Morgunblaðið - 12.10.1997, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.10.1997, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ KNATTSPYRNA Olafur þjálfar Fylkismenn Olafur Þórðarson, fyrirliði Skagamanna undanfarin ár og einn leikreyndasti knatt- spyrnumaður landsins, skrifaði undir samning til þriggja ára við Fylki árla í gær, laugardag. Olaf- ur verður þjálfari meistaraflokks og 1. flokks auk þess sem hann kemur til með að leika með Fylk- isliðinu en Aðalsteinn Víglund- son, fyrrum samheiji Ólafs hjá IA og leikmaður hjá Fylki und- anfarin fimm ár, verður aðstoð- arþjálfari hans. Sigurður Þórir Þorsteinsson, sem hefur þjálfað yngri flokka hjá Fylki með hléum og var þjálfari meistaraflokks kvenna hjá Breiðabliki á nýliðnu tímabili, verður þjálfari 2. flokks og umsjónarþjálfari yngri flokka. „Það hlaut að koma að því að ég tæki þetta skref og þetta er góður dagur, laugardagur til iukku,“ sagði Ólafur eftir undir- skriftina. „Vissulega eru mikil viðbrigði að yfirgefa Skagamenn en samt er ekki um áfall að ræða - ég fer úr gulum í appelsínugul- an búning og stefnan er að koma þessu liði í toppbaráttuna í efstu deild á þremur árum.“ Ámundi Halldórsson, varafor- maður knattspyrnudeildar Fylk- is, sagði að nú væri horft til lengri tíma en áður varðandi uppbyggingu Iiðsins og horft yrði til yngri flokkanna. „Við teljum okkur vera með góða, unga stráka og ætlum okkur ekki í eltingaleik við leikmenn utan fé- lagsins en dyrnar standa öllum opnar." Morgunblaðið/Árni Sæberg ÓLAFUR Þórðarson og Ámundi Halldórsson, varaformaður knattspyrnudeildar Fylkis, undir- rita samnlnginn en standandl eru leikmennirnir Ólafur Stígsson og Kristinn Tómasson. Ronaldo skorar og skorar en Pele gerði fleiri mörk * besti! Reutxírs „ÉG öfunda engan og ég er ekki að leita að hagstæðri niður- stöðu samanburðar við einhverja aðra knattspyrnumenn, allra síst Pele eða Romario," segir Ronaldo. KIMATTSPYRIMUMAÐURIIMN Ronaldo Luiz Nazario da Lima, varð 21 árs fyrir nokkrum dög- um. Þótt drengurinn sé ungur hefur hann náð mjög langt í íþrótt sinni og er af mörgum talinn besti knattspyrnumaður heimsins um þessar mundir - sumir vilja jafnvel taka svo djúpt í árinni að hann sé besti knattspyrnumaður allra tíma og hafa þá borið hann saman við Pele og Maradona. rátt fyrir að vera aðeins 21 árs getur Ronaldo státað sig af því að hafa náð lengra en flestir knattspyrnumenn geta látið sig dreyma um. Þessi vingjarlegi krúnurakaði knattspyrnumaður sem hefur áhuga á hraðskreiðum bílum var valinn heimsins besti knattspyrnumaður, en hann hefur ekki ofmetnast af þessum titli. „Ég öfunda engan og ég er ekki að leita að hagstæðri niðurstöðu saman- burðar við einhveija aðra knatt- spyrnumenn, allra síst Pele eða Romario," segir kappinn og bætir við: „Ég hef mínar hugmyndir um hver sé besti knattspyrnumaður allra tíma, en ég ætla ekki að segja ykkur hver það er.“ Skjótur frami og mörg mörk Frami Ronaldos hefur verið skjótur sem sést til dæmis á því að hann á fast sæti í brasilíska landsliðinu og í liði Inter Milan á Italíu. Flestir góðir knattspyrnu- menn eru eflaust að huga að fram- tíð sinni þegar þeir eru 21 árs, en framtíð Ronaldo virðist ráðin enda hefur drengurinn gríðarlega reynslu þó ungur sé. Hann varð bikarmeistari með Barcelona á Spáni og hann hefur einnig orðið bikarmeistari í Brasilíu og í Hol- landi. Hann var í sigurliði Brasilíu í Suður-Ameríku keppninni og næsta sumar er ætlunin að veija heimsmeistaratitilinn með Brasilíu- mönnum í Frakklandi. Ronaldo hefur geysilega gott auga fyrir því að skora mörk og hann virðist ætla að sýna það á Italíu að hann getur skorað mikið af mörkum hvar sem er. Þegar hann var táningur hjá Cruzeiro of Belo Horizonte í Brasilíu gerði hann 58 mörk í 60 leikjum. Eftir að hann kom til Evrópu hefur hann verið iðinn við kolann, gerði 30 mörk í 33 leikjum tímabilið sem hann Iék með PSV í Hollandi og 34 mörk í 37 leikjum fyrir Barcelona. Og byij- unin hjá Inter er ekki slæm. Hann gerði annað marka liðsins í UEFA- keppninni á móti Neuchatel frá Sviss og hefur því gert 15 mörk í jafnmörgum Evrópuleikjum. Ron- aldo hefur því sannað sig, alls stað- ar nema í heimsmeistarakeppninni. Sat hjá á HM í Bandaríkjunum Hann var valinn í brasilíska landsliðshópinn fyrir HM í Banda- ríkjunum, en fékk ekki tækifæri til að reyna sig. Þá var hann aðeins 17 ára, jafngamall Pele þegar hann lék sinn fyrsta leik í heimsmeistara- keppninni 1958. Pele lék einnig árið 1962, þá 21 árs eins og Ron- aldo er núna. Ronaldo segist von- svikinn með að hafa ekki fengið að reyna sig á HM í Bandaríkjunum og segir það mestu vonbrigði lífsins og það mun því mæða mikið á hon- um í Frakklandi næsta sumar; þar ætlar hann að sanna sig. Svipað og Pele og Ronaldo var Maradona valinn í landsliðshóp síns föðurlands, Argentínu, fyrir HM 1978, þegar hann var 17 ára. Hann lék fyrst í argentínsku deildinni 15 ára gamall og fyrsta landsleikinn ári síðar en þegar fækkað var í landsliðshópnum fyrir keppnina ’78 var hann einn þeirra sem ekki fengu tækifæri. Þetta urðu hinum unga snillingi mikil vonbrigði og þegar hann mætti til leiks á HM á Spáni 1982, 21 árs, þoidi hann ekki þá ábyrgð sem sett var á hans ungu herðar. Það var ekki fyrr en 1986 að hann sannaði sig sem knatt- spyrnumaður á HM. Maradona hefur aldrei verið sú „markamaskína“ sem þeir Ronaldo og Pele voru og eru. Hann gerði aðeins 10 mörk í þeim 23 landsleikj- um sem hann lék áður en hann varð 21 árs og alls gerði hann 33 mörk fyrir Argentínu í 88 leikjum. Hann hafði gert 144 mörk í 206 leikjum í argentínsku deildinni þeg- ar hann gekk til liðs við Barcelona 21 árs að aldri. Ef þeir Maradona og Ronaldo eru bornir saman verð- ur að hafa í huga að sá fyrrnefndi lék ekki stöðu dæmigerðs framlínu- manns, lék frekar fyrir aftan þá og átti ófáar sendingar á samheija sína sem gáfu mark. Pele og Ronaldo eru líkir Ronaldo svipar mun meira til Pele en Maradona, bæði hvað varð- ar leikstí! og eiginleika. Þeir, og hundruð annarra snjallra leik- manna frá Brasilíu, byrjuðu knatt- spyrnuferil sinn í hliðargötum heimabæjarins, en Ronaldo er frá Bento Riveiro sem er stutt frá Rio de Janeiro. Pele hefur rifjað æsku- árin upp: „Við lékum án mark- stanga, án vallar, þjálfara, dómara, deilda og í rauninni án alls sem minnir á knattspyrnu, nema hvað við höfðum knött, sem reyndar var lítið annað en notaður sokkur sem í var troðið dagblöðum eða hálmi.“ Það er alltaf erfitt að bera leik- menn saman, ekki síst þegar ald- ursmunurinn er 36 ár eins og á Pele og Ronaldo. Pele var uppá sitt besta á sjöunda áratugnum þegar Brasilíumenn lögðu meginá- hersluna á að sækja en Ronaldo er að hefja fjórða keppnistímabilið í Evrópu. Þegar Pele varð 21 árs státaði hann af þremur meistara- titlum með Santos í Brasilíu en Ronaldo á enn eftir að hampa meistarabikar. Hér að framan var rætt lítillega um hversu mikið Ronaldo skoraði, en Pele skoraði enn meira. Hann varð 21 árs 21. október 1961 og hafði þá leikið 383 meistaraflokks- leiki og skorað 443 mörk í þeim. Hann hafði skorað 31 mark í 26 landsleikjum, þar af fjórar þrenn- ur. Skömmu áður en hann varð tvítugur var hann einstaklega markheppinn því á 18 dögum lék lið hans sex leiki og í þeim gerði Pele 23 mörk. Ronaldo hefur nýtt síðasta mán- uðinn sem hann er tvítugur með því að gera þrjú mörk í fimm leikj- um með Inter Milan, þar af eitt í UEFA keppninni, en þrátt fyrir að það sé dálítið frá því sem Pele gerði á sama aldri eru Italir hæst- ánægðir með Ronaldo og telja víst að hann muni halda áfram að skora mikið, eins og hann gerði í Hol- landi og á Spáni. Þótt Ronaldo sé orðinn þroskaður á knattspyrnuvellinum er hann óharðnaður piltur utan vallar og í nýlegu viðtali í ítölsku dagblaði sagði hann að uppáhaldsfríið sitt væri að fara með kærustuna í 1 Evró-Disney í Frakklandi. Sem ungan dreng dreymdi Ronaldo oft um að verða hermaður, en nú snýst líf hans um kærustuna, tenginguna við alnetið, sem hann hefur mjög gaman af, og jeppann hans að ógleymdri knattspyrnunni. Hann var spurður að því í síðustu viku hvers hann óskaði sér í afmælisgjöf j á mánudaginn: „Sigurs á sunnu- dag,“ sagði Ronaldo. Inter vann 1 Fiorentina 3:2 þannig að hann fékk I góða afmælisgjöf. :
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.