Morgunblaðið - 03.10.1997, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 1997
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
u
’M áttatíu óperuhús eru starfandi
í Þýskalandi og varla til það bæjar-
félag sem ekki býður upp á reglu-
legar óperusýningar. Þetta gefur
ungum söngvurum einstakt tækifæri til að
komast í kynni við harðan heim atvinnu-
mennskunnar að námi loknu, hefja feril sinn
og öðlast dýrmæta reynslu. Það má segja
að óperuhúsin í Þýskalandi séu af öllum
stærðum og gerðum, óperuheimurinn birtist
þar í hnotskurn. Nýtt starfsár er nú hafið
hjá flestum íslensku söngvaranna við óperu-
húsin í Þýskalandi.
Hanna Dóra Sturludóttir sveif um í sjö-
unda himni þegar blaðamaður spurði hana
útúr um veturinn framundan. Hún er nýbúin
að þreyta frumraun sína með Sinfóníuhljóm-
sveit íslands þegar hún söng einsöng á opn-
unartónleikum í Háskólabíói. Hanna Dóra
sagði „það hafa verið frábært að bytja svona
vel. Það voru haldnir þrennir tónleikar, alltaf
fullt hús og svo fékk ég fína dóma í þokka-
bót.“
Hanna Dóra mun halda áfram þar sem
frá var horfíð á síðasta starfsári, en þá söng
hún fyrstu dömu í Töfraflautunni við óper-
una í Bonn þar sem hún er á gestasamn-
ingi. Þá var Cosi fan tutte, einnig eftir Moz-
art, frumsýnd í Rostock í lok ágúst
og þar fór Hanna Dóra með hlut-
verk Fiordiligi. Mozart verður því
áberandi hjá Hönnu Dóru í vetur
en hún segist þrátt fyrir það ekki
gefa sig út fyrir aðsyngja Mozart
frekaren annað. „Égert.d. meira
fyrir ljóðræn ítölsk hlutverk," sagð
hún. Hanna Dóra verður á töluverð
flakki milli Bonn og Rostock en vex
það, að eigin sögn, ekki í augum
þar sem þannig stendur á að hún
mun syngja á tónleikum í Berlín
milli sýninga í Rostock og Bonn,
„þannig get ég losað mig við ferða-
þreytuna í Berlín sem er á'milli
hinnaborgannatvegga.“ 13. og 14
desember syngur Hanna Dóra t.d.
í Jólaóratoríu Bachs og 20. desem-
ber Kantötur eftir sama höfund. I
janúar eru, einnig í Berlín, á dag-
skrá Hönnu Dóru tónleikar með ar-
íum úr óperettum.
Hanna Dóra hefur starfað án
fasts samnings hingað til en sagði
að „vel kæmi til greina að gera
fastan samning við óperahús og þá
jafnvel í öðru landi en Þýskalandi.
Mér fínhst t.d. Norðurlöndin mjög
spennandi. Ég hitti umboðsmannin
minn núna næstu daga og þá skýr-
ist kannski eitthvað.“
Á vængjum
sönefsins h
að hér er n
Þeim íslensku söngvurum sem numið hafa land í Þýska-
landi undanfarín ár fjölgar stöðugt. Næstum árlega
bætast nýir í hópinn og flestir syngja nær eingöngu
veigamikil hlutverk. Þórarinn Stefánsson spurði
nokkra þeirra útúr um veturinn framundan.
hún frumraun sína Múnchen í Bronislava
Betlarastúdentinum eftir Carl Millöcker og
5. nóvember tekur við hlutverk Adele í Leður-
blökunni eftir Strauss. Þá tekur Hlín þátt í
tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Berlínar
undir stjórn Caspars Richter. Fyrri tónleik-
arnir verða 25. október en þeir seinni tveim-
ur dögum síðar og þá í Fílharmoníunni í
Berlín.
STARFSÁRIÐ hjá Jóhanni
Smára Sævarssyni bassa-
söngvara hefst 3. október
þegar hann stígur á svið í
hlutverki Antonios í Brúðkaupi
Fígaros eftir Mozart. Jóhann Smári,
sem nú er að hefja þriðja starfsárið
hjá óperunni í Köln, sagðist í samtali við
blaðamann vera að leita að öðru óperuhúsi
þar sem hann fengi tækifæri til að takast á
við veigameiri hlutverk. Átta bassasöngvarar
eru á samningi í Köln og sagðist Jóhann
Smári „mega teljast heppinn ef hann fengi
að takast á við meðalstór hlutverk. Stundum
eru meira að segja sóttir gestasöngvarar til
að syngja á frumsýningunum." Jóhann
Smári nýtur stuðnings óperustýrunnar í
Köln en þeim samdist svo um að sýningum
hans yrði fækkað úr 120 í 40 til að auð-
velda honum leitina að nýjum starfsvett-
vangi. Tveir umboðsmenn á meginlandinu
vinna fyrir Jóhann Smára en samstarf við
aðra tvo, í Bandaríkjunum og á Englandi, er
í deiglunni.
í vetur mun Jóhann Smári syngja sex
hlutverk, konunginn í Aidu eftir Verdi, Ang-
elotti í í Toscu eftir Puccini, brynjumanninn
í Töfraflautunni og Antonio í Brúðkaupi
Fígarós eftir Mozart auk lítils hlutverks í
Macbeth eftir Verdi.
Elín Halldórsdóttir, eiginkona
Jóhanns Smára, er einnig söng-
kona en hún hefur í hyggju að
þreyta frumraun sína á ljóðatón-
leikum á íslandi á næsta ári. _____________
Erlingur Vigfússon er nú að
hefja þrítugasta starfsár sitt við óperuna í
Köln. Hann mun syngja „og leika“, eins og
hann sagði við blaðamann, hérann í barnaó-
peru um Lísu í Undralandi eftir Robert
Chauls sem frumsýnd verður í Köln 11. októ-
ber. Erlingur sagðist eiga eftir að syngja í
fímm ár í viðbót til að eiga rétt á fullum
eftirlaunum og að eigin sögn verður hann
ekki í vandræðum með það, „þó auðvitað
sé maður farinn að víkja fyrir yngri rödd-
um“. Itarlegt viðtal við Erling mun birtast
Morgunblaðið/Þórarinn Stefánsson
VÆNTANLEGUR er á markað í nóvember geisladiskur þar sem Kolbeinn Ketilsson mun syngja
íslensk sönglög við undirleik Hjálms Sighvatssonar. Upptökur hafa þegar farið fram í hljóðveri
Hrólfs Vagnssonar í Hannover.
í Morgunblaðinu á næstu vikum þar sem
hann segir frá ferli sínum en hann hefur
staðið á sviðinu í Köln samfleytt frá árinu
1967.
Viðar Gunnarsson flutti sig um set um
miðjan ágúst. Síðastliðin tvö ár hefur hann
sungið við óperuna í Essen en er nú fluttur
til Bonn. Viðar er þrátt fyrir það búsettur í
Wiesbaden ásamt fjölskyldu sinni og á nú
auðveldara með að fara heim um helgar þar
sem aðeins klukkustundar akstur er á milli
Bonn og Wiesbaden.
V
Mér finnstt.d.
Norðurlöndin
spennandi
'IÐAR hefur þegar sungið í fyrstu
tveimur frumsýningunum á þessu
starfsári, Fasolt í Rínargulli
Wagners 7. september og Dr.
Bartolo í Brúðkaupi Fígarós eftir Mozart 27.
september. Gagnrýnendur allir voru mjög
jákvæðir í garð Viðars. „Það verður brjálað
að gera fyrri hluta árs,“ sagði Viðar spurður
um veturinn framundan. Framundan eru
frumsýningar á Madame Butterfly,
Töfraflautinni og Nabucco þar sem
Viðar mun syngja stærsta hlutverk
óperunnar og draumahlutverk allra
bassasöngvara, Zaccaria. í janúar
syngur Viðar í tónleikauppfærslu á
Valkyrjum Wagners undir stjórn Éliahu Inb-
al í Bern í Sviss. Meðsöngvarar Viðars verða
m.a. Cheril SLuder og danski tenórinn Stig
Anderson.
Kolbeinn Ketilsson er nú að helja fyrsta
starfsár sitt við óperuna í Dortmund. Æfíng-
ar á óperunni Trójumönnunum, „Les Troy-
ens“, eftir Berlioz standa nú yfir en þar fer
Kolbeinn með hlutverk Énée, sem jafnframt
er aðalhlutverk óperunnar og með erfiðari
tenórhlutverkum sem skrifuð hafa verið, að
sögn Kolbeins. Hann syngur sína fyrstu sýn-
ingu 3. október. Það er þó ekki frumraun
hans á sviðinu í Dortmund því í apríl söng
Kolbeinnhlutverk Max í Frískyttunni eftir
Weber.
í vetur mun Kolbeinn fást við hlutverk
Cavaradossis í Toscu eftir Puccini, Erik í
Hollendingnum fljúgandi eftir Wagner og
22. nóvember verður ný ópera frumsýnd á
sviðinu í Dortmund og mun Kolbeinn syngja
þrjú hlutverk. Hér er um að ræða óperu
eftir Gerhard Rosenfeld og er hún byggð á
því þegar Willy Brandt þáverandi kanslari
Þýskalánds kraup á kné í opinberri heimsókn
til Varsjár í Póllandi. Þessi atburður þótti
táknrænn og er nú efni í heila óperu. Kol-
beinn lætur vel af sér í Dortmund en hahn
söng áður við óperuna í Hildesheim. Væntan-
legur er á markað í nóvember geisladiskur
þar sem hann mun syngja íslensk sönglög
við undirleik Hjálms Sighvatssonar. Upptök-
ur hafa þegar farið fram í hljóðveri Hrólfs
Vagnssonar í Hannover.
Eiginkona Kolbeins er sópran-
söngkonan Unnur Wilhelmsen en
hún er nýkomin frá Ítalíu þar sem
hún söng aríur með Teatro Mas-
simo Hljómsveitinni í Palermo. ___
Framundan eru tónleikar á Ítalíu
ogí Vín.
Sú var tíð í Þýskalandi að Sólrún Braga-
dóttir hélt ein uppi merkjum ísjenskra söng-
kvenna á erlendri grund. Nú er öldin önnur.
Hiín Pétursdóttirhóf söngferil sinn, eins og
Sólrún, við óperuna í Kaiserslautem. Hlín
er nú búin að gera samning við þá sögu-
frægu óperu við Gártnerplatz í Miinchen.
Hlín er nú búin að koma sér vel fyrir í einni
af háborgum óperunnar í Evrópu og líst vel
á veturinn framundan. 21. september song
Hér þekkja
margir Sieg
linde
‘LÍN sagðist hlakka til vetrarins
og að fá tækifæri til að spreyta sig
í Múnchen. „Munurinn á því að
syngja hér og í Kaiserslautern er
að hér er nóg af söngvurum þannig að stjórn-
endur geta valið í hlutverk eftir lit radd-
anna,“ sagði Hlín. „Álagið er minna á söngv-
urunum og útkoman er einfaldlega betri list.“
Tuttugu ár eru síðan Siegjinde Kahmann,
sem var kennari Hlínar á íslandi, söng við
óperuna við Gártnerplatz í Múnchen. „Hér
þekkja margir Sieglinde ogt.d. stúlkan sem
farðaði mig um daginn þekkti hana frá því
fyrir tuttugu árum, en hún var að hefja störf
hjá óperunni um það leyti sem Sieglinde var
að hætta. Sieglinde söng í Brúðkaupi Figa-
rós hér og ég líka búin að hitta greifann
hennar. Hann sagði með stjörnur í
augunum að hann hefði ekki hitt
neina sem kæmist nálægt Sieglinde
í hlutverki greiíýnjunnar."
Fjórar ungar íslenskar söngkonur
að auki munu vafalaust láta að sér
kveða á óperusviðinu í náinni fram-
tíð. Magnea Tómasdóttir hefur hlot-
ið inngöngu í óperustúdíóið í Köln
og Guðrún Ingimarsdóttirí Stutt-
gart og Arndís Halla Ásgeirsdóttir
í Berlín munu ljúka námi á næstu
mánuðum en þær hafa þegar fengið
tækifæri á sviðinu. Auður Gunnars-
dóttirer á höttunum eftir föstum
samningi við óperuhús en hún mun
koma fram á íjölda tónleika víða
um Þýskaland í vetur.
íslendingar fá að njóta söngs
Sólrúnar Bragadóttur óvenj u mikið
á þessu starfsári. Hún hefur undan-
farin ár sungið aðalhlutverk í ijöl-
mörgum óperum vítt og breitt um
Evrópu en „of lítið komið fram á
íslandi, nema helst með Sinfóníu-
hljómsveitinni", sagði Sólrún. í vet-
ur verður breyting á því. Nú standa
yfir æfingar á Cosi fan tutte hjá
íslensku óperunni og fer Sólrún með
hlutverk Fiordiligi, en þetta hlutverk
söng hún m.a. í uppfærslu óperunn-
ar í Liege í Belgíu sem sjónvarpað
var um Evrópu. íslenska óperan
mun frumsýna Cosi fan tutte hinn
10. október. Sólrún mun koma fram
sem einsöngvari á Vínartónleikum
Sinfóníuhljómsveitar íslands í byij-
un janúar og með Jónasi Ingi-
mundarsyni á frönskum ljóðatón-
leikum í byijun febrúar. Þá heldur
Sólrún til Kassel í Þýskalandi og
syngur þar hlutverk Angelicu í Orlando
Palladino eftir Hándel.
Magnús Baldvinsson bassasöngvari er að
hefja annað starfsár sitt hjá sameinuðu borg-
arleikhúsi Krefeld og Mönchengladbach,
„Vereinigte Stádtische Búnen Krefeld-
Mönchengladbach", en hann söng áður við
óperuna í Detmold. II Trovatore eftir Verdi
var frumsýnd 14. september og söng Magn-
ús hlutverk Ferrados.
Magnús mun verða með sjö hlutverk á
takteinunum í vetur. Superintendent Budd
í óperunni Albert Herring eftir Benjmin
Britten, hlutverk læknisins í Wozzek og
Krespel og Luther í Ævintýrum Hoffmans
eftir Offenbach hefur hann ekki sungið áður
en auk þess syngur Magnús hlutverk Elviros
í Xerxes eftir Hándel og í óperunni Vitanum,
„The Lighthouse" eftir Peter Maxwell
Davies. Síðast en ekki síst má nefna hlut-
verk í óperunni Við sólarupprás, „Wenn die
Sonne Áufgeht“, eftir Cong Su en óperan
var heimsfrumsýnd á síðasta ári
við óperuna í Krefeld-Mönc-
hengladbach. Cong Su fékk m.a.
Óskarsverðlaun fyrir tónlistina við
mynd Bertoluccis Síðasta keisar-
______ ann.
Magnús verður með um 60 sýn-
ingar á þessu starfsári en sér ekki fram á
að syngja fyrir íslenska áheyrendur í bráð.
Hann sagðist stefna á að starfa sem laus-
ráðinn söngvari í framtíðinni og í því sam-
bandi er Magnús á leið til Englands til að
komast í samband við nýjan umboðsmann.
Raddsvið Magnúsar hefur breyst nokkuð og
er hann „við það að geta sungið hetjubari-
ton. Það mundi gefa mér færi á að syngja
fjþjda nýrra hlutverka eins og t.d. Votan,“
sagði Magnús í samtali við blaðamann.