Morgunblaðið - 03.10.1997, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 03.10.1997, Blaðsíða 64
fltangtiiiMitfeffr MewUCd -setur brag á sérhvern dag! MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1,103 REYKJAVIK, SÍMI5891100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG RITSTJ@MBL.IS AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 1997 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Davíð Qddsson forsætisráðherra í stefnuræðu á Alþingi í gærkvöldi Takniörkun á samþjöpp- un kvóta til skoðunar DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra sagði í stefnuræðu sinni á Alþingi í gær að til álita kæmi að setja skorður við því að of miklar afla- heimildir færðust á hendur fárra fyrirtækja. Hann sagði stöðu sjávarútvegsins í heild bæri- lega en henni væri þó misskipt. Hann sagði sjávarútveginn ekki jafn einsleita atvinnugrein og áður, eggin væru nú í fleiri körfum. „Ekki er ágreiningur um að framseljanlegar aflaheimildir hafa aukið afrakstur í sjávarút- ri*--------------------------------------------- vegi. Engu að síður hlýtur að koma til álita að setja reglur sem setji skorður við því að of mikl- ar aflaheimildir færist á hendur fárra fyrir- tækja, hvort sem um er að ræða hlut í heildar- afla eða einstaka stofna. Samfara því að sjávar- útvegsfyrirtækin hafa orðið færri, stærri og hagkvæmari undanfarin ár, hefur hluthöfum þessara fyrirtækja sem betur fer fjölgað hratt. Mörg þúsund Islendingar taka nú þátt í út- gerð með beinni eignaraðild og tugir þúsunda fólks með óbeinum hætti gegnum lífeyris- og verðbréfasjóði. Að því leyti er nýtingarrétturinn að færast á sífellt fleiri hendur. Hin aukna eignadreifing innan fyrirtækjanna er afar mikil- væg, en það breytir ekki því að rétt er að skoða vel hvort ekki verði að takmarka of mikla sam- þjöppun kvóta til einstakra fyrirtækja. Slík mál verða til umræðu á næstunni.“ ■ Stefnuræða/32 Hagstæð- ir vindar flýta för POTA Flugleiða á flugleiðinni frá riáteflavík til London var einni klukkustund og þremur mínútum á undan áætlun í gærmorgun. Þá var vél á flugleiðinni frá New York til Keflavíkur 40 mínútum á undan áætlun. Vélamar nýttu sér meðvind á leiðinni. Vindstrengur frá vestri til austurs var á bilinu 100-150 hnútar í yfir 30 þúsund feta hæð. Samkvæmt íslenskri venju er tal- að um storm þegar vindstyrkur nær 64 hnútum. Slíkur vindstrengur er ekki óalgengur um þetta leyti árs og að sögn starfsmanna hjá Flug- stjóm nær hann yfir tiltölulega mjótt svæði, e.t.v. um 180 mílur á breidd. Flugvélar á leiðinni vestur yfir - ^af til New York frá íslandi þurfa hins vegar að taka á sig krók og fljúga yfir miðhluta Grænlands til þess að komast út úr strengnum og em því almennt á eftir áætlun. Af þeim sökum var mjög rólegt á ís- lenska flugstjómarsvæðinu í gær. r iÉA IPI . WMm ím Morgunblaðið/Ásdís Voveiflegur dauðdagi manns sem fannst í Heiðmörk Tveir menn á þrí- ‘ tugsaldri í haldi „Svona þarf ég að fá!“ RIGNINGIN hefur gert ung- um sem öldnum höfuðborgar- búum lífið leitt. Þeir sem eru vopnaðir regnhlífum eru sár- lega öfundaðir af öðrum, sem reynt er að hafa ofan af fyrir með blautum brúðum. Fjárlagafrumvarp með 520 millj. afgangi Aætlaður hagnaður af eigna- sölu 1,9 milljarðar RÍKISSJÓÐUR verður rekinn með tekjuafgangi annað árið í röð gangi áætlanir fjárlagafrumvarpsins fyrh' árið 1998 eftir. Friðrik Sophusson fjármálaráðherra lagði frumvarpið fram á Alþingi í gær. Frumvarpið er nú lagt fram á rekstrargrunni sem hefur í fór með sér miklar breytingar á framsetn- ingu og upphæðum í fjárlögum. Stefnt er að um 520 millj. kr. tekju- afgangi á fjárlögum á næsta ári. Ef miðað er við eldri uppgjörsaðferðir verður 3,2 milljarða afgangur á fjár- lögum. Áætlað er að heildartekjur ríkissjóðs verði um 7 milljörðum kr. hærri en á yfirstandandi ári. Heildarútgjöld haldast óbreytt miðað við fjárlög ársins 1997 en lækka um 5 milljarða að raungildi frá áætlaðri útkomu á þessu ári. Stafar lækkunin alfarið af 30% lækk- un vaxtagreiðslna. Gert er ráð fyrir umtalsverðum tekjum af sölu eigna á næsta ári og er miðað við að tekjur aukist um 1,9 milljarða skv. áætlun fjármálaráðuneytisins um söluverð- mæti hlutabréfa. Lánsfjárþörf minnkar Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra segir fjögur atriði einkenna frumvarpið. Mikilvægar breytingar séu gerðar á framsetningu frum- varpsins þar sem nú er tekið tillit til skuldbindinga og áfallinna en ógreiddra vaxta, en ekki eingöngu greiðslna sem til falla á árinu. „Það er mjög mikilvægt að frum- varpinu er skilað með afgangi, hvort sem litið er á gamla grunninn eða nýju framsetninguna. Þetta gerist á sama tíma og útgjöld og skatttekjur dragast saman sem hlutfall af vergri landsframleiðslu. Loks er það til marks um mikilvægasta árangurinn og hefur mesta þýðingu fyrir efna- hagsstarfsemina að á milli áranna 1997 og 1998 minnkar lánsfjárþörf ríkisins um átta milljarða sem verð- ur til þess að gert er ráð fyrir að grynnka á skuldum um fimm millj- arða. Þetta er mjög mikilvægt svo hægt verði að vinna gegn viðskipta- hallanum og undirliggjandi þenslu og er dæmi um hvernig fjárlög eru notuð sem hagstjórnartæki, ásamt peningalegum aðgerðum," segir Friðrik. ■ Fjárlagafrumvarpið/Bl-4 KARLMAÐUR á miðjum aldri fannst látinn í Heiðmörk síðdegis í gær. Ummerki bentu til að dauða hans hefði borið að með voveifleg- um hætti. Tveir menn á þrítugsaldri voru handteknir um kvöldmatar- leytið í gær og voru þeir yfirheyrðir um málsatvik í gærkvöldi. Ekki er unnt að birta nafn hins látna að svo stöddu. Maður, sem var á göngu í Heið- mörk með hund sinn síðdegis í gær, fann lík mannsins á vegarslóða nokkru sunnan Maríuhella í Heið- mörk. Maríuhellar eru á vinstri hönd rétt innan við hliðið í Heið- mörk þegar ekið er frá Hafnarfirði. Maðurinn hafði þegar samband við H^jgregluna í Hafnarfirði og barst til- lcynning hans kl. 16.05. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins þóttu ummerki á staðnum benda til að átök hefðu orðið, en að manninum hefði svo verið ráðinn bani með því að ekið hefði verið á hann. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins bárust lögreglu upplýsing- ar um hugsanlegan árásarmann skömmu eftir að rannsókn málsins hófst. Samkvæmt upplýsingunum varð þessi voðaatburður á miðviku- dag. Lögreglan í Hafnarfirði taldi enda einsýnt að líkið hefði ekki legið lengi á þessum stað, því töluverð umferð er um svæðið. I framhaldi af þessum upplýsing- um voru tveh' menn á þrítugsaldri handteknir um kvöldmatarleytið í gær og voru í yfirheyrslum í gær- kvöldi. Hádegisholt „ , km _____________. '■... ..... ' V Reykjavík meðal 10 mest spennandi borga TÍMARITIÐ Newsweek birtir í þessari viku grein um útþrá ungs fólks og þá sérstaklega Banda- ríkjamanna ásamt lista yfir 10 mest spennandi borgir heims þar sem Reykjavík kemst á blað. „I hinni einangruðu höfuðborg Islands leggur fólk hai't að sér í starfi og harðar í leik,“ segir í stuttri umsögn vikuritsins um Reykjavík. Tekið er fram að margir þurfi að vinna á tveimur stöðum til að láta enda ná saman, hægt sé að nota krítarkort á McDonald’s-veitingastöðum og bjór kosti rúmar 700 krónur. í umsögninni er einnig lögð áhersla á bókhneigð íslendinga og sagt að í Reykjavík sé læsi mest í allri Evrópu. Aðrar borgir, sem Newsweek setur í tíu efstu sætin eru Dyflinn, San José, Höfðaborg, Búdapest, Prag, Sarajevo, Tel Aviv, Saigon og Shanghai.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.