Morgunblaðið - 12.10.1997, Page 37

Morgunblaðið - 12.10.1997, Page 37
MORGUNB LAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 1997 37 Goðsögnin um Che Gue- vara lifir Mexíkóborg. Morgunblaðið. ÞESS var minnst í vikunni að á fimmtudag voru liðin 30 ár frá því að Ernesto Guevara var myrtur í Bolivíu. Líklega var hann betur þekktur sem „el Che“, eða „vinur- inn“. Guevara var hægri hönd Fidels Castros í byltingunni á Kúbu áríð 1959 og einn af þekktustu bylting- armönnum allra tíma. Hann var sannfærður um að framkvæma yrði byltingu og koma á sósíalísku kerfi, ef Rómanska-Ameríka, og þriðji heimurinn yfir höfuð, ætti að eiga einhverja möguleika á að losna undan yfirráðum heimsvalda- stefnunnar, sem að hans mati var helsta ástæða fátæktar og eymdar heimaálfu sinnar. í tilefni af þessum tímamótum hafa verið gefnar út allmargar bækur sem vekja upp gamlar spumingar um líf og dauða Che. Einnig eru blaðagreinamar orðnar ansi margar, sem birst hafa í blöð- um spænskumælandi ríkja í Mið- og Suður-Ameríku, og allavega ein heimijdarmynd hefur litið dagsins ljós. A meðal þeirra spurninga sem leitað er svara við, er auðvitað hin sígilda spurning hvort Castro hafi í raun stutt Che í einu og öllu í Bolivíu. Mikið er um ný viðtöl við persónur sem störfuðu með Che við mismunandi aðstæður, á mis- munandi tímum. Þar á meðal má nefna viðtal við Daniel Alarcón Ramírez, sem bet- urer þekktur sem „Benigno“, og var fylgdarmaður Che jafnt í Kongó og Bolivíu; og við síðustu konuna sem talaði við Che áður en hann var myrtur. En þó svo að margir haldi því fram að kennslu- konan Julia Cortés Baldera ljúgi því að hún hafi talað við Che dag- inn sem hann var í haldi bolivíska hersins, þá er hún tekin til greina í flestum ævisögum hans. En af hverju eru áhrifin Che ennþá svona sterk á meðal íbúa Rómönsku-Ameríku? í augum sumra er Che ekkert annað en hver annar ævintýramaður, sem mistókst í öllum sínum aðgerðum eftir byltinguna á Kúbu; sem lifði í sínum eigin draumaheimi; sem gerði áætlanir sem aldrei hefði ver- ið hægt að framkvæma og var ófær um rökrétta hugsun og hegðun. Hvernig í ósköpunum er hægt að fylgja svona manni, lesa verk hans enn þann dag í dag og hvað þá að ganga svo langt að dýrka hann? spyrja aðrir. Skýringuna er kannski helst að finna í þeirri sorglegu staðreynd að Rómanska-Ameríka hefur ekki breyst ýkja mikið síðustu 30 árin. Fólk býr ennþá við sömu bágbornu kjör og áður. Það eru að vísu ekki lengur til einræðisherrar, en lýð- ræðið sem tekið hefur við, hvílir oft á veikum grunni og lýðræðislega kjörnir stjórnendur hafa ekki get- að breytt miklu á sviði efnahags- og félagsmála. Talið er að um árið 2000 muni tala þeirra sem teljast á mörkum fátæktar í Rómönsku- Ameríku fara upp í 260 milljónir, sem er heildaríbúatala Bandaríkj- anna. Sökum þess telja margir íbú- ar Rómönsku-Ameríku að þeir þjóðlagslegu gallar, sem Che barð- ist gegn, séu ennþá í fullu gildi, þeir hafi einungis skipt um búning. Hin rómantíska ímynd sem um- lykur Che Guevara á auðvitað líka mikinn þátt í áframhaldandi áhrif- um hans. Fólk vill fá að vita meira um þennan dulúðuga byltingafor- ingja, því hann hefur veríð einn af fáum sem hefur boðið stórveldun- um birginn. Þetta atriði skiptir miklu máli í Rómönsku-Ameríku því saga álfunnar hefur einkennst af baráttu við erlend öfl sem nær ávallt hefur endað með ósigri. - kjarni málsins! HAUSTTILBOÐ Komnir aftur Póstsendum samdægurs Hamraborg 3, sími 554 1754 SK0UERSLUIU KÓPAU0GS Loðfóður Stærðir 36-45 Stamur sóli Svartir Verð aðeins 2.990 Reuters MAÐUR frá Guatemala heldur á fána heimalands síns þar sem hann ávarpar fund í La Higuera í Bólivíu þar sem þess var minnst að 30 ár voru liðin frá því Che Guevara lét lífið í þorpinu. Var stytta af hinum argentíska byltingarmanni afhjúpuð af því tilefni. mmn út Vandaðargjafavörurágóðu verði. Kynntu þér verð og vöruúrval áður en þú heldur að heiman. Saga Boutique bæklingurinn Uggur frammi á söluskrif- stofum Flugleiða og á ferðaskrifstofunum. FLUGLEIDIR Traustur tslenskur ferðafélagi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.