Morgunblaðið - 12.10.1997, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.10.1997, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT BAKSVIÐ hermanna í Líbanon setur það alltaf mark Viðhorf Israela til hersins breytast Tveir ísraelskir hermenn féllu og sex slös- uðust í árásum Hizbollah-hreyfíngarinnar í Suður-Líbanon á miðvikudag. Þótt ísrael- ar hafí skiptar skoðanir um veru ísraelskra sitt á ísraelskt þjóðfélag er hermenn falla. Sigrún Bima Bimisdóttir kynnti sér við- horf ísraela til hersins og þær breytingar sem orðið hafa þar á að undanfömu. MISHEPPNUÐ tilraun ísraelsku leyniþjón- ustunnar Mossad, til að ráða Hamasleið- togann Khaled Mashaal af dögum í Jórdaníu í lok síðasta mánaðar, setti ekki einungis ríkisstjórn Benjamins Netanyahus í vand- ræðalega aðstöðu er hún neyddist til að ganga til nauðungarsamn- inga um lausn útsendaranna held- ur raskaði trú manna á leyniþjón- ustunni. Leyniþjónustan sem á árum áður var goðsögn um óskeikulleika, hug- rekki og snilld, hefur á undanförnum árum gert hver mistökin á fætur öðrum enda tala nú margir um að goðsögn- in sé hrunin. Leyniþjónustan er hins vegar ekki eina ríkisstofnunin sem að undanfömu hefur fundið fyrir breyttu viðhorfí ísraela. Herinn er önnur slík stofnun. Hann þótti lengi vel hafínn yfír alla gagnrýni en má nú sæta ýmiskonar gagn- rýni sem áður var óþekkt. Þannig hafa á undanförnum árum verið sett á fót foreldrafélög sem krefj- ast þess að hermenn njóti ákveð- inna réttinda svo sem ákveðins lágmarks svefntíma og að utanað- komandi rannsóknir fari fram á því sem miður fer. Að aröbum og strangtrúuðum gyðingum frátöldum fara ísra- elsk ungmenni svo til undantekn- ingarlaust í herinn. Það hefur fram til þessa þótt sjálfsagt mál að allir aðrir gegni her- þjónustu og þótt hin mesta skömm að því að fara ekki. Auk þess sem litið var svo á að sá sem neitaði að gegna herþjónustu neitaði þar með að vinna að vörn- um landsins. Þótti það merki þess að eitthvað væri að viðkom- andi, léti herinn hann sleppa. Hann var því hvarvetna litinn hornauga og gat átt erfitt með að fá atvinnu, ökuréttindi og fleira. Herinn þótti lengi hafinn yfir alia gagnrýni Reuters ÍSRAELSKIR landamæraverðir munda vopn sín þar sem þeir standa vörð við gyðingabyggð í austurhluta Jerúsalem. Herþjónusta hefur fram að þessu verið talin heilög skylda ísraelskra þegna, en brestir eru komnir í hina sterku ímynd hersins. Dregur úr þjóðareiningu Það hefur því fram að þessu ekki verið einfalt mál fyrir friðar- sinna að koma sér hjá herþjón- ustu en á undanförnum árum hefur orðið mikil breyting hér á. Eining þjóðarinnar um skilyrðis- lausa herkvaðningu hefur minnk- að og þó flestum í ísrael fínnist það enn vera skylda sérhvers manns að þjóna föðurlandinu á þennan hátt þykir ekki lengur óumdeilanlegt að allir gegni her- þjónustu. Settar hafa verið fram kenn- ingar þess efnis að þessi þróun sýni að áherslur í ísraelsku þjóðfé- lagi hafí breyst, að hin hernaðar- lega viðmiðun hafi minnkað. Önn- ur skýring er hins vegar sú að fjöldi rússneskra innflytjenda, sem flutti til landsins eftir hrun Sovétríkjanna, hafí átt stóran þátt í því að breyta því viðhorfi að eitthvað hljóti að vera að þeim sem ekki gegna herþjónustu, þar sem nú búi í landinu stór hópur fólks sem ekki hefur farið í her- inn. Þá hafa menn haldið því fram að beiting hersins gegn Palestínu- mönnum frá því að uppreisn þeirra, Intifada, hófst hafí ekki einungis dregið úr þeirri virðingu sem herinn nýtur heldur einnig siðferði og styrk hermannanna. Herkvaðning kvenna endurskoðuð? Þær raddir heyrast einnig að endurskoða eigi herkvaðningu kvenna á þeirri forsendu að hún ýti undir kynjamisrétti þar sem konur gegni herþjónustu í skemmri tíma en karlar. Þær hljóti því ekki sambærilega þjálf- un og karlar og geti því ekki keppt við þá um ábyrgðarmikil störf. Þó krafan um skilyrðislausa herskyldu hafi minnkað eiga her- menn ísraelsku þjóðar- --------- innar þó enn heiðurs- sess í huga hennar. Enn eyða flest átján til tutt- ugu ára ungmenni tveimur til þremur árum í herþjónustu auk þess sem karlmenn sinna eftir það herþjónustu í allt að mánuð á ári fram til fímmtugs. Hermenn og herrekstur eru því hluti af daglegu lífi ísraelsmanna. Foreldrar skipu- leggja líf sitt með tilliti til her- kvaðningar barna sinna, eru heima til að taka á móti þeim í helgarfríum og fara ekki af landi Eining þjóðar- innar um her- skyldu hefur minnkað brott þann tíma sem þau eru í hernum ef ske kynni að þau þyrftu á foreldrum sínum að halda. Þá er hver fallinn hermaður syrgður sem bam allrar þjóðarinnar þar sem flestir kannast við þá tilfinn- ingu að eiga son eða dóttur í hern- um og deginum fyrir þjóðhátíðar- dag Israels er varið í minningu fallinna hermanna til að minnast mikilvægis þeirra fyrir sjálfstæði og tilvist ríkisins. Öflugur her lífsnauðsynlegur Á þeim fjörutíu og níu árum sem liðin eru frá stofnun ríkisins hefur sterkur her reynst ísraelum lífsnauðsyn. Auk þess sem þeir búa við stöð- ugan ótta við hryðju- verk hefur hernaður þeirra í Libanon kostað þá 37 hermenn á þessu " ári auk annarra 73 sem létust í þyrluslysi í febrúar. Þá hafa ísraelsmenn þurft að vetjast fjórum árásum nágrannaþjóða sinna frá stofnun ríkisins árið 1948 og þurfa ekki að fara lengra aftur en til stríðsins við Persaflóa árið 1991 til að minnast þeirrar tilfinningar sem því fylgir að vera í alvarlegri hættu. Mannréttindamál rædd á fundi Evrópuráðsins Tekið til hendi í til- efni leiðtogafundar <shnrtr. Mnrcmnblaðið. Strassborg. Morgunblaðið. REXHEP Meidani, forseti Albaníu, sagði á seinni degi leiðtogafundar Evrópuráðsins í Strassborg í gær, að ný hugsun gilti í stjómmálum landsins. Enn væri langt í stöðug- leika lýðræðis þar, þátttaka ráðandi afla og stjórnarandstöðu í landsmál- um þætti sjálfsögð í grónum ríkjum Evrópuráðsins, en svo hefði ekki verið í Albaníu. Forsetinn sagði að réttarríki og virðing fyrir mannréttindum fæli óhjákvæmilega í sér virðingu fyrir minnihlutahópum. í stuttri stjórn- artíð hefði hann látið hefja undir- búning nýrrar stjórnarskrár og ákveðið að stofna embætti umboðs- mánns mannréttinda í Tirana. Petar Stoyanov, forseti Búlgar- íu, sagði mikinn árangur hafa náðst í lýðræðisþróun og treyst væri á „lýðræðislegt öryggi“, sem rætt var á fyrri fundi leiðtoganna í Vín 1993 og Davíð Oddson tók upp í ræðu sinni á föstudag. Stoy- anov kvaðst hafa undirritað sátt- mála Erópuráðsins um vernd minnihlutahópa eða þjóðarbrota daginn fyrir leiðtogafundinn í Strassborg. Franjo Tudjman, for- seti Króatíu, tók líka til hendi í tilefni fundarins, Króatía fullgilti í gær fjóra sáttmála ráðsins meðal annars gegn pyntingum og um vernd minnihlutahópa. Einnig töluðu forsetar landanna fjögurra sem bíða eftir inngöngu í Evrópuráðið: Armeníu, Azerbajds- an, Bosníu-Herzegovínu og Georg- íu. Fundinum lauk með ávarpi Lion- els Jospin, forsætisráðherra Frakka; hann fagnaði samþykkt leiðtoganna á framkvæmdaáætlun sem nýtast myndi borgurum í dag- legu lífí. Nýkominn af ráðstefnu um atvinnumál, sagði hann þau vera brýnasta verkefnið og hluta af félagsmálakafla áætlunarinnar. í. L f. 1 , í I L ( I c I I \í I I íí <
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.