Morgunblaðið - 03.10.1997, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.10.1997, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 1997 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Drög að ályktun um framtíð sjúkra- húsa á landsbyggðinni á þingi AN Stjómvöld átalin fyrir niðurskurð ÞING Alþýðusambands Norðurlands, hið 25. í röðinni, verður sett á Illuga- stöðum í Fnjóskadal í dag og lýkur á morgun, laugardag. Staða og fram- tíð sjúkrahúsa og heilsugæslu á Norð- urlandi er á meðal þeirra mála sem verða til umræðu á þinginu. Einnig má búast við að töluverð umræða fari fram um atvinnuleysistryggingar og vinnumiðlanir. í drögum að ályktun um framtíð sjúkrahúsa á landsbyggðinni eru stjómvöld átalin harðlega fyrir boð- aðan niðurskurð á fjárveitingum til sjúkrahúsa á landsbyggðinni. Bent er á að niðurskurðurinn byggist á því að dregið verði verulega úr starfsemi héraðssjúkrahúsa og sérfræðiþjónusta verði færð í auknum mæli til Reykja- víkur. Hefur áhrif á afkomu launafólks Þá segir í drögunum, að falli stjórnvöld ekki frá þessum hug- myndum sé hætt við að starfsemi sjúkrahúsa á Norðurlandi lamist á næstu árum með ófyrirséðum afleið- ingum. Ein aðalforsendan fyrir byggð sé öflug og góð heilbrigðis- þjónusta og því muni íbúar á Norður- landi ekki sætta sig við að búa við falskt öryggi í heilbrigðismálum. Einnig er bent á að samdráttur í heilbrigðisþjónustu í hinum dreifðu byggðum landsins muni hafa veruleg áhrif á afkomu launafólks sem í auknum mæli kemur til með að þurfa sækja þjónustu til Reykjavíkur. í umræðunni um niðurskurð á fjár- framlögum til sjúkrahúsa á lands- byggðinni hafi embættismenn ekki nefnt þann mikla kostnað sem fylgir því fyrir landsbyggðarfólk að sækja heilbrigðisþjónustu fjarri heima- byggð, ekki síst fyrir láglaunafólk. Efling grunnmenntunar meginverkefni í drögum að ályktun um mennta-, atvinnu- og kjaramál segir m.a. að meginverkefni næstu ára í atvinnu- málum verkafólks sé efling grunn- menntunar og stöðugrar starfs- menntunar. Bætt menntun sé grund- völlur aðlögunar að örum breytingum á vinnumarkaði. Móta verði heild- stæða atvinnustefnu í samráði við samtök atvinnulífsins og grunnmótun hennar eigi að vera að tiyggja at- vinnu fyrir alla. „VIÐ erum öll 6 ára í dag,“ sagði Sigurgeir Halldórsson, en hann og skólasystkin hans, Hilma Yr Davíðsdóttir og Oli Dagur Valtýsson sem hófu nám í 1. bekk í Brekkuskóla fyrr í haust áttu afmæli í gær, 2. október. „Við fæddumst öll sama dag,“ bætti Hilma við. Þegar Hilma, Sigurgeir og Óli Dagur fæddust fyrir 6 árum voru systkini þeirra, Anna Rósa Halldórsdóttir, Kári Valtýsson og Sveinn Þorri Davíðsson saman í 1. bekk í skólanum sem þá hét Barnaskóli Akureyrar. Þau eru nú lengra komin á menntabrautinni, byrjuðu í 7. bekk nú í haust og orðin eða rétt að verða 12 ára. Strákarnir, Sigurgeir og Óli Dagur, ætluðu að halda upp á afmælisdaginn sinn, bjóða til sín bekkjarfélögum og fleir- um „og liafa dálítið mikið af kökum.“ Hilma ætlar aftur á móti að geyma afmælisveisl- una þar til á morgun, laugar- dag. „Mamma er búin að baka svolítið og bakar kannski eitt- hvað meira,“ sagði Hilma. Á myndinni eru þeir Kári og Óli Dagur lengst til vinstri, Anna Rósa og Sigurgeir og Sveinn Þorri og Hilma Yr. Glerárkirkja Barnastarfið að hefjast BARNASTARF í Glerárkirkju hefst á morg-un, laugardaginn 4. október, kl. 13, en sú breyting hefur verið gerð að í vetur verður barnastarfið á laugardögum í stað sunnudaga svo sem verið hefur. Þessi breyting á tíma barna- starfsins er gerð til að koma til móts við þarfir foreldra sem gjarnan vilja taka þátt í þessu starfi með börnum sínum. Þema bamastarfs- ins í vetur nefnist „Undir sama himni“ en heitið vísar til ábyrgðar okkar gagnvart hvert öðru og því sem Guð hefur skapað og verða stundirnar sem fyrr litríkar gleði- stundir og mikið sungið. Liðsmenn að þessu sinni verða auk prests og organista þær Berta Bruvik, Rut Sverrisdóttir, Salóme Garðarsdóttir og Sigurbjörg Ósk Sigurðardóttir. Rósasýning í Blómavali RÓSASÝNING verður haldin í Cafe Turninum í Blómavali á Akureyri í samvinnu við íslenska blómafram- leiðendur um helgina, dagana 4. og 5. október. Sýndar verða þær rósir sem ræktaðar eru á Islandi allan ársins hring, en sýningin hefur hlotið nafnið Rómantík og ilmur. Sam- hliða þessu gefst viðskiptavinum kostur á að velja fegurstu rósina 1997 og líta á snyrtivörukynningar sem haldnar verða í tengslum við sýninguna. Fjölbreytt tilboð verða í boði, bæði á rósum og snyrtivör- um, í Blómavali. Opið er frá kl. 9 til 22 báða dagana. Fj ölskyldubingó KVENFÉLAGIÐ Baldursbrá heldur fjölskyldubingó í safnaðarheimili Glerárkirkju á morgun, laugardag- inn 4. október, og hefst það kl. 15. Vinningar verða allir mjög góðir, m.a. ferð til Reykjavíkur fyrir tvo með íslandsflugi. Spjaldið kostar 300 krónur og í hléi verða seldar veitingar. Allur ágóði rennur í minningarsjóð Júdithar Sveinsdótt- ur. Jónas Viðar Sveinsson sýnir í Kaffi Karólínu JÓNAS Viðar Sveinsson opnar málverkasýningu í Kaffi Karólínu í Grófargili á morgun, laugardag- inn 4. október kl. 14. Þetta er 10. einkasýn- ing listamanns- ins og ber hún yfirskriftina „Veitingar á Karólínu". Sýningin sam- anstendur af 7 málverkum úr myndröðinni „Veitingar" og sýna þær hluta af þeim veitingum sem Kaffi Karó- lína bíður upp á. Jónas tók þátt í „VAKUMA 97“ í Schloss Mandorf í Austurríki í ágúst síðastliðnum, en það er ár- leg samsýning listamanna frá 7 löndum sem mynda listhópinn VAKUMA. Framundan hjá Jónasi er einkasýning í Galleríi Fold í Reykjavík í janúar næstkomandi og í maí á næsta ári tekur hann þátt í samsýningunni „VAKUMA 98“ sem verður í Mílanó á Ítalíu. Sýning Jónasar Viðars í Kaffi Karólínu stendur yfir í október. Forsetaskipti hjá AN Matthildur tekurvið VALDIMAR Guðmannsson, formað- ur verkalýðsfélagsins Samstöðu í Austur-Húnavatnssýslu og forseti Alþýðusambands Norðurlands, mun láta af starfi forseta við stjórnarkjör á þingi AN á morgun. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins mun Matthildur Siguijóns- dóttir, varaformaður Verkalýðsfé- lagsins Einingar í Eyjafirði, taka við starfi forseta AN. Undanfarin ár hefur sú regla verið við lýði innan Alþýðusambands Norðurlands að skipta um formann á tveggja ára fresti. Jafnframt að embættið færist á milli manna í Þingeyjarsýslum, Eyjafirði og Norðurlandi vestra. Kvenfélagið Hlíf Pennasala KVENFÉLAGIÐ Hlíf gengst fyrir pennasölu dagana 2. til 4. október og verður gengið í hús og selt við stórmarkaði. Allur ágóði af fjáröflun kvenfé- lagsins rennur til tækjakaupa fyrir barnadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Fyrirhugað er að halda bingó í næsta mánuði og þá eru Hlífarkonur að vinna jólakort úr endurunnum pappír sem seld verða fyrir jólin. Hlífarkonur þakka bæj- arbúum og fyrirtækjum á Akureyri fyrir stuðning í fjáröflun félagsins síðasta vetur og vona að vel verði tekið á móti sölufólki um helgina. Messur LAUFÁSPRESTAKALL: Guðs- þjónusta í Svalbarðskirkju á sunnudag, 5. október, kl. 11, ath. breyttan tíma. Eftir messu verður súpa og aðalsafnaðar- fundur. Kirkjuskóli bamanna byrjar á laugardaginn, 4. októ- ber, kl. 11. Fermingarböm mæti til viðtals í dag, föstudag, kl. 18. Kirkjuskóli bamanna í Grenivíkurkirkju byijar á laug- ardag, 4. október, kl. 13.30. Fermingarbörn mæti til viðtals á laugardag kl. 14.30. Kyrrðar- og bænastund á sunnudags- kvöld, 5. október, kl. 21. Morgunblaðið/Kristján Skólasystkinin 6 ára inn 3. oktober Poki sem inniheldur: 100ml. fótahreinsi m/vikri 60 ml. Piparmyntu-fótakre Þvottastykki og fótanuddt Verð áður 1405 kr. Tilboð 990 kr. ki frá Indlandi. Varasalvar Verð áður 360 kr. Tilboð 260 k! Poki með: 125 ml. sturtusápu 40 gr. sápu og loofah Verð áður 595 kr. Tilboð 390 kr. Amaro húsinu Hafnarstmti sími 462 7299
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.