Morgunblaðið - 31.08.1997, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 31.08.1997, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 31. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ Bandaríski vísindamaðurinn Robert G. Johnson kynnti fyrir að veðurfar geti kólnað á sumum svæðum, til dæmis fyrir skemmstu kenningu sína um að breytingar á í Skandinavíu. Þannig má segja að útlit sé fyrir að vatnsbúskap Miðjarðarhafs geti innan næstu tveggja alda veðurfarssveiflur geti á komandi árum haft uggvænleg ýtt undir nýtt ísaldarskeið á norðurhveli. áhrif á lífsskilyrði í þeim heimshluta sem ísland tilheyrir. Veðurfarsfræðingar spá stöðugri hækkun meðalhitastigs Auðunn Amórsson segir hér frá kenningum og á jörðinni á sama tímabili, en gera þrátt fyrir það ráð vangaveltum um orsakir ísaldarskeiða og veðurfarssveiflna. FYRIR sjötíu milljónum ára ríkti sólarstrandarveður um nær alla jarðarkringluna; risaeðlur spígsporuðu um sólbakaðar strendur Græn- lands og pálmatré bærðust í hlýrri golunni í Kanada. Veðurfar hafði verið með þessum hætti meira eða minna um 500 millj- ón ára skeið, með styttri tímabil svalara veðurfars inn á milli. Þá gerðist það, að meðalhiti á jörðinni fór stöðugt að lækka. Jöklar hófu að myndast á Suðurskautinu. ísöld var hafin. Það tímabil jarðsögunnar sem hófst þar með og enn stendur yfir, nýlífsöld, hefur einkennzt af síendurteknum ísaldarskeiðum. Tal- ið er að nú ríki á jörðinni hlýskeið inni á milli ísaldarskeiða, en þetta hlýskeið kann senn að vera á enda, hvað sem upphitun lofthjúpsins vegna uppsöfnunar „gróðurhúsaloft- tegunda" líður. Ný kenning Roberts G. Johnsons, bandarísks sérfræðings í orsökum ísaldarskeiða, um að auk- in selta í Miðjarðarhafi muni breyta hafstraumum þannig að hætta sé á að loftslag í NV-Evrópu kólni og að ísbreiðan í Norður-Kanada stækki. Samkvæmt útreikningum Johnsons munu gróðurhúsaáhrifín ekki megna að halda aftur af þess- ari þróun. Hvað nákvæmlega veldur ísald- arskeiðunum er ráðgáta sem vís- indamenn hafa lengi glímt við en hafa ekki getað fundið viðhlítandi skýringar á. Þessi ráðgáta er reynd- ar mjög erfið viðfangs, þar sem ver- ið er að spá í atburði sem urðu fýr- ir tugum milljóna ára. Sú staðreynd, að meðalhitastig á jörðinni skuli ekki hafa verið meira en 10 gráðum hærra á hitabeltistímanum rétt áður en ísöldin skall á en nú er, er vís- bending um hve flóknar forsendur liggja hér að baki. Ymsar kenningar eru uppi, sem margar hvetjar eiga lítið sameigin- legt. Flestir þeir sem nálægt rann- sóknum af þessu tagi koma eru þó sammála um, að lækkun koltvísýr- ingshlutfalls í lofthjúpnum var ein helzta orsökin fyrir því að hitastig lækkaði það mikið fyrir um 60 millj- ónum ára, að jöklamyndun jókst til muna unz ís þakti stóran hluta beggja jarðarhvela. Þannig urðu „gróðurhúsaáhrif" með öfugum formerkjum völd að ísöldinni. Hvað nákvæmlega olli svo mikilli lækkun koltvísýringshlutfalls í lofthjúpnum er aftur á móti spum- ing sem ekki hafa fundizt skýr svör við. Binding koltvísýrings í fjallshliðum Himalaya? Ein einkennilegasta kenningin, sem einna mest er þó vísað til, þótt umdeild sé, tengist því að Himalayafijöll, hæstu fjöll jarðarinn- ar, mynduðust við árekstur jarð- skorpufleka á svipuðum tíma og koltvísýringshlutfallið lækkaði. Vitað er, að koltvísýringur úr lofthjúpnum binzt rigningu og myndar sýru sem virkar ætandi á berg. Við það kemst koltvísýringur- inn í samband við efni í berginu, sem bindur hann og losar hann þannig varanlega úr loftinu. Kenn- ingin gengur út á það, að magn koltvísýrings sem þannig hafi bund- izt úr loftinu hafí lækkað hlutfall þessarar hitaeinangrandi loftteg- undar í lofthjúpnum nægilega til að orsaka þá hitastigslækkun sem þarf til að koma ísöld af stað. Önnur nýleg kenning gengur út á að gras beri ábyrgð á kólnun- inni. Grastegundir þróuðust og breiddust út um svipað leyti og kólnunin átti sér stað. Afkastameiri ljóstillífun stærri gróðurþekju gæti hafa síað mikið magn koltvísýrings úr loftinu og bundið hann í jarðveg- inum. Orsaka ísaldarskeiða á norðurhveli leitað Það sem veldur vísindamönnum enn meiri heilabrotum er leitin að ástæðunum fyrir styttri kuldaskeið- um á norðurhveli jarðar, þar sem ísþekjan hefur teygt sig frá Norður- skautinu langt suður yfir bæði Ev- rasíu og Norður-Ameríku. Á mest- öllum hluta nýlífsaldar hafa jöklar aðeins hrannast upp á heimskauta- svæðunum, en fyrir um tveimur og hálfri milljón ára byrjuðu jöklar að skríða inn yfír Evrópu og Norður- Ameríku. Jökullinn, sem náði þvert yfir meginland Norður-Ameríku frá Seattle nútímans til New Jersey og huldi allt ísland og stærstan hluta meginlands Evrópu, var milli eins og tveggja kílómetra þykkur. Hann þrýsti með þvílíkum þunga á landið sem undir honum var að jarðskorp- an sökk. Slík ísaldarskeið hafa kom- ið aftur og aftur síðan, og varað í nokkra tugi þúsunda ára í hvert sinn. Breytingar á öxulhalla og spor- braut jarðar, sem gerast með nokk- uð reglubundnum hætti, eru taldar eiga verulegan þátt í orsökinni fyr- ir þessu með því að skin sólarinnar á heimskautasvæðin sveiflast til með þessum breytingum, og valda þannig annað hvort meiri ísmyndun eða bráðnun. En breytingarnar á skini sólarinnar eru þó ekki taldar veita fullnægjandi skýringu á þessu fyrirbæri. Hafstraumar geta haft lykilþýð- ingu í þessu samhengi. Fyrr á þessu ári birti bandaríski vísindamaðurinn Robert G. Johnson kenningar sínar um að breytingar, sem nú séu að verða á vatnsbúskap og seltustigi Miðjarðarhafs, muni hafa örlagarík áhrif á hafstrauma í Norður-Atl- antshafi. Samkvæmt niðurstöðum rannsókna hans bendir allt til að afleiðingamar af þessum breyting- um, til næstu 100-200 ára litið, verði þær að jökulmyndun í Kanada muni aukast um allan helming og veðurfar í Norður-Evrópu kólna. Vísindamenn hafa lengi verið sammála um það mat, að um þess- ar mundir sé jörðin stödd seint á hlýskeiði milli ísaldarskeiða, sem þýðir að til langs tíma litið stefni í nýtt kuldaskeið. Upphitun loft- hjúpsins vegna gróðurhúsaáhrifa, sem aukin losun koltvíildis og fleiri gastegunda út í andrúmsloftið veld- ur, verkar á móti þessari þróun, en ljóst þykir að þótt meðalhitastig hækki á næstu 100 árum sé fyrir- sjáanlegt að veðurfar kólni á sum- um svæðum. Og hvort þessi upphit- » un lofthjúpsins verði varanleg, eða ) hvort hún sé aðeins tímabundið k ástand sem endi eftir að jarðarbúar ' verða orðnir uppiskroppa með líf- rænt eldsneyti, er ekki síður opin spurning. Að spá fyrir um veðurfar næstu aldar er því mjög vandasamt verkefni. Veðrið næstu hundrað árin Meðalhiti á jörðinni hefur á und- , anförnum 100 árum hækkað um eina gráðu. Aukin losun hinna svo- I kölluðu „gróðurhúsalofttegunda" er | talin vera meginorsakavaldur að þessarr þróuh. Veðurfarsfræðingar spá áframhaldandi hækkun meðal- hita á jörðinni næstu hundrað árin. Deildar meiningar eru þó um hve langt sú hækkun muni ná. Áætlan- ir ná frá hækkun um 1,8 gráður upp í 6,3 til ársins 2100. Þótt spár vísindamanna séu ekki nákvæmari f en þetta eru þeir almennt sammála um að áhrif upphitunar lofthjúpsins F á veðurfar verði mikil; því meiri f hækkun hitastigs, þeim mun alvar- legri og/eða óútreiknanlegri verði afleiðingarnar. En þótt meðalhita- stig hækki er talið líklegt að kólni á sumum svæðum. í Noregi og víð- ar í Skandinavíu virðist nýísmyndun á jöklum vera að aukast, en á sama tíma er meðaltalsstærð jökla jarðar- innar að minnka. Einnig er óttazt, I að bráðnunarvatn frá hopandi jökl- um muni breyta hafstraumum svo F sem Golfstraumnum, sem ber heitt I vatn frá Karíbahafinu norður til íslands og víðar, og gerir loftslag um vestanverða Norður-Evrópu mun mildara en ella væri. Kenning Johnsons En það er ekki aðeins bráðið jökulvatn sem talið er geta breytt hafstraumum sem hafa mótandi § áhrif á loftslag á íslandi og ná- | grannalönd þess. Fyrrgreind kenn- L ing Roberts G. Johnsons, sem hann ■ birti fyrst grein um í Earth and
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.