Morgunblaðið - 03.10.1997, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 03.10.1997, Blaðsíða 38
3$ í'ÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 1997 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ + Váhrif í MAÍ sl. birtist eftir mig grein í Morgunblaðinu um ferð sendi- nefndar sérfræðinga í váhrifum/ áfallastreitu/post-traumatic stress, til Suður-Afríku. Notaði ég þar orðið váhrif í stað áfalla- streitu. Orðið áfallastreita hefur mér aldrei þótt lýsa nægilega vel því ástandi, sem skapast við mikla hættu. Er ég vann að þessari grein sá ég æ betur að áfall tákn- ar í margra hugum allt frá lykkju- Helztu einkenni váhrifa eru kvíði, svefntruflanir, martraðir, sektarkennd, endurupplifanir, við- bregðni og áhugaleysi, segir Páll Eiríksson, en líkamleg einkenni koma oft fram í lélegri heilsu. ^illi í nælonsokk til afleiðinga skelfilegra snjóflóða. Leitaði ég því í orðasmiðju próf. Halldórs Halldórssonar hins snjalla orða- smiðs og beiddist hjálpar. Halldór lagðist undir feld í nokkra daga og. árangurinn varð orðið: „váhrif". Próf. Halldór segir: „Orðið vá er í til þess að gera gömlum nýyrðum notað um áföll, sérstaklega sem verða af slysum og náttúruhamförum sbr. vá- trygging. í samsettum orðum er orðið áhrif stundum stytt í hrif sbr. hughrif. Váhrif gæti þannig merkt áhrif, sem verða af hvers kyns áföllum s.s. slysum og nátt- úruhamförum. Við váhrif mætti síðan bæta orðum eins og hjálp eða meðferð, váhrifahjálp, váhrifameðferð eftir því sem við á hveiju sinni.“ Hvað eru þá váhrif? Vá má kalla það ástand/aðstæður, sem verða þess valdandi, að einstaklingnum finnst sér ógnað líkamlega/and- lega þannig að hann óttist um líf sitt, heilsu og sjálfstæði, fjöl- skyldu, vina eða annarra. Þetta getur gerst skyndilega við snjó- flóð, húsbruna, skipskaða, bílslys, rán, líkamsárás, nauðgun eða morð svo eitthvað sé nefnt. Einn- ig getur langvarandi líkamlegt eða andlegt ofbeldi eða líf í sí- felldu óöryggi um líf og heilsu sína eða annarra sem manni þyk- ir vænt um haft sömu áhrif. Ekki má heldur gleyma því, að mikill, margvíslegur, margfaldur eða sí- endurtekinn missir getur haft sömu áhrif. Missir ástvinar, sem verið hefur einstaklingnum allt, getur kippt fótunum undan þeim, sem eftir stendur. Vá, þessi hræðilega ógnun, getur svo valdið váhrifum. Ástæð- an er þær sterku tilfinningar, sem koma í kjölfar þessarar ógnunar og geta gert einstaklingnum ókleift að hugsa, tjá sig, hegða sér eða framkvæma hluti á venju- legan hátt. Einstaklingurinn stendur frammi fyrir vá, sem ruglar allt hans innra jafnvægi. Við höfum öll byggt upp okkar varnarhætti gegn sársauka, eins konar andlega brynju eða húð. Allt í einu eða eftir ógnun í langan tíma dugar þessi brynja ekki, hún brestur jafnvel í mél. Eftir stendur einstakling- urinn með gapandi sár. Hjálparleysi, vanmáttarkennd og ofsahræðsla getur gagntekið einstakl- inginn. Viðbrögð okkar eru einstaklingsbundin og einnig tengd aðstæð- um og ástandi hveiju sinni. í raun má telja þetta eðlileg viðbrögð við óeðlilegum að- stæðum. Sumir, kannski flestir, ná innra jafnvægi innan nokkurra vikna eða mánaða þótt örin hverfi aldrei. Aðrir komast ekki úr víta- hringnum og festast í váhrifum. Traust einstaklingsins á lífinu, umhverfi og manneskjum er horf- ið. Engu er að treysta og ekkert er unnt að sjá fyrir. Lífið og umhverfið verður nú hættulegt, jafnvel fjandsamlegt í huga þess- arra einstaklinga. Allt er von- laust. Viðkomandi hengir sig ef til vill í þann fyrsta bezta, sem sýnir einhveija hlýju, en sá hinn sami getur á örstundu orðið hættulegur óvinur í huga þess, sem festist í váhrifum. Umhverfið verður gjarna annað hvort svart eða hvítt. Mikil hætta er á, að einstaklingurinn lokist inni til- finningalega og staðni. Að öðru jöfnu hefur þetta því meiri áhrif á persónuleikann og tilfinninga- þroska sem einstaklingurinn er yngri. Helztu einkenni váhrifa eru kvíði, svefntruflanir, martraðir, sektar- kennd, endurupplifanir, viðbregðni og áhugaleysi. Ein- staklingurinn reynir að forðast að hugsa um hvað gerst hefur. Líkamleg einkenni koma oft fram í lélegri heilsu. Helst er að vænta ein- kenna frá blóðrásar- kerfi, meltingarkerfi og taugakerfi. Þreyta og úthaldsleysi er al- gengt. Sálfræðileg einkenni s.s. depurð, aðlögunarerfiðleikar ogjafnvel aukin árás- arkennd og bráðlyndi má oft sjá. Félagsleg einkenni með aukinni Páll áfengisneyzlu og Eiríksson reykingum ásamt lystartruflunum eru heldur ekki óþekkt fyrirbæri. Til- hneigingu til einangrunar má og oft sjá. Komið hefur í Ijós í erlendum rannsóknum, að skyndidauði, bíl- slys og sjálfsvíg eru algengari meðal fólks með váhrif en ann- arra. Standi váhrif yfir lengur en í eitt ár verða áhrifin á líf viðkom- andi mun meiri en ef þau standa yfir í skemmri tíma en eitt ár. Tölur um tíðni váhrifa á íslandi hefi ég ekki, en rannsóknir er- lendar virðast benda til, að allt að 10% einstaklinga beri merki um váhrif hveiju sinni. Váhrif virðast algengari meðal kvenna, GREIÐSLUR VEGNA LÆKNISÞJÓNUSTU Því miður er Tryggingastofnun ríkisins ekki heimilt að endurgreiða kostnað vegna þjónustu lœkna sem eru ón samnings við stofnunina. Á sama hótt eru kvittanir fyrir þjónustu eftirtalinna sérfrœðinga ekki teknar gildar við útgófu afslóttarkorta. Frá og meö 1. september 1997 eru eftirtaldir sérfrœðingar ekki með samning við TR: Þvagfæralæknar Eiríkur Jónsson, Geir Ólafsson, Guðjón Haraldsson, Guðmundur Geirsson, Guðmundur V. Einarsson, Hafsteinn Guðjónsson, Þorsteinn Gíslason Frá og með 1. október 1997 eru eftirtaldir sérfrœðingar ekki með samning við TR: Háls- nef- og eyrnalæknar Þórir Bergmundsson Þvagfæralæknar Ársæll Kristjánsson, Egill A. Jacobsen, Eiríkur Jónsson, Geir Ólafsson, Guðjón Haraldsson, Guðmundur Geirsson, Guðmundur V. Einarsson Hafsteinn Guðjónsson, Þorsteinn Gíslason. Bæklunarlæknar Ágúst Kárason, Arnbjörn H. Arnbjörnsson, Bogi Jónsson, Brynjólfur Jónsson, Brynjólfur Y. Jónsson Brynjólfur Mogensen, Gunnar Þór Jónsson, Haukur Árnason, Höskuldur Baldursson, Ragnar Jónsson, Ríkarður Sigfússon, Rögnvaldur Þorleifsson, Sigurður Á. Kristinsson, Stefán Carlsson, Svavar Haraldsson, Yngvi Ólafsson. Sjúkratryggingadeild TRYGGINGASTOFNUN Q7RÍKISINS Skurðlæknar Halldór Jóhannsson, Hrafnkell Óskarsson, Höskuldur Kristvinsson, Jóhannes M. Gunnarsson, Sigurður E. Þorvaldsson, Sigurgeir Kjartansson, Stefán E. Matthíasson, Tryggvi Stefánsson, Þórarinn Arnórsson, Þórir Njálsson, Þorvaldur Jónsson. sem ef til vill orsakast af ofbeldi, nauðgunum og kynferðislegri misnotkun. Margt er þó órann- sakað ennþá. Af þessu má sjá, að váhrif eru völd að vanlíðan margra og hefur mikil áhrif á einstaklinga, fjöl- skyldur og samfélagið. Verður því að búa svo um, að einstaklingar sem lenda á váhrifu'm fái þá að- stoð og hjálp, sem þeir þarfnast. Oft er rokið upp til handa og fóta þegar stórslys verða. Því miður gleymast svo einstaklingamir er nokkrir mánuðir em liðnir. Ein- staklingar, sem lenda í „minni“ áföllum, að dómi almennings, gleymast oft alveg. Þeirra missir er þó oft engu minni og váhrifin engu áhrifaminni. Nefna má og að váhrif meðal flóttamanna, t.d. frá fornu Júgóslavíu, eru mjög algeng. Erfiðleikar þeirra við að fá hjálp em oft miklir þar sem allt í einu hafa þeir misst land sitt, tungumál og menningu og verða að bjarga sér illa talandi á nýju máli fyrstu árin. Hryllilegar mynd- ir hafa þeir og oft í bakpokanum. Síðustu árin hefur skilningur okkar íslendinga á andlegum áhrifum í kjölfar voveiflegra at- burða aukist, en betur má ef duga skal. Höfundur ergeðlæknir. Breytum kennara- menntuninni Guðbrandur Stefánsson HVERNIG má það vera að fólk leggi á sig þriggja ára há- skólanám eftir stúd- entspróf til þess að fara út á vinnumark- aðinn og hafa upp úr krafsinu sjötíuþúsund krónur í mánaðar- laun. Það ætti að rannsaka þennan hóp sem er að byija kenn- aranám í dag. En hvernig getur þetta orðið raunin? Ein ástæðan er örugglega sú að kennarastarfið er gríðarlega skemmtilegt og gefandi starf, og kennarar eru almennt ekki pen- ingaþenkjandi fólk. En að ástand- ið sé eins og það er í dag, held ég að sé fyrst og fremst okkur kennurunum sjálfum að kenna. Við þurfum að taka til heima hjá okkur. Við og okkar starf verður ekki tekið alvarlega fyrr en við förum sjálf að virða og meta það hærra en raunin er í dag. Við verðum að vera tilbúin að fara óhikað í hart og láta ekki bjóða okkur þetta ástand. Neita að vinna með lausa samninga og ef gerðir eru samningar eftir að gild- andi samingur er laus, þá eiga nýju samningarnir skilyrðislaust að gilda frá þeirri dagsetningu sem síðustu samningar urðu laus- ir. Eiga börnin á íslandi ekki betra skilið en óánægða kennara sem eru hlaupandi um allar trissur í aukavinnu og boðandi verkfall með mjög reglulegu millibili? Er kannski meiningin sú að við för- um í verkfall annað hvert ár næsta áratuginn? Ég trúi ekki að foreldrar, sem eiga börn í grunn- skólunum, séu sáttir við þetta ástand. Kennarar, stöðvum al- gjörlega að hægt sé að ráða ómenntað fólk í stöður sem ekki fást menntaðir kennarar í. Gerðar eru allt aðrar kröfur til menntaðs og ómenntaðs kennara, og finnst engum skrítið. Skólastjórar eiga heldur ekki að taka í mál að ráða ómenntað fólk. Ekki er hægt að ráða ómenntaðan mann á vörubíl sem þarf meirapróf á, og eru eng- ar undantekningar gerðar á því. Það skýtur því skökku við að það tekur 6 vikur að ná sér í meirapróf en þijú ár að ná sér í kenn- araréttindi. Er Kennaraháskól- inn og kennaranámið ekki bara mistök og vitleysa frá upphafi til enda? Hrein og bein peningasóun? Skólastarfið virðist ganga eins og klukka í dag burtséð frá því hvort um menntað eða ómenntað starfs- fólk er að ræða. Kröf- ur yfirvalda í dag eru einungis að klukkan stoppi ekki. Hvort klukkan sé sein eða fljót virðist engu skipta. Forvitnilegt væri að vita hversu Eiga bömin á íslandi ekki betra skilið, spyr Guðbrandur J. Stef- ánsson, en óánægða kennara? margir kennaramenntaðir ein- staklingar eru út í þjóðfélaginu sem eru ekki i kennslu. Þeirra menntun hefur kostað eitthvað og mætti eflaust spara milljónir í dag með því að stytta kennara- námið. Þetta fátæka íslenska þjóðfélag sem ekki getur borgað fólki laun sem hægt er að lifa af, hefur ekkert með það að gera að vera að byggja smjör-, kjöt- eða kennarafjöll. Sem dæmi má nefna að út úr íþróttaskólanum á Laug- arvatni koma um 30 nýir íþrótta- kennarar á ári ásamt nokkrum úr Kennaraháskólanum í Reykja- vík, og öll starfsstéttin er um 350 íþróttakennarar. Hættum þessum þykjustuleik og peningabruðli. Það er ekkert mál að kenna. Það getur hver sem vill og ekki þarf prófín til. Því getur það ómögulega tekið þijú ár að læra eitthvað sem einskis virði er. Annaðhvort setjum við í lög að ekki megi ráða ómenntað fólk til starfa í skólunum eða styttum kennaranámið í 6 vikur. Höfundur er íþróttnkcnnnri. J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.