Morgunblaðið - 12.10.1997, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 12.10.1997, Blaðsíða 34
34 SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 1997 SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ \ ( I i s l I INNRÁS í LAUGARDALINN VENJA hefur orðið meðal Reyk- víkinga að nefna Laugardal, svæðið austan Reykjavegar, sunnan Sund- laugavegar og Dalbrautar, vestan Holtavegar og norðvestan Suður- landsvegar. Þetta mýrlenda dalverpi milli ásanna þriggja hét Neðri-Sog. í því og á jöðrum þess voru gras- býli. Húsum þeirra tveggja síðustu eytt fyrir skemmstu með eldi og ýtum. Hinum merkustu menningar- minjum hollustuhátta, - þvottalaug- ar og baðlaugar - og sundkunn- áttu, - sundstæðis (sundlaugar) - skyldi gerð skil eða vakin athygli á með uppfestingu 21 veggspjalds á hjallarveggjum og steinsteypulíkani nakinnar konu við þvottabala. Eiríkur Hjartarson nefndi skrúðgarð sinn Laugardal 1929 Þvottalaugar eða Laugar, Laug- arhóll, Laugavegur og Þvottalauga- vegur eru gömul ömefni, en nafnið Laugardalur er frá 1929, að Eiríkur Hjartarson hóf frumræktun Grasa- garðsins og gaf honum nafn dals þess sem mæt kona hans var frá. Auk túnskika og engja grasbýlanna vom þama mótekjusvæði. Gegnum dalverpið liðaðist Laugalækurinn niður á Kirkjusand. Árið 1824 var lón í læknum lagfært svo þar yrði hagkvæmara til sundiðkana. Það var tvisvar endurbætt og 1886 reist við það sundskýli. Lónið yfírgefið 1907, er sundþró var hlaðin úr til- höggnu grágrýti. Sú sundlaug end- urbætt tvisvar, þar til núverandi Sundlaugar Reylq'avíkur em 1968 teknar í notkun (Laugardalslaugar, - Laugamesslaugar). Meðfram sundlauginni var komið fyrir fímm baðlaugum. Með þeim var á þessum slóðum endurvakinn fom íslenskur baðsiður sem aflagður var við eyði- leggingu fomrar baðlaugar, sem samkvæmt merkum heimildum hafði að formi til (1755 og 1792) líkst núverandi Snorralaug í Reyk- holti og staðsett við hver ofan . þvottalauganna. Teikningar Sigurðar Guðmundssonar um 1870 Golfíðkendur, sem fluttu golf- íþróttina út hingað 1932, gerðu sér fyrsta 6-holu völlinn 1935 á þeim slóðum sem nú em Laugardalsvöllur og bflastæði hans. Sigurður Guð- mundsson málari teiknaði um 1870 tillögu að skrúðgörðum, leikvöllum og sundlaugum í dalvarpinu. Fram- sýnn og stórhuga um menningarlegt listrænt útivistarsvæði fyrir almenn- ing. Leit að svæði undir aðalleikvang bæjarins 1 Fyrsti formaður ÍBR, Gunnar Þorsteinsson, sem átti sæti í bæjar- stjórn Reykjavíkur, bar 1943 upp tillögu í bæjarstjórninni, að Laugar- dalurinn yrði tekinn undir íþrótta- og útivistarsvæði og fékk hana sam- þykkta. Eitt fyrsta verkefni stjómar IBR (stofnað 1944) var að beita sér fyrir framgangi málsins. Um nokk- urt skeið hafði verið leitað eftir land- rými undir aðalleikvang bæjarins, þar sem einnig væri unnt að koma fyrir fímm félagavöllum. Var áhugi að beinast að svonefndu Skeija- , fjarðarsvæði, vestur undan Öskju- hlíð. Frá því svæði urðu íþróttamenn að hafa sig á braut 1940 vegna herstöðva. Höfðu keypt það fyrir söfnunarfé. Sama fyrirætlun var tengd vallargerðinni á Þvottalauga- svæðinu að félögin fengju þama æfingasvæði. Frá þessari fyrirætlun var horfið í ársbyijun 1948. Hvoru - tveggja væri að á svæðinu þyrfti að koma fyrir sund- laugum og tilheyrandi laugahúsum, aðalleik- vangi með marghátt- uðu fylgirými og þá yrði að ætla rými fyrir önnur almennings úti- vistarsvæði. Reylgavík skipt í íþróttahverfi Haft skyldi í huga að bærinn væri að þenj- ast út og væri því hent- ugast fyrir íbúana, að honum sem væntan- legri borg yrði skipt niður í íþróttahverfi. Bæjaryfirvöld og stjóm ÍBR hlutuðu Reykjavík 1950 niður í sex íþróttahverfí auk þeirra þriggja sem með öflun lóða sjálf höfðu þeg- ar numið sér hverfi (KR í Kapla- skjóli; Valur að Hlíðarenda og Fram við Skipholt - norðan Sjómanna- skólans). Af úthlutuðum lóðum Vík- ings og Þróttar í Vatnsmýrinni norð- austan Skildingameshóls, voru Vík- ingar fluttir í Smáíbúðahverfi (Bú- staðahverfi) og Þróttur að Sæviðar- sundi í Vogahverfi, vegna þrengsla og votlendis. Umrætt svæði, sem bæjarstjómin hafði samþykkt að ráðast inná með íþrótta- og útivist- arsvæði, tæpum 80 árum eftir að Sigurður málari hafði teiknað á blöð laugar, garða og velli á þessum slóð- um, sem rúmlega kflómetra langur lækur hefur bugðast um í ómældan tíma, með sjóðandi hver og upp- sprettur í farvegi og á bökkum. Hann mun að öllum líkum þegar á landnámsöld hljóta nafnið Lauga- lækur, vegna þvotta-, bað- og sund- lauga, sem menn gerðu sér í honum eða í nánd. Dalverpið upp frá Kirkjusandi, mýrlent mjög, milli holtanna þriggja, Laugaráss, Langholts og Grensáss, naut helst ömefnanna Laugamýri og Þvottalaugasvæði. Laugardalsnafnið kemur eigi fram fyrr en Eiríkur Hjartarson raffræð- ingur 1929 hefur ræktun tijáa, runna og skrúðgarðsjurta og gefur ræktunarbletti sínum nafn heima- byggðar konu sinnar. Það verður fljótt að heildarheiti og má vera að þegar tijágarður Eiríks fer að verða áberandi en gufustrókar Þvotta- lauganna hverfa við að heita vatnið er lokað í hitaveitu til Austurbæjar- skólans og Sundhallar, heyrist ekki lengur að fara „inn í laugar“, þá verði Laugardalur heildarheiti. Laugardalur afmarkaður fyrir íþróttamannvirki almennings Við nöfn svæðisins hefi ég dvalið, því að við að íþróttamannvirkjum var á Þvottalaugasvæðinu og Laugamýrinni ætlaður staður, hefði mátt ætla að þeim hefði verið ætlað ákveðið svigrúm. Jaðrar þess við Suðurlandsveg, Reykjaveg, Sund- laugaveg, og Laugarásveg (síðar ráðgerða Dalbraut) komu af sjálfu sér. Niður af Suðurlandsbraut þvert yfir svæðið til norðausturs lágu Múla- og Holtavegur. Leitast var við að svæðið næði austur undir Langholtsskóla og yfir þá lóð sem íþróttahús TBR stendur á (Þvotta- laugablettur). Svæðið fyrir íþrótta- mannvirki almennihgs, takmarkað- ist að lokum að austanverðu af Múlavegi. Hvað er af íþróttamann- virkjum á þessu svæði? Um það leyti sem ákveðið var að koma íþrótta- og útivistarsvæðum fyrir á Þvottalaugasvæðinu (Lauga- mýrinni) náðist íþróttahús ameríska hersins að Hálogalandi til ÍBR og var í þess rekstri til 1970. Við þá öflun sýndu heildar- samtökin mátt sinn og náðu húsinu frá þrem- ur félögum, sem sótt- ust eftir yfírráðum. Húsið stóð á lóð sem nefndist Þvottalauga- blettur 38. Framkvæmdir við aðalleikvanginn hófust 1946 með lagningu stærsta skolpræsis landsins í farveg Laugalækjar. Fyrsta keppni á leikvanginum fór fram 1957 en vígt var mannvirkið 1959. Bandalag æskulýðsfélaga í Reykjavík (BÆR) var stofnað 1949 af æskulýðsfélög- um í Reykjavík. Meðal þeirra voru 14 íþróttafélög (íþróttafélög í Reykjavík þá 15). Áform forustu- manna BÆR var að reisa húsasam- stæðu, sem fæli í sér aðstöðu til flestra þekktra æskulýðsstarfa en fyrst og fremst yfirbyggðs skauta- svells. IBR taldi að slíkt mannvirki leysti ekki vanda íþróttafélaganna. Það gerði aftur á móti yfirbyggður gólfflötur. Framkvæmdir hófust 1959 við síðamefnda Laugardals- höll. Fyrsti leikur í Höllinni 1965 Sameiningarskrif og tal á aðallega að leiða af sér fækkun félaga, svo að fjármagnið fari ekki á of marga staði. En hverjir eru staðimir sem á að stefna því á? spyr Þorsteinn Einarsson. Margir eru forvitnir. Fólkið þráir að því verði varið til að mæta kostn- aði við íþróttaiðkanir bama og unglinga, því að hann er orðinn svo hár að almenningur kvartar sáran undan. en tekin til fullra nota 1966. Borgar- sjóður Reykjavíkur gerðist 1981 einkaeigandi Laugardalshallar og greiddi áfallnar skuldir frá 1965. íþróttaráð Reykjavíkur, skipað 5 fulltrúm þar af 2 frá ÍBR, stofnað 1962 (þróast í ÍTR). Inn í 1. hluta íþróttamiðstöðvar- innar flytur stjórn ÍBR 1964. Tíu árum síðar reistur 2. hluti o.s.frv. Þar til allir fjórir hlutamir eru komnir í notkun 1992. Laugamesslaugar (Sundlaugar Reykjavíkur) em margendurbætt uppistaða eða lón í Laugalæknum með laugarhús úti í miðri laug 1886 en gerð úrtilhöggnu grágrýti 1907. Framkvæmdir að nýrri sundlaug, áhorfendasvæði og endumýjuðum fomum íslenskum baðsið (5 bað- laugum) hófust 1954 og lauk 1968. Grasvöllur með hlaupabraut, stökk- brautum lögðum bundnu slitlagi og áhorfendastúku, - Valbjamarvöllur - varð nothæfur 1978. Gervigra- svöllur ásamt vallarhúsi og áhorf- endastúku komst í notin 1984 og Þorsteinn Einarsson enn betur 1985 er hann fær notið flóðlýsingar. Hið langþráða vélfrysta skauta- svell, að vísu opið, er lagt 1992 og að allri undirbyggingu gert sem fyrsti áfangi skautahallar. Milli sundlauganna, aðalleikvangs og Valbjamarvallar em tvær rúmgóðar grasflatir þar sem æfðir em kast- og knattleikir en nýtast til upp- röðunar þátttakendanna til inn- göngu á aðalleikvang á stórmótum. Norðan með gervigrasvellinum era tveir 18-holu „pútt“-vellir. Und- ir vesturstúku aðalleikvangs er lítill leikfimisalur og salur með 60 m hlaupabraut (Baldurshagi), klædd bundnu slitlagi. Sérsamband (KSÍ) fær Laugardalsvöll til starfrækslu Aðalleikvangurinn var með samn- ingi til 20 ára milli borgarstjómar og Knattspyrnusambands íslands (KSÍ) afhentur 1996 sérsambandinu (KSÍ) til starfrækslu. Aðila innan laga ÍSÍ, sem á að vera til þjónustu einni íþrótt en ekki arðberandi eða ábyrgðarberandi vegna uppbyggingar eða starfækslu íþróttamannvirkja. Samtímis var stórvirku þjónustuliði við íþróttaiðk- endur, þá sem halda mót og viðhald allra íþróttavalla og -brauta borgar- innar, ýtt í yfírgefin olíustöðvarhús úti við Skerjafjörð. Hvað kom til að borgarstjómin gerði ekki framangetinn samning við stjóm ÍBR, heildarsamtök íþróttafélaga borgarinnar? Svaf sú stjóm á verðinum? Vissi fram- kvæmdarstjón ÍSÍ um þessa samn- ingsgerð? Ef svo var, hver vom við- brögð hennar? Var kannski verið að umbuna formanni KSÍ fyrir ein- sýna baráttu að eyða Ólympíunefnd íslands eða eins og stundum kom fram í málflutningi hans, að sam- eina tvær íþróttahreyfingar og önn- ur þeirra sett á? Hvflík þekking á staðreyndum og sögu íslenskrar íþróttahreyfingar. Sfy’óm ÍBR afhent skautasvell- ið og falið að yfirbyggja það Undravert, að fáum mánuðum eftir að Laugardalsvöllur hefur eignast nýja húsbændur, gera yfir- ráðendur borgarinnar samning við stjóm ÍBR um að taka að sér starf- semi skautasvellsins og annast að það komist undir þak. I báðum til- fellum var um reykvísk íþrótta- mannvirki að ræða. Annar samn- ingsaðili borgarinnar sérsamband á landsvísu, þjónustuaðili einnar íþróttar með bein tengsl við stjóm ISÍ og félagslega borinn uppi af héraðssamböndum þess en hin sam- tök íþróttafélaga (ÍBR) innan íþróttahéraðsins Reykjavík. Hafði ekki það sem heild og ötulir forystu- menn úr þess röðum hrint fram- kvæmdum af stað og fylgt þeim eftir allt til vígslu dags? „Af vilja- festu til heilla fyrir íþróttafólk borg- arinnar" eins og komist var að orði um Gísla Halldórsson, er afhjúpuð var af honnum stytta í Laugardaln- um. Félögin fái tíl frambúðar svæði fyrir starfsemi sína Hér að framan var greint frá samþykkt ársþings ÍBR 1948 um skiptingu borgarinnar í hverfi þar sem félögin fengju athafnasvæði. Úr þessari skiptingu varð 1950. Samtímis vann Iþróttanefnd ríkisins að staðsetningu íþróttasvæða í þétt- býlisstöðum þjóðarinnar og vann þeirri stefnu viðurkenningar að þessar staðsetningar lóða undir íþróttamannvirki væru ekki gerðar til bráðabirgða heldur festar á skipulagsuppdrætti svo íþróttafélög væm ekki stöðugt að flytja og eyða fé í nýjar framkvæmdir. Glímufélagið Ármann var eitt þeirra reykvísku félaga sem var úthlutað svæði 1950 og síðar afhent til eignar á hátíðarstundu af þáver- andi borgarstjóra, Gunnari Thor- oddsen. Frá borgastjóm 1987 barst það orðspor, að félagið yrði að flytja vegna fyrirhugaðra stórfram- kvæmda (sjá greinar formanns Glímufélagsins Ármanns, Gríms Valdimarssonar: 1) á bls. 8-9 í 1. tbl. 3. árg, 1995 og 2) á bls. 8-9 í 1. tbl. 4. árg., 1997 Ármannsfrétt- ir). Á skipulagsdrögum fyrir Grafar- vog 1991 úthlutuðu borgaryfirvöld félaginu svæði í Borgarholti ásamt fyrirheiti um íþróttamannvirki, reist samkvæmt „rammaáætlun" en fé- lagið afhenti hús og velli við Sigtún í „makaskiptum". Samningur hefur ekki enn verið gerður. Knattspyrnufélaginu Þrótti afhent aðstaða í Laugardal Reykjavíkurborg og Knatt- spyrnufélagið Þróttur gerðu 12. desember 1996 samning um afhend- ingu allra eigna við Sæviðarsund til Reykjavíkurborgar, sem í staðinn lætur félaginu í té „aðstöðu í Laug- ardal, sem fullnægja á starfsemi félagsins til frambúðar og gerir ráð fyrir aukningu hennar og eðlilegum breytingum" (2. gr.) Framlögð aðstaða borgarinnar 3. gr. a: Laugardalshöll:..fær Þróttur a.m.k. 30 æfingatíma á viku í Laugardalshöll".....frá 1. sept- ember til aprílloka." Á gólf Hallarinnar eru markaðir 12 badmintonvellir, 1 blakvöllur, 3 körfuboltavellir, 2 þversum hand- knattleiksvellir og einn keppnisvöll- ur. Einnig er aðstaða til iðkana í „baksal" og „hliðarsal". Af þessu sést hve 30 tímar geta nýst og þeir spanna kl. 18-22 mánudag til föstu- dags. 3. gr. b: Aðalleikvangur: „Þegar Þróttur er í 1. deild í knattspyrnu á félagið rétt á að leika heimaleiki sína á aðalleikvangi." 4. gr. c: Úthlutanir á eftirtöldum æfingasvæðum skal Þróttur fá end- urgjaldslaus afnot af, - og verða afnot „þessara valla og svæða að- eins gerð með samþykki Þróttar": Valbjarn arvöllur: „Þessi völlur verður aðalgrasvöll- ur Þróttar." Tekið er fram um nokk- ur afnot annarra og t.d. fijáls- íþróttaæfingar. „Komi upp ágrein- ingur milli Þróttar og annarra félaga um niðurröðun leikja og æfinga skal starf á vegum Þróttar hafa forgang...“ „Þróttur greiðir ekki vallarleigu ...“ „Veitingasala á vellinum verður á vegum Þróttar." Gervigrasvöllur: „Þróttur tekur að sér umsjón og rekstur vallarins frá og með 1. sept- ember 1998.“ „... Þróttur skal fá fullnægjandi tímafjölda .. fyrir- fram í samráði við ÍTR og ÍBR áður en önnur félög fá úthlutað tímum.“ „Reykjavíkurborg skuldbindur sig til að setja nýtt gervigras á völl- inn og skal haft samráð við aðal- stjóm Þróttar um gerð og gæði.“ Undirbúningur skal heíjast 1997, útboð 1998 og til afnota 1999. Æfíngavellin Reykjavíkurborg skal hafa til af- nota Þróttar vorið 1998 þessi æf- ingasvæði: (1.) Milli Suðurlandsbrautar og Húsdýragarðs; (2.) norðan við hús TBR; (3.) milli Skautasvells og Gervigrasvallar. Tennisvellir: „Reykjavíkurborg byggir þijá tennisvelli í Laugardal í stað þeirra þriggja við Sæviðarsundið" innan 5 ára af sömu gerð og gæðum. 3. gr. d: Vallarhús og félags- heimili: „Reykjavíkurborg kostar bygg- ingu vallarhúss og félagsheimilis fyrir Þrótt við Gervigrasvöllinn" tvær hæðir, 1350 m2; „Þróttur sér um byggingu hússins I samvinnu við Reykjavíkurborg. Húsið skal vera tilbúið til notkunar fyrri hluta árs 1998.“ „Kannað verði hvort fé- lagsaðstaða Þróttar“ ... geti þjónað nemendum Laugalækjar- og Laug- amessskóla. Byggingamefnd annist hönnun og framkvæmdir. Hún sé skipuð 3 frá Þrótti og 2 frá borg- innni. 3. gr. e: Knattspymuhús: „Verði Reykjavíkurborg aðili að byggingu eða afnotum ijölnota íþróttahúss (knattspymuhúss) í Laugardalnum að öllu leyti eða hluta, með því að styrkja byggingu þess með einum eða öðmm hætti, skuldbindur hún sig til að sjá um að Þróttur fá til ráðstöfunar 15% af tímum í húsinu eða sem svarar einum degi í viku.“ 3. gr. f: Auglýsingar:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.