Morgunblaðið - 12.10.1997, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 12.10.1997, Blaðsíða 37
MORGUNB LAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 1997 37 Goðsögnin um Che Gue- vara lifir Mexíkóborg. Morgunblaðið. ÞESS var minnst í vikunni að á fimmtudag voru liðin 30 ár frá því að Ernesto Guevara var myrtur í Bolivíu. Líklega var hann betur þekktur sem „el Che“, eða „vinur- inn“. Guevara var hægri hönd Fidels Castros í byltingunni á Kúbu áríð 1959 og einn af þekktustu bylting- armönnum allra tíma. Hann var sannfærður um að framkvæma yrði byltingu og koma á sósíalísku kerfi, ef Rómanska-Ameríka, og þriðji heimurinn yfir höfuð, ætti að eiga einhverja möguleika á að losna undan yfirráðum heimsvalda- stefnunnar, sem að hans mati var helsta ástæða fátæktar og eymdar heimaálfu sinnar. í tilefni af þessum tímamótum hafa verið gefnar út allmargar bækur sem vekja upp gamlar spumingar um líf og dauða Che. Einnig eru blaðagreinamar orðnar ansi margar, sem birst hafa í blöð- um spænskumælandi ríkja í Mið- og Suður-Ameríku, og allavega ein heimijdarmynd hefur litið dagsins ljós. A meðal þeirra spurninga sem leitað er svara við, er auðvitað hin sígilda spurning hvort Castro hafi í raun stutt Che í einu og öllu í Bolivíu. Mikið er um ný viðtöl við persónur sem störfuðu með Che við mismunandi aðstæður, á mis- munandi tímum. Þar á meðal má nefna viðtal við Daniel Alarcón Ramírez, sem bet- urer þekktur sem „Benigno“, og var fylgdarmaður Che jafnt í Kongó og Bolivíu; og við síðustu konuna sem talaði við Che áður en hann var myrtur. En þó svo að margir haldi því fram að kennslu- konan Julia Cortés Baldera ljúgi því að hún hafi talað við Che dag- inn sem hann var í haldi bolivíska hersins, þá er hún tekin til greina í flestum ævisögum hans. En af hverju eru áhrifin Che ennþá svona sterk á meðal íbúa Rómönsku-Ameríku? í augum sumra er Che ekkert annað en hver annar ævintýramaður, sem mistókst í öllum sínum aðgerðum eftir byltinguna á Kúbu; sem lifði í sínum eigin draumaheimi; sem gerði áætlanir sem aldrei hefði ver- ið hægt að framkvæma og var ófær um rökrétta hugsun og hegðun. Hvernig í ósköpunum er hægt að fylgja svona manni, lesa verk hans enn þann dag í dag og hvað þá að ganga svo langt að dýrka hann? spyrja aðrir. Skýringuna er kannski helst að finna í þeirri sorglegu staðreynd að Rómanska-Ameríka hefur ekki breyst ýkja mikið síðustu 30 árin. Fólk býr ennþá við sömu bágbornu kjör og áður. Það eru að vísu ekki lengur til einræðisherrar, en lýð- ræðið sem tekið hefur við, hvílir oft á veikum grunni og lýðræðislega kjörnir stjórnendur hafa ekki get- að breytt miklu á sviði efnahags- og félagsmála. Talið er að um árið 2000 muni tala þeirra sem teljast á mörkum fátæktar í Rómönsku- Ameríku fara upp í 260 milljónir, sem er heildaríbúatala Bandaríkj- anna. Sökum þess telja margir íbú- ar Rómönsku-Ameríku að þeir þjóðlagslegu gallar, sem Che barð- ist gegn, séu ennþá í fullu gildi, þeir hafi einungis skipt um búning. Hin rómantíska ímynd sem um- lykur Che Guevara á auðvitað líka mikinn þátt í áframhaldandi áhrif- um hans. Fólk vill fá að vita meira um þennan dulúðuga byltingafor- ingja, því hann hefur veríð einn af fáum sem hefur boðið stórveldun- um birginn. Þetta atriði skiptir miklu máli í Rómönsku-Ameríku því saga álfunnar hefur einkennst af baráttu við erlend öfl sem nær ávallt hefur endað með ósigri. - kjarni málsins! HAUSTTILBOÐ Komnir aftur Póstsendum samdægurs Hamraborg 3, sími 554 1754 SK0UERSLUIU KÓPAU0GS Loðfóður Stærðir 36-45 Stamur sóli Svartir Verð aðeins 2.990 Reuters MAÐUR frá Guatemala heldur á fána heimalands síns þar sem hann ávarpar fund í La Higuera í Bólivíu þar sem þess var minnst að 30 ár voru liðin frá því Che Guevara lét lífið í þorpinu. Var stytta af hinum argentíska byltingarmanni afhjúpuð af því tilefni. mmn út Vandaðargjafavörurágóðu verði. Kynntu þér verð og vöruúrval áður en þú heldur að heiman. Saga Boutique bæklingurinn Uggur frammi á söluskrif- stofum Flugleiða og á ferðaskrifstofunum. FLUGLEIDIR Traustur tslenskur ferðafélagi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.