Morgunblaðið - 03.10.1997, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 03.10.1997, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 1997 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Hvað kostar skattkerfið? í FYRRI grein minni færði ég rök fyrir því að ekki sé unnt að laga launamun í þjóðfélaginu með skattkerfinu því launamunurinn eigi sér oftast náttúrlegar skýring- ar og snúist aðallega um ráðstöf- unarfé launþegans eftir skatta en ekki um laun fyrir skatta. Þannig -,-verði launamunurinn fyrir skatta enn meiri þegar reynt sé að jafna launin með því að skatta hærri laun meira en lægri laun. Laffer kúrfan Á áttunda áratugnum kom Art- hur Laffer fyrst fram með hina frægu og einföldu hugmynd sína um samband tekna ríkissjóðs og álagningarprósentunnar. Hug- myndin er eftirfarandi: Ef skatt- prósenta á tekjur einstaklinga er 0% fær ríkissjóður að sjálfsögðu engar tekjur. Ef skattprósentan er 100% af tekjum, þ.e. ef launþeg- inn fær ekkert fyrir vinnu sína, hverfa tekjur ríkissjóðs sömuleiðis snariega. Enginn, nema einstaka hugsjónamaður, vinnur ef hann fær ekkert fyrir vinnuna. Ef eng- inn skattur væri á tekjur og tekju- skattprósentan yrði aukin aukast tekjur ríkissjóðs til að byija með. Svo ná þær hámarki og minnka svo með frekari hækkun prósent- unnar og hverfa þegar tekjuskatts- prósentan hefur náð 100% af tekj- um. Þetta er svokölluð Laffer kúrfa. Hvað gerist þegar skattprósentan er hækkuð og fer yfir það gildi, sem gefur ríkis- sjóði hæstar tekjur þannig að tekjurnar lækka við frekari hækkun prósentunn- ar? Viss störf leggjast af. Enginn fæst til að sinna þeim. Önnur störf hverfa til ann- arra landa. (Jafnvel unnin hér á landi í verktöku!) Önnur Pétur hverfa undir yfirborð- H. Blöndal ið og fólk fer að svíkja undan skatti, löglega og ólöglega. ríkissjóðs. Fólk reynir að finna löglegar smugur í skattalögunum (vaxta- bætur, dagpeningar) eða telur ekki fram tekjur sínar. Þjónustuskipti hefjast. Eg vinn fyrir þig og þú fyrir mig. Þrýstingur vex á löggjaf- ann að breyta skattalögunum til þess að mynda smug- ur fyrir vissa þrýsti- hópa. (Sjómannaaf- sláttur, dagpeningar.) Ekki er hægt að meta hvar hámarkið er á Laffer kúrfunni og það er eflaust háð efnahagsástandi, skattlagningu í öðrum löndum og heiðarleika þjóðarinnar. Það er skoðun mín að skatt- prósentur flestra skatta hér á landi kunni að vera komnar yfir markið. Þannig að sérhver skatta- hækkun minnki tekjur Sunnudaginn 12. október I hinni árlegu sérútgáfu Bílum verður fjallað vítt og breitt um bíla, bæði nýja og notaða. Að vanda verða kynntir fólksbílar, jeppar og pallbílar ársins '98 frá öllum bílaumboðum landsins í máli og myndum. Auk þess verður ýmis umfjöllun tengd bílum og bílaeign. Meðal efnis: @ Væntanlegir bílar hingað ® Heiiræði um bílakaup ® Tryggingar © Spjall við bílstjóra/bíleigendur # Heilræði um akstur # Hljómtæki ® Nýjar rekstrarvörur/bílavörur ® Forvitnilegir bílar hérlendis © O.rn.fl. Skilafrestur auglýsingapantana er til kl. 12.00 mánudaginn 6. október. Allar nánari upplýsingar veita starfsmenn auglýsingadeildar í síma 569 1111. AUGLÝSINGADEILD Sími 569 1111 • Símbréf 569 1110 • Netfang: augl@mbl.is Skattamisferli Há skattprósenta leiðir stundum til misferlis og áhrif þess eru alvar- leg. Fólk teygir sig stundum full- langt í sókninni í skattafsláttinn og samviskan er svæfð með þeim rökum að þetta geri jú allir og skattur sé annars svo óréttlátur. Svo eru það hreinu lögbrotin þegar unnið er svart að hluta eða öllu leyti. Fólk réttlætir slíkt fyrir sér með nákvæmlega sömu rökum auk þess sem sumir segja að þeir stundi skattsvik í sjálfsvörn! Það er þjóðfélagslega mjög hættulegt að grafa á þennan hátt undan siðferði Meginmarkmiðið á að vera, segir Pétur Blöndal í þessari síðari grein sinni, að atorka og frumkvæði fái að stækka skiptahlut- inn/þjóðarkökuna. þjóðarinnar. Hafi fólk komist upp með að svíkja undan skatti er hætta á að það brjóti líka önnur lög. Þess vegna er mjög brýnt að beijast af alefli gegn skattsvikum en jafnframt að gæta þess að skattbyrðin verði ekki svo þung að hún allt að því neyði fólk ti! skattsvika. Þegar skattbyrðin er orðin svo há að launagreiðandinn getur ekki lengur staðið í rekstrinum og neyð- ist til að segja fólki upp og loka getur komið upp erfið staða. Hann þarf að segja upp fólki, sem hefur hugsanlega starfað fyrir hann svo árum skiptir. Það er mjög erfitt að sitja í dómarasæti í slíku máli ef báðir aðilar taka sig til og gefa ekki upp hluta launanna. Sömuleið- is er erfítt að dæma fátækan bónda sem slátrar huldunauti (þ.e. nauti, sem aldrei var til skattalega) til þess að kosta unglingana sína í skóla, sem hann gæti ekki ella. Þessi áhrif skattkerfisins, niður- brot siðferðis og særð réttlætis- kennd, er þjóðfélaginu mjög dýr. Leti og ómennska Ofurskattlagning hefur þau áhrif að dugnaður, framtak og kraftur er skattaður sérstaklega. Fólk, sem leggur hart að sér og vinnur mikið ber oft ekki sérstak- lega mikið úr býtum umfram það fólk, sem liggur uppí sófa með tærnar upp í loft. Skattkerfið ger- ir grín að gömlum dyggðum eins og dugnaði, vinnusemi, stundvísi, reglusemi og trúmennsku en hefur aumingjaskap til metorða. Félags- legt kerfi sveitarfélaganna bindur svo endahnútinn á hengingaról dyggðanna. Mörgu fólki, sem er að basla við að koma upp þaki yfir sig og börnin sín og greiðir mikla skatta, svíður að sjá aðra komast upp með að vinna ekki neitt og njóta svipaðra lífskjara. Lífskjara, sem greidd eru með sköttum þeirra. Þessi áhrif skatt- kerfisins er ógnvænleg því þjóðfé- lagið þarf svo mjög á duglegu og framtakssömu fólki að halda. Það er skaði ef þjóðfélagið allt leggst í ómennsku og leti vegna rangrar stefnu í skattamálum. Hver stend- ur þá undir velferðarkerfinu? Flókið kerfi Núverandi tekjuskattkerfi með öllum sínum undanþágum og skattasmugum. er mjög dýrt í framkvæmd. Skatteftirlit er þungt og erfitt og öll þjóðin eyðir heilum degi á hveiju ári við að telja fram eða notar dýra endurskoðendur. Allt kostar þetta og skilar engu til þjóðarbúsins. Það væri hag- kvæmt fyrir þjóðarhag að einfalda þetta kerfi og það mundi bæta eftirlit og siðferði. Niðurgreidd láglaunastörf Gefum okkur tvö lönd. Land A skattar há laun mildilega en land B skattar há laun ótæpilega. Fyrir- tæki, sem er með hálaunastörf, t.d. hugbúnaðargerð eða fjármála- starfsemi, á þess kost að starfa í báðum löndunum. Þegar það ræður hálauna starfsmann í landi A hefur sá hærri ráðstöfunartekjur en ef hann væri ráðinn í landi B. Að öðru jöfnu mun því fyrirtækið ráða manninn til starfa í landi A. Þann- ig að hálaunaskattastefna í landi B fælir hálaunastörf frá. Gefum okkur jafnframt að land A skatti lág laun jafnt og há laun en land B skatti lág laun ekki neitt. Þegar fyrirtæki, sem er með láglauna- störf, t.d. ferðaþjónustu eða fata- gerð, ræður láglaunastarfsmann í landi A hefur sá lakari ráðstöf- unartekjur en í landi B, þar sem hann greiðir enga skatta. Fyrir- tækið mun því starfa í landi B að öðru jöfnu. Láglaunaskattfríðinda- stefna lands B dregur að sér lág- launastörf. Eins og fram kom í fyrri grein minni er rekin mikil skattlagning á há laun hér á landi en þeir, sem eru með lág laun greiða litla sem enga skatta og eru iðulega með meira til ráðstöfunar en launin ein vegna styrkja. Með skattastefnu okkar og niðurgreiðslu lágra launa erum við að fæla úr landi hálauna- fyrirtæki og laða að okkur lág- launafyrirtæki. Er þetta það sem við viljum? Aðrar lausnir Flestir vilja að greiðslur til þjóð- félagsins og sérstaklega til velferð- arkerfisins séu háðar tekjum þann- ig að sá greiði meira, sem hefur hærri tekjur. En er ekki nóg að sá, sem hefur tvöfaldar tekjur, greiði tvöfalt meira? Þannig að skatturinn væri föst prósenta af öllum tekjum. Ef slíkt kerfi yrði tekið upp á nægilega löngum tíma gætu fyrirtæki, launafólk og aðilar vinnumarkaðarins lagað kjara- samninga sína að breyttum að- stæðum. Heildarskattlagning ríkis og sveitarfélaga er um 16% til 17% af tekjum. Þar sem útsvar til sveit- arfélaganna er um 12% þyrfti tekjuskattur til ríkisins ekki að vera nema 4% til 5% án þess að breyta afkomu ríkissjóðs. Þennan skatt mætti taka upp á 4 til 5 árum, 1% á ári. Og þá væri allt gamla ruglið horfið og allir greiddu um 17% í staðgreiðslu. Skattskil mundu stórbatna, því fáir nenna að svíkja undan 17% skatti. Framkvæmd skattalaga yrði einföld sem og eftirlitið. At- vinnugreinar lifnuðu við, dugnaður og frumkvæði fólks blómstraði. Siðferði þjóðarinnar batnaði og landið laðaði til sín hátekjustörf. Staða hinna lakast settu mundi jafnvel batna, því þeir eru þeir fyrstu, sem jafnan finna fyrir kreppu og doða í þjóðfélaginu. Þeir gætu líka bætt stöðu sína með meiri vinnu eða betur launaðri en það geta þeir ekki í dag vegna fátæktargildru hárra jaðarskatta. Markmiðið á ekki að vera að gera alla jafna, þ.e. jafnfátæka, heldur að leyfa frumkvæði og atorku að stækka þjóðarkökuna öllum til hagsbóta. Höfundur er alþingismaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.