Morgunblaðið - 03.10.1997, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Baldur Sveinsson
„ÁTTUR“ eru enn notaðar í flugrekstri víða um heim, ekki síst
í fraktflutningum, eins og þessi sem flýgur fyrir herinn á Kefla-
víkurflugvelli.
Þotur í
morgunsól
ÞEGAR sólin brýst fram milli
regnskúra verður iðulega skemmti-
leg birta og náði Baldur Sveinsson
að fanga þessa stemmningu á
myndum á Keflavíkurflugvelli að
morgni fyrr í vikunni. Þar var þá
mikið um að vera, farþegaþotur að
koma og fara og sömuleiðis vélar
tengdar hernum. Annars vegar má
sjá hvar Tri Star þota Atlanta, TF
ABV Tony E. Jonsson, tekur flugið
og hins vegar er DC 8 62 flutninga-
þota sem annast flutninga fyrir
herinn en eins og sumir eflaust
muna voru þotur af þeirri gerð,
DC 8 63, notaðar í áætlunarflugi
Loftleiða og síðar Flugleiða fram
undir þennan áratug.
Trefjagifsplötur til notkunar á veggi, loft og gólf
* ELDTRAUSTAR
* HLJÓÐEINANGRANDI
* MJÖG GOn SKRÚFUHALD
* UMHVEFISVÆNAR PLÖTUR
VIÐURKENNDAR AF
BRUNAMÁLASTOFNUN RÍKISINS
PP
&CO
Þ.ÞORGRÍMSSON &CO
ÁRMÚLA 29 • PÓSTHÓLF 8360 • 128 REYKJAVlK
SÍMI 553 8640/568 6100
Kjörinn
heiðurs-
prófessor
í Kína
•SEM kunnugt er hefur Jarðhita-
skóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna
verið starfræktur á Orkustofnun í
18 ár og koma nemendur skólans
frá þróunarlöndunum. Dr. Ingvar
Birgir Frið-
leifsson, for-
stöðumaður
Jarðhitaskólans,
var nýlega kjör-
inn heiðurspró-
fessor við Jarð-
fræðistofnun
Vísindaakadem-
íu Kína. Við at-
höfn í Beijing
þann 29. ágúst
sl. var kjörinu
lýst og sagt að Ingvar Birgir fengi
þessa viðurkenningu fyrir frábæran
árangur við að kenna sérfræðingum
frá þróunarlöndum jarðhitafræði
þ.á m. fjöldaKínvetjaogfyrir
margþætt störf sín á alþjóðavett-
vangi við rannsóknir og nýtingu
jarðhita, segir í fréttatilkynningu.
Við athöfnina fluttu forsvars-
menn Jarðfræðistofnunarinnar og
alþjóðadeildir Vísindaakademíunn-
ar ávörp. í þakkarávarpi sínu sagð-
ist Ingvar Birgir taka við þessari
viðurkenningu fyrir hönd þeirra
fjölmörgu sérfræðinga hjá Orku-
stofnun, Háskóla íslands, hitaveit-
um og verkfræðistofum sem hafa
um árabil lagt mikla alúð við
kennslu í Jarðhitaskólanum. Ingvar
Birgir flutti fyrirlestur um stöðu
jarðhitamála í heiminum og sam-
starf íslands og Kína á sviði jarð-
hita. Af 197 nemendum sem út-
skrifast hafa úr Jarðhitaskólanum
áíslandi árin 1979-1997 eru 34
frá Kína. Sendiherra íslands í Kína,
Hjálmar W. Hannesson var við-
staddur athöfnina og flutti þar
ávarp.
Ingvar Birgir
Friðleifsson
Egilsstöðum • Fossnesti • Gognvegi • Geirsgtitu • Lækjargötu Hafnarfiríi • Nesjum við Hornafjörð • Skógarseli • Stórahjalla • Vogum • Ægisiðu
Arni Daníel Júlíusson
►Árni Daníel Júlíusson er
fæddur í Reykjavík árið 1959
og alinn upp í Svarfaðardal.
Hann varð cand.mag. frá Há-
skóla Islands árið 1991 og
doktor i sagnfræði frá Kaup-
mannahafnarháskóla 1997.
Árni vann að gerð íslenska
söguatlassins á árunum
1988-93. Kona hans er Sigríð-
ur Pálsdóttir og eiga þau tvö
börn.
Ný sýn á samfélag síð-miðalda
Gróðureyðing
hefur ekki verið
órofa frá landnámi
ARNI Daníel Júlíus-
son, sagnfræðingur,
lauk doktorsprófi
frá Kaupmannahafnarhá-
skóla í vor. í ritgerð sinni,
Landbúnaður og félagsvís-
indi miðalda, varpar hann
nýju ljósi á þróun landbún-
aðar á íslandi og samskipti
Dana og íslendinga fyrr á
öldum. Rannsóknir Árna
leiða í ljós að gróðureyðing
landsins vegna ofbeitar er
ekki ástand sem varað hef-
ur frá fyrstu tíð heldur
megi tala um tvö stór lan-
deyðingartímabil í íslands-
sögunni. Þá er mikill mun-
ur á uppbyggingu kon-
ungsveldis á Islandi og í
Danmörku, Svíþjóð og
Noregi sem rekja má m.a
til þess að á íslandi hélst
við lýði sterk yfirstétt sem
kom í veg fyrir aukna skattlagn-
ingu og þerskyldu íslendinga í her
Dana. Árni hefur fengið 3 ára
styrk til framhaldsrannsókna á
áhrifum miðstýringar Dana á ís-
lenskt samfélag 1550-1650.
- Hvað einkenndi öðru fremur
íslenskt bændasamfélag á síð-
miðöidum?
„Átök jarðeigenda sín í milli
með liðsauka bændanna sem þeir
höfðu undir sér voru mikil á þess-
um tíma. Um bein stéttaátök var
ekki að ræða heldur annars vegar
deilur jarðeigenda innbyrðis og
hins vegar milli veraldlegra höfð-
ingja og kirkjunnar. Þá voru
erfðadeilur algengar og mikið of-
beldi ríkti í samfélaginu svo líkja
mætti síð-miðöldum við þjóðveld-
isöld. Villimennskan er í sterkri
mótsögn við ríkulegt menningarlíf
yfirstéttarinnar á sama tíma, því
hér í landi lögðu höfðingjaættir
stund á bókmenntir sem aðallinn
í Evrópu var ekkert sérstaklega
þekktur fyrir á þessu tíma. Ríkis-
valdið var veikt og landið skiptist
í mörg smáríki undir stjórn höfð-
ingja.
Astandið gjörbreytist með sið-
bót Dana á íslandi árið 1550.
Landið er friðað og 25 árum síðar
var komið á vopnabanni og öll
vopn í landinu innkölluð. Danska
konungsvaldið vildi ekki sterkt
íslenskt miðstjórnarvald, það vildi
ráða hér sjálft. Siðaskiptin snerust
um að það að konungsvaldið, með
aðstoð innlendra höfðingja, losaði
sig við kirkjuvaldið sem keppinaut
um völd í samfélaginu.“
- Ríkti þá danskt konungsvald
á íslandi eftir siðaskiptin?
„Mikill munur er á þjóðfélags-
þróun á íslandi á 17. öld saman-
borið við Danmörk, Svíþjóð og
Noreg, og var hann þó
ærinn fyrir. Þar eru
lagðir á háir skattar
en Danir og Svíar áttu
í stöðugum styijöldum
alla öldina og mikil
hernaðaruppbygging á sér stað í
þessum löndum. Þetta kerfi er
ekki sett á fót hérlendis og skatt-
ar eru hvorki hækkaðir né her-
skyldu komið á. Menningarmun-
urinn milli íslands og Norðurland-
anna eykst því enn þrátt fyrir að
Danir hafi komið hér á sterkri
miðstýringu. Segja má að munur-
inn á íslandi og Noregi felist í því
að hér hélst við sterkur yfirstéttar-
hópur sem kom i veg fyrir að
Danir gætu nýtt sér landið til
skattheimtu og herskyldu. Yfir-
stéttin í Noregi var dönsk og að-
gangur að samfélaginu beinni.
Þetta tímabil í Islandssögunni
hefur lítt verið rannsakað að und-
Bændur hafa
verið dæmdir
alltof hart
anförnu vegna þess að menn héldu
að ástandið hefði verið svo ömur-
legt. Þjóðfélagsþróunin var hins
vegar alveg jafn ör þá og á öðrum
tímum og alls ekki hægt að tala
um einhliða kúgun Dana á íslend-
ingum. í raun var friðun landsins
og styrking ríkisvaldsins mjög já-
kvæð fyrir íslenskt samfélag því
henni fylgdi ákveðin uppbygging.
Þetta skýrir líka ólík viðhorf ís-
lendinga og t.d. Svía sem eru
miklu agaðri og löghlýðnari að
eðlisfari enda hafa þeir alist upp
við herskyldu og strangar reglur
allt frá 17. öld.“
- Hvað með þróun landbúnaðar
á sama tíma?
„Ég ber ástandið á íslandi sam-
an við evrópsk landbúnaðarkerfi
og af því má sjá að ám fjölgar
hlutfallslega mikið hérlendis og
að íslenska kerfíð mótast af því
hversu ríkulegt gróðurlendið er
miðað við annars staðar, t.d. í
Noregi, og er það mjög óvænt
niðurstaða. Síðmiðaldaheimildir
benda sterklega til þess að beit-
arálag hafi ekki verið mikið á síð-
miðöldum. Þá var hlutfall kúa í
bústofnum hærra en síðar. Sauðfé
íjölgaði fyrst svo til vandræða
horfði á 18. og 19. öld en fram
--------- að því geta heimildir
þess að bændur norð-
anlands hafi sumsstað-
ar neitað að reka fé
sitt á afréttir því þeim
fannst ekki taka því
þar sem nægt beitarland var í
sumarhögum á láglendi."
- Almenn gróðureyðing verður
þá síðar en menn hafa áður talið?
„Já og gróðureyðingin virðist
ekki liggja í beinni línu niður á
við heldur verður hún á ákveðnum
tímabilum. Landeyðing var ekki
alvarleg á tímabilinu frá 1100 til
1700 en fullljóst er að áföll voru
mikil á fyrstu öldum íslands-
byggðar, þegar heilu skógarnir
voru brenndir, sem og að öllum
Iíkindum á 18. og 19. öld. Bænda-
samfélagið hefur því verið haft
fyrir sök sem það hefur ekki átt
inni fyrir og menn hafa dæmt
bændur alltof hart.“