Morgunblaðið - 03.10.1997, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 03.10.1997, Blaðsíða 42
r42 FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi HALLDÓR PÉTUR KRISTJÁNSSON fiskmatsmaður, Hlíf II, ísafirði andaðist á Sjúkrahúsi Isafjarðar sunnudaginn 28. september. Jarðarförin fer fram frá Isafjarðarkirkju laugardaginn 4. október kl. 14.00. Jón Haildórsson, Sóley Sigurðardóttir, Auður Halldórsdóttir, Rafn Þórðarson, Ólína Halldórsdóttir, Arnaldur Árnason, Sigrún Halldórsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. * t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA ÁRSÆLSDÓTTIR, Hólmgarði 4, Reykjavík, andaðist á hjúkrunarheimilinu Eir þriðjudaginn 30. september. Auður Ellertsdóttir, Magnús Grétar Ellertsson, Arndís Ellertsdóttir, Ásrún Ellertsdóttir, Ársæll Brynjar Ellertsson, Elín Anna Ellertsdóttir, Eyjólfur Hlíðar Ellertsson, Guðjón Guðjónsson, Sigríður Vilborg Vilbergsdóttir, Mats Wibe Lund, Sævar Guðjónsson, Inga Jóna Heimisdóttir, Ingvi Friðriksson, Ásta Helgadóttir, Jón Helgi Haraldsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, GUÐMUNDUR FREYR HALLDÓRSSON, Faxatúni 16, Garðabæ, andaðist að morgni miðvikudagsins 1. október á Landspítalanum. Aagot Emilsdóttir, Emilía Guðmundsdóttir, Guðmundur Freyr Guðmundsson, Linda Magnúsdóttir, Hilmir Guðmundssson, Hiynur Guðmundsson, Hafdís Óskarsdóttir, Ólafur Ingþórsson, Kristín Stefánsdóttir, Ágústa Ingþórsdóttir, Kristján Ásgeirsson og barnabörn. + Faðir okkar og bróðir, GUÐNI JÓNSSON, múrarameistari, lést á fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri mið- vikudaginn 1. október. Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju mánu- daginn 6. október kl. 13.30. Blóm og kransar afþakkaðir, þeim, sem vildu minnast hans, er bent á líknarsamtök. Baldur Guðnason, Þórarinn Guðnason, Birkir Hólm Guðnason, Hólmfríður Guðnadóttir, fjölskyldur og systkini hins látna. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGURLAUG JÓNSDÓTTIR frá Geysi, Vestmannaeyjum, verður jarðsungin laugardaginn 4. október kl. 14.00 frá Landakirkju í Vestmannaeyjum. Dóra Guðlaugsdóttir, Bjarni Sighvatsson, Jakobína Guðlaugsdóttir, Sigurgeir Jónasson, Ingibjörg R. Guðlaugsdóttir, Valgarður Stefánsson, Gísli Geir Guðlaugsson, Guðlaug Arnþrúður Gunnólfsdóttir, Anna Þ. Guðlaugsdóttir, Einar Sveinbjörnsson, Jón Haukur Guðlaugsson, María Sigurðardóttir, barnabörn og langömmubörn. GUÐLAUGELÍN ELÍASDÓTTIR + Guðlaug Elín Elíasdóttir fæddist á Setbergi við Grundarfjörð 6. júní 1914. Hún and- aðist á hjúkrunar- heimilinu Skjóli 25. september síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Val- gerður Jensína Bjarnadóttir, hús- móðir frá Þæfu- steini hjá Hellis- sandi, og Bjarni El- ías Jónsson, bóndi frá Hraunsfirði í Helgafellssveit, en þau bjuggu á Hallbjarnareyri í Eyrarsveit. Systur Guðlaugar voru María Magdalena og Olga Kortgard. Guðlaug giftist 29. nóvem- ber 1935 Gunnari M. Gunnars- syni bifvélavirkja, fæddur 17.1. 1907 í Reykjavík, d. 23.12. 1990. Börn þeirra voru fimm: 1) Bjarni Elías, f. 30.1. 1937, búsettur í Reykjavík, giftur Ingibjörgu Gunnarsdóttur og eiga þau þijú börn. 2) Drengur, dó við fæðingu. 3) Svanhildur, f. 8.2. 1942, búsett í Reykjavík, gift Sturlaugi G. Filip- pussyni og eiga þau þrjár dætur. 4) Valgerður Jens- ína, f. 23.4. 1946, búsett í Mos- fellsbæ, gift Jóni B. Guðmundssyni og eiga þau þrjá syni. 5) María, f. 22.9. 1953, búsett í Grundarfirði, gift Árna Halldórssyni og eiga þau tvö börn. María átti stúlku fyr- ir, Hjördísi Davíðsdóttur, sem ólst upp hjá ömmu sinni og afa. Barnabarnabörnin eru orðin 16. Útför Guðlaugar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Mín er ósk á eina leið - ekki segi fleira - megirðu annað æskuskeið eiga betra og meira. Þú áttir mikinn yndis þokka, enn þá glæst og fríð, eflaust muntu margan lokka mann um langa tíð. (Hugi Hraunfjörð) Frændi minn, Hugi Hraunfjörð, sendi móður minni, Guðlaugu Elínu Elíasdóttur, þessa vísu á fimmtugs afmæli hennar. Hún var fædd fyr- ir vestan, við Breiðafjörðinn, þar sem sólarlagið er fallegast. Þar leið æska hennar á Hallbjarnareyri í Eyrarsveit. Þær voru þrjár syst- urnar Olga, Guðlaug og María. Olga fluttist ung til Noregs enda var faðir hennar norskur. María og Guðlaug bjuggu aftur á móti hér heima og voru mjög samrýndar og eflaust verið frá barnæsku, Guðlaug unni hennar börnum eins og sínum eigin. Hún fór ung að heiman, fyrst inn i Stykkishólm en þaðan lá leiðin suður til Reykjavík- ur. Þar kynntist hún verðandi manni sínum, Gunnari M. Gunnars- syni, og giftu þau sig árið 1935. Hann féll fyrir henni, eins og hann orðaði það sjálfur, hún lokkaði hann enda glæst og frið. Það var lán þeirra beggja því hjónaband þeirra var farsælt. Hann veitti henni það frelsi sem hún þurfti á að halda, því hún sótti vestur öll sumur. Þau eignuðust tvo drengi og þrjár stúlkur, annar drengurinn dó við fæðingu, hin börnin eru öll upp komin. Þau ólu einnig upp dótturdóttur sína, Hjördísi, og óhætt er að segja að hún hafi veitt þeim lífsfyllingu á efri árum; hún fékk aftur á móti hlýju og um- hyggju hjá afa og ömmu. Það sem einkenndi Guðlaugu alla tíð var hennar létta skap og að vera alltaf að vinna að ein- hverju í höndunum. Hún saumaði nær öll föt á okkur systkinin og svo bróderaði hún í frístundum. Það var alla tíð gestkvæmt á þeirra heimili og aldrei var svo þröngt að ekki væri hægt að hola niður dýnu á gólf. Þá naut hún sín best, með sína í kringum sig. Fyrir þrem- ur árum fluttist hún úr Sæviðar- sundinu að Laugarskjóli við Lauga- rásveg og er óhætt að segja að þar undi hún sér vel frá fyrstu stundu. Heimilið var fallegt þar sem henr.i þótti vænt um allt og alla, enda ekki hægt annað, umhyggjan var mikil bæði hjá lækni og starfsfólki og viljum við systkinin þakka fyrir það. Þaðan gat hún líka haldið áfram að fara upp í Langholts- kirkju þar sem hún átti svo margar ljúfar stundir. Fyrir rétt tveimur mánuðum sátum við öll saman i sólinni úti í garði hjá mér og undi hún sér vel innan um sitt fólk, haldandi á barnabörnum sínum, alltaf jafn fín og glaðleg. Þannig vil ég muna hana og þakka henni allt. Hún var mér ómetanleg stoð og stytta hve- nær sem ég þurfti á því að halda og vona ég að mér takist að reyn- ast mínum börnum eins vel og hún reyndist mér. Guð blessi minningu foreldra minna. Svanhildur. Mig langar með nokkrum orðum að minnast móðursystur minnar, Guðlaugar Elíasdóttur, sem verður til moldar borin í dag frá Fossvogs- kirkju. Mamma og Lauga voru meira en systur, þær voru vinkonur, ef til vill enn tengdari vegna þess að þær voru bara tvær. Þær áttu þó hálfsystur, hana Olgu, en hún bjó mestan hluta ævi sinnar í Noregi þannig að samskipti við hana voru minni en þær hefðu kosið. Oft var glatt á hjalla þegar þær hittust allar. Þegar ég lít til baka finnst mér sumarið i sveitinni hafa komið þeg- ar Lauga og Gunnar voru komin á neðri bæinn, fyrst til afa og ömmu og seinna gerðu þau og þeirra fjöl- skylda bæinn upp sem athvarf í sveitinni. Hallbjarnareyri neðri var þeim systrum kær enda voru þær fæddar þar og aldar upp. Mamma fluttist ekki langt því foreldrar mínir bjuggu að Hallbjarnareyri efri. Þegar þau voru komin á neðri bæinn og Gerða dóttir þeirra Laugu og Gunnars komin til okkar í sumardvöl með „Bjössa sinn“ í pokanum, var sumarið komið. Mér finnst eins og að þá hafi alltaf verið sólskin. Oft þurftu þær systur margt að spjalla, í minningunni sé ég þær fylgja hvor annarri milli bæjanna, fram og til baka, þá var hádegis- maturinn ef til vill í seinna lagi, því umræðuefni þeirra voru óþrjót- andi. Laugu frænku fylgdi svo margt spennandi. Hún kom með plöntur og blóm í garðinn hennar mömmu, stjúpur og morgunfrúr eiga alltaf eftir að minna mig á hana Laugu frænku. Alltaf var leitað til hennar ef eitthvað þurfti að gera í Reykjavík. Það var hún sem fór með mig í gegnumlýsingu á Heilsuverndar- stöðina, til augnlæknis, hálslæknis o.s.frv. Lauga er í mínum huga hluti af heilbrigðiskerfi þessa tíma. Það að fá að fara til Reykjavík- ur og vera í Efstasundinu, þar sem þau Gunnar bjuggu lengst af, var ævintýri, vera sendur út í Rangá og Holtsapótek. Þetta voru eftir- minnilegir dagar. Einn af góðu eiginleikum Laugu frænku var umhyggja hennar og áhugi á fjölskyldunni og sínu fólki. Alltaf var hún tilbúin að rétta hjálparhönd ef með þurfti. Þó að tíminn liði og fjölskyldan stækk- aði, við giftum okkur og eignuð- umst börn fylgdist Lauga alltaf með okkur. Mennirnir okkar og börnin bættust í hennar hóp, hún heimsótti okkhr ef við vorum á sjúkrahúsi, kom á fæðingadeildina þegar börnin okkar komu i heim- inn, óþreytandi að hafa samband við sitt fólk, fór sinna ferða um allan bæ í strætó, í heimsóknir eða að snúast fyrir aðra. Nú er það okkar, sem erum núna elsti ættliðurinn í fjölskyldunni, hvort tekst að halda sambandi hvert við annað þegar þær systurn- ar eru báðar farnar. Þegar ég hugsa um Laugu frænku er mér efst í huga væntumþykja og þakk- læti. Þakklæti fyrir allt sem hún gerði fyrir mig og þakklæti fyrir að vera eins og hún var. Mann- eskja sem lét sig varða hvernig öðrum farnaðist. Þess vegna þótti öllum vænt um hana sem kynntust henni. Mín trú er sú að það hafi orðið fagnaðarfundir er þær systur hitt- ust aftur. Nú geta þær rölt fram og til baka og spjallað saman í ró og næði. Far þú í friði, frænka mín. Börnum hennar og fjölskyldum þeirra sendi ég samúðarkveðjur. Svava Guðmundsdóttir. Hún elsku besta amma mín hef- ur kvatt okkur. Þó að við værum öll undir andlát- ið búin er missirinn svo mikill, en mesta huggunin er þó að hann afi hefur tekið á móti henni með opinn faðm, fallegustu konunni eins og hann svo oft sagði. Ömmu er erfitt að minnast nema með afa sér við hlið, því alla tíð voru þau mjög sam- rýnd enda hamingjusamlega gift í yfir 50 ár. Þegar afi dó fyrir sex árum var missir ömmu og okkar mikill því hann var alla tíð hennar stoð og stytta í lífinu. Ég varð þeirrar gæfu að njótandi að fá að alast upp hjá ömmu minni, Guðlaugu Elíasdóttur, og afa mín- um, Gunnari Gunnarssyni, frá barnsaldri. Þegar ég kom til sög- unnar bjuggu þau í Sæviðarsund- inu. Þau höfðu þá þegar alið upp sín fjögur börn og er móðir mín yngst þeirra systkina og eru þau mér öll mjög kær. Alltaf leið okkur þremur svo vel saman, þau kenndi mér bæði að meta bókmenntir og ljóðagerð og bý ég að því alla ævi. Þeirra kær- leikur og lífsviðhorf er besta vega- nesti sem einum getur hlotnast. Minningin um ykkur er og verður mér alltaf kær. Ótalmargar ljúfar minningar á ég úr æsku minni en kærust er kannski sú minning um þær stund- ir sem við þijú áttum saman í gamla húsinu á Hallbjarnareyri sem var æskuheimili ömmu minnar. En þangað fórum við á hveiju sumri svo lengi sem ég man eftir. Alltaf var ein sögubók og fleiri ljóðabækur hafðar með og las afi framhalds- sögu á hveijum degi. Minningin um afa sem situr við gluggann og les upp úr bók, ömmu sem saumar út og mig að hlusta; úti syngja fugl- arnir og himinninn eldrauður því sólin er að setjast. Það minningarbrot og fleiri mun ég geyma í hjarta mínu svo lengi sem ég lifi. Hún amma mín var yndisleg kona, alltaf brosandi og var kær- leikurinn S brosinu hennar ótvíræð- ur. Það verður tómlegt hjá okkur um jólin, því alltaf höfum við amma verið saman um jólin en nú verðum við aðeins saman í minningunni. Elsku amma og afi, nú loks eruð þið sameinuð og er það huggun harmi gegn. Guð geymi minningu ykkar. Segðu mér söguna aftur, söguna frá í gær um litlu stúlkuna ljúfu með Ijósu fléttumar tvær. Hjördís. *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.