Morgunblaðið - 03.10.1997, Blaðsíða 50
50 FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Dýraglens
Ljóska
Smáfólk
I STAYED UP TIL
TEN O'CLOCK REAPIN6
ASOUT C0LUMBU5..
Ég vakti til klukkan tíu Ég lagði á minnið
við að iesa um Kólum- stafsetninguna á
bus ... hverju orði á þess-
um lista ...
Ég las alla Ég lagði á
þessa bók minnið hverja
tvisvar... höfuðborg í
hverju fylki.
Ég er með kopar-
armband...
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329
VIÐ lærðum hvernig við losum okkur úr bílbelti í bíl á hvolfi.
Verum í góða skap-
inu í umferðinni
Frá hópi 38 og 41:
HÓPUR ungra ökumanna sem sótti
námskeið Sjóvá-Almennra í Stykk-
ishólmi og Reykjavík skoðaði meðal
annars hvernig draga megi úr al-
gengustu tjónum hjá ungum öku-
mönnum í dag. Eftirfarandi tillögur
komu fram:
Aftanákeyrslur
Flest tjón ungra ökumanna eða
27% má rekja til þessa fiokks. Því
bendum við ykkur á að auka bil á
milli bíla og fylgjast með bílunum í
kringum ykkur. Jafna meira hrað-
ann svo bilið haldist jafnt. Einbeita
ykkur að akstrinum. Ekki draga
snöggt úr hraða. Reiknið með að
tafir geti átt sér stað í þéttri umferð
síðdegis á föstudegi og því geti
umferð stöðvast snögglega.
Bakkaðá
Hvernig getum við varast óhöpp
þegar við bökkum? Við leggjum til
eftirfarandi: Verið varkár og ein-
beitið ykkur að akstrinum, horfið
vel aftur fyrir bílinn, hugsið vel um
utanaðkomandi aðstæður og nýtið
vel spegla og hafið þá alltaf hreina
og sömuleiðis rúðurnar. Fjarlægið
óþarfa drasl úr afturglugga. Fjár-
festið í „bakkvælu", hún varar ykk-
ur við ef þið eruð of nálægt næsta
bíl, og hafið bakkljósin í lagi.
Forgangur á gatnamótum
Til að forðast óhöpp á gatnamót-
um hvetjum við ykkur til að vera
þolinmóð, hægja á ykkur þegar þið
nálgist gatnamót, skoða vel hvort
umferðarmerki séu á gatnamótunum
og ef svo er, virða bið- eða stöðvun-
arskylduna.
Akreinaskipti
Akið á löglegum hraða og miðið
aksturinn við aðstæður. Veljið réttar
akreinar og verið meðviandi um
hvert þið eruð að fara. Með auknu
bili milli bíla eruð þið að skapa rými
fyrir akreinaskipti. Notið stefnuljós
og spegla og munið að huga að
„blinda" blettinum!!
Munið að lítil truflun eins og þegar
við erum að stilla hljómflutningstæki
getur truflað okkur við aksturinn. Að
lokum hvetjum við ykkur til að vera
þolinmóð og brosa í umferðinni.
F.h. hóps 38og41,
EINAR GUÐMUNDSSON,
fræðslustjóri Sjóvár-Almennra.
Opið bréf til tollstjóra-
embættisins
Frá Lúðvík E. Gústafssyni:
HÁTTVIRTI tollstjóri.
Ég segi farir mínar ekki sléttar
vegna afgreiðslu embættis yðar á
bókakaupum mínum. Miðvikudaginn
1. október barst mér tilkynning um
bókasendingu frá Bretlandi. Þegar
ég ætlaði að sækja sendinguna í
tollpóststofuna við Ármúla var mér
gert að greiða rúmlega 5.000 kr. í
gjöld. Mér brá heldur betur við enda
átti kaupverð bókanna ekki að vera
nema um 2.000 krónur. í ljós kom
að tollstjóraembættið ákveður gjöld
ekki eftir söluverði heldur eftir upp-
gefnu virði bókanna og vísaði starfs-
maður tollpóststofunnar í vinnuregl-
ur tollstjóra. Um er að ræða tilboð
bókaklúbbs í Bretlandi þar sem
menn geta fengið átta binda rit um
hnignun Rómaveldis til forna fyrir
um 18 ensk pund en virði bókanna
er 184 pund samkvæmt upplýsing-
um klúbbsins hvað sem orðið „virði“
þýðir í þessu samhengi. Mig langar
að vita eftir hvaða reglugerðum eða
lögum er farið í þessu tilfelli. Sök
sér að menn þurfi að greiða há gjöld
fyrir bókakaup erlendis og þurfi þar
fyrir utan að bíða á tollpóststofum
þessa lands, en að gjöldin séu ákveð-
in eftir einhveijum tölum en ekki
eftir sannanlegu söluverði vöru kalla
ég nútíma sjórán. Að hún sé stunduð
í nafni hins opinbera og þar með
okkar allra tel ég til háborinnar
skammar og ekki sæmandi þjóð sem
kallar sig menningarþjóð. Sé virki-
lega fótur fyrir þessu í lögum bið
ég þingmenn um að beita sér fyrir
því að lögunum verði breytt ellegar
sýna fram á að slík vinnubrögð hafi
bætandi áhrif á menningarstarfsemi.
P.S. Ég hafnaði að greiða gjöldin
á þessum forsendum og lét sending-
una fara aftur til baka en sárnar
að standa frammi fyrir menningar-
snauðu skrifræði í framkvæmd.
LÚÐVÍK E. GÚSTAFSSON
Hagamel 26, Reykjavík.
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 11 15. NETFANG:
MBL@CENTRUM.1S / Áskriftargjald 1.800 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 125 kr. eintakið.