Morgunblaðið - 03.10.1997, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 03.10.1997, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 1997 49 ) I I ) I I I . í 5 I I I i J Umdæmisleiðtogar Hjálpræð- ishersins heimsækja Island HJÓNIN Margaret og Edward Hannevik, kommandörar í Hjálp- ræðishernum, heimsækja ísland dagana 3.-10. október. Þau eru miklir íslandsvinir og hafa oftsinn- is komið til íslands m.a. þegar herinn hélt upp á 100 ára afmæli sitt. Þau starfa nú sem leiðtogar hersins í Færeyjum, Noregi og á íslandi. Þau hitta hermenn og samheija Reykjavíkurflokks á föstudags- Edward Margaret Hannevik Hannevik kvöldið kl. 20 og halda síðan til Akureyrar á laugardaginn þar sem þau verða með samkomur á heimili fyrir aldraða seinnipartinn og svo í nýuppgerðum hersalnum kl. 20.30 sama kvöld. Fjölskyldusamkoma verður kl. 16 á sunnudag og síðan kvöldsamkoma í Reykjavík kl. 20. Fimmtudaginn 9. október verða þau í Reykjavík ásamt foringjum frá Færeyjum og Islandi. Allir eru velkomnir. KENNARAR og starfsfólk viðskiptaskorar Háskóla íslands. Fremri röð frá vinstri: Runólfur Smári Steinþórsson, dósent ojg umsjónarmaður meistaranáms í viðskiptafræði, Hildur Bjarnadóttir, fulltrúi á skrifstofu, Snjólfur Olafsson, prófessor og skorformaður viðskiptaskorar, Kristín Klara Einarsdótt- ir, skrifstofustjóri og Þráinn Eggertsson, prófessor. Aftari röð frá vinstri: Þórir Einarsson, prófessor í leyfi frá störfum, Agnar Hansson, lektor, Axel Hall, stundakennari, Guðmundur Ólafsson, lektor, Stefán Svavarsson, dósent, Bjarni Karl Guðlaugsson, stundakennari, Ingjaldur Hannibalsson, dósent, Ágúst Einarsson, prófessor í leyfi frá störfum, Árni Vilhjálmsson, prófessor. Einnig starfar við deild- ina Brynjólfur Sigurðsson, prófessor og deildarforseti, Krislján Jóhannsson, lektor, Tryggvi Þór Herbertsson, lektor, og Guðbjörg Jóhannesdóttir, fulltrúi á skrifstofu. 16 nemendur í meistaranámi í viðskiptafræði 16 NEMENDUR hófu nám til meistaraprófs í viðskiptafræði við Viðsldpta- og hagfræðideild Háskóla íslands 1. september sl. Meistaranámið er að lágmarki 45 einingar sem samsvarar fullri vinnu í eitt ár. Nemendur hafa þrjú ár til að ljúka náminu þann- ig að það hentar einnig fyrir þá sem vilja vinna með námi. I skipulagi námsins er gert ráð fyrir að þriðjungur þess eða eitt misseri fari fram við erlendan háskóla sem Viðskipta- og hag- fræðideild er í samstarfi við. Fyrstu nemendurnir munu dvelj- ast erlendis á vormisseri 1998 og meirihluti nemenda mun fara til Verslunarháskólans í Árósum í Danmörku ekki síst vegna þess að fyrirmyndin að meistaranám- inu er sótt til skólans. Viðskipta- og hagfræðideild hefur í þessu skyni gert sérstakan samning við Verslunarháskólann í Árósum og vinnur að því að gera sambæri- lega samninga við aðra skóla á Norðurlöndum og víðar. Á skólaárinu 1997-1998 hafa 4 nemendur valið alþjóðaviðskipti sem sérsvið, 3 nemendur völdu sérsviðið rekstrarstjórnun og kostnaðarstýring og 9 nemendur hafa valið stjórnun og stefnumót- un sem sérsvið. Námið fer þannig fram að nemendur sækja svoköll- uð grunnnámskeið á haustmisseri og síðan sérhæfð námskeið á vor- misseri, samtals 30 einingar. Að námskeiðum loknum skila nem- endur annað hvort 15 eða 30 ein- inga ritgerð. Nemendur sem innritast í meistaranám í viðskiptum hafa hið minnsta lokið BS-prófi í viðskiptafræði eða skyldum greinum. Nemendur með BS- próf úr öðrum greinum eiga þess kost að sækja undirbúningsnám og á skólaárinu 1997-1998 eru 4 nemendur í undirbúningsnámi. Umsóknarfrestur um inngöngu í meistaranámið er einu sinni á ári, næst hinn 1. maí 1998. Ákvarðanir um inngöngu eru teknar af 3 manna vísinda- nefnd viðskiptaskorar sem hef- ur forystu um þróun námsins og framkvæmd þess. Formaður nefndarinnar og umsjónar- maður meistaranámsins er dr. Runólfur Smári Steinþórsson, dósent. FYRSTI hópurinn sem innritaður var í meistaranám í viðskiptafræði skólaárið 1997-1998 ásamt um- sjónarmanni námsins. Fremri röð frá vinstri: Inga Jóna Jónsdóttir, Kristín Sigurðardóttir, Runólfur Smári Steinþórssson, umsjónarmaður meistaranáms í viðskiptafræði, Arna S. Sigurðardóttir og Ásgerð- ur Halldórsdóttir. Aftari röð frá vinstri: Helgi Baldursson, Einar Guðnason, Arnþór Gylfi Árnason, Jón E. Unndórsson, Einar G.Ó. Einarsson, Úlfar B. Thoroddsen, Magnús í. Guðfinnsson og Helgi Gestsson. Á myndina vantar: Eyþór Ivar Jónsson, Sigurgeir Sigurgeirsson, Auði B. Jónsdóttur og Eggert Claessen. KIRKJAN í Krýsuvik. Messuferð FARIÐ verður í messuferð til Krýsu- víkur frá Hafnarfjarðarkirkju sunnu- daginn 5. október og lagt af stað með áætlunarbíl og einkabílum frá kirkjunni kl. 11. Sr. Gunnþór Ingason mun messa í Krýsuvíkurkirkju þegar þangað verður komið um kl. 11.40 og Natalia Chow organisti stjórnar söng félaga úr Kór Hafnarfjarðar- kirkju. Við lok messunnar verður altaris- tafla Krýsuvíkurkirkju eftir Svein Björnsson listmálara tekin niður til vetursetu í Hafnarfjarðarkirkju. Sveinn málaði altaristöfluna skömmu fyrir andlát sitt og hugðist gefa hana Krýsurvíkurkirkju. Hún var vígð og hengd upp í kirkjunni rétt eftir að hann hafði verið jarðsettur í garði kirkjunnar. Eftir messuna mun dr. í Krýsuvík Arni Daníel Júlíusson sagnfræðingur segja frá kirkjustaðnum og lýsa nán- ast umhverfi hans. Ef veður leyfir veður ekið um Krýsuvík en lagt svo af stað aftur til Hafnarfjarðarkirkju þar sem altaritaflan verður hengd upp. Að því loknu verður þeim sem koma í messuferðina boðið upp á léttan hádegisverð í Strandbergi, safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju. Altaristafla Krýsuvíkurkirkju verður færð til síns heima er vorar á ný. Messan í Krýsuvíkurkirkju kemur í stað árdegisguðsþjónustunnar í Hafnarfjarðarkirkju en sunnudaga- skóli mun hefjast þar ki. 11 og tón- listarguðsþjónusta kl. 18 sem sr. Þórhildur Olafs mun annast. Eyjólfur Egilsson, nemandi Tónlistarskóla Hafnarfjarðar, leikur á þverflautu. Átelur vinnubrögð varð andi Yífilsstaðaspítala MORGUNBLAÐINU hefur borist eft- irfarandi ályktun frá fundi starfs- mannaráðs Ríkisspítala sem haldinn var 29. september 1997 um fyrirhug- aðan flutning lungnadeildar Vífils- staðaspítala hinn l._ nóvember nk.: „í kvöldfréttum Útvarps þann 13. september sl. var sagt frá samkomu- lagi undirrituðu af heilbrigðisráð- herra, fjármálaráðherra og borgar- stjóranum í Reykjavík sem fólk meðal annars í sér að flytja skyldi lungna- deild frá Vífilsstöðum á Landspítalann eða nágrenni hans ekki síðar en 1. nóvember nk. Þessi ákvörðun var tekin án fag- legs samráðs og öllum sem til þekkja er ljóst að engar líkur eru til þess að af henni verði nema ráðuneytið sé tilbúið að skerða stórkostlega alla þjónustu við þá sjúklingahópa sem nú njóta athvarfs á Vífílsstöðum og þrengja enn frekar að rekstri lyfja- deildar Landspítalans sem þó á við ærinn vanda að etja í þessum efnum. Afleiðing þessa fréttaflutnings er aftur á móti ótti og öryggisleysi með- al sjúklinga og aðstandenda þeirra. Þessi framkoma yfirmanna ráðuneyt- is heilbrigðismála Iýsir jafnframt full- kominni fyrirlitningu og skeytinga- leysi um starfsemi Vífilsstaðaspítala og um leið á störfum annars heilbrigð- isstarfsfólks á Ríkisspítölum. Fundur- inn átelur þessi vinnubrögð harðlega og undrast viljaleysi heilbrigðismála- ráðuneytis til faglegrar framsýni í samvinnu við heilbrigðisstéttir.11 Alþjóðleg sýning hundaræktenda ALÞJÓÐLEG ræktunarsýning Hundaræktarfélagsins verður að þessu sinni haldin í reiðhöll Gusts í Kópavogi um helgina. Dæmdir verða 260 hundar af 39 tegundum og hefj- ast dómar kl. 11 laugardag og sunnu- dag. Dómarar að þessu sinni eru Jean Lanning frá Bretlandi og Niis Molin frá Svíþjóð. Keppni ungra sýnenda fer fram á laugardeginum um kl. 16. Tuttugu og sjö börn og unglingar keppa að þessu sinni. Á sunnudeginum verður valinn besti ungi sýnandi ársins, og einnig verður stigahæsti hundur ársins heiðraður. Úrslit sýningar eru áætluð um kl. 15.45 á sunnudag. LEIÐRÉTT Ekkí öllum sagt upp í FRÉTT um uppsagnir hjá Sjávar- fiski í Hafnarfirði kom ekki fram að starfsfólki í harðfiskvinnslu fyr- irtækisins hefur ekki verið sagt upp. Þar starfa fimm manns. Of fáar stjörnur I kvikmyndadómi Sæbjarnar Valdi- marssonar í blaðinu á miðvikudag um Sigga Valla á mótorhjóli, sem sýnd er í Háskólabíói, voru of fáar stjörnur. Hann gefur myndinni ★ ★ ★. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Rangt föðurnafn í meðförum blaðsins á fréttatilkynn- ingu frá Þjóðminjasafninu í blaðinu í gær var föðurnafn Elsu E. Guðjóns- son ekki rétt. Beðist er velvirðingar. Nafn féll niður í inngangi minningargreina um Hall- dór Órn Þórðarson 30. september síðastliðinn féll niður nafn móður hins látna. Hún hét Sigrún Símonar- dóttir. Mbl. biðst velvirðingar á mis- tökunum. Sýning o g hljóð í Sýnirými TUMI Magnússon opnar sýningu í Galleríi Barmi á morgun. Verk hans ber engan titil en mun vera einkar notadijúgt til þess að opna flöskur. Tumi hefur tekið þátt í fjölda samsýninga hérlendis sem og erlendis og haldið fjölda einka- sýninga. Galleríin Hlust og Sýnibox munu í samstarfi við undirróð- ursmaskínuna RelaxFax heiðra minningu rithöfundarins Williams S. Burroughs með flutningi t tveimur hljóðverkum hans í októ- ber. Hægt verður að hringja inn í síma 551 4348 frá og með 4. október. í Gallerí 20 m2, Vesturgötv lOa, stendur yfir sýning Kristins E. Hrafnssonar til 12. október. Gallerí 20 m2 er opið frá kl. 15-18 frá miðvikudegi til sunnudags.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.