Morgunblaðið - 31.08.1997, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 31.08.1997, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 31. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR Ásgeir Elíasson spáir í spilin fyrir úrslitaleik Keflavíkur og ÍBV á Laugardalsvellinum „Hlutskipti Eyjamanna verður að sækja hægt“ ÁSGEIR Elíasson, þjálfari Fram og fyrrum landsliðs- þjálfari, segir bikarúrslitaleik Keflavíkur og ÍBV, sem fram fer í dag, ráðast af því hvern- ig því síðarnefnda tekst að stjórna sóknarleik Eyja- manna. Ásgeir telur að Kefl- víkingar dragi sig aftar á völl- inn og leikmenn IBV verði því að sækja hægar að marki and- stæðinganna en ella. Leikurinn mun bera keim af því hvernig Eyjamennimir ráða við að leika hægt og að vera leng- ur með boltann, því Keflvíkingamir eru stórhættulegir í hraðaupp- hlaupum. Bæði liðin vilja sækja hratt ég hef á tilfinningunni að þau hafi skorað flest mörkin sín þann- ig. Ég tel að Keflvíkingarnir dragi sig aftar á völlinn og hlutskipti Eyjamanna verður að sækja hægt. Þá veltur allt á því hvernig það tekst hjá þeim. Það á betur við þá að sækja hratt og það er auðveld- ara að skora mörkin þannig, en stundum verða leikirnir þannig að annað liðið verður að sækja hægt því hitt liðið gefur ekki færi á öðru,“ segir Ásgeir. Markverðir: „Vestmannaeyingar standa heldur betur að vígi í þeirri stöðu með Gunnar Sigurðsson, því Bjarki Guðmundsson hefur ekki mikla reynslu. Gunnar hefur mikið sjálfstraust, en á til að gera mis- tök. Hann hefur þó leikið vel í sum- ar. Vamarmenn: Ég held að liðin séu nokkuð jöfn hvað vamarleikinn varðar, en Eyjamenn hafa vinning- inn þegar bakverðirnir sækja. ívar Bjarklind hefur t.d. verið að leika mjög vel fram á við. Keflvíkingamir eiga miðverði sem hafa verið lengi að og hafa talsverða reynslu. í þeirri stöðu em liðin svipuð að getu í vöm, en í sóknarleiknum_ verða varnarmenn ÍBV sterkari. Á því sviði er Hlynur Stefánsson langsterkastur." Miðvallarleikmenn: „Liðin nota hvort sína leikaðferðina. Mér fínnst ÍBV leika meira 4-4-2 heldur en 4-3-3, því Ingi Sigurðsson vinnur vel til baka á hægri vængnum. Keflvíkingar spila oftast með fimm menn á miðjunni. Ég tel að mikil barátta muni ríka á milli þeirra þriggja í hvora liði, sem yerða innst á miðjunni. Sigur- vin Ólafsson hefur leikið mjög vel í sumar og hefur skapað mörg mörk fyrir Vestmannaeyingana, en á móti kemur Gunnar Oddsson í liði Keflavíkur, sem hefur látið deigan síga undanfarið að mínu mati. Ég held samt að hann leiki á als oddi í leik sem þessum. Hann hefur mikla reynslu og ég held að hann sýni hvað í honurp býr í þess- um leik. Ragnar Steinarsson hefur verið að spila mjög vel á miðjunni fýrir Keflavík og það er óvíst hvernig þeir fylla hans skarð. Ég hugsa að þeir muni reyna að tefla fram reyndum leikmanni." Framherjar: „Ég tel að leikurinn muni þróast þannig að hraði Steingríms njóti sín ekki, því Kefl- víkingar spila vörnina frekar aft- arlega. Ef þeim tekst að forðast að missa boltann frá sér, geta þeir alltaf farið aftar með vörnina og þá er ekkert pláss fyrir Stein- grím til að stinga sér á milli. Þannig nýtist hans hraði ekki sem skyldi. Liðin eru samt tiltölulega jöfn í þessari stöðu. Þetta snýst um það hvernig Keflvíkingunum tekst að stjórna sóknarleik Eyjamanna. Haukur Ingi Guðnason leikur einn Morgunblaðið/Kristinn HAUKUR Ingl Guðnason 6 eftlr að gera varnarmönnum ÍBV líflð leltt ( dag, að sögn Ásgeirs Elíassonar. Morgunblaðið/Sigfús G. Guðmundsson SIGURVIIM Ólafsson hefur lelkið mjög vel á miðjunnl fyrlr ÍBV í sumar og lagt upp mörg mörk þelrra Eyjamanna. frammi í Keflavíkurliðinu. Hann er mjög fljótur og fylginn sér. Hann leikur á móti reyndum mönnum í vörn ÍBV, en hann á eftir að gera þeim lífið leitt. Hann heldur áfram endalaust og maður veit aldrei hvenær hann nær að vinna boltann og skapa færi úr því. Ef við berum hann og Stein- grím saman, er Haukur Ingi leikn- ari með boltann. Ef hraði Stein- gríms nýtist ekki hefur Haukur Ingi vinninginn í stöðu fremstu manna.“ Rúnar fullur sjálfstrausts RÚNAR Alexandersson úr Gerplu og Elva Rut Jónsdóttir úr Björk taka þátt í heimsmeistaramótinu í fimleikum, sem hefst í dag í Lausanne í Sviss, en þau fóra utan á mánudag. Rúnar er fullur eftir- væntingar, en hann eygir von um góðan árangur á bogahestinum, en Elva Rut segist eingöngu taka þátt til að öðlast reynslu og læra af þeim bestu. Rúnar var í Moskvu \ síðasta mánuði við æfingar ásamt rússnesk- um fimleikamönnum. „Ég hef mikið sjálfstraust núna og finnst eins og ég geti næstum allt. Eg kem á mótið með því hugarfari að sýna mig og sanna - fá þannig viðurkenningu sem fimleikamaður á heims- mælikvarða og hugsanlega sæti í ýmsum boðsmótum. Ég legg meg- ináherslu á bogahestinn og tel mig eiga góða möguleika á að verða ofarlega þar,“ sagði Rúnar. Elva Rut telur sig ekki eiga möguleika á að komast í úrslit, hvorki í fjölþrautinni né á stökum áhöldum. „Þetta er fyrsta stórmótið mitt. Það er gott fyrir mig að komast á svona mót til að fá meiri reynslu. Ég ætla að fylgjast með þeim bestu og læra af þeim. Ég efast um að ég nái að bæta minn besta árangur, því ég á von á strangari dóm- gæslu þarna en hér heirna," sagði Elva. ERUM FLUTT YFIR GÖTUNA (áði irðurii FERÐASKRIFSTOFA REYKIAVIKUR NU Aðalsfræti 9 - sími 5í 552-3200
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.