Morgunblaðið - 03.10.1997, Síða 64
fltangtiiiMitfeffr
MewUCd
-setur brag á sérhvern dag!
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1,103 REYKJAVIK, SÍMI5891100, SÍMBRÉF 5691181
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG RITSTJ@MBL.IS AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1
FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 1997
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Davíð Qddsson forsætisráðherra í stefnuræðu á Alþingi í gærkvöldi
Takniörkun á samþjöpp-
un kvóta til skoðunar
DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra sagði í
stefnuræðu sinni á Alþingi í gær að til álita
kæmi að setja skorður við því að of miklar afla-
heimildir færðust á hendur fárra fyrirtækja.
Hann sagði stöðu sjávarútvegsins í heild bæri-
lega en henni væri þó misskipt. Hann sagði
sjávarútveginn ekki jafn einsleita atvinnugrein
og áður, eggin væru nú í fleiri körfum.
„Ekki er ágreiningur um að framseljanlegar
aflaheimildir hafa aukið afrakstur í sjávarút-
ri*---------------------------------------------
vegi. Engu að síður hlýtur að koma til álita að
setja reglur sem setji skorður við því að of mikl-
ar aflaheimildir færist á hendur fárra fyrir-
tækja, hvort sem um er að ræða hlut í heildar-
afla eða einstaka stofna. Samfara því að sjávar-
útvegsfyrirtækin hafa orðið færri, stærri og
hagkvæmari undanfarin ár, hefur hluthöfum
þessara fyrirtækja sem betur fer fjölgað hratt.
Mörg þúsund Islendingar taka nú þátt í út-
gerð með beinni eignaraðild og tugir þúsunda
fólks með óbeinum hætti gegnum lífeyris- og
verðbréfasjóði. Að því leyti er nýtingarrétturinn
að færast á sífellt fleiri hendur. Hin aukna
eignadreifing innan fyrirtækjanna er afar mikil-
væg, en það breytir ekki því að rétt er að skoða
vel hvort ekki verði að takmarka of mikla sam-
þjöppun kvóta til einstakra fyrirtækja. Slík mál
verða til umræðu á næstunni.“
■ Stefnuræða/32
Hagstæð-
ir vindar
flýta för
POTA Flugleiða á flugleiðinni frá
riáteflavík til London var einni
klukkustund og þremur mínútum á
undan áætlun í gærmorgun. Þá var
vél á flugleiðinni frá New York til
Keflavíkur 40 mínútum á undan
áætlun. Vélamar nýttu sér meðvind
á leiðinni. Vindstrengur frá vestri
til austurs var á bilinu 100-150
hnútar í yfir 30 þúsund feta hæð.
Samkvæmt íslenskri venju er tal-
að um storm þegar vindstyrkur nær
64 hnútum. Slíkur vindstrengur er
ekki óalgengur um þetta leyti árs
og að sögn starfsmanna hjá Flug-
stjóm nær hann yfir tiltölulega
mjótt svæði, e.t.v. um 180 mílur á
breidd.
Flugvélar á leiðinni vestur yfir
- ^af til New York frá íslandi þurfa
hins vegar að taka á sig krók og
fljúga yfir miðhluta Grænlands til
þess að komast út úr strengnum og
em því almennt á eftir áætlun. Af
þeim sökum var mjög rólegt á ís-
lenska flugstjómarsvæðinu í gær.
r iÉA IPI . WMm ím
Morgunblaðið/Ásdís
Voveiflegur dauðdagi manns sem fannst í Heiðmörk
Tveir menn á þrí-
‘ tugsaldri í haldi
„Svona þarf
ég að fá!“
RIGNINGIN hefur gert ung-
um sem öldnum höfuðborgar-
búum lífið leitt. Þeir sem eru
vopnaðir regnhlífum eru sár-
lega öfundaðir af öðrum, sem
reynt er að hafa ofan af fyrir
með blautum brúðum.
Fjárlagafrumvarp með
520 millj. afgangi
Aætlaður
hagnaður
af eigna-
sölu 1,9
milljarðar
RÍKISSJÓÐUR verður rekinn með
tekjuafgangi annað árið í röð gangi
áætlanir fjárlagafrumvarpsins fyrh'
árið 1998 eftir. Friðrik Sophusson
fjármálaráðherra lagði frumvarpið
fram á Alþingi í gær.
Frumvarpið er nú lagt fram á
rekstrargrunni sem hefur í fór með
sér miklar breytingar á framsetn-
ingu og upphæðum í fjárlögum.
Stefnt er að um 520 millj. kr. tekju-
afgangi á fjárlögum á næsta ári. Ef
miðað er við eldri uppgjörsaðferðir
verður 3,2 milljarða afgangur á fjár-
lögum. Áætlað er að heildartekjur
ríkissjóðs verði um 7 milljörðum kr.
hærri en á yfirstandandi ári.
Heildarútgjöld haldast óbreytt
miðað við fjárlög ársins 1997 en
lækka um 5 milljarða að raungildi
frá áætlaðri útkomu á þessu ári.
Stafar lækkunin alfarið af 30% lækk-
un vaxtagreiðslna. Gert er ráð fyrir
umtalsverðum tekjum af sölu eigna á
næsta ári og er miðað við að tekjur
aukist um 1,9 milljarða skv. áætlun
fjármálaráðuneytisins um söluverð-
mæti hlutabréfa.
Lánsfjárþörf minnkar
Friðrik Sophusson fjármálaráð-
herra segir fjögur atriði einkenna
frumvarpið. Mikilvægar breytingar
séu gerðar á framsetningu frum-
varpsins þar sem nú er tekið tillit til
skuldbindinga og áfallinna en
ógreiddra vaxta, en ekki eingöngu
greiðslna sem til falla á árinu.
„Það er mjög mikilvægt að frum-
varpinu er skilað með afgangi, hvort
sem litið er á gamla grunninn eða
nýju framsetninguna. Þetta gerist á
sama tíma og útgjöld og skatttekjur
dragast saman sem hlutfall af vergri
landsframleiðslu. Loks er það til
marks um mikilvægasta árangurinn
og hefur mesta þýðingu fyrir efna-
hagsstarfsemina að á milli áranna
1997 og 1998 minnkar lánsfjárþörf
ríkisins um átta milljarða sem verð-
ur til þess að gert er ráð fyrir að
grynnka á skuldum um fimm millj-
arða. Þetta er mjög mikilvægt svo
hægt verði að vinna gegn viðskipta-
hallanum og undirliggjandi þenslu
og er dæmi um hvernig fjárlög eru
notuð sem hagstjórnartæki, ásamt
peningalegum aðgerðum," segir
Friðrik.
■ Fjárlagafrumvarpið/Bl-4
KARLMAÐUR á miðjum aldri
fannst látinn í Heiðmörk síðdegis í
gær. Ummerki bentu til að dauða
hans hefði borið að með voveifleg-
um hætti. Tveir menn á þrítugsaldri
voru handteknir um kvöldmatar-
leytið í gær og voru þeir yfirheyrðir
um málsatvik í gærkvöldi. Ekki er
unnt að birta nafn hins látna að svo
stöddu.
Maður, sem var á göngu í Heið-
mörk með hund sinn síðdegis í gær,
fann lík mannsins á vegarslóða
nokkru sunnan Maríuhella í Heið-
mörk. Maríuhellar eru á vinstri
hönd rétt innan við hliðið í Heið-
mörk þegar ekið er frá Hafnarfirði.
Maðurinn hafði þegar samband við
H^jgregluna í Hafnarfirði og barst til-
lcynning hans kl. 16.05. Samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins þóttu
ummerki á staðnum benda til að
átök hefðu orðið, en að manninum
hefði svo verið ráðinn bani með því
að ekið hefði verið á hann.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins bárust lögreglu upplýsing-
ar um hugsanlegan árásarmann
skömmu eftir að rannsókn málsins
hófst. Samkvæmt upplýsingunum
varð þessi voðaatburður á miðviku-
dag. Lögreglan í Hafnarfirði taldi
enda einsýnt að líkið hefði ekki legið
lengi á þessum stað, því töluverð
umferð er um svæðið.
I framhaldi af þessum upplýsing-
um voru tveh' menn á þrítugsaldri
handteknir um kvöldmatarleytið í
gær og voru í yfirheyrslum í gær-
kvöldi.
Hádegisholt „ , km
_____________. '■... ..... ' V
Reykjavík meðal 10
mest spennandi borga
TÍMARITIÐ Newsweek birtir í
þessari viku grein um útþrá ungs
fólks og þá sérstaklega Banda-
ríkjamanna ásamt lista yfir 10
mest spennandi borgir heims þar
sem Reykjavík kemst á blað.
„I hinni einangruðu höfuðborg
Islands leggur fólk hai't að sér í
starfi og harðar í leik,“ segir í
stuttri umsögn vikuritsins um
Reykjavík. Tekið er fram að
margir þurfi að vinna á tveimur
stöðum til að láta enda ná saman,
hægt sé að nota krítarkort á
McDonald’s-veitingastöðum og
bjór kosti rúmar 700 krónur.
í umsögninni er einnig lögð
áhersla á bókhneigð íslendinga og
sagt að í Reykjavík sé læsi mest í
allri Evrópu. Aðrar borgir, sem
Newsweek setur í tíu efstu sætin
eru Dyflinn, San José, Höfðaborg,
Búdapest, Prag, Sarajevo, Tel
Aviv, Saigon og Shanghai.