Morgunblaðið - 03.10.1997, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 1997 17
____________ VIÐSKIPTI___________
Sameinast Baywatch Pearson?
London. Reuter.
BAYWATCH sjónvarpsþættirnir
geta orðið aðili að brezka fjöl-
miðlafyrirtækinu Pearson Plc.
ásamt viðskiptablaðinu Financial
Times, Penguin bókaforlaginu og
vaxmyndsafni Madame Tussauds.
Samkvæmt áreiðanlegum
heimildum er Pearson að því kom-
inn að ná samkomulagi um að
kaupa All American Communic-
ations Inc. í Los Angeles, sem
framleiðir Baywatch og á nokkra
vinsæla tölvuleiki eins og Price is
Right.
Pearson mun bjóða 25-26 doll-
ara á hlutabréf fyrir All Americ-
an, sem er metið á 400 milljónir
dollara.
Fáirmótmæla
sölu France
Telecom
París. Reuter.
FÆRRI en fímmti hver starfsmaður
ríkisrekna fjarskiptafélagsins France
Telecom tóku þátt í lokaviðnámi gegn
sölu 20-25% hlutabréfa sem stendur
fyrir dyrum.
Stjórn fyrirtækisins sagði að 16%
165.000 starfsmanna hefðu tekið
þátt í eins dags verkfalli sem þijú
af sjö verkalýðsfélögum starfsmanna
höfðu boðað til.
Sud-verkalýðsfélagið sagði að um
20% hefðu tekið þátt í mótmælunu
þrátt fýrir „erfíðar aðstæður.“ Félag-
ið sagði að takmörkuð einkavæðing
fyrirtækisins væri „aðeins fyrsta
skrefið í þróun sem við verðum að
stöðva.“
Ríkisstjóm sósíalista tilkynnir 6.
október endanlegt verð á 20-25% hlut
í France Telecom sem verður seldur.
DAVID Hasselhoff og vinkon-
ur í eina sæng með Pearson?
Forstjóri All Americans, Anth-
ony Scotti, mun hafa viljað fá
500-600 milljónir dollara þegar
hann setti fyrirtækið í sölu.
Auk Baywatch, einnar vinsæl-
ustu þáttaraðar sjónvarpssögunn-
arm kemst Pearson yfir Free-
mantle fyrirtæki All American,
sem framleiðir tölvuleiki og dreifir
þeim um allan heim.
Pearson TV á fyrir brezka
framleiðandann Thames &
Grundy Worldwide, sem framleiðir
áströlsku sápuóperuna Neighbo-
urs. Pearson TV á einnig 24% í
nýjustu, brezku sjónvarpsstöðinni,
Channel 5.
AvtoVAZ rambar á
barmi gjaldþrots
Nízjníj Novgorod, Rússlandi. Reuter.
STÆRSTA bifreiðafyrirtæki
Rússlands, AvtoVAZ, stendur
frammi fyrir gjaldþroti síðar í
þessum mánuði, ef það sam-
þykkir ekki áætlun um að greiða
ríkinu háar skuldir að sögn Bor-
ís Nemtsovs varaforsætisráð-
herra.
AvtoVAZ framieiddi Lödu-bíla
sovétáranna og skuldar rúss-
neska ríkinu meira en nokkurt
annað fyrirtæki. Hinn 1. septem-
ber skuldaði það 8,05 billjónir
rúblna eða 1,37 milljarða dollara
að meðtöldum vöxtum og sektum
samkvæmt upplýsinfum skattyf-
irvalda.
Nemtsov sagði blaðamönnum
að hann vonaðist til að VAZ yrði
lýst gjaldþrota 15. október, ef
greiðsluáætlunin yrði ekki undir-
rituð.
AvtoVAZ hefur bækistöðvar í
Togliatti við Volgu og hefur
framleitt Lödur síðan 1970.
Fyrirtækið komst að bráða-
birgðasamkomulagi við ríkis-
stjórnina um skuldbreytingu í
maí og hluthafar samþykktu út-
gáfu nýrra hlutabréfa í ágúst.
Annar æðsti maður AvtoVAZ,
Konstantín Sakharov sagði í ág-
ústlok að samningaviðræður
stæðu enn yfir.
Hioo
láttu
Hyundai H100
Verð frá 1.186.345 kr. án vsk.
Afborganir á mánuði: 13.497 kr.*
Rekstrarleiga á mánuði: 25.605 kr.**
* Afborganir á mánuði m.v. 84 mán.
(Innborgun 25%) Lokaverð með vöxtum og kostnaði: 1.502.983
Etnntg hægt að fá 100% lán f 72 mánuðt.
** Mtðað vtð 3 ár og 60.000 km. akstur.
<B>
HYunnni
B&L, Suðurlandsbraut 14 & Ármúla 13, Sími:
575 1200, Söludeild: 575 1220, Fax: 568 3818
Hjá B&L fæst gott úrval af bílum til
atvinnustarfsemi sem undanþegnir
eru virðisaukaskatti.
ekki peningana
fara i VSKinn
Beint samband til Póstsins
sem getur sparað ómælda fjármuni
ePóstur annast póstsendingar fyrirtækja
frá upphafi til afhendingar
ePóstur er hugbúnaðar- og póstþjónustukerfi sem byggir á tölvutækni
og rafrænum gagnaflutningi. ePóstur auðveldar sendingar á bréfum,
bæði innanlands og til ''<tlanda, gerir þær hagkvæmari og tryggir hraða
og öryggi. Gögnin eru send rafrænt til ePósts sem sér um útprentun,
pökkun, frímerkingu, flokkun og að sjálfsögðu að
koma öllu í póst. ePóstur býður upp á mikla
fjölbreytni og sveigjanleika sem viðskiptavinir geta
)STUR nýtt sér á marga vegu.
Kostir ePósts eru fjölmargir:
hagkvæmt Með ePósti er hægt að losna við alla þá vinnu og fyrirhöfn sem getur
fylgt miklu póstmagni. Að auki er mögulegt að lækka kostnað og minna fjármagn er
bundið í dýrum tækjabúnaði sem jafnvel er ekki nýttur nema að litlu leyti.
öruggt Fullkomins öryggis og trúnaðar er gætt með þjónustu ePóstsins. Allur
gagnaflutningur er rafrænn, hvort sem upplýsingarnar eru sendar með disklingi eða
gegnum simalínu, og strangar reglur gilda um meðferð gagnanna.
einfalt ePóstur er sérstaklega hentugur þegar senda þarf ólíkum hópum gögn
með mismunandi upplýsingum. Sjálfvirkni og tækni ePósts kemur hér að góðum notum.
Bæði er hægt að setja mismunandi upplýsingar í bréfið sjálft, t.d. árita það á ákveðið
nafn, og hafa annan texta breytilegan.
fjölbreytt ePóstur er hannaður til að senda hvaða fjölda af bréfum sem er, hvert
sem er og frá hverjum sem er. Skiptir þá engu hvort senda þarf almenn bréf, reikninga,
yfirlit, markpóst, fréttabréf eða annað. ePóstur hentar bæði stórum og litlum fyrirtækjum
með mikið eða lítið póstmagn.
PÓSTUR OG SÍMI HF
PÓSTUR
Norðurfelli 15, 111 Reykjavík
Sími 550 7454, fax 550 7459