Morgunblaðið - 12.10.1997, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 1997 17
LISTIR
Barokktónlist íÞjóð-
minjasafninu
BAROKKTÓNLEIKAR verða í
forsal Þjóðminjasafnsins á veg-
um tónlistarhátíðarinnar Norð-
urljós 97, í kvöld, sunnudag kl.
20.30.
A efnisskrá eru verk eftir
bresk, þýsk og frönsk tónskáld
17. og 18. aldar. f tilkynningu
segir: „Sagt er að Georg
Philipp Telemann hafi samið
meira en Bach og Handel sam-
anlagt, aftur á móti hefur að-
eins ein sónata varðveist eftir
Andrew Parcham.“ Einnig
verður verk úr kvikmyndinni
„Tous les matins du monde“ eða
Allir heimsins morgnar, eftir
franska tónskáldið M. Marais.
Flytjendur eru Camilla Söd-
erberg blokkflauta, Guðrún
Óskarsdóttir semball, Snorri
Örn Snorrason teorba og Ólöf
Sesselja Óskarsdóttir víóla da
gamba.
VAKA-HELGAFELL gefur út um 70 titla
bóka á þessu ári en það er svipuð útgáfa og
síðustu ár. Halldór Laxness er áberandi á
útgáfulista forlagsins en í ár á Nóbelsskáldið
95 ára afmæli.
Vaka-Helgafell gefur út viðhafnarútgáfu
Halldórs Laxness á Brennunjálssögu en þetta
er nákvæm endurgerð útgáfu Helgafells frá
árinu 1945. Fyrir nokkru hóf forlagið að
gefa skáldsögur Halldórs Laxness út í kilju,
ekki síst til þess að þær séu aðgengilegar
skólafólki í ódýrum útgáfum. í tengslum við
það kemur út Lykilbók að fjórum skáldsögum
eftir Halldór Laxness. Þar skýra Guðrún Ing-
ólfsdóttir og Margrét Guðmundsdóttir yfir
fimm þúsund orð, orðasambönd, tilvitnanir,
persónur og kveðskap í skáldsögunum
Brekkukotsannáll, íslandsklukkan, Salka
Valka og Vefarinn mikli frá Kasmír en þær
eru nú allar komnar út í nýjum kiljuútgáfum.
í haust kemur út bók með völdum ljóðum
Halldórs Laxness með málverkum eftir ýmsa
listamenn. Listamennirnir sem eiga myndir
í bókinni eru Kristján Davíðsson, Erró, Helgi
Þorgils Friðjónsson, Kristín Gunnlaugsdóttir,
Eiríkur Smith, Magnús Kjartansson, Val-
garður Gunnarsson; Magnús Tómasson,
Gunnar Örn, Bragi Asgeirsson og Jón Axel.
Vaka-Helgafell endurútgefur nokkrar af
skáldsögum Halldórs Laxness á þessu ári og
má þar nefna Sölku Völku, Paradísarheimt,
Sjálfstætt fólk, Heimsljós í tveimur bindum
og fleiri.
Bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness
Bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness
verða afhent öðru sinni nú í haust en Vaka-
Helgafell stendur að verðlaununum í samráði
við fjölskyldu skáldsins. Ekki verður opinber-
að hver hlýtur verðlaunin í ár fyrr en við
afhendingu þeirra en þó upplýsir forlagið að
hér sé um að ræða skáldsögu þar sem kveð-
ur við nokkuð nýjan tón í íslenskum _____
bókmenntum.
Meðal útgáfubóka er fyrsta
skáldsaga Arnaldar Indriðasonar
og nefnist hún Synir duftsins.
Vaka-Helgafell gefur út tvær " "
bækur eftir Guðrúnu Helgadóttur á þessu
hausti. Sú fyrri er Englajól þar sem Brian
Pilkington gerir myndir. Siðari bók Guðrúnar
er Enn af Jóni Oddi og Jóni Bjarna og hefur
Vaka-Helgafell þar með lokið endurútgáfu
sinni á bókunum þremur um tvíburana.
Vestur í bláinn er ný bók eftir Kristínu
Steinsdóttur. Sagan er afar óvenjuleg að
sögn forlagsins. Hér segir frá 13 ára stelpu
úr nútímanum sem kynnist íslenskri jafnöldru
sinni frá síðustu öld og slæst í för með henni
vestur um haf þar sem hún kynnist lífi land-
nemanna í Kanada. Kristín hefur um árabil
kynnt sér vesturferðir íslendinga og ferðast
um á slóðum landnemanna.
Laxness o g
Roddy Doyle
Halldór
Laxness
Roddy
Doyle
Kristín
Steinsdóttir
Pétur
Sigurgeirsson
Tvær bækur
eftir Guðrúnu
Heigadóttur
Töfradalurinn nefnist ný bók eftir Elías
Snæland Jónsson, saga úr veröld ævintýr-
anna um krakka sem eiga í höggi við sjálfa
bókanomina!
Á liðnu vori kom út hjá Vöku-Helgafelli
sagan Margt býr í myrkrinu eftir Þorgrím
Þráinsson en fyrir hana hlaut hann íslensku
barnabókaverðlaunin.
Endurminningar biskups
Líf og trú nefnast endurminningar og
hugleiðingar Péturs Sigurgeirssonar biskups.
________ Hér lítur Pétur yfir farinn veg.
í fyrra gaf Vaka-Helgafell út
bókina Siglfirskar þjóðsögur og
sagnir sem Þ. Ragnar Jónasson tók
saman. Fyrír þá bók hlaut höfund-
” urinn menningarverðlaun Siglu-
fjarðar. Nú gefur forlagið út nýja bók eftir
Ragnar, Siglfirska söguþætti. Fyrir tveimur
árum kom Stóra draumaráðningabókin út og
seldist hún strax upp. Nú hefur ritstjóri henn-
ar, Símon Jón Jóhannsson, endurskoðað
rækilega fyrri útgáfu verksins og aukið við
efnið.
Amy Tan, Roddy
Doyle, Harry Mulisch
í haust kemur út hjá Vöku-Helgafelli
skáldsagan Konan sem gekk á hurðir eftir
Roddy Doyle í þýðingu Sverris Hólmarsson-
ar. Doyle er einn virtasti og vinsælasti núlif-
andi höfunda íra. Hann hlaut virtustu bók-
menntaverðlaun Breta, Booker-verðlaunin,
fyrir Paddy Clarke Ha Ha Ha en hefur einn-
ig skrifað The Commitments, Snappers og
The Van sem allar hafa verið kvikmyndaðar.
Dóttir himnanna er ný bók eftir kínversk-
bandarísku skáldkonuna Amy Tan en áður
hafa komið út eftir hana á íslensku Leikur
hlæjandi láns, sem vinsæl kvikmynd var gerð
eftir, og Kona eldhússguðsins. Súsanna Sva-
varsdóttur þýðir Dóttur himnanna.
Hollenski rithöfundurinn Harry Mulisch
nýtur mikillar virðingar á meginlandi Evrópu
jafnframt því sem hann er vinsæll
víðar um lönd. Vaka-Helgafell
gefur nú út þekktustu bók hans,
Tilræðið, en bók eftir hann hefur
ekki verið gefín út á íslensku áður.
Ingi Karl Jóhannesson þýðir bók- ”““““““
ina úr hollensku.
Minnisbókin er fyrsta skáldsaga banda-
ríska rithöfundarins Nicholas Sparks. Þegar
hún kom út vestra í fyrrahaust áttu fáir von
á því að þessi „hugljúfa og látlausa bók“
eins og segir í kynningu næði vinsældum,
enda ekki hefðbundin metsölubók. Fjölmarg-
ir hafa líkt bókinni við Brýrnar í Madison-
sýslu. Sigríður Halldórsdóttir þýðir Minnis-
bókina.
Lát trumbuna tala eftir Lindu Lay Shuler
er sjálfstætt framhald bókanna Konan sem
man og Rödd arnarins. Álfheiður Kjartans-
dóttir þýðir Lát trumbuna tala eins og fyrri
bækurnar tvær.
Halldór
Laxness
áberandií ár
Þriðji tvíburinn er ný skáldsaga eftir Ken
Follett sem nefndur hefur verið konungur
spennusagnanna. Hann hefur á undanförnum
árum skrifað sögulegar skáldsögur en snýr
sér nú að nútímanum þar sem nýrri tækni í
erfðafræði er beitt í vafasömum tilgangi.
Bókin er í þýðingu Geirs Svanssonar.
Bak við ystu sjónarrönd er fyrsta skáld-
saga ungrar bandarískrar konu Jacquelyn
Mitchard. Bókin komst óvænt á toppinn í
Bandaríkjunum í fyrra og stendur fyrir dyrum
að kvikmynda söguna. Björn Jónsson þýddi.
Fjölbreytt úrval
þýddra barnabóka
Hjá Vöku-Helgafelli koma út fjölmargar
þýddar barna- og unglingabækur á þessu
ári. Meðal þeirra er bók sem er afrakstur
samstarfs heimsmeistarans í skák, Anatolij
Karpovs og Disney-fyrirtækisins og nefnist
bókin Skák og mát. Helgi Ólafsson stórmeist-
ari þýðir bókina og staðfærir. í bókinni er
ungum skákmönnum kennt að tefla til sigurs.
Af öðrum bókum frá Disney má nefna fjór-
ar bækur um hetjuna Herkúles en samnefnd
mynd verður frumsýnd nú um jólin. Hér er
bæði um að ræða hefðbundnar textabækur
en einnig bækur sem eru hvorttveggja í senn
bók og leikfarig.
Vaka-Helgafell hefur á árinu haldið áfram
útgáfu barnabóka í flokknum Ævintýraheim-
urinn en þar er að fínna ýmis sígild ævintýri
í búningi Walt Disneys og koma út 12 titlar
á þessu ári. Að auki koma út jafnmargir titl-
ar í flokknum Myndasögusyrpa en það eru
256 síðna bækur í mjúku bandi með sögum
af vinsælum teiknimyndahetjum úr smiðju
Disneys.
Vaka-Helgafell gefur út sex aðrar þýddar
myndskreyttar bækur fyrir yngri lesendurna.
í Leitinni að fjársjóðnum slæst lesandinn í
för með Maríu í mikla ævintýraferð og hjálp-
--------- ar henni að leysa spennandi mynda-
gátur í leiðinni. Pétur Ástvaldsson
þýðir bókina. Amaldur refur og
grísirnir þrír er saga af góðhjörtuð-
um ref sem dag nokkurn skömmu
fyrir jól fer með vinum sínum grís-
unum þremur að leika söguna um grimma
úlfinn og grísina þrjá. Þýðandi bókarinnar
er Valgerður Benediktsdóttir. Linda hittir
Vetur konung segir frá ævintýrum sem Linda
lendir í þegar hún ákveður að fara og hitta
Vetur konung og biðja hann að losa eyjuna
sem hún býr á úr klakaböndum. Pétur Ást-
valdsson þýðir. Pétur þýðir einnig bókina
Litlivængur sem fjallar um lítið ungakríli
með agnarsmáa vængi.
Mörg börn þekkja Rasmus Klump. Rasmus
Klumpur og Móri er ný bók um ævintýri
hans. Prinsessan afbrýðisama segir frá
tveimur prinsessum sem báðar vilja vera
aðalprinsessurnar i höllinni.
Þetta er sá ávinningur sem íslensk heimili hafa fengið á einu ári vegna þess að FÍB kom á samkeppni í bílatryggingum.
Við það lœkkuðu iðgjöld bílatrygginga um 1,1 milljarð króna á ári og skuldir heimilanna lœkkuðu um 1,2 milljarða króna*
Samtals er sparnaðurinn 2.321.145.283.kr.
Þessi ávinningur er til kominn vegna samstöðu 18 þúsund félagsmanna FÍB. , ^
En að auki njóta félagsmenn FÍB fjölbreyttrar þjónustu sem er ómetanleg rtb\\Ö að FÍB er fljót að DOty^
hverjum bíleiganda og veitir mikið öryggi.
'Skv. álilsgerð Hagfrœðislofnunar Háskóla Islands 7. okt. 1997
FÍB Borgartúni 33 Sími 562-9999