Morgunblaðið - 31.08.1997, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 31.08.1997, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 31. ÁGÚST 1997 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Samskipti ísraela og Palestínumanna sögð á hættulegri braut Arafat á milli tveffsda elda"~ lii i i i ! i i i iiinii ”Ou............. JÁ, en ég bara elska ykkur báða . . . T&N'lutJO — RCWELLS Sími 588 44 22 Húsi verslunarinnar Kringlunni Rúllukragapeysa stutterma kr. 1.191, langerma kr. 1.460 95% bómull/ 5% Elastan. Fáanleg í 9 litum. Fjölmennt vísindaþing um mænu- skaða HÁTT í 300 manns taka þátt í vísindaþingi Norrænu mænu- skaðasamtakanna, sem hefst hér á landi á fimmtudag og lýkur á laugardag. Flestir þátttakendur koma frá Norðurlöndunum, en alls eiga 12 lönd fulltrúa á þinginu, m.a. Japan og Kína. Fulltrúar allra faghópa innan heilbrigðiskerfisins sem fást við mænuskaða sækja þingið og einnig sitja það fulltrúar úr öllum félögum mænuskaðaðra á Norðurlöndum. Meðal gestafyrirlesara á þinginu verða Kristján Tómas Ragnarsson, prófessor og yfirlæknir endurhæf- ingardeilædar Mount Sinai sjúkra- hússins í New York, Ragnar Jóns- son, bæklunarlæknir á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, og S. E1 Masry lækn- ingaforstjóri í Shropshire í Bret- landi. Anders Holtz, yfirlæknir tauga- skurðlækningadeildar háskóla- sjúkrahússins í Uppsölum, mun, ásamt dr. Richard Levi og prófess- or Aake Seiger á Karolinska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi, flytja fyrirlestur um taugaskurðlækning- ar vegna mænuskaða á bráðastigi og vegna langvarandi mænuskaða. Auk þess segja þeir frá nýjum til- raunum í Svíþjóð með notkun fóst- urvísa við skurðaðgerðir vegna mænuskaða. Rannsóknir og nýjungar kynntar í yfír 60 erindum og vegg- spjaldakynningum verða kynntar helstu rannsóknir og nýjungar í meðferð mænuskaðaðra. Fyrir- lestrarnir spanna öll svið í tengsl- um við meðferð mænuskaða; allt frá bráðataugaskurðlækningum til lífsgaéða eftir að endurhæfingu er lokið. Námstefna um setstöðu í hjólastól, kynlíf mænuskaðaðra og skráningu í hjúkrun verður haldin í byijun þingsins. Framtíðarbörn á skólabekk Fjögnrra ára böm í tölvunámi Bogi Siguroddsson NÝI tölvuskólinn tekur til starfa 15. september sam- tímis í Reykjavík, Keflavík og ef til vill víðar á land- inu. Kennt verður eina stund í viku og notað Windows-umhverfi, meðal efnis verður ritvinnsla, myndvinnsla, rafræn tölv- usamskipti, margmiðlun o.fl. Hægt verður að kaupa sjö vikna námskeið en einnig hægt að vera allan veturinn eða prjóna við fyrri námskeið. Starfíð er byggt á aðferðum sem kenndar eru við uppruna- legu stofnunina, alþjóðleg- an skóla er nefnist Future kids og stofnaður var í Los Angeles en skólinn hér verður íslenskur. Framkvæmdastjóri verður Baldvin Valtýsson, viðskipta- fræðingur og kennarar, verða allir með kennaramenntun og kennsluréttindi á grunnskólastigi auk þess að hafa reynslu og/eða menntun á sviði tölvumála. „Það sem m.a. gerir þetta óvenjulegt og ólíkt öðrum tölvu- skólum er að þetta er byggt á þekktri og þróaðri aðferð sem hefur breiðst hratt út síðustu árin, þar á meðal á Norðurlönd- unum,“ segir Bogi. „Eigandi Fut- ure kids hófst handa 1983, þá fór hann á milli leikskóla og kenndi börnunum á tölvur. Á Norðurlöndunum eru menn farnir að gera samninga við Fut- ure kids um að kenna þetta náms- efni í grunnskólunum og leysa vandann sem alls staðar blasir við, skortinn á námsefni sem ekki er þegar orðið úrelt. Nú er skólinn með útibú í rúmlega 70 löndum. Þau starfa algerlega sjálfstætt. en nota og aðlaga námsefni frá Future kids.“ -Hvaða kostir eru helstir við hugmyndina á bak við skólann? „Það sem ég heillaðist af er sjálf grundvallarhugmyndin. Þetta er allt byggt á mjög fagleg- um, uppeldisfræðilegum nótum, þ.e.a.s. námi með uppgötvunum. Gengið er út frá því að það eigi að vera gaman að læra, sinna beri þörfum einstaklingsins og aðlaga námið þörfum hans. Ýtt er undir samstarfshæfni og aðra eiginleika sem eru viðurkennd forgangsatriði í kennslufræðum og meðal sérfræðinga á því sviði. Þetta er hugmyndafræðin. Aðferðafræðin er sú að byijað er að kenna mjög ungum börnum, alveg frá þriggja ára aldri í út- löndum en hér verða þau yngstu fjögurra ára, þau elstu fjórtán ára. Algengt er í grunnskólum og tölvuskólum, jafnt hér- lendis sem úti, að verið sé að nota tölvuna sem tæki til að kenna hefðbundnar greinar. Notuð eru forrit þar sem börnin læra að reikna eða semja sögu. Hjá okkur verður markmiðið á bak við allt starfið að kenna allt sem lýtur að tölvum og upplýs- ingatækni. Kenndir verða mögu- leikar tölvunnar í víðasta skiln- ingi.“ - Verða leikir notaðir við kennsl- una? „Sjálf markmiðin með náms- efninu eru skýr, það er alveg ljóst hvaða færni og tækni er verið að þjálfa í hverri kennslustund en námið er þematengt. Hver nemandi fær verkefni sem miðuð ► BOGI Siguroddsson er fæddur 1959, hann lauk kenn- araprófi 1984 og MBA-gráðu, mastersprófi í rekstrarhag- fræði, við Rutgers-háskólann í New Jersey 1987. Hann er for- maður Imarks, félags íslensks markaðsfólks. Bogi starfaði hálft annað ár hjá Eimskip, var um fimm ára skeið í lausamennsku við kennslu og í ýmissi vinnu tengdri markaðsmálum, um það leyti ritaði hann bókina Sigur í samkeppni. Hann veitti heildsöludeildar Hans Peter- sen hf. forstöðu 1993-1996 og var markaðsstjóri hjá íslenska sjónvarpinu en hefur siðan um áramót starfað sjálfstætt við ráðgjöf. Hann er stjórnarfor- maður Framtíðarbarna, vænt- anlegs tölvuskóla fyrir börn á aldrinum 4-14 ára. Bogi á þijá syni, eiginkona hans er Linda Björk Olafsdótt- ir lyfjafræðingur. eru við aldur hans og þroska, fær að gera eitthvað sem honum finnst skemmtilegt og upplifir námið sem leik. En það er alls ekki verið að kenna tölvuleiki eða hvetja til þess að barnið sé stans- laust í tölvuleikjum. Ekki verða fleiri en átta í hverj- um hóp, kennarinn getur því fýlgst vel með hverjum nemanda og sinnt einstaklingnum. Það sem gerir þetta einstakt er námsefnið. Stór hópur sérfræðinga er allt árið að búa til nýtt efni og það er gefið út nýtt efni á sjö vikna fresti. Það er því alltaf verið að uppfæra og endurnýja námsefnið. Beitt verður í skólanum nýjustu tækjum sem völ er á en þessi endurnýjun á námsefninu er mik: ilvægasti þátturinn. í grunnskólunum er allt- af skortur á nýju og endurbættu efni en það verður ekki vandamálið hjá okkur.“ -En verður ekki að íslenska námsefnið? „Það er auðvitað bráðnauðsyn- legt og verður gert jöfnum hönd- um. Handbækur kennaranna og leiðbeiningarnar eru lykilatriðið. Kennararnir okkar munu hafa faglegar forsendur til að nýta efnið á þann hátt sem best hent- ar, þeir kenna auðvitað á ís- lensku. Þeir láta börnin, þau sem eru orðin læs, hafa skrifleg gögn og þess háttar efni sem er búið að aðlaga og þýða en byggist á aðsenda efninu. Verkefnin eru íslensk.“ Stöðug end- urnýjun á námsefninu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.