Morgunblaðið - 12.10.1997, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.10.1997, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Kristinn/Ómar iitliy CAí.it?'] 1 ] ' I k'; S§§ 1 1 í ';Jf| % ■ imini wmi |y^|;S Wwtt i'Wm !| ■ . 1 'yc i n i BANKARA BIÐILSBUXUM Miklar bollaleggingar eru víða í bankakerfinu um hvað taki við eftir að ríkisbönkunum hefur verið breytt í hlutafélag og Fjárfestingarbankinn hefur starfsemi. Sú skoðun á sér mikinn hljómgrunn að ekki megi þar láta staðar numið heldur hljóti næsta skref að felast í samruna banka. Kristinn Briem veltir hér fyrir sér þeim möguleikum sem eru til uppstokkunar í bankakerfinu. LÍKJA má stöðu mála í bankakerfinu um þessar mundir við ástand jarð- skorpunnar. Jarðvísinda- menn ræða gjarnan um að í henni byggist upp spenna sem geti skyndilega losnað úr læðingi með jarðhræringum. Spennan er ekki orðin mjög mikil ennþá í banka- kerfinu og vart hægt að spá því að miklar hræringar séu i þann mund að bresta á. Hins vegar eru miklar bollaleggingar víða í fjármálakerf- inu um það hver framvindan verði eftir stofnun hlutafélaga um ríkis- bankana og samruna fjárfestingar- lánasjóðanna í einn banka um ára- mótin. Margir bankamenn hafa lagst undir feld undanfarið og reynt að átta sig á því hvemig þeirra stofnun muni reiða af eftir fyrirsjáanlegar breytingar. Það má fullyrða að sú skoðun eigi sér mikinn hljómgrunn bæði innan bankakerfisins og utan þess að nú- verandi skipan mála geti ekki orðið varanleg. Fjöldi bankastofnana sé einfaldlega of mikill og kostnaður- inn af þeim alltof hár í þessu 270 þúsund manna þjóðfélagi. Alltof margt fólk vinni við að velta á milli sín alltof litlum fjárhæðum. Bent er á að samkeppnin hljóti að aukast til muna eftir að búið verði að setja á fót Fjárfestingar- banka atvinnulífsins. Þar að auki verði nú vart aukins áhuga er- lendra banka á viðskiptum við inn- lend fyrirtæki. Öll góð fyrirtæki taki lán erlendis, bæði skammtíma- lán og langtímalán. Á sama tíma séu innlán að færast frá bönkunum yfir í verðbréfasjóði og jafnvel til útlanda. Það blasir við að með samein- ingu bankastofnana mætti ná fram verulegri lækkun kostnaðar og mörg ný sóknarfæri myndu skap- ast. Bendir margt til þess að stjómvöld verði fyrr en síðar knúin til að breyta þeirri stefnumörkun sinni að takmarka sölu nýs hluta- fjár í ríkisbönkunum við 35% af heildarhlutafé og að 65% verði í eigu ríkisins næstu fjögur ár. Þeirri skoðun muni vaxa ásmegin að einkavæðingin þurfi að ganga hraðar fyrir sig því núverandi stefna gangi einfaldlega ekki upp. Tæplega 1.500 manns á hvem afgreiðslustað Ljóst er að mikið svigrúm er til hagræðingar í bankakerfinu og nægir þar að benda á að viðskipta- bankamir starfræktu samtals 131 afgreiðslustað um land allt um sl. áramót og sparisjóðimir 51 af- greiðslustað þannig að þeir voru samtals 182 talsins. Að meðaltali vom þvi 1.474 íbúar á hvem af- greiðslustað. Engum blöðum er um það að fletta að fækka mætti þess- um stöðum bæði beint eða með sameiningu banka. Aukin tækni og sjálfvirkni hefur verið að ryðja sér til rúms í þjónustu banka. Þjónusta er hafin á Netinu sem hlýtur að draga úr þörfinni fyrir hefðbundna afgreiðslustaði. Sumir viðskiptavin- ir stunda nú þegar öll sín bankavið- skipti gegnum Netið eða síma. Það þykir raunhæft markmið að innan fárra ára muni þorri viðskiptavina bankanna ekkert hafa að sækja í af- greiðslur þeirra nema ef til vill til að drekka kaffi með þjónustufull- trúa sínum einu sinni á ári. Venju- legt fjölskyldufólk fái ekki einn ein- asta reikning sendan heim til sín heldur sjái bankarnir alfarið um fjármál fjölskyldunnar. Hið viðamikla útibúanet banka og sparisjóða endurspeglast í gríð- arháum kostnaðartölum. Þannig nam heildarkostnaður við rekstur banka og sparisjóða um 12,8 millj- örðum króna á árinu 1996 og hafði hækkað að raungildi um 400 millj- ónir frá árinu á undan. Til viðbótar þurfa tekjur banka að standa undir framlögum í afskriftareikninga sem námu á síðasta ári 2,9 milljörðum. Hins vegar má segja að þróunin stefni í rétta átt þegar litið er til hlutfallslegs kostnaðar, en hlutfall rekstrargjalda af niðurstöðutölu efnahagsreiknings lækkaði úr 4,79% í 4,65% milli áranna 1995 og 1996. Frekari uppstokkun í fjármála- kerfinu yrði í samræmi við þá þró- un sem á sér stað í bankaheiminum erlendis. David Clark, kunnur bankamaður frá London, lýsti á haustfundi íslandsbanka nýlega hvemig hið alþjóðlega bankaum- hverfi hefur verið að breytast. Bankar eru nú mun arðsamari en hér áður sem fyrst og fremst má rekja til þess að verulega hefur dregið úr töpuðum útlánum undan- farin 4-5 ár. Hvarvetna hefur verið ráðist í að skera niður kostnað. „Af- koman hefur ekki batnað vegna hærri verðlagningar heldur hefur vaxtamunur þvert á móti lækkað og mun halda áfram að lækka. Þá hafa bankar verið að sameinast eða yfir- taka aðra.“ Það kom fram hjá Clark að bank- ar vildu afla sér aukinnar þekking- ar og geta boðið nýja þjónustu. Ef þeir sæju sér ekki fært að þróa nýja þjónustu sjálfir færu þeir þá leið að kaupa upp aðra banka. Loka mætti 18 útibúum með sameiningu ríkisbanka Á síðustu misserum hefur um- ræðan hérlendis um uppstokkun í bankakerfinu sérstaklega beinst að mögulegri sameiningu annarra stofnana við Búnaðarbankann. Það kom flestum gjörsamlega í opna skjöldu þegar Björgvin Vilmundar- son, bankastjóri Landsbankans, lýsti þeirri skoðun sinni á ársfundi bankans 8. mars 1996 að sameina ætti Búnaðarbankann og Lands- bankann. Þessi yfirlýsing þótti ekki síst merkileg fyrir þá sök að Björgvin hefur ekki haft sig mikið í frammi opinberlega með yfirlýs- ingum um bankamál öll þau ár sem hann hefur gegnt staifi banka- stjóra Landsbankans. „Með því næst fram sú hagræð- ing í bankakerfinu sem ítrekað hefur verið rætt um og nauðsyn- legt er að verði að raunveruleika samhliða því að til verður stór og öflugur banki sem getur sinnt þörfum einstaklinga og íslensks atvinnulífs hvar sem er á landinu," sagði Björgvin á umræddum fundi. „Það er einfaldlega stað- reynd sem blasir við að skipulag útibúa og aðalstöðva Landsbank- ans og Búnaðarbankans er með þeim hætti að ná má fram veru- legri hagræðingu með sameiningu og þar með fækkun útibúa þessara banka án þess að það skerði þá þjónustu sem veitt er. Ég tel ekki fjarri lagi að sameining ríkisvið- skiptabankanna myndi skila allt að 1 milljarði króna á ári í lægri rekstrarkostnaði miðað við núver- andi rekstrarkostnað beggja bankanna. Þar vegur þungt fækk- un útibúa og afgreiðslustaða en ætla má að loka mætti einum 18 útibúum og afgreiðslustöðum án þess að þjónusta yrði skert. Þá myndi einnig nást verulegur sparnaður með sameiningu höfuð- stöðva bankanna.“ íslandsbanki kaupi Búnaðarbankann Kristján Ragnarsson, formaður bankaráðs íslandsbanka, fjallaði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.