Morgunblaðið - 31.08.1997, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 31.08.1997, Blaðsíða 36
36 SUNNUDAGUR 31. ÁGÚST 1997 MINIMINGAR MORGUNBLAÐIÐ Elskulegur bróðir okkar og mágur, ÞORSTEINN EIRÍKSSON, Teigaseli 1, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánu- daginn 1. september kl. 13.30. Sigríður Eiríksdóttir, Þórður Vigfússon, Friðgeir Eiríksson. Þórdís Rafnsdóttir. Móöir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, SIGURBORG EYJÓLFSDÓTTIR, Sörlaskjóli 44, Reykjavík, verður jarðsungin frá Neskirkju þriðjudaginn 2. september og hefst athöfnin kl. 13.30. Kristín Guðleifsdóttir, Anna Guðleifsdóttir, Bjarni E. Guðleifsson, Fjóla Guðleifsdóttir, Hanna Lilja Guðleifsdóttir, Felix Ólafsson, Stefán Sigurkarlsson, Pálína S. Jóhannesdótttir, Sigurður G. Jónsson, Þorsteinn Loftsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁGÚSTA ÁGÚSTSDÓTTIR, Kambaseli 27, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðju- daginn 2. september kl. 15.00. Sigurður O. Pétursson, Anna Kjartansdóttir, Þór Ottesen, Brynhildur Ólafsdóttir, Björn O. Pétursson, Katrín Magnúsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. * + Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu, móður okkar, tengdamóður og ömmu, GUÐRÚNAR ÞÓREYJAR ÖRNÓLFSDÓTTUR, Espigrund 7, Akranesi, Sérstakar þakkir færum viö starfsfólki Sjúkrahúss Akraness. Sveinn Kr. Guðmundsson, Örnólfur Sveinsson, Guðrún Björnsdóttir, Kristján Sveinsson, Sigrún Halla Karlsdóttir, Sigurbjörn Sveinsson, Dagbjört Hansdóttir og barnabörn. + VIGDÍS GISSURARDÓTTIR frá Byggðarhorni, Sandvíkurhreppi, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 2. september kl. 13.30. Fyrir hönd systkina, Bjarnheiður Gissurardóttir. + Alúðarþakkir fyrir sýnda samúð og vináttu við ? Æk andlát og útför vinar míns, |8f STURLU JÓSEFS BETÚELSSONAR. ^ p. Sérstakar þakkir fær starfsfólk krabbameins- m , deildar Landspítalans, deild E11. % lir’ ' \ Róbert Ómarsson. l_Ail KRISTJANA KRISTINSDÓTTIR + Kristjana Krist- insdóttir fædd- ist á Húsavík 2. nóvember 1920. Hún lést á Hjúkr- unarheimilinu Eir 23. ágúst síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Krist- inn Jónsson, kaup- maður á Húsavík, f. 26. júní 1895 á Húsavík, d. 1. júlí 1950, og kona hans Guðbjörg Óladótt- ir, f. 26. febrúar 1896 i Kílakoti í Kelduhverfi, d. 24. október 1960 í Reykjavík. Bræður Kristjönu: a) Ari, sýslumaður á Patreksfirði, f. 6. nóvember 1921, d. 5. febrúar 1964, kvænt- ur Þorbjörgu Þórhallsdóttur, f. 2. júní 1919, d. 15. maí 1992. b) Óli, fyrrverandi kaupmaður á Húsavík, f. 31. desember 1922, kvæntur Ingunni Jónas- dóttur, f. 12. maí 1928. c) Jón, bóndi í Lambey í Fljótshlíð, f. 16. nóvember 1925, kvæntur Ragnhildi Sveinbjarnardóttur, f. 25. mars 1927. d) Páll Þór, kaupmaður á Húsavík, f. 11. júlí 1927, d. 27. febrúar 1973, kvæntur Aldísi Friðriksdóttur, f. 10. desember 1932. e) Hall- dór, gullsmiður, f. 10. janúar Dagurinn líður - Hægan himni frá höfgi fellur angurvær á dalblómin smá. Og hvítir svanir svífa hægt til fjaila með söng, er deyr i fjarska. (Tómas Guðmundsson.) Föstudaginn 29. ágúst var kvödd hinstu kveðju í kyrrþey Kristjana Kristinsdóttir, fyrrum húsmóðir í Hofi við Sóivallagötu, bókari við Lögreglustjóraembættið í Reykja- vík og fulltrúi við Menntaskólann við Hamrahlíð. Kristjana var alltaf kölluð Didda og yfirleitt Didda frænka af öllum í fjölskyldunni því hún var mikil og góð frænka. Ég kynntist þessari frænku mannsins míns þegar ég fluttist til Reykjavíkur 1969. Þá bjó Didda í Hofi ásamt Einari manni sínum og börnum þeirra. Það lá nokkuð ljóst fyrir mér frá byijun að þar fór eng- in meðalkona. Heimilið var af- burðaglæsilegt. Flygill, málverk, speglar, kristall og ýmsir gamlir munir hvert sem litið var og sjálft húsið bar með sér andblæ virðu- leika. Þarna ríkti Didda góð heim að sækja, rösk til allra verka og hláturmild svo af bar. Hún var upp- runa sínum trú og uppáhaldssögur hennar voru frá þeim tíma er hún og systkini hennar unnu í Klemmu, verslun föður þeirra. I þeim sögum kom fram að hún var snemma ráða- góð svo sem í sögunni af því þegar maður nokkur kom inn í verslunina og vildi kaupa þvottapoka. Þeir voru ekki til en Didda mundi að til voru barnasmekkir með böndum. Hún teygði sig undir búðarborðið náði i smekk og skæri. Klippti bönd- in af smekknum, leit á manninn og sagði: „En við eigum hérna ágætis þvottastykki." Hún hló hjartanlega þegar hún sagði þessa sögu. Sagan af uppeldisaðferð foreldra hennar þegar þeir komust að því að systkin- in höfðu verið að háma í sig sæl- gæti úr búðinni kætti hana líka. Pabbi þeirra fann bréfin utan af sælgætinu uppi í hillu bak við vefn- aðarstranga en sagði fátt. Um kvöldið var uppáhaldsmatur þeirra systkina eldaður en hann fengu þau ekki á diskana heldur voru þeir kúfaðir af sælgæti. Hún sagði að þetta hefði dugað. Það var mjög gaman að hlusta á hana segja sög- ur því hún hló svo mikið að varla skildist orð og hún þurfti að marg- endurtaka sögurnar. Didda var 1931, kvæntur Hrafnhildi Sig- urðardóttur, f. 27. april 1936. Kristjana giftist 16. janúar 1943 Axel V. Tulinius, lögreglustjóra í Bol- ungarvík, f. 4. apríl 1918, d. 1976. Þau skildu. Seinni mað- ur hennar var Einar Pétursson, lögfræð- ingur, f. 1. mars 1925. Þau giftust 8. desember 1955 en slitu samvistir. Kjörbörn Kristjönu og Einars eru a) Ólafía Einarsdóttir, f. 18. maí 1958, búsett í Kaup- mannahöfn. Maður hennar er Ingólfur Kristjánsson efna- verkfræðingur. Þau eiga fjögur börn. b) Halldór Einarsson, f. 21. apríl 1960. Hann á eina dóttur. Kristjana stundaði m.a. nám við Húsmæðraskóla Reykjavík- ur og Verslunarskóla Reykja- víkur. Kristjana vann lengi sem aðalbókari hjá lögreglustjóra- embættinu í Reykjavík og síðar sem fulltrúi við Menntaskólann við Hamrahlíð. Útför Kristjönu fór fram frá Arbæjarkirkju 29. ágúst. mannblendin og hafði gaman af að fá gesti og þjóna þeim og gera fólki greiða. Sextugsafmælið hennar er enn í minnum manna. Þar var veitt af rausn og glaumur og gleði ríkti í Hofi. Hún var mjög hrifin af af- komendum bræðra sinna, óspör á hrós og minnug á frægðarsögur af þeim. Börnin í fjölskyldunni nutu góðs af því að alltaf hafði hún gam- an af að fara í búðarleik. Didda var mikil spilakona, var ágætur og áhugasamur bridgespilari, og átti góðar brigdevinkonur sem hún hitti reglulega. Hún var forkur dugleg í vinnu og meðan hún var upp á sitt besta var hún allt í öllu í Menntaskólanum við Hamrahlíð sem var nýstofnaður þegar hún hóf þar vinnu. Skipulag þar var allt með öðru sniði en tíðkast hafði í framhaldsskólum fyrr á tímum og bókhalds- og skrifstofuhæfileikar Diddu nutu sín þar vel. I Sólarljóðum segir: Auð né heilsu ræður engi maður þótt honum gangi greitt. Heldur tók að halla undan fæti hjá Diddu þegar hún var á sjötugs- aldri. Leiðir hennar og Einars skildi og þau fluttu frá Hofi. Didda eign- aðist litla íbúð við Eiríksgötu en hún hafði ekki búið þar lengi þegar augljóst var að hún gekk ekki heil til skógar og var greind með alz- heimersjúkdóminn. Hún fór smám saman inn í heim hans og meðan hægt var að ná sambandi við hana var augljóst að andinn leitaði heim í átthagana á Húsavík. Hvergi voru kvöldin fallegri, lækirnir tærari eða vatnið mýkra eins og hún sagði. Það kom sér vel að muna sögurnar sem hún hafði sagt frá æskuárun- um og segja henni þær aftur. Þá heyrðist aftur dillandi hláturinn. „Já, var þetta svona?“ Ekki veit ég hvort nóttin var löng hjá henni eða hvort eilífðarbjarminn lýsti leið en það fór vel um hana á þeim stofnun- um sem hún þurfti að dvelja á síð- ustu árin. Og hvítir svanir svifa hægt til fjalla með söng, er deyr í fjarska. Við í fjölskyldu Ara heitins bróð- ur hennar blessum minningu henn- ar og þökkum þeim sem duglegast- ir voru að hugsa um hana síðustu árin. Við minnumst hennar með hlýhug sem skemmtiiegrar frænku sem vildi allt fyrir alla gera. Jóna Möller. Kristjana, eða Didda eins og við kölluðum hana, var fríð sýnum, ljós yfirlitum og létt og ljúf í lund. Hún var alin upp á stóru heimili og frá æskuheimili sínu á Húsavík rifjaði hún oft upp ýmsar skemmtilegar sögur. Á heimilinu ríkti agi og vinnusemi en oft var þar brotið upp hefðbundið munstur hversdagsins og stóðu fyrir því oftar en ekki yngri bræður þennar sem voru fimm. Þeir voru tápmiklir og fundu upp á hinum fjölbreytilegustu prakkarastrikum sem hún hafði gaman af að segja frá og kom þá vel fram hversu kærir bræðurnir voru henni. En það var nú líka stutt í húmorinn hjá Diddu. Snemma fór hún að hjálpa til í verslun föður síns og þótti standa sig þar með afbrigðum vel hafði bæði hug- myndaflug og var reikningsglögg sem kom sér vel við störf hennar seinna. Didda var dugnaðarforkur og rak heimili sitt með myndar- brag. Fannst henni verra að láta það bíða til morguns sem hægt var að gera í dag. Hún hafði gaman af að slá upp veislu og hafði ung stundað nám við hússtjórnarskóla m.a. í Danmörku. Ættrækin var hún og hélt hún sambandi við fjölda fólks bæði unga og aldna jafnframt því sem hún vann utan heimilis fullan vinnudag. Gestrisin var hún og dvöldum við hjá henni þijár syst- urnar á námsárum okkar um lengri og skemmri tíma. Didda hafði gam- an af að spila bridge og var stund- um kallað á undirritaða þegar vant- aði fjórða mann. Ég man hvað hún skemmti sér vel þegar við fórum einu sinni með hópi fólks til Húsa- víkur til að keppa við félagið þar og einnig þegar hún fór með frænku sinni í siglingu um Karíbahafið með viðkomu m.a. í Caracas en um borð í skemmtiferðaskipinu voru bridge- spilarar víðsvegar að úr heiminum og var þá spilað frá morgni til kvölds. Síðustu árin hefur hún barist við löng og ströng veikindi og naut hún umönnunar á Eir. Sérstaklega ber að nefna þá umhyggju og alúð sem bróðir hennar Halldór sýndi henni í veikindum hennar. Móðurbróðir Kristjönu, Kristján Ólason, orti: Margt þótt sé í heimi hart, hopar vonin eigi. Bak við myrkur blátt og svart bjarmar af nýjum degi. Fyrir hönd fjölskyldunnar kveð ég Diddu með þakklæti og virð- ingu. Ástvinum hennar sendum við samúðarkveðjur. Guðbjörg Jónsdóttir. Sumarið 1967, þegar lokið var fyrsta starfsári Menntaskólans við Hamrahlíð, var auglýst eftir kenn- ara í náttúrufræðum að skólanum. Ég var þá kennari við Menntaskól- ann í Reykjavík en var forvitinn um hinn nýja skóla og langaði að taka þátt í breytingum sem þar voru á döfinni. Ég hélt því þangað á fund rektors, míns gamla kennara og síðan samkennara Guðmundar Arnlaugssonar. Skólinn var þá í byggingu, aðeins nokkrar kennslu- stofur risnar og skrifstofan var hólfuð af í enda gangs með bráða- birgðaskilrúmi. Þar hitti ég Krist- jönu Kristinsdóttur í fyrsta sinn. Hún var þá eini starfsmaður skrif- stofunnar, í hlutastarfi við almenna afgreiðslu, símavörslu og fjármála- umsvif. Guðmundur bauð mér kaffi og ég svaraði í glettni, að maður réði sig ekki á nýjan stað nema kaffið væri boðlegt. Þegar við komum aftur á skrif- stofuna af kennarastofu, sem var í ámóta ríkulegu rými, spurði Krist- jana: „Hvernig var kaffið?“ og ég lét vel af. Hygg ég að báðum hafi skilist að spurt var um það - og því svarað - hvort ég hygðist sækja um starf við skólann. Nú fór í hönd margra ára sam- starf okkar Kristjönu, sem varð að sjálfsögðu mun nánara eftir að ég tók við stjórn skólans haustið 1980. Hún réð sig fljótlega í fullt starf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.