Morgunblaðið - 03.10.1997, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 03.10.1997, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 1997 MINIUINGAR MORGUNBLAÐIÐ STEINGRIMUR BENEDIKTSSON + Steingrímur Benediktsson, garðyrkjufræðing- ur, fæddist á Stóra- Ási í Bárðardal í S-Þingeyjarsýslu 9. júní 1915. Hann lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur hinn 25. september síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Benedikt Ágúst Krisljánsson, f. í Fossseli í Köldukinn 26. ágúst 1884, d. 12. maí 1952, og kona hans, Steinunn Guðrún Jóhannes- dóttir frá Sandhólum í Eyja- firði, f. 11. september 1876, d. 23. desember 1932. Systkini Steingríms eru Hermann, f. 1904, d. 1993; Laufey Kristjana, f. 1908, d. 1992; Guðrún Anna, f. 1911, og Þórir, f. 1913, d. 1996. Árið 1944 kvæntist Stein- grímur Jóhönnu Eggertsdótt- ur, f. í Bráræði í Innri-Akranes- hreppi. Foreldrar hennar voru hjónin Eggert Guðnason og Unnur Jónsdóttir. Jóhanna lést 12. maí 1975. Böm þeirra em: 1) Unnur, f. 18. október 1945. Fyrrv. maki: Reynir Hugason. Börn: Mímir, f. 10. maí 1972, og Gígja, f. 24. október 1973. 2) Benedikt Steinar, f. 18. ág- úst 1947. Maki: .Júlía_ Þórey Ásmundsdóttir. Börn: Ásbjörg, f. 19. mars 1970; Steingrímur, f. 16. júlí 1976, og Jóhann, f. 20. október 1977. Sonur Ás- bjargar er Björgvin Valdimars- son, f. 7. apríl 1992. 3) Björk, f. 20. apríl 1949. Hún lést 22. júní 1973. 4) Eggert, f. 21. jan- úar 1951. 5) Herdís, f. 26. mars 1953. Maki: David Gillard. Börn: Daníel, f. 22. júlí 1982 og Róbert, f. 6. júlí 1985. 6) Steinunn, f. 24. apríl 1961. Maki: Bergsveinn Þór Gylfa- son. Börn: Gylfi Þór, f. 19. sept- ember 1984 og Guðrún Lára, í dag kveðjum við kæran vin og fyrrum yfírmann okkar. Okkar fyrstu kynni af Steingrími voru í Ræktunarstöðinni í Laugardal þar sem hann var yfírverkstjóri hjá Reykjavíkurborg. Við hófum flest störf sem sumarstarfsmenn. Hjá Steingrími fengum við brennandi áhuga á að fegra umhverfí okkar og að læra garðyrkju. Okkur fannst við tilheyra Laugardalnum og var yndislegt að taka þátt í uppbygg- ingu hans. Steingrímur ól ekki að- eins upp plöntur því það eru ófáir garðyrkjufræðingarnir sem hafa útskrifast með verknám frá Rækt- unarstöðinni. f. 29. janúar 1992. 7) Dóttir Stein- gríms og Margrét- ar Ólafsdóttur frá Stóru-Ásgeirsá í V-Húnavatnssýslu er Steinunn Mar- grét, f. 2. febrúar 1942. Maki: Einar Magnússon. Börn: Margrét Lovísa, f. 25. febrúar 1963; Rúna Svandís, f. 28. júní 1964 og Magn- ús Örn, f. 10. ágúst 1965. Dóttir Margrétar Lovísu er Helga Margrét Ómarsdóttir, f. 27. mars 1997. Steingrímur ólst upp í Stóra- Ási til fimmtán ára aldurs er fjölskyldan flutti að Svartár- koti í Bárðardal og bjó þar næstu þijú árin. Steingrímur stundaði nám við Héraðsskól- ann að Laugum í Reykjadal á árunum 1934-36. Hann innrit- aðist í Garðyrkjuskólann að Reykjum í Ölfusi haustið 1939 og útskrifaðist þaðan sem garðyrkjumaður vorið 1941 í fyrsta útskriftarárgangi skól- ans. Að loknu námi frá Garð- yrkjuskólanum vann Stein- grímur sem garðyrkjumaður í Reykjavík, á Akureyri og að Ytri-Reykjum í Miðfirði. Á ár- unum 1951-60 bjó fjölskyldan í Mosfellssveit, fyrst að Úlf- arsá, en síðar í Þormóðsdal, en flutti aftur til Reykjavíkur haustið 1960. Steingrímur starfaði síðan við Ræktunar- stöð Reykjavíkurborgar í Laugardal og veitti henni for- stöðu til 1986. Steingrímur var um tíma formaður Félags garðyrkjumanna. Hann vann ötullega að málefnum félags- ins, m.a. að baráttunni fyrir lögfestingu garðyrkjunnar sem iðngreinar. Útför Steingríms fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Mikil glaðværð og góður starfs- andi ríkti ætíð í dalnum. Steingrím- ur var léttur í lund og sífellt að gantast. Hann var ungur í anda og kynslóðabil var ekki til í hans huga. Steingrímur var grannvaxinn og léttur á sér. Við gleymum því seint þegar Steingrímur hóf daginn með morgunleikfimi í gróðurhúsunum. Hann hoppaði upp í rörin og þar hékk hann dágóða stund. Við reyndum að leika þetta eftir en hann hafði ávallt vinninginn. Á sumrin var hann á harðahlaupum um stöðina. Sumarvinnustrákarnir reyndu að hafa við honum en það reyndist þeim erfitt. Stundum stytti + RAGNHEIÐUR EIRÍKSDÓTTIR frá Valadal, Skagafirði, verður jarðsungin frá Glaumbæjarkirkju laugar- daginn 4. október kl. 15.00. Jarðsett verður í Víðimýrarkirkjugarði. Þeim, sem vilja minnast hinnar látnu, er bent á félag aðstandenda Alzheimersjúklinga, sími 587 8388. Gissur Jónsson, Valdís Gissurardóttir, Jón Gissurarson, Friðrik Gissurarson, Kristján Gissurarson, Stefán Gissurarson, Þórarinn Marteinn Friðjónsson, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. hann sér leið og þótti ekki mikið til koma þótt hann stykki yfir nokkrar skjólgrindur. Á hveiju sumri var farið í ferða- lag og lét Steingrímur sig ekki vanta í þessar ferðir. Sérstaklega minnumst við ferðanna í Þórsmörk um Jónsmessuna. Ef við af einhveij- um ástæðum hættum störfum, t.d. vegna barneigna eða skólagöngu, þá sóttum við alltaf aftur í dalinn okkar. Steingrímur tók þá á móti okkur með bros á vör og var vanur að segja: „Þangað leitar klárinn sem hann er kvaldastur". Steingrímur var ekki aðeins yfir- maður okkar heldur einnig góður félagi og fylgdist ævinlega með högum okkar. Þótt hann væri hætt- ur störfum, sökum aldurs, kom hann reglulega í heimsókn og fékk nýjustu fréttimar úr dalnum. Við söknum Steingríms, en gleðjumst jafnframt yfir ljúfum minningum um góðan mann sem var leiðbein- andi jafnt í leik sem starfi. Fjöl- skyldu hans sendum við okkar inni- legustu samúðarkveðju. Blessuð sé minning hans. Lilja Stefánsdóttir, Guðbjörg Garðarsdóttir, Helga Steinþórsdóttir, Svanhvít Konráðsdóttir, Jón Kr. Arnarson, Sigríður Garðarsdóttir. Haustið er komið, blóm og tré mæta vetri og falla til moldarinnar svo hún fái að haldast áfram fijó- söm og gjöful fyrir afkomendur okkar og haustið er á sinn hátt fögur árstíð þakin fölnandi laufi og visnandi blómum. Við Steingrímur Benediktsson höfum alla tíð átt samleið í því að taka þátt í þeirri fegurð sem birtist okkur á haustin í litadýrð náttúrunnar. Frá upphafi stéttar garðyrkjumanna staðið í fararbroddi stéttarfélags garð- yrkjumanna og barist fyrir jafnrétti og bræðralagi og alla tíð fylgt þeirri reglu að semja um kaup og kjör á einni dagstund, án átaka, af full- komnum skilningi garðyrkjubænda, vitandi það að réttsýnin yrði að sitja i fyrirrúmi, svo börnin okkar fengju sína næringu í tæka tíð, til að ná sínum þroska. Hjá okkar stétt hefur aldrei ríkt annað en fullkominn skilningur á mikilvægi lífsins. Við- semjendur hafa verið sama sinnis, það hefur aldrei komið til átaka. Hálfrar aldar saga stéttarfélags okkar kom út á þessu ári og er fróðleg fyrir aðrar stéttir launafólks og vinnuveitendur. Sú saga var skrifuð ekki sist fyrir baráttu Stein- gríms, en hefur hvergi verið getið svo ég viti en ætti þó sannarleg erindi til margra sem standa fyrir launabaráttu í atvinnulífinu. Hún er ekki pólitísk saga í venjulegum skilningi, en vel skrifuð af ungum sagnfræðingi, Sigríði Þorgrímsdótt- ur. Síðan við Steingrímur hættum störfum fyrir aldurssakir höfðum við nær daglegt samband og höfð- um margt saman að spjalla. Hann var duglegri en ég að heimsækja sinn gamla vinnustað og fylgjast þar með frá degi til dags og eftir- maður hans tók hann sér mjög til fyrirmyndar, en fluttist nokkru síð- ar austur á land og sáir nú og fóstr- ar upp gróður fyrir Landgræðslu- skóga. Eg sit mest heima og fer lítið, en enginn hefur verið tryggari að sækja mig heim, enda hef ég ekki kynnst trgyglyndari manni. Síðast er hann kom til mín var hann hress og kátur sem fyrr og haustið var farið að setja svip sinn á gróðurinn. Við vorum báðar orðnir einsetukarl- ar. Hann fór allra sinna ferða, ók á bíl sínum hvert sem var, meðan dagsbirtu naut og var sjaldan heima til að svara í síma. Ég vissi þó jafn- an ef hann var í ferðalögum til barna sinna erlendis, en flesta daga með börnum sínum og barnabörn- um, sem enn búa hér á landi. Oft dvaldist hann hjá þeim einn eða fleiri daga og ég vissi ekki þegar hann veiktist og lagðist inn á sjúkrahús. Hann var lengi búinn að segja mér frá óþægindum af andþyngslum og seinast er hann kom til mín fyrir réttum mánuði sagði hann með sinni venjulegu gamansemi. „Það fer nú að líða að lokum hjá okkur. Bráðum verður kastað á okkur rekunum." Og ég svaraði í sömu tóntegund og veifaði stafnum mínum. „Moldin mun taka vel á móti okkur, það getum við bókað.“ Nú er hann farinn, en ég sit eft- ir. Samferð okkar var löng og góð. Ég mun sakna hans. Hann mun fá sína löngu hvíld hjá konu sinni og dóttur, sem hann unni svo lengi og innilega. Öll trén sem hann sáði til og fóstraði upp og hlúði að munu verða verðugur minnisvarði um hann næstu áratugina og það munu fleiri en ég sakna hans, ekki síst börnin hans og barnabörnin, sem hann bar svo mjög fyrir bijósti alla tíð. Blessuð veri minning hans. Hafliði Jónsson, fyrrv. garðyrkjustjóri. Elsku afi á Langó! Það er sárt að þurfa að kveðja þig í dag. Ein- hvern veginn héldum við að þín stund myndi ekki renna upp nærri strax. Þú varst alltaf svo hraustur og fullur orku, að þegar þú veiktist trúði ekkert okkar að þau veikindi ættu eftir að verða þér að aldurtila á svo skömmum tíma. Þú varst með annan fótinn á heimili okkar síðast- liðin ár. Við höfum því fengið að kynnast þér betur en ella hefði orð- ið. Þó er eins og við höfum ekki þekkt þig eins og við vildum. Um líf þitt áður en þú giftist og stofnað- ir fjölskyldu vitum við lítið. Þú minntist aldrei á þennan tíma að fyrra bragði og tíminn virtist nægur til að fræðast um það síðar. Nú er tíminn á þrotum og við erum litlu fróðari. Minningarnar hellast yfir en það er erfitt að koma þeim í orð. Við eigum eftir að sakna þess að sjá þig koma valhoppandi niður stigann á laugardagsmorgnum. Karpið á milli þín, pabba og Hilmars frænda við laufabrauðsskurðinn yfir því hver ætti fallegustu kökurnar er einnig eftirminnilegt. Ferðirnar í kirkjugarðinn á aðfangadags- morgnum verða heldur ekki samar. Elsku afi við þökkum þér allar samverustundirnar. Dýpsta sæla og sorgin þunga svífa hljóðlaust yfir storð. Þeirra mál ei talar tunga, tárin eru beggja orð. (Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum.) Jóhann, Steingrímur og Ásbjörg. í dag er kvaddur hinstu kveðju góður vinur, Steingrímur Bene- diktsson. Manni verður ætíð tregt tungu að hræra þegar náinn ætt- ingi eða vinur hverfur á braut, en þá er samt margs að minnast þegar leiðir hafa legið saman um langt árabil. Steingrímur var kvæntur Jóhönnu Eggertsdóttur föðursystur minni sem látin er fyrir nokkrum árum. Jóhanna var tíður gestur á heimili foreldra minna, og kom ætíð færandi hendi með gjafír til litla frænda. Ég gleymi aldrei stóra rauða vörubílnum sem hægt var að sturta. Það var því ekki furða þótt mér þætti nokkuð hart þegar þessi maður kom og tók hana uppáhalds frænku mína frá mér og átti ég í vanda með að fyrirgefa honum það. En álit mitt á Steingrími átti eftir að breytast þegar kynni okkar urðu meiri, og á fullorðinsárum held ég að ég hafi ekki átt betri vin og fé- laga en hann. Þær voru ófáar veiði- ferðirnar sem við fórum saman, bæði til silungs og laxveiða. Þær stundir með Steingrími eru ómetan- legar. Sömuleiðis allar þær stundir sem við áttum saman í hádeginu á heimili hans, en það var nánast fastur liður að við Benni hittumst og drykkjum kaffí í hádeginu hjá pabba hans. Þá var margt spjallað, veiðiferðir ræddar, bæði farnar og ófarnar. Fyrir þessar stundir er ég þakklátur. Þær gáfu mér mikið og ég lærði að þekkja ijúflinginn á Langholtsveginum. Hjá honum var glettnin og gáskinn aldrei langt undan. En nú er þessi góði vinur horfinn á braut, en minningin um einhvern besta félaga sem ég hef eignast, lifir. Ég vil votta öllum ættingjum og vinum mína innilegustu samúð, og bið góðan guð að styrkja þau í sorg þeirra. Guð blessi ykkur öll. Sigurbjarni Guðnason. Veistu ef þú vin átt þann er þú vel trúir og vilt af honum gott geta. Geði skaltu við hann blanda og gjöfum skipta fara að fínna oft. (Úr Hávamálum.) Frá því ég man fyrst eftir mér, barn að Dallandi í Mosfellssveit, hefur líf Steingríms, konu hans, Jóhönnu, og barna þeirra verið sam- ofið mínu lífi og fjölskyldu minnar. Til þessara vináttubanda var stofn- að á sjötta áratugnum þegar Stein- grímur og Jóhanna, með börnin sín, þá fimm að tölu, bjuggu í Þor- móðsdal, skammt frá Dallandi, þar sem foreldrar mínir byggðu sitt bú á þessum tíma. í huga mínum geymi ég myndir frá bernskudögun- um á Dallandi. Ein mynd er öðrum dýrmætari. Hún er af mér, foreldr- um mínum, Steingrími og Jóhönnu í rófugarðinum sem þau ræktuðu saman á Dallandi. Fullorðna fólkið önnum kafið við að taka upp rófur, ég u.þ.b. 4ra ára að bókfæra í litla stílabók hveija einustu rófu sem upp úr garðinum kemur. Það ríkir glaðværð. Ótal bjartar minningar um Steingrím og Jóhönnu, þá mannkostakonu sem féll frá fyrir rúmum tveimur áratugum, hef ég síðan eignast. Þær eru fjársjóður. Oft heimsóttum við fjölskylduna síðar á Laugateig og enn síðar Langholtsveg. Þá var meira um heimsóknir án tilefnis en nú er. Fersk er minningin um þann dag er bíllinn kom til sögunnar hjá fjöl- skyldunni á Langholtsvegi. Þau komu til okkar í Lágholtið um kvöldið, Bjökka við stýrið. Allir brosandi út að eyrum. Seinna komu þau vestur þangað sem foreldrar mínir fluttust og dvöldu nokkra daga. Þá var hlegið og spilað. Enn síðar, eftir að Björk og Jóhanna voru báðar fallnar frá, kom Stein- grímur einn vestur á eigin bíl, ný- kominn með ökuréttindi. Flestum að óvörum, held ég, dreif Steingrím- ur sig í bílpróf svo seint á ævinni. Löngu síðar kom Steingrímur á hveiju föstudagskvöldi til mín og Hjalta sonar míns vestur í bæ fær- andi okkur grænan poka með tyggjói og ópali. „Ég kom með viku- skammtinn," sagði hann, þáði kaffí- bolla, snerist á hæli, var horfinn á braut. Fínlegur, kvikur og gáska- fullur eins og endranær. Steingrímur var glettinn, hrein- skiptinn og hvassyrtur ef því var að skipta. Hann virtist stundum viðkvæmur en gafst aldrei upp. Ég átti þess kost að vinna sumarpart í Laugardalnum undir handleiðslu Steingríms. Þar kynntist ég hvernig ofangreindir eiginleikar hans sem garðyrkjumanns og yfirmanns nutu sín. Ungt fólk sóttist eftir nærveru hans enda umbar Steingrímur flesta og virti. Síðustu árin hefur Stein- grímur verið tíður gestur á heimili móður minnar í Mosfellsbænum. Mér fínnst lífshlaup vinar okkar, Steingríms, hafa einkennst af alúð og virðingu fyrir öllu sem lifir. Hann ræktaði jafnt sinn garð sem ann- arra. Nú er farsælli lífsgöngu lokið eftir stutta en erfíða sjúkralegu. Við systkinin frá Dallandi, móðir mín, Björg, og fjölskylda mín öll, þökkum áratuga dygga samfylgd og vottum aðstandendum og vinum samúð. Fornvinur er kvaddur með sökn- uði. Þórhildur Pétursdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.