Morgunblaðið - 03.10.1997, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.10.1997, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Ummæli Banks ógna ráðherradómi hans Leiðtogar Verkamannaflokksins biðja Hague afsökunar London. Daily Telegraph. Reuter CLARE Short, þróunarmálaráðherra Bretlands, lagði áherslu á bar- áttuna gegn upprætingu jarðsprengna fyrir upphaf umræðna á flokks- þingi Verkamannaflokksins í gær. Övissa einkennir andrúmsloftið ✓ Gyðingar í Israel fagna áramótum um þessar mundir en andrúmsloftið í landinu einkennist af óvissu um framtíðina segir Sigrún Birna Birnisdóttir í Jerúsalem. LIKUR eru á að Tony Banks eigi ekki eftir að verma lengi stól íþróttaráðherra í stjórn Tonys Bla- irs. Leiðtogar Verkamannaflokks- ins hafa neyðst til þess að biðja William Hague, leiðtoga íhalds- flokksins, afsökunar á ummælum Banks um Hague en ráðherrann kallaði yfír sig reiði Blairs með þeim og ýmsum öðrum óvönduðum ummælum um samflokksmenn. Banks sagði að íhaldsflokkurinn hefði kosið leiðtoga sem væri að út- liti „eins og fóstur" og margir þing- menn flokksins sæju nú eftir því að hafa greitt atkvæði gegn fóstureyð- ingum. Ummælin féllu á fundi, sem haldinn var sl. þriðjudagskvöld samhliða flokksþingi Verkamanna- flokksins í Brighton. Viðstaddir á sviðinu voru einnig Gordon Brown fjármálaráðherra og Robin Cook ut- anríkisráðherra. Steig hann niður af sviðinu er Banks lét móðan mása um þingmanninn Peter Mandelson sem stjómaði kosningabaráttu flokksins í þingkosningunum í vor og er ráðherra án ráðuneytis í stjórn Blairs. Mandelson, sem er náinn vinur Blairs, mistókst að ná kjöri í mið- stjórn flokksins á flokksþinginu og hæddist Banks að því. „Það er ekk- ert gaman að sparka í liggjandi mann, en er það samt ekki örugg- ara,“ spurði hann. Þegar hér var komið sögu stóð Cook upp og gekk niður af sviðinu. „Hann vill ekki láta bendla sig við þessi ummæli,“ hraut þá út úr Banks, sem bætti við: „Ur- slitin í kosningunni til miðstjómar- innar sýna kannski að ekki er um náið ástarsamband milli hans og flokksins að ræða, en að fá 68.000 atkvæði er þó á við býsna langan forleik." Líkti Banks síðan Mandel- son við persónu í sögunni um Dra- kúla og varaði þá sem ekki hefðu stutt hann við því að vera á ferðinni eftir að skyggja tæki nema byrgja sig áður upp af hvítlauk. Sagði ráðherra í einræktun Þetta var þó aðeins byrjunin á háðsglósunum um Mandelson því hann vék að uppáhalds gæluverk- efni hans, aldamótahvelfíngunni svonefndu sem ráðgert er að reisa í London, og spurði: „Læðist stund- um að ykkur sá ótti að til séu fleiri eintök af Peter Mandelson? Hvað ætli sé eiginlega að gerast í Mill- bank-turni? [Þar eru höfuðstöðvar Verkamannaflokksins.] Okkur er sagt að þar sé fjarskiptamiðstöð. Ég held hins vegar að þeh- séu að einrækta hann þar og búa sig undir að geyma eintökin í aldamótahvelf- ingunni í Greenwich. Þegar klukkan slær svo á miðnætti á gamlárskvöld 1999 munu milljónir Mandelsona birtast undan hvelfíngunni og verða það endalok siðmenningarinnar eins og við þekkjum til hennar.“ Fyndni á kostnað Blairs? Banks hlaut stundum góðar und- irtektir áheyrenda er hann lýsti augnablikinu er Tony Blair bauð honum ráðheiTastól. Er Blair spurði hvort hann tæki boðinu sagð- ist Bank hafa svarað með spuming- unni hvort páfínn væri kaþólskur og sagði: „Ég bjóst við að tilsvörin féllu í kramið hjá Cherie [konu Bla- irs] og vinum Brompton Oratory." Ætlaði þakið nú að rifna af salnum því eiginkona Blairs er kaþólsk og sonur þeirra gengur í Brompton- einkaskólann. Háttsettir íhaldsmenn sögðu um- mæli Banks „smekklaus" og hæfðu ekki ráðherra. Þau væm í hróplegri mótsögn við siðferðisboðskap Blairs á flokksþinginu. Fallið var frá því að lýsa yfir formlegum mótmælum vegna ummælanna um William Hague eftir að forysta Verka- mannaflokksins baðst afsökunar á framferði Banks fyrir hönd flokks- ins. Yfirmaður íþróttaráðherrans, Chris Smith menningarmálaráð- herra, sagðist þegar hafa sett ofan í við hann. Verst þykir forystumönn- um Verkamannaflokksins að fram- hlaup Banks hafí orðið til þess að skyggja á velgengni flokksforyst- unnar á flokksþinginu, en henni tókst að afstýra boðaðri uppreisn á þinginu vegna áforma stjómarinnar um að stúdentar greiði kennslu- gjöld í háskólum og synjunar á kröfum verkalýðssamtaka um að járnbrautir yrðu þjóðnýttar. Um- ræðum um bæði málin lyktaði án at- kvæðagreiðslu. Þreklaus íþróttaráðherra Blair er sagður Banks afar reiður og verði hann látinn fjúka er hann stokkar upp í stjórninni, sem stjórnmálaskýrendur segja verði fyrr en seinna. Vera kann að Banks hafí sjálfur frumkvæði að því að hætta því í viðtali við tímarit í gær sagðist hann vera að kikna undan starfsálagi. „Ég er ekki við það að bugast, ekki alveg, en hvíld mundi koma sér vel,“ sagði hann. MÁNAÐARLÖNG hátíðarhöld vegna „Rosh Hashanah“ , nýárs- dags gyðinga, hófust í lok vikunn- ar. Við undirbúning hátíðahald- anna í Jerúsalem hefur hvarvetna mátt sjá merki þeirrar óvissu sem íbúar borgarinnar búa við. Miðbærinn og markaðurinn Ma- hane Yehuda, sem að jafnaði eru iðandi af mannlífi, hafa undanfarna daga staðið hálftómir en í sumar vora gerðar sprengjuárásir á báða þessa staði. Auk þess sem kaup- menn í miðbænum segja verslun fyrir hátíðirnar vera mun minni en undanfarin ár segjast þeir hafa tekið eftir því að þeir sem komi til að sinna erindum sínum, ljúki ein- ungis því nauðsynlegasta og flýti sér svo í burtu. Við hátíðarhöld á næstu dögum má einnig gera ráð fyrir miklum öryggisráðstöfunum, því auk þess sem hryðjuverk í Israel era yfír- leitt framin þar sem margir eru samankomnir hefur sagan sýnt að andstæðingar Israels velji gjaman gyðinglegar trúarhátíðir til at- hafna. Erfitt ár að baki I Israel talar fólk um að erfitt ár sé að baki. Þeir sem höfðu trú á friðarumleitunum Israela og Pal- estínumanna hafa séð vonir um friðsamlega lausn deilunnar minnka dag frá degi með hryðju- verkaárásum á ísraelska borgara og áframhaldandi landnámi ísraela á Vesturbakkanum. Andstæðingar Benjamins Netanyahus forsætis- ráðherra ásaka hann um að kveikja daglega nýtt ófriðarbál en stuðn- ingsmenn hans era vonsviknir með að honum hafi ekki tekist að standa við kosningaloforð um að binda enda á hryðjuverk. Þá era margir ósáttir við þá ögran sem ríkisstjórn hans hefur sýnt, bæði Palestínumönnum og bandarískum stjómvöldum, en Bandaríkin era helsti stuðningsað- ili Israela, bæði í fjárframlögum og á alþjóðavettvangi. Likudbandalag Netanyahus, samstarfsflokkar þeirra í ríkis- stjórn og ný forysta Verkamanna- flokksins, sem er helsti stjómar- andstöðuflokkurinn, eru sammála um réttlæti þess að byggja á hernumdu landi í Austur-Jerúsal- em og annars staðar á Vesturbakk- anum. Margir era hins vegar ósáttir við yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar um þenslu landnemabyggða og linkind hennar gagnvart ólöglegum land- nemum í Ras el-amud á sama tíma og verið er að reyna að koma frið- arferlinu, sem sigldi í strand eftir að Netanyahu samþykkti nýbygg- ingar í Austur-Jerúsalem, aftur af stað. Menn hafa bent á að þrjósku- legar yfirlýsingar forsætisráðherr- ans ergi ekki einungis Bandaríkja- menn, sem era að reyna að miðla málum, Palestínumenn og sam- herja þeirra heldur dragi einnig at- hygli heimsins að óvinsælum fram- kvæmdum sem á öðrum tíma gætu fari fram í kyrrþey. Daufar vonir Þótt viðræður um endurlífgun friðarferlisins hafi farið fram í Washington undanfarna daga og í næstu viku standi til að teknar verði upp formlegar viðræður um áframhald þess virðist fólk vera varkárt í vonum sínum um árangur að svo stöddu þar sem varla líður sá dagur að Netanyahu og ríkis- stjórn hans móðgi ekki yfirvöld á palestínsku sjálfstjórnarsvæðun- um. Nú síðast létu þau þekktan leiðtoga og stofnanda Hamas-sam- takanna, Ahmad Yasin, lausan úr fangelsi - að því er talið er af ótta við að hann létist í vörslu Israela - eða í skiptum fyrir tvo útsendara ísraels sem era í haldi í Jórdaníu eftir að þeim mistókst að ráða ann- an frammámann samtakanna af dögum. A sama tíma krefst Israelsstjórn þess hins vegar af Yasser Arafat, leiðtoga Palestínumanna, að hann láti handtaka liðsmenn Hamas- samtakanna og senda þar með skýr skilaboð um að hann verði að hlýða ákveðnum reglum á meðan þau geri það sem þeim sýnist. Tony Banks Meirihluti í Sviss hlynntur ESB-aðild Reuter Hér er greitt með evróum! ÍTALSKUR bankastarfsmaður sýnir nýja evró-seðla, sem í til- raunaskyni verður sá gjaldmiðill sem íbúar þorpanna Pontassieve og Fiesole nærri Flórens ætla næsta hálfa árið að greiða með fyrir vörur og þjónustu í heima- bæjum sínum. Nokkrir bankar opnuðu um mánaðamótin sérstök afgreiðsluborð þar sem fólk gat skipt lírum fyrir hinn nýja gjald- miðil, sem írá 1. janúar 1999 á að verða sameiginlegur gjaldmiðill Evrópusambandsríkjanna. Ziirich. Reuter. MEIRIHLUTI Svisslendinga er hlynntur aðild Sviss að Evrópu- sambandinu, samkvæmt niðurstöð- um skoðanakönnunar dagblaðsins Blick, sem birtar vora á þriðjudag. Af 2.600 manna úrtaki sögðust 56,4% hlynnt aðild að ESB og 40,7% á móti. Þar kom einnig fram að í meiri- hluta svissnesku kantónanna, 14 af 26, er meirihluti fylgjandi ESB-að- ild en í 9 kantónum era andstæð- ingar aðildar fleiri en fylgjendur. Kæmi til þess að Sviss semdi um aðild að sambandinu yrði meiri- hluti kantónanna að samþykkja hana. Fall EES-samningsins skað- legt fyrir efnahagslífið Andstaðan við ESB-aðild nú er engu að síður minni en andstaða við samninginn um Evrópskt efna- hagssvæði, sem var lagður undir þjóðaratkvæði í Sviss í desember 1992. Níu af kantónunum fjórtán, sem á sínum tíma höfnuðu EES- aðild, era þýzkumælandi kantónur í austurhluta landsins, sem hafa ævinlega verið tortryggnari í garð Evrópusamstarfs en frönskumæl- andi kantónur í vestri. Svissneskir hagfræðingar segja að ákvörðun þjóðarinnar um að standa utan EES hafi skaðað sviss- neskt efnahagslíf. í samtali við Reuters-fréttastofuna segir Alex- ander Kobler, hagfræðingur hjá Union Bank í Sviss, að vemdaðar atvinnugreinar hafi hagnazt á því að standa utan Evrópumarkaðar- ins, en á heildina litið hafi efna- hagslífið tapað á því. Langvinnar viðræður um tvíhliða samning Eftir að EES-samningurinn var felldur hafa svissnesk stjórnvöld staðið í löngum samningaviðræðum við Evrópusambandið um gerð tví- hliða samnings, sem myndi veita Sviss einhvem hluta af þeim mark- aðsaðgangi sem EES felur í sér. Á móti gerir ESB ýmsar kröfur, til dæmis um að Svisslendingar slái af takmörkunum á umferð vörabíla um Alpana og að þeir opni vinnu- markað sinn í auknum mæli. Enn hefur ekki náðst samkomulag í við- ræðunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.