Morgunblaðið - 12.10.1997, Blaðsíða 1
160 SIÐUR B/C/D/E
STOFNAÐ 1913
232. TBL. 85. ÁRG.
74 menn far-
ast í flugslysi
ARGENTÍNSK farþegaflugvél brot-
lenti í Uruguay í fyrrinótt eftir að
hafa tekið á sig krók vegna þrumu-
veðurs. Allir um borð í vélinni, 74
menn, fórust.
Vélin var í eigu argentínska flugfé-
lagsins Austral og brotlenti í mýri
skammt frá landamærum Argentínu.
Hún var á leiðinni frá Buenos Aires
frá Posadas í norðausturhluta lands-
ins.
Flugvélin missti samband við flug-
umferðarstjórnina þegar flugmaður-
inn reyndi að sveigja framhjá óveð-
ursskýinu. 69 farþegar voru í vélinni,
þar af þijú smábörn, og fimm í áhöfn-
inni.
Stal offjár
handa konunni
YASUYOSHI Kato, fjármálastjóri jap-
ansks matvælafyrirtækis í Bandaríkj-
unum, hefur verið dæmdur í fimm ára
fangelsi fyrir að draga sér andvirði
rúmra átta milljarða króna á fimm ár-
um og mun þetta vera mesti fjárdrátt-
ur sem afhjúpaður hefur verið í
Bandaríkjunum.
Maðurinn kvaðst hafa stolið fénu
vegna gegndarlausrar eyðslusemi
konu sinnar, sem eyddi megninu af
peningunum í hús, bfla, skartgripi,
súraldinsbúgarð og safn villtra dýra,
fugla og sjaldgæfra fiska. I safni kon-
unnar voru m.a. 7.000 arnpáfar, níu
lamadýr, tveir emúar og fjórar
græneðlur. Konan kvaðst einnig hafa
haft níu þjóna á heimili sínu og ráðið
ellefu vopnaða lífverði, sem skiptust á
um að vernda hana allan sólarhring-
inn.
Fyrirtæki Katos, Day-Lee Foods, er
í eigu eins af stærstu ýötvinnslufyrir-
tækjum Japans. Laun nokkurra af
æðstu stjórnendum fyrirtækjanna
voru Iækkuð vegna fjárdráttarins.
Dæmd fyrir kyn-
þáttafordóma
FRANSKUR dómstóll
hefur dæmt Brigitte
Bardot til að greiða
10.000 franka, and-
virði 120.000 króna, í
sekt fyrir að kynda
undir kynþáttafor-
dómum. Leikkonunni
fyrrverandi var enn-
fremur gert að
greiða mannréttindahreyfingu einn
franka, jafnvirði 12 króna. Hreyfingin
hafði höfðað mál gegn Bardot vegna
blaðagreinar þar sem hún gagnrýndi
slátrun sauðíjár við trúarathafnir
múslima.
SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Morgunblaðið/RAX
Gleðskapur við Tjörnina
Kosningaskjálftinn
líður hjá í Danmörku
Morgunblaðið. Kaupmannahöfn.
ALLT benti til að Poul Nyrup Rasmussen,
forsætisráðherra Danmerkur, hefði alla
þræði í sínum höndum er hann flutti stefnu-
ræðu sína á þriðjudag, en eftir átök um að-
haldsaðgerðir og kosningaskjálfta virðist
hann enn einu sinni hafa misst tökin. Venstre
og íhaldsflokkurinn þvinguðu stjómina til að
semja um aðhaldsaðgerðir, sem hún hafði
hafnað og Jafnaðarmannaflokkurinn var
rækilega minntur á hve hann er háður sam-
starfsflokki sínum, Róttæka vinstriflokknum.
Átökin stóðu um tillögu stjórnarinnar um
eitt prósent þvingaðan sparnað á næsta ári
af fullum tekjum, er rynnu í opinberan líf-
eyrissjóð. Þegar í ljós kom að allir áttu að fá
það sama til baka úr sjóðnum sagði Mari-
anne Jelved efnahagsráðherra (RV) að þetta
væri í raun skattur og sama sögðu hægri-
flokkarnir tveir, þótt forsætisráðherrann
hafnaði þessari skilgreiningu. Hann virtist
stefna á að láta stjómina springa í þessu
máli og blása þá til kosninga. Flokkur hans
stendur betur í skoðanakönnunum en oft áð-
ur og keppinauturinn, Venstre, hefur dalað.
Hugmyndin var vísast að kosningar gætu
framlengt líf ríkisstjórnarinnar um 3-4 ár, en
hún hefur nú setið í fimm ár.
Féllst að lokum
á samninga
Eftir harðar þingumræður á flmmtudag,
þar sem forsætisráðherrann sagði stjómar-
andstöðuna ófúsa til samninga, lét hann þó
undan ákafri hvatningu allra flokka til að
freista samninga. Hann lýsti því síðan yfir kl.
1.30 um nóttina að grundvöllur væri til að
semja við hægriflokkana tvo. I gær lá svo
fyrir að þvingaði sparnaðurinn yrði í raun
spamaður með góðri ávöxtun, auk þess sem
sparnaðaráform er hægristjómin kom á, en
Jafnaðarmannaflokkurinn afnam, yrðu tekin
upp.
Þetta er í annað sinn sem Nyrup Rasmus-
sen er að því kominn að efna til kosninga, því
í apríl var hann einnig kominn á fremsta
hlunn með það. Eftir átök vikunnar hefur
Nymp Rasmussen enn styrkt orðspor sitt
sem óákveðinn og hikandi leiðtogi og verið
rækilega minntur á að flokkur hans með
rúmlega 30% fylgi er háður litlum miðflokk-
um eins og Róttæka vinstriflokknum. Sá
flokkur er ófús til kosninga því hann stendur
illa samkvæmt skoðanakönnunum. Þó að
hægriflokkarnir tveir tali stöðugt um að
velta stjórninni vilja þeir tæplega kosningar
sem stendur, þvi Ihaldsflokkurinn er enn
óstyrkur eftii- formannsskipti í vor, er Hans
Engell fór frá, og Venstre er á niðurleið.
■ Velferðarkerfið/24
BANKARÁ
BIÐILSBUXUM
10
ÞJÓNUSTA VIÐ
SMÁ VERSLANIR Á
BREIÐU SVIÐI
FJÆR t q
OG -2
NÆR