Morgunblaðið - 31.08.1997, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 31.08.1997, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 31. ÁGÚST 1997 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. ÁGÚST 1997 29 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR SKÓLAR eru nú að hefja vetrarstarfið. Yfirstand- andi er kjaradeila við kenn- ara og munu samningaum- leitanir vera í hnút. Það er þvi hugsanlegt að til verk- falls kennara komi enn einu sinni og nemendur verði fyr- ir töfum í námi af þeim sök- um. í lengstu lög verða menn þó að vona að deiluaðilar komizt að viðunandi sam- komulagi. Það er naumast hægt enn einu sinni að stöðva jafnmikilvægt starf og skólinn er vegna þess að menn komast ekki að sam- komulagi um kaup og kjör. Skólinn er í senn uppeldis- og menntastofnun, þar sem sáð er til framtíðar og upp- skerunnar er kannski ekki að vænta til fulls fyrr en löngu síðar. Því þarf að vanda til verks, enda er verulegum hluta ríkisút- gjalda árlega varið til menntamála. í skólunum eru aldir upp einstaklingar til framtíðar, kynslóðir sem eiga eftir að verða burðarás- ar islenzks þjóðlífs um ókomin ár. Mikið er rætt um atgervis- flótta úr kennarastétt. Er þá vísað til þess að hæfi- leikaríkustu kennararnir leiti í önnur störf, þar sem þeir fái betur greitt fyrir vinnu sína en við kennslu hjá hinu opinbera, einkum í góðæri. Hér er ekki sízt átt Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. við raungreinakennara, en þeir eins og raunar íslenzku- kennarar þurfa oft að leggja á sig mikla aukavinnu við yfirferð verkefna nemenda. Slíka vinnu hafa kennarar talið vanmetna og því mun hafa dregið úr heimaverk- efnum nemenda og ritgerða- smíð. Slíkt er til vanza, því að slík vinna kennir nemend- um öguð vinnubrögð. í lok síðastliðins skólaárs varð mikið umtal um könn- un, sem gerð var á kunnáttu íslenzkra nemenda i raun- greinum í samanburði við frammistöðu jafnaldra þeirra víða um heim og ollu niðurstöðurnar verulegum áhyggjum. Fram að þeim tíma voru menn almennt þeirrar skoðunar að skóla- kerfið væri harla gott, en því fer fjarri, ef mark er takandi á þessum niðurstöð- um. Slíkar kannanir eru þó fagnaðarefni, því að þær gefa Islendingum tækifæri til þess að meta stöðu ís- lenzks skólakerfis út á við á grunni alþjóðlegra viðmið- ana. Slíkar niðurstöður ættu að vera hvati til þess að gera enn betur en hingað til. Það er nauðsynlegt að styrkja skólana og kennsl- una. Það verður að gera kennarastarfið meir aðlað- andi en það nú er til þess að góðir kennarar fáist til skólanna og í námsefni þarf einnig að leggja ríka áherzlu á það sem séríslenzkt er, arfleifð þjóðarinnar og tung- una, sem gerir okkur að sér- stakri þjóð. Þetta er nauð- synlegt í minnkandi heimi, þar sem sífellt er lögð áherzla á meiri alþjóða- hyggju og æ meiri bein tengsl við umheiminn. ís- lenzkt þjóðfélag er lítið og persónulegt og það ætti því að vera hægt að koma hverj- um og einum betur til manns hér en erlendis í hinum stóru þjóðfélögum. Hér ætti ein- staklingurinn að geta notið fámennisins og því fengið meiri aðhlynningu á þroska- ferli sínum en meðal stór- þjóða. UM 4.000 HEFJA NÁM UM 4.000 ungmenni, 6 ára gömul, eru nú að stíga sín fyrstu spor á menntabrautinni. í huga þeirra er eftirvænting og til- hlökkun. Nú þurfa þau fyrsta sinni á ævinni að fara að heiman á degi hverjum og í skóla, þar sem kennarar taka á móti þeim og ætla að leiða þau í allan sannleik um námið og tilveruna utan verndarsvæðis foreldranna. Ýmsar hættur blasa við þessum ungu þjóðfélags- þegnum. Þau eiga mislangt að fara í skólann og nú er nauðsynlegt að aðrir og reyndari í umferðinni sýni tillitssemi gangvart þessum ungu meðbræðrum og systr- um. Þau skynja hættuna öðruvísi en við hinir full- orðnu, gera sér ekki jafnm- ikla grein fyrir henni og full- þroska fólk. Því er aldrei nægilega brýnt fyrir þeim, sem í umferðinni eru, að aka varlega, einkum í grennd við skólana. Myrkur færist yfir og því ber að aka með fyllstu gætni í umferðinni. SKÓLAR BYRJA BARÐI GUÐ- • mundsson benti rækilega á rit- tengsl Sturlungu og íslendinga sagna. Samanburður hans á drápi Þorgils skarða og Þorkels háks í Ljósvetninga sögu er eftirminnilegur, svoog sú ábend- ing hans að fyrirmyndin að falli Gunnars á Hlíðarenda sé víg Odds Þórarinssonar í Geldingaholti. Vígi Odds Þórarinssonar er lýst í íslend- inga sögu Sturlu Þórðarsonar. En þar er að mínu viti annað merki- legra. Það er hvernig lýsing Sturlu Þórðarsonar á Oddi er skrifuð inní persónulýsingu Gunnars á Hlíðar- enda í Njálu. Þeir eru báðir sagðir bláeygir og er það lýsingarorð ekki notað um aðra fornkappa. Um Odd liðinn segir Sturla: „Oddur var mik- ill maður vexti. Eigi mátti hann sterkan kalla að afli, en þó var hann inn knásti og manna mjúkast- ur og bezt að íþróttum búinn með Þorvarði, bróður sínum, og Kol- beini. Oddur var ljósjarpur á hár og vel andlitsfallinn, bláeygur og manna bezt á sig kominn, blíður og góður við alþýðu, ör að fé. Manna var hann vopnfimastur, og svo sagði Þorvarður, bróðir hans, að það var einskis manns færi eins á Islandi að skipta vopnum við Odd. Þótti öllum mönnum mestur skaði um hann, þeim er hann var kunnast- ur.“ í XIX kafla Njálu segir svo um Gunnar Hámundarson: „Hann var mikill maður vexti og sterkur, manna bezt vígur; hann bjó báðum höndum og skaut, ef hann vildi, og hann vó svo skjótt með sverði, að þrjú þóttu á lofti að sjá. Hann skaut manna bezt af boga og hæfði allt það, er hann skaut til; hann hljóp meir en hæð sína með öllum herklæðum, og eigi skemmra aftur en fram fyrir sig; hann var syndur sem selur, og eigi var sá leikur, að nokkur þyrfti við hann að keppa, og hefur svo verið sagt, að enginn væri hans jafningi. Hann var vænn að yfirliti og ljóslit- aður, réttnefjaður og hafið upp í framanvert, bláeygur og snareygur og roði í kinnunum; hárið mikið, gult, og fór vel. Manna kurteisastur var hann, harðgjör í öllu, fémildur og stilltur vel, vinfastur og vina- vandur." Það er merkilegast þegar • lýsing á lifandi manni lend- ir inn í skáldsagnaverk, öllu merki- legra en þegar menn sækja lýsingar sínar í önnur ritverk einsog Njálu- höfundur hefur að vísu einnig gert. Hermann Pálsson hefur bent ræki- lega á það í riti sínu, Uppruni Njálu og hugmyndir, hvemig höfundur Njálu leitar fanga í Þriðriks sögu þegar hann lýsir Skarphéðni og Gunnari á Hlíðarenda. Ábendingar hans eru sannfærandi. En hluti af lýsingu Gunnars er kominn frá Sturlu Þórðarsyni þegar hann lýsir Oddi Þórarinssyni, annað augsýni- lega úr Þriðriks sögu nema hún sé yngri en talið hefur verið, þ.e. að hún hafi orðið fyrir áhrifum af Njálu, en ekki öfugt. Jafnframt er augljóst að Gunnar á Hlíðarenda sækir ýmislegt til annars afburða- manns, Ólafs konungs Tryggvason- ar, einsog Snorri lýsir honum í Heimskringlu: „Ólafur konungur var mestur íþróttamaður í Noregi, þeirra er menn hafa frá sagt, um alla hluti. Hverjum manni var hann sterkari og fímari, og eru þar marg- ar frásagnir ritaðar um það... Ólaf- ur konungur gekk eftir árum út- byrðis, er menn hans reru á Ormin- um, og hann lék að þremur hand- söxum, svo að jafnan var eitt á lofti, og hendi æ meðalkaflann. Hann vó jafnt báðum höndum og skaut tveim spjótum senn. Ólafur konungur var allra manna glaðast- ur og leikinn mjög, blíður og lítillát- ur, ákafamaður mikill um alla hluti, stórgjöfull, sundurgerðarmaður mikill, fyrir öllum mönnum um fræknleik í orrustum, allra manna grimmastur þá er hann var reið- ur,...“ M. HELGI spjall R EYKJAV'ÍK URBRÉF Laugardagur 30. ágúst Líkur standa til þess að hér verði innan skamms tekizt á um það, hvort og þá hvernig skuli lagðir á mengunar- eða umhverfisskattar. Skatt- ar af þessu tagi hafa rutt sér til rúms í ríkjum Evrópusambandsins síðustu árin. Reyndar hafa fáein skref verið stigin til þessarar áttar hér, m.a. með svokölluðu spilliefna- gjaldi. Þessi skattheimta er nýtt sem hag- stjórnartæki til umhverfisvemdar, það er til þess að knýja framleiðendur og neytend- ur til þess að taka tillit til þjóðhagslegs kostnaðar sem hlýzt af framleiðslu og neyzlu. í skýrslu um hagkvæma umhverfis- vernd, sem Brynhildur Davíðsdóttir vann nýverið fyrir umhverfísráðuneytið, segir: „Þau [hagstjórnartæki í formi skatta] leið- rétta hið ytra óhagræði með því að fella inn í verð vörunnar þann þjóðfélagslega kostnað sem hlýzt af framleiðslu, notkun og förgun hennar. Hagstjórnartæki geta því samtímis leitt til hreinna umhverfis, nýsköpunar og tækniframfara." ■■■■■■■■■■ í KJÖLFAR AL- Hagvöxtur mennrar og vax- ° andi hagsældar og og mengun aukinnar þekkingar á lífríki jarðar hefur kröfunni um hreinna umhverfi og vernd náttúruauðlinda vaxið fiskur um hrygg. Fleiri og fleiri gera sér grein fyrir því að mannkynið, sem „lifa þarf á“ auðlindum jarðar, verður og að varðveita þær og líf- ríkið til frambúðar. í grein sem Sigurður Már Jónsson birti nýlega í Viðskiptablaðinu segir m.a.: „Allir vilja hagvöxt og hagsæld. Til að draga úr mengun verður almenningur að sætta sig við minni hagvöxt en ella, í það minnsta næstu árin. Handan við kæru- leysi fortíðarinnar lúra nefnilega umhverf- isskattar, eða réttara sagt „hagræn stjórn- tæki“, eins og innvígðir kalla fyrirbærið. Síðustu 5 til 6 árin hefur verið stöðug aukning á umhverfissköttum í ríkjum Evr- ópusambandsins. Eigi að síður er ekki hægt að segja að þeir skipti miklu enn sem komið er varðandi afkomu einstaklinga og fyrirtækja. Það kann þó að breytast í fram- tíðinni þar sem mun meiri þrýstingur er víðast hvar að hlaðast upp á ríkisstjórnir að framfylgja þegar gerðum samningum.“ Sljórn á notkun nátt- úrugæða BRYNHILDUR Davíðsdóttir telur í skýrslu sinni nauð- synlegt að koma einhvers konar stjórn á notkun umhverfis og náttúrugæða, bæði til að koma í veg fýrir ofnýtingu auðlindanna og hamla gegn vaxandi spillingu umhverf- isins, rammans um mannlífíð. Að hennar mati verður slík umhverfisstjórn að vera vistrænt og hagrænt skilvirk - og sann- gjöm. Hún þarf m.ö.o. að draga úr meng- um með sem minnstum tilkostnaði og á sem sanngjarnastan hátt. „Hagræn um- hverfisstjórnun er yfirleitt mun ódýrari fyrir þjóðfélagið en umhverfisstjórn sem byggir á stjórnvaldsfyrirmælum," segir höfundur í skýrslunni, „stjórnvaldsfyrir- mæli skal þó nota í tilvikum þegar skjótt þarf að bregðast við umhverfisvanda og ljóst er að umtalsverður kostnaður muni hljótast af aðgerðarleysi." Undir samheitið hagræn stjórntæki flokkast í þessu samhengi umhverfisgjöld, umhverfisskattar, skilagjöld, skattaíviln- anir o.fl. Skýrsluhöfundur telur að með hagrænum stjórntækjum sé mögulegt að ná skilvirkri umhverfisstjórn hér á landi. Þau gefí fjárhagslegt svigrúm til að nýta náttúrugæði af hyggindum, þann veg að ómengað andrúmsloft og óspillt náttúra geti í framtíðinni orðið ein mikilvægasta söluafurð þjóðarinnar. Hver er vandinn? SIGURÐUR Már Jónsson lætur að því liggja í grein sinni í Viðskipta- blaðinu að það tor- veldi stefnumörkun á þessu sviði að menn greinir á um, hvað sé yfir höfuð að gerast í umhverfinu og hvað af því sé af manna- völdum. Þeir séu jafnvel til sem haldi því fram að gróðurhúsaáhrif, svokölluð, séu ekki svo afleit, þar eð þau vinni gegn næstu ísöld! Flestir vísindamenn eru hins vegar þeirrar skoðunar að vá sé fyrir mannkynsdyrum ef koltvíoxið í andrúms- loftinu og gróðurhúsaáhrif aukizt áfram. Rætist spár vísindamanna í þessum efn- um og ef ekkert verður að gert til að hamla gegn gróðurhúsaáhrifum hækkar hitastig jarðarinnar um allt að 0,3 gráður á áratug eða 3 gráður á öld. Slík hitahækkun hefði afdrifaríkar afleiðingar í för með sér fyrir loftslag og veðurfar á jarðarkringlunni. Helztu afleiðingar hitastigshækkunarinnar eru taldar verða, að því er fram kemur í skýrslu Brynhildar Davíðsdóttur, hækkun á yfirborði sjávar með tilheyrandi flóða- hættu, breytingum á veðurfari um allan heim og breytingum á dreifingu plantna og dýra, sem leiða myndu til minnkunar á líffræðilegum fjölbreytileika. Þær lofttegundir, sem taldar eru valda þessari hitastigsbreytingu, eru fjölmargar, en sú áhrifamesta er koltvíoxið. Það er eðlilegur hluti andrúmsloftsins, en hefur vaxið um of af mannavöldum lengi undan- farið. Mestum skaða valda gróðureyðing og bruni jarðefnaeldsneytis. Gróðurhúsaáhrif þekkja engin landa- mæri. Nauðsynlegt er því að þjóðir heims bregðist við vandanum með vel undirbúnu samátaki. Þær hafa þegar viðurkennt nauðsyn viðbragða með rammasamningi í Rio de Janeiro í Brasilíu árið 1992, sem staðfestur var á Alþingi 1993. Samkvæmt samningnum stefna iðnríkin (OECD- og Austur-Evrópuríkin) að því að takmarka útstreymi koltvíoxiðs og annarra gróður- húsalofttegunda þann veg að það verði ekki meira árið 2000 en það var árið 1990. Útstreymi koltvíoxíðs af mannavöldum hér á Iandi var ríflega 2300 tonn árið 1993, að því er fram kemur í tilvitnaðri skýrslu. Þar af áttu rúmlega 1800 tonn uppruna sinn í brennslu jarðefnaeldsneyt- is, eða rúm 78%. Morgunblaðið/Jim Smart VIKINGASKIPIÐISLENDINGUR íslenzk for- gangsmál I SKYRSLU Bryn- hildar Davíðsdóttur segir orðrétt: „Markmið núver- andi ríkisstjórnar er að nota hagstjórnaraðferðir til umhverfis- verndar í auknum mæli. Hagræn stjórn- tæki hafa verið notuð með góðum árangri víða um heim og í litlum mæli hér á landi, t.d. skilagjald á gosdrykkjaumbúðum og gjald fyrir blý í benzíni. Skipta má áherzl- um ríkisstjórnarinnar um notkun hag- rænna aðferða á átta þætti: 1) Lögð verður áherzla á að uppræta mengun af völdum spilliefna, og leitast við að meðhöndlun þeirra verði komin í viðunandi horf eigi síðar en á árinu 1997, alls staðar á landinu. í þessu sambandi voru samþykkt lög á Alþingi um sérstakt gjald á vörur sem geta orðið að spilliefnum á vorþingi 1996. 2) Söfnun umbúða, landbúnaðarplasts og hjólbarða verði komið í viðunandi horf. 3) Unnið verði að því í samráði við sveit- arfélög að koma lagi á söfnun brotamálma um land allt. 4) Settur verði á stofn starfshópur ríkisstjórnar og atvinnulífs til að kanna kosti þess að leggja á umhverfisskatta, sem kæmu í stað annarrar skattheimtu, svo sem tekju- og eignaskatta. 5) Kannaðir verði möguleikar þess að taka upp sérstakt auðlindabókhald, sem viðauka við þjóðhagsreikninga. Stefnt verður að því að taka saman reglulegt yfirlit yfir nokkrar lykilstærðir sem sýni hvernig umhverfismál þróast á íslandi og hvort sú þróun sé í átt til þess að vera sjálfbær. 6) Aukin ferðaþjónusta kallar á aukna landvörzlu og eftirlit með náttúruvernd. Umhverfisráðuneytið mun í samvinnu við samgönguráðuneytið, Ferðamálaráð og aðila í ferðaþjónustu leita leiða til að þeir sem hafa fjárhagslega hagsmuni af því að viðhalda óspilltri náttúru taki þátt í kostnaði við náttúruvernd. 7) Skattlagning á eldsneyti verður end- urskoðuð, þannig að hún taki mið af út- streymi koltvíoxíðs og verki takmarkandi á það. Stefnt verði að því að leggja sér- stakan C02 skatt á þá notkun jarðefna- eldsneytis sem ekki tengist starfsemi í alþjóðlegri samkeppni, en að öðru leyti verði fylgt hliðstæðum reglum og settar verða um C02 skatt í samkeppnislöndun- um. 8) Gjaldtaka af bifreiðum og eldsneyti verði endurskoðuð með það fyrir augum að auka hlutfall sparneytinna bifreiða. Stefnt er að því að vörugjöld á bíla sem valda lítilli mengun, t.d. rafbíla, verði felld niður.“ Hafið og andrúms- loftið IBÚAFJÖLDI jarð- ar, sem nú er tæpir sex milljarðar, vex hröðum skrefum - og þar með ásóknin í náttúruauðlindir. Meðal annars af þeim sökum er ljóst að baráttan fyrir vernd þeirra og gegn meng- un umhverfisins, hafs og andrúmslofts, verður eitt mikilvægasta verkefni mann- kynsins næstu áratugi og á nýrri öld. Gróðurvernd, uppgræðsla lands og skógrækt, sem íslendingar hafa sem bet- ur fer vaxandi áhuga á, falla vel að þessu mikilvæga markmiði. Skógar jarðarinnar hýsa eitt fjölbreyttasta og flóknasta líf- kerfi jarðar. Þeir tempra í senn áhrif veðrabrigða, sem kemur öllu lífríkinu til góða, og eyða mengun af mannavöldum, sem berst út í andrúmsloftið. Þeir binda jarðveg, sem er undirstaða lífs á jörð- inni, og hefta rof, uppblástur og landskrið. Fátt er mikilvægara en að vernda og varðveita vistkerfi skóga, ferskvatn jarð- ar, hreinleika hafsins, sem og að tryggja, að endurnýjanlegar auðlindir jarðar séu nýttar á skynsamlegan hátt. Við íslend- ingar eigum nær allt okkar undir því að spornað verði gegn mengun hafanna og að viðkvæmt umhverfi norðurhjarans verði verndað eins og kostur er og sjálf- bær og ábyrg nýting sjávarauðlinda verði tryggð. Þess vegna fögnuðum við stofnun Norðurskautsráðsins í fyrra, en það gefur okkur kjörin tækifæri til að koma sjón- armiðum okkar í þessum efnum á fram- færi, m.a. við tvö voldugustu ríki heims, Bandaríkin og Rússland. Samstarf heim- skautsríkjanna í svæðisbundnum samtök- um eru og líkleg til að draga úr spennu, skapa traust, efla gagnkvæm samskipti og stuðla þannig að auknu öryggi. Umhverfis- skattar ÞAÐ HLYTUR að teljast eðlilegt að starfsemi sem hefur neikvæð áhrif á umhverfi fólks, með einum eða öðrum hætti, taki þátt í kostnaði við að draga úr mengun og hreinsa eftir sig. Gjaldtaka í þessum til- gangi beinir og viðkomandi starfsemi inn á hættuminni brautir. Skattasmiðir verða á hinn bóginn að kunna sér hóf og halda á málum af sann- girni. Nauðsynlegt verður að teljast að stefnan og vegferðin í þessum efnum sé vörðuð í samráði við atvinnulífið - og reyndar ættu samtök þess að taka þetta mikilvæga mál, vemd umhverfisins, upp á heimavettvangi, og hafa visst frumkvæði um framhaldið. I kjölfar almennr- ar og vaxandi hagsældar og aukinnar þekk- ingar á lífríki jarðar hefur kröf- unni um hreinna umhverfi vaxið f iskur um hrygg ... Barátt- an fyrir varð- veizlu náttúru- auðlinda og gegn mengun umhverf- isins, hafs og and- rúmslofts, verður eitt mikilvægasta verkefni mann- kyns næstu ára- tugi og á nýrri öld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.