Morgunblaðið - 03.10.1997, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 03.10.1997, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 1997 1E FRÉTTIR Benedikt Sveinsson hættir í bæj- armálum BENEDIKT Sveinsson, bæj- arfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ, tilkynnti á full- trúaráðsfundi Sjálfstæðisfé- laganna í Garðabæ að hann hygðist hætta þátttöku í bæj- armálapólitíkinni. Hann ætlar ekki að gefa kost á sér í næstu bæjarstjórnarkosningum. Benedikt hefur verið aðal- maður í bæjarstjórn í þrjú kjörtímabil og 1. varamaður eitt kjörtímabil. Þá sat hann í skólanefnd áður en hann varð varabæjarfulltrúi. Hann var formaður í Sjálfstæðisfélaginu í byi-jun áttunda áratugarins og hefur því starfað fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Garðabæ í um 25 ár. Nauðsyn að endurnýja „Sjálfstæðisflokkurinn hef- ur haft meirihluta í Garðabæ allt frá því farið var að kjósa pólitískt. Eg lít svo á að það verði að endurnýja alltaf öðru hvoru í bæjarfulltrúahópi flokksins. Mér finnst kominn tími til núna að ég hvíli mig. Þegar sami flokkurinn er svo lengi við völd verður endur- nýjunin að koma innan flokks- ins,“ sagði Benedikt. Hann kvaðst ekki hafa hug- leitt það hvort hann tæki þátt í stjórnmálum á vettvangi landsmálanna. Hann sagði þó að það höfðaði ekki til sín. „Eg hef haft gaman af því að vera í bæjarmálunum og von- andi hef ég gert eitthvert gagn,“ sagði Benedikt. Sýknaður af manndrápsákæru HÉRAÐSDÓMUR Vesturlands hefur sýknað' 51 árs Akurnesing sem ákærður var fyrir manndráp af gáleysi með því að valda umferð- arslysi á Vesturlandsvegi undir Hafnarfjalli þar sem 28 ára gömul kona á leið yfir þjóðveg frá kyrr- stæðum áætlunarbíl beið bana í september á síðasta ári. Akæruvaldið taldi að maðurinn hefði valdið slysinu, sem varð í rökkri og hvössu skúraveðri, með því að aka of hratt miðað við að- stæður í átt að kyrrstæðri rútunni. Konan hélt á 11 mánaða barni sínu þegar hún varð fyrir bílnum og beið hún bana samstundis en í dóminum kemur ekki fram um áverka barnsins. Ökumaðurinn var sóttur til saka og þess krafist að hann yrði dæmd- ur til refsingar. Héraðsdómur sýknaði manninn og segir í dóminum að þótt sannað þyki að ökumaðurínn hafi ekið hraðar en eðlilegt var fram úr bif- reið skömmu áður verði ekkert fúllyrt um hraða bifreiðar hans þegar slysið vai-ð. Hemlafór fund- ust ekki á vettvangi. Því var byggt á frásögn mannsins um að hann hefði dregið eitthvað úr hraðanum þegar hann nálgaðist rútuna. Þá segir að ökumaðurinn hafi verið kunnugur staðháttum og rút- Morgunblaðið/Ásdís Eitt tekur - við af öðru VIÐ höfnina fellur mönn- um sjaldnast verk úr hendi, enda ávallt nóg að gera. Um leið og einu verkinu er lokið tekur annað við og gefist stund milli stríða má alltaf nýta tímann til að dytta að ein- hverju smálegu. an hafi verið kyrrstæð í vegarkanti nokkuð fjarri afleggjara. Ösannað sé að á rútunni hafi logað viðvörun- arljós. Helst verði dregin sú álykt- un að konan hafi skyndilega gengið út á veginn aftan við rútuna. Öku- manninum hafí því verið ómögu- legt að sjá til ferða hennar fyrr en örfáum andartökum áður en slysið vai-ð „og verður því ekki séð að ákærði hefði með eðlilegum akstri getað komist hjá slysinu," segir í niðurstöðum Hei’varar Þorvalds- dóttur héraðsdómara. TIL HAMÍN6JU MEfi TOVUTUNA. ÖMAR ö VINNINGASKRA NÚ ER S PURNINblN f ÞESSARI VIKUVAHH FRIÐRiK BORGARFERÐ FVRIR TVÖ. BORGARFERÐIR VERÖA DREGNAR ÚT VIKULEGA. ÚHVAL-ÚTSÝN €or í október byrjum við með nýjan pott sem fjöldi glæsitegra vinninga verður dregin úr vikulega. Ef þú færð ekki vinning á þrennuna þína, skaltu merkja hana og setja í pottinn. Þú gætir unnið Toyota Corolla. More tölvu. utanlandsferð, hljómflutningstæki, fjallahjól eða EINFALDLEGA MILUÓN. Morgunblaðið birtir nöfn vinningshafa á hverjum föstudegi. ____fy HASKOLAbTÖ TOYOTA COROLLA Ómar Örn Smíth. Iðalind 6,200 Kópavogi BORGARFERÐ MEÐ ÚRVALI-ÚTSÝN Friðrík Vestmann. Bylgjubyggð 67.625 Ólafsfirði BÍÓMIÐAR - FYRIR TVO Páll Guðlaugsson, Brekku. 410 Tálknafirði Oddný M. Waage. Skipasundi 37.104 Reykjavík Agnar Þ. Guðmundsson. Nesbala 34.170 Settjamanesi Guðmundur Vignir Hauksson. Reykjavikurvegi 48.101 Reykjavik Hafdis Odda Ingólfsdóttir. Bæjargili 24.210 Garðabæ fvar Arash Radmanesh. Hjaltabraut 13.220 Hafnarfirði Þorsteinn Gunnlaugsson. Breiðvangi 2.220 Hafnarfirði Póra R. Kristjánsdóttir. Hólavöllum 16.240 Grindavik Hatldóra Guðmundsdóttir. Orrahólum 7.111 Reykjavfk Kristin Sigurðardóttir. Heiðvangi 34.220 Hafnafirði HVER FIER HINA!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.