Morgunblaðið - 31.08.1997, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 31.08.1997, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. ÁGÚST 1997 21 LISTIR ERIENPAR BÆKUR Saga af fjölda- morðingja Uppljóstrarinn - The Inform- ant. Harper Paperbacks 1997. 455 síður. Fjöldamorðingjar eru vinsælustu óþokkar spennubókmennt- anna nú um stundir og kannski að von- um. Þeir hafa verið mjög áberandi í fréttum hin síðustu ár og ódæðisverk þeirra tíunduð, sjónvarps- og bíómyndir rekja blóðuga slóð þeirra og bækur um fjöldamorðingja eru góð sölu- vara. Frægasti fjöldamorðingi spennusagnanna er auðvitað Hannibal „The Cannibal“ Lecter í sögunni Lömbin þagna eftir Thomas Harris. Hún, ásamt fyrri fjöldamorðingjasögu Harris, Rauður dreki, hratt af stað skriðu fjöldamorð- ingjasagna sem sér ekki fyrir endann á. Einn af sporgöngu- mönnum Harris er bandaríski rithöf- undurinn James Grippando, enn einn lögfræðingur- inn sem snýr sér að spennusagna- skrifum. Hann hefur sent frá sér tvær bækur, „The Pardon", og Upp- ljóstrarann eða „The Informant" en hún segir af leitinni að tíföld- um morðingja og gerist að mestu í Miami. Kunnuglegt efni Grippando hefur greinilega kynnt sér til hlítar starfsaðferðir FBI þegar kemur að því að hafa uppi á fjöldamorðingjum og búa til af þeim sálfræðilegan prófíl. Kemur kunnátta hans á því sviði mjög vel fram í bókinni og er einn af kostum hennar, hann hefur einnig lært ýmislegt af téðum Harris. Aðalsöguhetjan í Uppljóstraranum er snöfur- mannlegur kvenmaður sem þarf sífellt að vera að svara spurning- unni um hvers vegna í ósköpun- um hún hefur gert það að ævi- starfi að rannsaka og elta uppi viðbjóðslegustu morðingja sem finnast í Bandaríkjunum (jú, ástæðuna er að finna í fortíð- inni). Morðinginn er vanskapað- ur vegna sjaldgæfs sjúkdóms og sú vansköpun er einkar niður- lægjandi (jú, Lecter var með sex fingur á vinstri hendi). Lögreglu- konan kemst jafnvel í persónu- legft samband við morðingjann en það er reyndar mjög í mý- flugumy-nd eins og höfundurinn hafi ekki vitað hvað hann ætti við það að gera. Victoria Santos heitir FBI- konan og munar ekki um að vitna í Hamlet í hversdagslegum samtölum sínum við fólk. Hún fer fyrir rannsókn á morðum sem framin hafa verið víða um Bandaríkin en allt bendir til þess að sarni morðinginn sé að verki því hann skilur eftir sig vöru- merki; tungan er skorin úr fórn- arlömbunum líklega meðan þau eru enn með lífsmarki. Það sem gerir málið sérstakt er að Pulitz- erverðlaunahafi í blaðamennsku í Miami í Flórída fær upphring- ingar nokkru áður en nýtt morð er framið og vill fégjafir fyrir upplýsingar um morðingjann. Hann veit greinilega hver hann er og fylgist með gerðum hans og gæti líka sem best verið morð- inginn sjálfur að reyna að græða á ódæðisverkum sínum. Santos og blaðamaðurinn, Mike Posten, taka upp samstarf og við tekur eltingarleikur sem hefur ófyrir- séðan en ekki beint athyglisverð- an eða spennandi endi. Það er eins og höfundurinn hafi lent í nokkrum vandræðum með að ljúka sögunni; hún fer inn á ein- hveijar brautir sem eru í litlu samhengi við það sem á undan er gengið. í kapp við tímann Helsti kosturinn við Uppljóstr- arann er þekking Grippandos á starfsaðferðum FBI og hvernig leit fer fram að fjöldamorðingja er skilur ekkert eftir sig, virðist myrða i fuilkomnu tilgangsleysi og hverfur sporlaust aftur í mannhafið eftir ódæðisverkin. Öll minnstu smáatriði skipta máii og hver dagur, klukkustund og mínúta er mikilvæg því hann mun fljótlega myrða á ný og svo aftur og aftur ef hann ekki verð- ur stöðvaður. Enginn tími má fara til spillis. Grippando hefur lag á að halda athygli lesandans °g byggja upp spennu með þetta í huga. Persónusköpunin er fremur stöðluð og ófrumleg og skipta persónur sögunnar lesandann ákaflega litlu máli. Höfundurinn reynir að svara spurningunni um hvernig íjöldamorðingi verður til og leitar í æsku hans en finnur kannski ekki neina fullnægjandi skýringu á því. Þótt Grippando reyni að halda uppi góðum hraða í frásögninni, eins og spennu- bókahöfunda er siður, virkar sag- an stundum of löng, líklega vegna þess að Grippando er mjög upp- tekinn af því einnig að ijjalla um þátt blaðamannsins í sögunni, stöðu hans gagnvart uppljóstrar- anum, hvernig siðareglur blaða- mannsins meina 'honum að gefa nokkuð upp um heimildir sínar, samskipti hans við útgefanda sinn og þess háttar atriði. Fer talsvert púður í þá hliðarsögu alla. Fyrir þá sem hafa gaman af fjöldamorðingjatryllum er Upp- ljóstrarinn brokkgeng en sæmi- leg lesning og styttir eflaust bið- ina þeim sem bíða eftir næstu bók Thomas Harris. Arnaldur Indriðason AUGLSÝING IMÝJUSTU FRÉTTIR HEIMSKLÚBBSINS HNATTREISAN MIKLA, 1. NÓV. markar tímamót í ferðasögunni og vekur heimsathygli, 5 vikur af sífellt nýjum ævintýrum í öllum þremur heimsálfum á suðurhveli jarðar að viðbættri draumaeyjunni Tahiti. Mikil eftirvænting ríkir, ekki aðeins í hugum farþeganna heldur hjá Islendingum búsettum í Suður-Afriku, Ástralíu, Nýja Sjálandi og Chile, og íslendingafélög í Perth og Sydney undirbúa móttökuhóf. Erlendar fréttastofnanir og íjölmiðlar munu fjalla um stærstu hópferð á nýrri leið kringum hnöttinn í máli og myndum og taka viðtöl á leiðinni. Undirbúningur er á lokastigi, margþættur og flókinn en til alls vandað að hætti Heimsklúbbsins, en kostnaði stillt í hóf með góðum, milliliðalausum samningum um alla þætti ferðalagsins og árangur eftir því, ótrúlega ódýr ferð miðað við lengd og gæði. Ferðin seldist strax upp og hefur verið sneisafull síðan, en nú eru 3 sæti laus vegna veikindaforfalla, ef pantað er strax. Fararstjórar verða þrír, Ingólfúr Guðbrandsson, forstjóri, og honum til aðstoðar góðkunnir starfsmenn hans í fararstjórn árum saman, hjónin Sigurdór Sigurdórsson, blaðamaður og kona hans Sigrún Gissurardóttir. TÖFRAR 1001 NÆTUR í AUSTURLÖNDUM, 4. OKT. Góð feðarlög eru uppspretta ævintýra, sem þú mundir annars aldrei kynnast. Fullyrða má, að Islendingum hafi aldrei áður staðið til boða slík ævintýraferð á vit 1001 nætur, sem Heimsklúbburinn efnir til 4. okt. og stendur í 3 vikur. Fjölbreytni hennar er einstök, íjögur lönd og jafnmargir menningarheimar, undurfogur náttúra og gróður, heimsborgir með fegurstu nútímabyggingar sem til eru, t.d. Petrona turnana í Kuala Lumpur, hæstu byggingar heims, glæsi- varning á góðu verði, bestu hótel heimsins með fullkominni aðstöðu til að fegra og bæta lífið. Flug með Flugleiðum og Malaysian, einu besta flugfélagi heimsins. Dvalarstaðir: Kuala Lumpur, hin fagurlýsta garðaborg með glæsilegan arkitektúr, Saigon í hinu fagra, framandi og heillandi VIET- NAM, nú gróið sára styijaldarinnar, afar forvitnilegt í augum Vesturlandabúans, „Höll gylltu hest- anna“ í Malasíu, glæsilegasta hótel heimsins í dag og það eitt, ferðarinnar virði, Riviera Bay, eitt af frægum hótelum Singapore Mandarin hringsins við Malaccaströnd, Grand Plaza Hotel, nýtt Spa hótel í framúrstefnuborginni Singapore, og í lokin sólardvöl við Persaflóann í hinni frábæru fríverslunarborg Dubai, þar sem búið er á A1 Bustan, nýjasta og fúllkomnasta hóteli í Mið- Austurlöndum. Þátttakenndur 40, var fullskipuð, en nú 2 forfallasæti laus. Fararstjóri Ingólfur Guðbrandsson. TÖFRAR THAILANDS, 15. JAN. ‘98 Áhugi á að kynnast því besta í Thailandi og víðar í Austurlöndum eykst stöðugt, og margir sér- hópar, vinnuhópar, félög, klúbbar og skólar hafa snúið sér til Heimsklúbbsins. Þessi 2-3 vikna ferð getur hentað hinum mörgu, sem hyggja á Thailandsferð eftir áramót, enda valdir vinsælustu staðirnir: Bangkok, Chiang Mai og hinn vinsæli baðstaður Phuket. Farið er á besta tíma ársins, þegar loft er þurrt og bjart en ekki of heitt, en kuldinn kreppir að fólki á norðurslóðum. Fararstjóri, vönduð hótel, spennandi kynnisferðir, lágt verð. Margir eru þegar skráðir í ferðina, dragið ekki að staðfesta pöntun. KARÍBAHAFIÐ — SIGLINGAR OG FEGURSTU STRENDUR HEIMSINS Karíbahafið er mesti segull á ferðamenn frá norrænum löndum að vetralagi. Sumarparadís um hávetur heillar og veitir gleði og heilsubót. Viðskipti Heimsklúbbsins standa traustum fótum á fegurstu eynni, DÓMINÍKANA, þar sem valdir gististaðir eru samningstryggðir á ótrúlega hagstæðu verði. Heimsklúbburinn er einnig brautryðjandi í að kynna siglingar stærsta skipafélagsins, CARNIVAL, með sín frægu skemmtiskip eins og fljótandi hallir um fagurblátt hafið. Frábær kostur er vikusigling + vikudvöl á völdu hóteli á Dóminíkana, t.d. 5* Renaissance, Capella Beach. Um það sögðu farþegar í hópferð í vor: „Þessi ferð var mesta ævintýraferð á okkar ævi. Við höfiim aldrei haft það jafngott, og kostaði ótrúlega lítið hjá Heimsklúbbnum.“ NÝTT 5* HÓTEL — RIU MERENGE í PUERTO PLATA Samningur Heimsklúbbsins við nýtt, glæsilegt fimm stjörnu hótel í hinum vinsæla baðstrandarbæ, Puerto Plata, tekur gildi í september. Hótelið býður allt innifalið, allar máltiðir, alla drykki, áfenga sem óáfenga, meira að segja úr minibarnum, íjölbreytt íþrótta- afþreyingar- og skemmtidagskrá alla daga, og kynnisferðir um eyjuna standa til boða. Hótelið stendur alveg á ströndinni rétt utan við borgina, umhverfið rólegt og hrífandi fagurt, þar pálmar og hávaxin lauftré vaxa niður að flæðarmáli. Hótelið er svo eftirsótt, að pantanir þurfa að berast með góðum fyrirvara. Sérstakt kynningarverð gildir í okt.-nóv. Fjögur önnur hótel standa til boða á Dóminíkana og siglingar vikulega frá höfuðborginni Santo Domingo á spennandi siglingaleið, INSPIRATION, Carnival. Einstaklingspantanir alltaf i gangi, næsta hópferð með siglingu 14. nóv. — UPPSELT. SIGLINGAR í ÁRSBYRJUN ‘98 — frá MIAMI 7. FEB. Sértilboð. PÁSKASIGLING ‘98 —4. apríl, vika + strönd. PÁSKAFERÐ — DOMINIKANA — 5.-15. apríl. PÁSKAFERÐ —AUSTURLÖND 1.-14. apríl LISTATÖFRAR ÍTALÍU 1997 Þessari einstöku menningarferð er nýlokið með þátttöku 40 manns, sem ljúka miklu lofsorði á ferðina. í ferðalok komst einn m.a. svo að orði: „Þessi ferð var engri lík, svo full var hún af ánægju og sannri lífsnautn. Hún fór framúr öllum væntingum, og hver dagur verður ógleymanlegur. Við erum sannfærð um að slíka ferð er ekki hægt að gera betur úr garði, og forréttindi að fá að njóta hennar og lifandi lýsinga fararstjórans.“ FERÐIN VERÐUR ENDURTEKIN í ÁGÚST ‘98 FARSEÐLAR Á LANGLEIÐUM UM ALLAN HEIM Sístækkandi hópur valdra viðskiptavina snýr sér til Heimsklúbbsins vegna ferðalaga á Ijarlægar slóðir, t.d. til Austurlanda, Ástralíu og Nýja Sjálands. Verið velkomin að njóta sérþekkingar okkar og sambanda. Það kostar ekki meira, en sparar oft fyrirhöfn og stórfé. FEROASKRIFSTOFAN Austurstræti 17,4. hæð 101 Reykjavík, sími 56 20 400, fax 562 6564
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.