Morgunblaðið - 03.10.1997, Blaðsíða 37
r
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 1997 30
AÐSENDAR GREINAR
Svar til Randvers
Signrðssonar
TILGANGURINN
með langlokunni í
Bjarmanum (mars
’97) upp á níu blaðsíð-
ur og 15 biblíuvers
var að koma höggi á
spíritismann, segi ég
sem er reyndar ekki
spíritisti heldur að-
eins áhugamaður um
þessi málefni. Til þess
að reyna að svara
þessari stóru grein í
Bjarmanum skrifaði
ég eina grein í tveim
hlutum.
Ef menn athuga
greinina í Bjarmanum
frá því í mars og bera
síðan saman við heimildir um
spíritismann eins og þær koma
fyrir, þá eru lýsingarnar í Bjar-
manum margar hveijar ýktar eða
rangtúlkaðar. Það er hins vegar
of langt 'mál að birta alla þá
umfjöllun hér, en með þessari
grein vildi ég einfaldlega fá að
svara greininni hans Bjarna
Randvers (BRS) í blaðinu frá 11.
sept. sl.
Þó að Bjarni hafi svarað sum-
um spurningunum, farið í kring-
um aðrar og öðrum svaraði hann
alls ekki nægilega vel, verð ég
samt sem áður að svara bæði því
sem mér fannst ekki rétt hjá hon-
um og því sem hann sjálfur ósk-
aði eftir að fá að vita. í grein frá
2. júlí spurði ég hvort Jesús væri
miðill, út frá 1. Tím. 2:5 en í
enskri Biblíu er talað um Jesú sem
„mediator“ og eftir því sem ég
best veit þá er það þýtt beint sem
meðalgöngumaður eða milli-
göngumaður.
BRS talar um að Jesús sé ekki
miðill rnilli tveggja heima, hins
andlega og hins veraldlega, en
segir síðan sjálfur í svargreininni
frá því að „hann [Jesús] ræddi
við þá Móse og Elía um dauða
sinn og upprisu“ sem verður að
teljast í mótsögn við það sem
hann var búinn að segja rétt áður.
Þó að menn vilji reyna að túlka
eitt og annað svona og viðurkenna
síðan að Jesús hafi reyndar rætt
við þá Móse og Elía, en vilji síðan
ekki viðurkenna að Jesús hafi leit-
að til þeirra, er hvorki hægt að
sanna það né afsanna. Það er
heldur ekki hægt að sanna eða
afsanna að Móse og Elía hafi tal-
að við postulana þijá út frá texta-
bók er hefur ekki að geyma allan
sannleikann, því að allur sannleik-
urinn er það gríðarlega stór í
sjálfum sér. En það hefði verið
betra eigi að síður að orða þessa
tilteknu spurningu öðru vísi. En
spurningunni varðandi það hvort
Jesús og postularnir þrír brutu
lögmálið í 5. Mósebók er ósvarað,
hvort sem er voru postularnir við-
staddir og mótmæltu ekki neinu
í því sambandi.
Hvernig sem það nú er þá reyn-
ir BRS að túlka það þannig að
fundurinn hafi ekki verið miðils-
fundur út frá einhverri staðhæf-
ingu er hann segir sjálfur í grein-
inni að sé frá gyðingum sem voru
uppi á tímum Krists: „að hvorki
Móse né Elía hefðu dáið heldur
hefði Guð hrifið þá til himna“.
Bjarni svarar því í næstu setningu
á eftir: „Þessi frásaga á því ekk-
ert skylt við miðilsfund." En ég
reikna með að BRS vilji túlka það
þannig að Móse og Elía hafi kom-
ið frá himnum niður holdi klædd-
ir og farið sömu leið til baka eft-
ir þessar samræður við Jesú.
Ritningin segir að Móse hafi
reyndar dáið á Móabslandi og
ekki verið hrifinn til himna heldur
verið grafinn, en Elía hafi reynd-
Þorsteinn Sch.
Thorsteinsson
ar farið upp í eldleg-
um vagni til himna.
Sú fullyrðing hans að
Móse hafi ekki dáið
líkamlegum dauða á
ekki við rök að styðj-
ast hjá gyðingum og
ekki heldur skv. ritn-
ingunni (5. Mós.
34:5-8, Js. 1:2).
Kenning BRS um
að upprisa þessara
helgu manna, sem
risu upp á tímum
Jesú, hafi verið
„tímabundin“ finnst
mér ótrúleg. Ég hef
reyndar ekki séð
þessa kenningu áður,
en hún á heima í einu af þessum
fræðiritum um þessi mál. Reyndar
ráðlegg ég Bjarna að birta þessa
nýju kenningu sína í erlendu
fræðiriti, því að mönnum þætti
þetta alveg örugglega merkilegt
svar við þessu umhugsunarefni
í Samstarfsnefndinni
er fólk úr þjóðkirkjunni
og öðrum trúarhópum,
segir Þorsteinn Sch.
Tliorsteinsson, en
þar er reyndar enginn
úrKFUM.
um mennina sem risu upp tíma-
bundið.
Menn geta síðan í framhaldi
af því velt því fyrir sér hvort
mennirnir hafa farið með skipu-
lögðum hætti aftur ofan í gröfina
sína eða hvort þeir hafa verið
kistulagðir og jarðaðir á ný.
Kannski á maður eftir að heyra
það síðar meir frá fræðingnum
að Jesús hafi látið Móse rísa upp
frá dauðum tímabundið þarna við
ummyndunina og síðan hafi Móse
farið aftur ofan í gröfina sína.
Það kann að vera að ég þurfi að
fara í fjögurra ára nám í guð-
fræðideild HÍ til þess að geta
skilið þetta allt saman. Ég verð
hins vegar að bæta því við, að
ég geri ekki lítið úr líkamlegri
upprisu, en ég hefði haldið að hér
væri um að ræða andlega up-
prisu. Þá get ég heldur ekki fall-
ist á, að mönnum, sem hafa verið
dauðir í allt að því sex þúsund
ár, verði sem sagt sópað saman
einhvern veginn og þeir reistir
upp í éinhveijum nýjum jarðnesk-
um líkama á efsta degi. Reyndar
finnst mér þessar hugmyndir
jarðbundnar og því ekki réttar.
Þannig að mér finnst sem menn
séu hreinlega að ofsækja aðra
með ekki nægilega vel skilgreind-
um kenningum.
Annað atriði sem BRS minnist
á í greininni og fengið var úr
bókinni Ljós og landamæri er
svona: „Sérhveijum einstaklingi
ber að vera sinn eigin frelsari en
getur með engum rétti varpað því
yfir á neinn annan að líða fyrir
eigin syndir og misgerðir." Hvað
er það eiginlega sem BRS sér
athugavert við þessa setningu og
minnist síðan ekkert á það í grein-
inni? Að vera sinn eigin frelsari
þýðir ekki að menn séu að afneita
Kristi eða kenningum hans, held-
ur að menn reyna að leysa úr sín-
um eigin vandamálum sjálfir,
þ.e.a.s ef þeir geta það. Jesús
sagði reyndar að hver sem vill
fylgja honum taki upp sinn kross
og afneiti sjálfum sér. Reyndar
gengur kristin hugmyndafræði
ekki út á það að biðja Jesú um
að bera krossinn fyrir sig, heldur
að breyta eftir Kristi.
í greininni er minnst á bókina
ABC Spiritualism en þar finnst
mér sem BRS hafi ekki birt alla
setninguna í þeirri mynd eins og
hún kemur fyrir, hvað þá bent á
blaðsíðuna er tilvitnunin var feng-
in af, en ég hafði reyndar beðið
sérstaklega um þær. En í þessu
sambandi finnst mér ekkert
ósennilegt að þarna hafi átt að
standa, að dauði Jesú hefði ekk-
ert hjálpræðislegt gildi nema up-
prisan kæmi til.
Hvaðan kemur síðan þessi full-
yrðing hjá honum í greininni, að;
„boðskapur andanna fyrir handan
er allur á þann veg að algjör
óþarfi virtist vera að gera iðrun
og fá fyrirgefningu fyrir milli-
göngu Jesú.“ Var ekki hægt að
minnast á hvar þessa tilvitnun
væri að finna, eða eitthvað er
getur staðfest þetta? Það var
reyndar beðið sérstaklega um til-
vitanirnar í þessu sambandi. Ekki
fannst mér BRS hafa lagt mikið
á sig við að svara öllum spurning-
unum beint heldur farið í kring-
um þær, eins og t.d. með sp. 14.
Ritningin segir: „Sáð er í jarðn-
eskum líkama, en upp rís andleg-
ur líkami...“(l. Kor. 15:44), en
var gerð einhver undantekning
frá þessu lögmáli er Jesús Krist-
ur reis upp frá dauðum? Menn
geta alveg eins spurt hvort sé
rétt skv. Biblíunni: Guð er óbreyt-
anlegur, eilífur og lögmálin hans
það einnig, eða er Guð breytan-
legur og lögmál hans breytanleg?
Svarið við sp. 14 hefði ég viljað
fá annaðhvort já eða nei. Bjarni
spyr síðan í grein sinni um Sartr-
starfsnefndina, en hugmyndin að
henni var ekki frá einhveijum ein-
um manni eða hreyfingu. Hug-
myndin hefur fylgt mannkyninu
langt aftur í aldir, menn eins og
Jalalu Í-Din Rumi, Max Muller,
Sri Ramakrishna og einnig marg-
ir aðrir komu með mjög góðar
hugmyndir um vináttu og sam-
vinnu milli meðbræðra sinna.
Þ.e.a.s að byggja upp vináttu
milli meðbræðra sinna eins og t.d.
múslíma, búddhista, hindúa og
fleiri. En þó að þessi hugmyndö-
fræði finnist ekki hjá KFUM, þá
er ekki þar með sagt að menn
hafi leyfi til þess að fjalla um
aðra á þessum neikvæðu nótum
eins og þeir hafa reyndar gert
gagnvart öðrum trúarbrögðum. I
Samstarfsnefndinni er fólk úr
Þjóðkirkjunni og öðrum trúarhóp-
um, þar er reyndar enginn úr
KFUM.
Höfundur er talsmaður
Samstarfsnefndar trúfélaga fyrir
heimsfríði.
*
wiea:
.a
VIKING