en því miður gætu þau ræst ef ekki er spyrnt á móti. Sífellt minnkar það svigrúm sem menn hafa til að lifa lífi sínu óséðir. Öll símtöl í landinu eru skráð, hver talar við hvern, þeg- ar menn nota greiðslukort er neysla þeirra skráð niður, tekjur manna og eignir eru skráðar, fjölskylduhagir, skólaganga, veikindasaga og meira að segja á myndbandaleigunum er skráð hvaða myndir maður tekur á leigu. Apótekin skrá lyfjanotkun, fyrirtæki skrá frammistöðu starfs- manna, myndavélar á vinnustöðum og á almannafæri skrá niður hver var hvar á hvaða tíma. Á alnetinu er maður ekki einu sinni óhultur. Þar er iíka fylgst með því hvað það er sem maður er að skoða á vefnum. Sá sem næði að safna þessum upplýs- ingum saman vissi meira um mig en ég sjálfur! Ógnvekjandi möguleikar á mis- notkun upplýsinga kvikna. Fara vinnuveitendur og tryggingarfélög að krefjast genakorta? Hvemig gætu óprúttnir tölvuþijótar nýtt sér per- sónuupplýsingamar? Ef stjórnarfar breytist, hvaða stjórntæki höfum við búið í hendumar á nýjum herrum? Hvernig er hægt að vera öruggur í fylgsni sínu þegar hvergi er skjól að finna? Er einstaklingurinn sem sjálf- stætt fyrirbæri með fijálsan vilja að breytast í tannhjól í vel smurðri vél? Hvað stendur eftir þegar allt manns atferli er opin bók og ótal aðferðir fyrir utanaðkomandi til að stjórna því í krafti tækninnar? Bein markaðssókn Flestir kannast víst við að hafa fengið „persónuleg bréf“ frá ókunnu fyrirtæki úti í bæ. Forsenda beinnar markaðssóknar af því tagi er tækni- þróun og aukin upplýsingasöfnun fyrirtækja sem falbjóða vörur á markaði. Mörg fyrirtæki hér á landi sérhæfa sig í beinni markaðssókn eins og það er kallað, þ.e. að mark- aðssetningu vöru sé beint að til- teknum markhópi gjarnan með per- sónulegum bréfasendingum. Menn benda á þá kosti að neytendur fái sérhæfðari upplýsingar um það sem þeim hæfi sérstaklega. Verslanir eigi þess kost að dreifa álagi. Auglýsing í sjónvarpi geti leitt til þess að búðin fyllist daginn eftir og ekki sé tími til að sinna öllum. Með markpósti megi dreifa álaginu, því senda megi bréfin út í hæfilegum skömmtum. Hættan við svo beinskeytta markaðs- sókn er sú að neytendur verði að leiksoppi markaðsaflanna, skilyrtir í heimi auglýsinga og harðrar sam- keppni. Eftir að helstu grunnskrár þjóð- félagsins eins og símaskráin, þjóð- skráin og ökutækjaskrá komust í tölvutækt form er gerð markhópa einföld. Vinsa má úr þann þjóðfélags- hóp sem líklegastur er til að kaupa tiltekna vöru. Mæðrum ungra barna eru send tilboð um bleiukaup, eigend- ur dýrra jeppabifreiða fá tilboð um lúxusvaming og svo mætti lengi telja. Högni Eyjólfsson hjá Skráning- arstofunni hf., sem er skrárhaldari ökutækjaskrár, segist fá að meðal- tali 1 -2 beiðnir á dag um útprentun á markhópum. Hætt að kaupa kexið í Hollandi gerðist það að kona sem verslaði reglulega í stórmarkaði fékk allt í einu upphringingu þar sem hún var spurð hvers vegna hún væri hætt að kaupa tiltekna kextegund. í ljós kom að verslunin skráði niður Morgunblaðið/Bjarni Eiríksson Hverei skj ól Eftirlit með almenningi og skráning persónu- upplýsinga færist stöðugt í vöxt. Tilgangur- inn er iðulega göfugur, segir Páll Þórhalls- son, lögregla þarf að upplýsa glæpi, greiðslu- máti verður þægilegri og símafélög geta sundurliðað reikninga. En hvað verður um einstaklinginn og einkalíf hans í hinu tölvu- vædda eftirlitsþj óðfélagi? Getur hann skriðið í skjól fyrir Stóra bróður? hvað hver viðskiptavinur keypti og seldi svo heildsölum upplýsingarnar. Óskar Magnússon, forstjóri Hag- kaups, segir að fyrirtækið fylgist ekki með innkaupum hvers og eins. Núverandi tölvubúnaður ráði ekki við það auk þess sem hann eigi erfítt með að ímynda sér að slíkt myndi svara kostnaði. Einar S. Einarsson forstjóri Visa segir engin áform uppi um að hag- nýta þær uppiýsingar um neyslu- mynstur sem óhjákvæmilega fylgja rafrænni skráningu greiðslna. Listar yfir korthafa séu einnig fullkomið trúnaðarmál og fari ekki frá fyr- irtækinu. Hins vegar sé það tækni- lega mögulegt fyrir þau fyrirtæki sem eru með búðarkassakerfí að taka niður nafn viðskiptavinar en það er skráð í segulrönd kortsins. Kveðst hann ekki vita hvort þetta sé tíðkað en slíkt væri alvarlegt trúnaðarbrot gagnvart viðskiptavini og brot á skil- málum Visa. Tölvunefnd gerði kröfu um að skilmálum Fríkortsins nýja sem Hag- kaup og fleiri fyrirtæki settu á lagg- irnar yrði breytt til að fyrirbyggja rækilega skráningu. Þannig segir í hinum breyttu skilmálum Fríkortsins sem auglýstir voru í vikunni: „Frí- kort ehf. mun, skv. fyrirmælum Tölvunefndar, ekki skrá sundurliðað- ar upplýsingar um vöruúttektir ein- stakra korthafa. Verða aðeins skráð- ar upplýsingar um þá punkta sem safnast, hvar og hve- nær.“ Myndbandsspólurnar En ekki eru allar vörur hversdagslegar neyslu- vörur og kaup á þeim ef upp komast geta leitt til þess að menn fá á sig siðferðisstimpil sem þeir kæra sig ekki um. í Bandaríkjunum lenti stjórnmálamaður í hremmingum þegar ijölmiðlar komust yfir lista yfír myndbandsspól- ur sem hann hafði tekið á leigu í gegnum tíðina sem hafði víst að geyma misjafnlega siðsamlegt efni. Eru slíkar skrár hjá íslensku myndbandaleigunum? Sagan segir að hjón hafi komið inn á myndbanda- leigu á dögunum og verið að velta fyrir sér tiltekinni spólu, karlinn hélt að þau væru búin að sjá hana en konan var á öðru máli. „Þið eruð búin að sjá hana,“ gall þá í af- greiðslumanninum. Jón Valur Smárason, fram- kvæmdastjóri Toppmynda sem reka fímm leigur, segir að vissulega sé þetta skráð. En slíkar upplýsingar yrðu aldrei afhentar öðrum en við- komandi. Auk þess sé erfítt að draga ályktanir af skránni um hvaða mynd- ir sé að ræða því nöfnin á spólunum séu misjafnlega auðkennandi. Jón Valur segir það sjálfsagt misjafnt milli myndbandaleiga hversu langt slíkar skrár nái aftur. Sumir séu fljót- ir að eyða út gömlum upplýsingum til að spara diskpláss í tölvunni. Jón Valur segist aldrei hafa fengið bón um að menn fengju að leigja spólu nafnlaust en tæknilega ætti það að vera hægt. Tæknin í þágu persónuverndar En það er ekki rétt að stilla tækn- inni eingöngu upp sem ógnvaldi gagnvart friðhelgi einkalífsins. Um árabil hafa verið starfandi fyrirtæki hér á landi með starfsleyfí tölvu- nefndar sem halda. svokallaðar van- skilaskrár. Þetta hefur verið á því formi að prentaðar eru skrár tvisvar á ári með lista yfir vanskilamenn. Byggt er á upplýsingum frá dómstól- um og sýslumannsembættum. Það er auðvitað stórlega vafasamt að skrár af þessu tagi með viðkvæmum upplýsingum skuli gefnar út í heild. Væntanlega hafa menn ekki þörf fyrir upplýsingar um annað en sína viðskiptavini og því alger óþarfí og óþarfa skerðing á persónuréttindum þeirra sem eru á skránni að skráin sé afhent í heild. Við þetta bætist að í ársskýrslum tölvunefndar má lesa um ijölmargar kvartanir út af listum þessum, fólki gengur illa að losna þaðan út og einhveijir hafa lent þar fyrir mistök. Nýtt fyrirtæki á þessu sviði, Lánstraust ehf., nýtir sér tölvutækn- ina, afhendir ekki neina lista heldur leita menn með tölvuuppflettingu og þá eingöngu að þeim aðila sem þeir eru í viðskiptum við. Til viðbótar er svo rekjanleiki í kerfínu þannig að hægt er að fara yfir hvað hver hefur verið að skoða og koma þannig upp um misnotkun. Svipaða hugsun má sjá í heilbrigð- iskerfinu (sjá „Gagnaöryggi") þar sem sjúkraskrárkerfi hefur verið sett á laggirnar gætt þeim eiginleika að rekja má eftir á hvað hver hefur verið að skoða. Það hljóta að teljast mikilsverð réttindi einstaklinga sem hafa skráð- ar um sig viðkvæmar persónuupplýs- ingar að geta krafist yfírlits frá skrárhaldara um það hveijir hafa rýnt í upplýsingarnar. Jafnframt er í því fólgið aðhald fyrir þá sem um- gangast skrárnar. Símtalaskráin Það þótti mikil bylting þegar Póst- ur & sími gat farið að sundurliða símreikninga. En forsenda þess er sú að öll símtöl í landinu séu skráð, þ.e. hvaða númer hafa tengst, hve- nær og í hversu langan tíma. Ströng leynd ríkir um skrána en þó hefur lögregla vissar heimildir til að nálg- ast slík gögn við rannsókn afbrota. En það eru mörg álitamál í þessu sambandi. Á mörgum vinnustöðum eru einkasímstöðvar þar sem skráð eru sjálfkrafa símtöl til og frá fyrir- tækinu. Stjómendur hafa aðgang að þessum upplýsingum þar sem fram
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.