Morgunblaðið - 03.10.1997, Síða 14
14 FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 1997
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ
Drög að ályktun um framtíð sjúkra-
húsa á landsbyggðinni á þingi AN
Stjómvöld átalin
fyrir niðurskurð
ÞING Alþýðusambands Norðurlands,
hið 25. í röðinni, verður sett á Illuga-
stöðum í Fnjóskadal í dag og lýkur
á morgun, laugardag. Staða og fram-
tíð sjúkrahúsa og heilsugæslu á Norð-
urlandi er á meðal þeirra mála sem
verða til umræðu á þinginu. Einnig
má búast við að töluverð umræða
fari fram um atvinnuleysistryggingar
og vinnumiðlanir.
í drögum að ályktun um framtíð
sjúkrahúsa á landsbyggðinni eru
stjómvöld átalin harðlega fyrir boð-
aðan niðurskurð á fjárveitingum til
sjúkrahúsa á landsbyggðinni. Bent er
á að niðurskurðurinn byggist á því
að dregið verði verulega úr starfsemi
héraðssjúkrahúsa og sérfræðiþjónusta
verði færð í auknum mæli til Reykja-
víkur.
Hefur áhrif á afkomu launafólks
Þá segir í drögunum, að falli
stjórnvöld ekki frá þessum hug-
myndum sé hætt við að starfsemi
sjúkrahúsa á Norðurlandi lamist á
næstu árum með ófyrirséðum afleið-
ingum. Ein aðalforsendan fyrir
byggð sé öflug og góð heilbrigðis-
þjónusta og því muni íbúar á Norður-
landi ekki sætta sig við að búa við
falskt öryggi í heilbrigðismálum.
Einnig er bent á að samdráttur í
heilbrigðisþjónustu í hinum dreifðu
byggðum landsins muni hafa veruleg
áhrif á afkomu launafólks sem í
auknum mæli kemur til með að þurfa
sækja þjónustu til Reykjavíkur. í
umræðunni um niðurskurð á fjár-
framlögum til sjúkrahúsa á lands-
byggðinni hafi embættismenn ekki
nefnt þann mikla kostnað sem fylgir
því fyrir landsbyggðarfólk að sækja
heilbrigðisþjónustu fjarri heima-
byggð, ekki síst fyrir láglaunafólk.
Efling grunnmenntunar
meginverkefni
í drögum að ályktun um mennta-,
atvinnu- og kjaramál segir m.a. að
meginverkefni næstu ára í atvinnu-
málum verkafólks sé efling grunn-
menntunar og stöðugrar starfs-
menntunar. Bætt menntun sé grund-
völlur aðlögunar að örum breytingum
á vinnumarkaði. Móta verði heild-
stæða atvinnustefnu í samráði við
samtök atvinnulífsins og grunnmótun
hennar eigi að vera að tiyggja at-
vinnu fyrir alla.
„VIÐ erum öll 6 ára í dag,“
sagði Sigurgeir Halldórsson, en
hann og skólasystkin hans,
Hilma Yr Davíðsdóttir og Oli
Dagur Valtýsson sem hófu nám
í 1. bekk í Brekkuskóla fyrr í
haust áttu afmæli í gær, 2.
október. „Við fæddumst öll
sama dag,“ bætti Hilma við.
Þegar Hilma, Sigurgeir og
Óli Dagur fæddust fyrir 6
árum voru systkini þeirra,
Anna Rósa Halldórsdóttir,
Kári Valtýsson og Sveinn
Þorri Davíðsson saman í 1.
bekk í skólanum sem þá hét
Barnaskóli Akureyrar. Þau
eru nú lengra komin á
menntabrautinni, byrjuðu í 7.
bekk nú í haust og orðin eða
rétt að verða 12 ára.
Strákarnir, Sigurgeir og Óli
Dagur, ætluðu að halda upp á
afmælisdaginn sinn, bjóða til
sín bekkjarfélögum og fleir-
um „og liafa dálítið mikið af
kökum.“ Hilma ætlar aftur á
móti að geyma afmælisveisl-
una þar til á morgun, laugar-
dag. „Mamma er búin að baka
svolítið og bakar kannski eitt-
hvað meira,“ sagði Hilma.
Á myndinni eru þeir Kári
og Óli Dagur lengst til vinstri,
Anna Rósa og Sigurgeir og
Sveinn Þorri og Hilma Yr.
Glerárkirkja
Barnastarfið
að hefjast
BARNASTARF í Glerárkirkju hefst
á morg-un, laugardaginn 4. október,
kl. 13, en sú breyting hefur verið
gerð að í vetur verður barnastarfið
á laugardögum í stað sunnudaga
svo sem verið hefur.
Þessi breyting á tíma barna-
starfsins er gerð til að koma til
móts við þarfir foreldra sem gjarnan
vilja taka þátt í þessu starfi með
börnum sínum. Þema bamastarfs-
ins í vetur nefnist „Undir sama
himni“ en heitið vísar til ábyrgðar
okkar gagnvart hvert öðru og því
sem Guð hefur skapað og verða
stundirnar sem fyrr litríkar gleði-
stundir og mikið sungið.
Liðsmenn að þessu sinni verða
auk prests og organista þær Berta
Bruvik, Rut Sverrisdóttir, Salóme
Garðarsdóttir og Sigurbjörg Ósk
Sigurðardóttir.
Rósasýning
í Blómavali
RÓSASÝNING verður haldin í Cafe
Turninum í Blómavali á Akureyri í
samvinnu við íslenska blómafram-
leiðendur um helgina, dagana 4. og
5. október.
Sýndar verða þær rósir sem
ræktaðar eru á Islandi allan ársins
hring, en sýningin hefur hlotið
nafnið Rómantík og ilmur. Sam-
hliða þessu gefst viðskiptavinum
kostur á að velja fegurstu rósina
1997 og líta á snyrtivörukynningar
sem haldnar verða í tengslum við
sýninguna. Fjölbreytt tilboð verða
í boði, bæði á rósum og snyrtivör-
um, í Blómavali. Opið er frá kl. 9
til 22 báða dagana.
Fj ölskyldubingó
KVENFÉLAGIÐ Baldursbrá heldur
fjölskyldubingó í safnaðarheimili
Glerárkirkju á morgun, laugardag-
inn 4. október, og hefst það kl. 15.
Vinningar verða allir mjög góðir,
m.a. ferð til Reykjavíkur fyrir tvo
með íslandsflugi. Spjaldið kostar
300 krónur og í hléi verða seldar
veitingar. Allur ágóði rennur í
minningarsjóð Júdithar Sveinsdótt-
ur.
Jónas Viðar
Sveinsson
sýnir í Kaffi
Karólínu
JÓNAS Viðar Sveinsson opnar
málverkasýningu í Kaffi Karólínu
í Grófargili á morgun, laugardag-
inn 4. október
kl. 14. Þetta er
10. einkasýn-
ing listamanns-
ins og ber hún
yfirskriftina
„Veitingar á
Karólínu".
Sýningin sam-
anstendur af 7
málverkum úr
myndröðinni
„Veitingar" og sýna þær hluta af
þeim veitingum sem Kaffi Karó-
lína bíður upp á.
Jónas tók þátt í „VAKUMA 97“
í Schloss Mandorf í Austurríki í
ágúst síðastliðnum, en það er ár-
leg samsýning listamanna frá 7
löndum sem mynda listhópinn
VAKUMA. Framundan hjá Jónasi
er einkasýning í Galleríi Fold í
Reykjavík í janúar næstkomandi
og í maí á næsta ári tekur hann
þátt í samsýningunni „VAKUMA
98“ sem verður í Mílanó á Ítalíu.
Sýning Jónasar Viðars í Kaffi
Karólínu stendur yfir í október.
Forsetaskipti hjá AN
Matthildur
tekurvið
VALDIMAR Guðmannsson, formað-
ur verkalýðsfélagsins Samstöðu í
Austur-Húnavatnssýslu og forseti
Alþýðusambands Norðurlands, mun
láta af starfi forseta við stjórnarkjör
á þingi AN á morgun.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins mun Matthildur Siguijóns-
dóttir, varaformaður Verkalýðsfé-
lagsins Einingar í Eyjafirði, taka við
starfi forseta AN. Undanfarin ár
hefur sú regla verið við lýði innan
Alþýðusambands Norðurlands að
skipta um formann á tveggja ára
fresti. Jafnframt að embættið færist
á milli manna í Þingeyjarsýslum,
Eyjafirði og Norðurlandi vestra.
Kvenfélagið Hlíf
Pennasala
KVENFÉLAGIÐ Hlíf gengst fyrir
pennasölu dagana 2. til 4. október
og verður gengið í hús og selt við
stórmarkaði.
Allur ágóði af fjáröflun kvenfé-
lagsins rennur til tækjakaupa fyrir
barnadeild Fjórðungssjúkrahússins
á Akureyri. Fyrirhugað er að halda
bingó í næsta mánuði og þá eru
Hlífarkonur að vinna jólakort úr
endurunnum pappír sem seld verða
fyrir jólin. Hlífarkonur þakka bæj-
arbúum og fyrirtækjum á Akureyri
fyrir stuðning í fjáröflun félagsins
síðasta vetur og vona að vel verði
tekið á móti sölufólki um helgina.
Messur
LAUFÁSPRESTAKALL: Guðs-
þjónusta í Svalbarðskirkju á
sunnudag, 5. október, kl. 11,
ath. breyttan tíma. Eftir messu
verður súpa og aðalsafnaðar-
fundur. Kirkjuskóli bamanna
byrjar á laugardaginn, 4. októ-
ber, kl. 11. Fermingarböm mæti
til viðtals í dag, föstudag, kl. 18.
Kirkjuskóli bamanna í
Grenivíkurkirkju byijar á laug-
ardag, 4. október, kl. 13.30.
Fermingarbörn mæti til viðtals
á laugardag kl. 14.30. Kyrrðar-
og bænastund á sunnudags-
kvöld, 5. október, kl. 21.
Morgunblaðið/Kristján
Skólasystkinin 6 ára
inn 3. oktober
Poki sem inniheldur:
100ml. fótahreinsi m/vikri
60 ml. Piparmyntu-fótakre
Þvottastykki og fótanuddt
Verð áður 1405 kr.
Tilboð 990 kr.
ki frá Indlandi.
Varasalvar
Verð áður 360 kr.
Tilboð 260 k!
Poki með:
125 ml. sturtusápu
40 gr. sápu og loofah
Verð áður 595 kr.
Tilboð 390 kr.
Amaro húsinu Hafnarstmti sími 462 7299