Morgunblaðið - 03.10.1997, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.10.1997, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 1997 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar Spáir minni hagnaði á þessu og næsta ári ÚTLIT er fyrir að hagnaður fyrir- tækja _sem skráð eru á Verðbréfa- þingi íslands muni minnka á þessu ári og því næsta, samkvæmt áætl- unum Þjóðhagsstofnunar. Hlutfall hagnaðar fyrirtækjanna af tekjum var u.þ.b. 3% á árinu 1996, en er áætlað 2,7% 1997 og 2,5% 1998. Þetta kom fram í máli Þórðar Friðjónssonar, forstjóra Þjóðhags- stofnunar á haustfundi íslandsbanka í gær. Þar kom fram að hagnaður hefði dregist saman á árinu 1996 í öllum greinum að undanskildum þjónustugreinum, en bankar, spari- sjóðir og tryggingastarfsemi hefðu þá haldið uppi hagnaðinum í at- vinnulífinu. Hann benti á að þótt dregið hefði aðeins úr hagnaði væri hann nokkuð mikill þegar litið væri til atvinnulífsins í heild. „Það geta einnig verið tímabundnar skýringar á þessu af ýmsu tagi. En það sem mestu máli skiptir er einfaldlega það að eftir því sem líður á hagsveifluna fer kostnaður gjarnan að taka meira við sér. Sérstaklega hafa laun verið að hækka verulega en samningar hafa verið gerðir um verulegar kjarabætur sem að sjálfsögðu hljóta að endurspeglast að einhveiju leyti í afkomu fyrirtækja. Með kjara- samningunum sem gerðir voru fyrr á þessu ári þá fela þeir í sér 5-6% launahækkun að meðaltali á ári á samningstímanum. Þetta er 2-3% meiri hækkun heldur en að jafnaði í helstu viðskiptalöndum." Þá vék Þórður að vaxtaþróun og benti á að vextir þriggja mánaða víxla hér væru tæplega 7% um þess- ar mundir, en í Bretlandi eru vextirn- ir hærri eða 7,1-7,2%. „Það er að sjálfsögðu engin tilviljun að vaxta- stigið er svipað hér og í Bretlandi um þessar mundir. Það stafar ein- faldlega af því að efnahagsástandið er að mörgu leyti svipað. Breskt efnahagslíf er talið við þenslumörk eins og flestir telja að íslenskt efna- hagslíf sé og þess vegna sé nauðsyn- legt að halda aftur af þensluhætt- unni með háum vöxtum." Um framhaldið sagði Þórður ljóst að vextirnir á næstu mánuðum og misserum kæmu til með að ráðast mjög af efnahagsþróuninni, vænt- ingum, og verðlagsþróun. Ef efna- hagslífið sýndi áfram þessi þenslu- einkenni sem mætti greina á ýmsum sviðum þá væri ekki líklegt að það yrði umtalsverð lækkun á skamm- tímavöxtum á næstunni. Ef hins vegar kæmu fram einhver merki um að dregið hefði úr þenslu gætu auð- vitað skapast forsendur til lækkunar vaxta. Vextir á langtímamarkaði eru til- tölulega háir hér á landi í saman- burði við önnur lönd eða t.d. 1-1,5% hærri hér en í Bretlandi. Sagðist Þórður telja töluvert líklegt að til- hneiging væri til lækkunar lang- tímavaxta nema þensla ágerðist verulega. FJARSKIPTASAMRUNI Samruni bandarísku fjarskiptafyrirtækjanna WorldCom og MCI Corp gæti orðið sá mesti í sögu bandarískra fyrirtækja. WorldCom gerði óbeðið 30 milljarða dollara tilboð í MCI og bauð þannig betur en breska fjarskiptafyrirtækið BT, sem hafði boðið 17 milljarða. MCÍ W^RLD COIii Heimild: Fortune BT ællaði að koma á lót alþjóðabandalagi, f~yiy~' Concert. ásamt MCI * . og Telefonica á Spáni. TÍU MESTU RISARNIR Staða eftirsamruna Tekjur' Miiijónir dollara Nippon Tel & Tel Japan 78.321 AT&T Bandaríkjunum 74.525 IRI Itallu 49.056 Deutsche Telekom Þýskalandi 41.911 France Telecom Frakktandi 29.564 BT Bretlandi 23.695 MCI/ WorldCom Bandarikjunum 22.979 GTE Bandarikjunum 21.339 Bellsouth Bandarikjunum 19.040 L.M. Ericsson Sviþjóð 18.767 ‘Tölur frá 1996 REUTERS D * Utboð Húsnæðis- bréfa rifið út Morgunblaðið/Árni Sæberg Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar skýrði efnahagsástandið fyrir fundargestum á haust- fundi íslandsbanka í gær. ÚTBOÐ Húsnæðisstofnunar á hús- næðisbréfum, sem var í umsjá ís- landsbanka, kláraðist samdægurs á miðvikudag. Alls var um að ræða 1 milijarð króna að nafnvirði og var söluvirði bréfanna 1,1 milljarð- ur króna. Ávöxtunarkrafa bréf- anna var 5,22% í flokki skulda- bréfa til 24 ára og 5,01% i fiokki bréfa til 42 ára. Kristján Arason hjá íslands- banka segir að útboðið hafi gengið framar öllum vonum. Hann segir greinilegt að mikill áhugi sé meðal fjárfesta á lengri bréfum. „Lang- tímavextir hafa verið á niðurleið og því hafa menn verið að tryggja sér góða ávöxtun í lengri bréfum. Þá hefur lítið verið gefið út af ríkis- tryggðum bréfum að undanförnu." Davíð Björnsson hjá Landsbréf- Spá um lakari afkomu sjávarútvegsfyrirtækja veldur skjálfta á hlutabréfamarkaði Reiknað með allt að 15% lækkun hlutabréfa HORFUR eru á umtalsverðum lækkunum á gengi hlutabréfa í sjávarútvegsfyrirtækjum á næstu mánuðum verði afkoma greinarinn- ar í takt við áætlun Þjóðhagsstofn- unar fyrir þetta ár. Þeir verðbréfa- miðlarar sem Morgunblaðið ræddi við telja að að lækkanir geti numið allt að 10-15%. Eins og fram kom í fréttum í síðustu viku í tengslum við aðalfund Samtaka fiskvinnslustöðva er gert ráð fyrir því að hagnaður af rekstri sjávarútvegsfyrirtækja verði 1,2% af veltu á þessu ári. Þetta yrði hlut- fallslega aðeins lakari afkoma en í fyrra er hagnaður fyrirtækjanna nam 2,2% og mun lakari en árið 1995, er hagnaður fyrirtækjanna nam 4,5% af veltu. „Markaðurinn fór langt fram úr sjálfum sér“ Gengi hlutabréfa í sjávarútvegs- fyrirtækjum sem skráð eru á Verð- bréfaþingi íslands hefur og farið lækkandi í þessari viku í kjölfar þessara fregna. Hefur hlutabréfa- vísitala sjávarútvegs lækkað um 1% frá því á föstudag og er þá tekin með 0,8% hækkun sem varð á vísi- tölunni í gær vegna 3,7% hækkunar á gengi hlutabréfa í Haraldi Böðv- arssyni, í nokkuð litlum viðskiptum. Hlutabréfavísitala sjávarútvegs hækkaði verulega framan af þessu ári, eða sem nemur tæpum 50% frá ársbyijun til aprílloka. Fyrri part sumars lækkaði vísitalan allnokkuð eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Eftir að milliuppgjör tóku að berast lækkaði gengi sjávarút- vegsfyrirtækja enn frekar, enda ollu milliuppgjör flestra þeirra nokkrum vonbrigðum. Þrátt fyrir þessar lækkanir er vísitala sjávarút- vegs enn um 12% hærri nú en um síðustu áramót. Þá hafa einnig orð- ið nokkrar lækkanir á gengi sjávar- útvegsfyrirtækja sem hafa auð- kenni á Opna tilboðsmarkaðnum að undanfömu. „Markaðurinn fór einfaldlega langt langt fram úr sjálfum sér og því held ég að við eigum enn eftir að sjá frekari lækkanir og þá kannski sérstaklega í sjávarútvegi," sagði einn viðmælandi á verðbréfa- markaði. Lækkanir á síðari hluta ársins ekki nógu miklar Viðmælendum blaðsins bar sam- an um að útlitið væri nokkuð dökkt hvað gengi hlutabréfa í sjávarút- vegsfyrirtækjum varðaði. Milliupp- gjör hefðu í flestum tilfellum valdið vonbrigðum og virtist áætlun Þjóð- hagsstofnunar ennfremur benda til þess að afkoman á árinu í heild yrði lakari en í fyrra. Sögðust þeir því allt eins reikna með allt að 15% lækkun á hlutabréfum þessara fyr- irtækja á næstu mánuðum. „Lækkunin á síðari hluta ársins hefur ekki náð að vega upp hækk- anirnar á fyrri hluta þess. Ef við erum að horfa á umtalsvert lakari afkomu á þessu ári en 1996 sé ég það ekki öðruvísi en sem vísbend- ingu um frekari lækkanir,“ sagði einn viðmælenda blaðsins. um segir mjög lítið úrval af bréfum vera á markaðnum um þessar mundir. Til að mynda vanti alveg ný skuldabréfaútboð fyrirtækja inn á markaðinn. Hann segir þetta því vera góðan tíma fyrir ný útboð. Athugasemd vegna verð- könnunar MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Sam- tökum verslunarinnar - FÍS: „Samtök verslunarinnar - FÍS harma þau mistök sem orðið hafa við birtingu verðkönnunar um vöru- verð í Reykjavík og nokkrum Evr- ópuborgum, og birtust í Morgun- blaðinu þriðjudaginn 9. október sl., en síðdegis þennan sama dag voru niðurstöðurnar kynntar á blaða- mannafundi. Fréttin í Morgunblaðinu byggðist á vinnuskjali sem ekki var fullbúið til birtingar. Nauðsynlegar leiðrétt- ingar á þessum texta voru hins vegar kynntar á blaðamannafund- inum. Við úrvinnslu þessara gagna kom fljótlega í Ijós að upplýsingar um verð á íþróttaskóm af Nike-gerð voru rangar. Ástæðan er sú að ekki er verið að bera saman sömu vöru- tegund eða vörunúmer eins og upp- lýst var á blaðamannafundinum. Þá hefur komið í ljós að þessa til- teknu skótegund megi fá í verslun við Laugaveg fyrir um 7.900 kr. sem er lægra verð en í þeim borgum sem könnunin náði til. Samtökin harma því að þessar röngu upplýsingar bárust til fjöl- miðla og þeim misskilningi sem þær hafa valdið. Niðurstaða umræddrar könnunar stendur óbreytt, þ.e. að vöruverð í Reykjavík er hagstæðara fyrir íslenska neytendur en nokkru sinni fyrr. Þetta á við um þær fjöl- mörgu vörutegundir sem könnunin náði til og þá einnig til íþrótta- fatnaðar. Þessi árangur hefur orðið þrátt fyrir það að virðisaukaskattur er hærri hér á landi en í London og Dublin. Verðkönnunin staðfestir einnig nauðsyn þess að ytri tollar vegna innflutnings á vörum frá löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins verði felldir niður eins og Samtök verslunarinnar og Félag stórkaup- manna hafa margsinnis bent á. Háir ytir tollar þjóna þeim eina til- gangi að vernda verslanir ná- grannalandanna sem sumar hveijar eru m.a.s. famar að auglýsa í fjöl- miðlum á íslandi."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.