Morgunblaðið - 12.10.1997, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 12.10.1997, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 1997 51 IDAG BRIPS Umsjón (iuómundur Páll Arnarson ÞAÐ er hluti af spilinu að lenda annað slagið í vond- um samningum. Einstaka sinnum er legan hagstæð eða vörnin mistæk, svo það er sjaldan ástæða til að gefast upp fyrirfram. Nema kannski í spilum eins og þessu: Suður gefur; AV á hættu. Norður ♦ 102 V K754 ♦ K4 * KD1086 Suður ♦ KD93 V ÁD2 ♦ 32 ♦ G942 Vestur Norður Austur Suður 1 grand* Pass 2 lauf Pass 2 spaðar Pass 3 grönd Allir pass * 12-14. Útspil: Tíguldrottning. Þetta er ömurlegt. Það fannst sagnhafa líka þegar spilið kom upp í leik á milli Wales og Skotlands í Cam- rose-keppninni 1994. Hann leit til lofts, bað um tígul- kóng og skráði skömmu síðar 250 í dálk mótheij- anna fyrir að fara fimm niður! „Ekki svo alvarlegt, makker," sagði hann: „Við erum þrjá niður í einu grandi." Norður 4 102 V K754 ♦ K4 4 KD1086 Vestur ♦ G7 V G86 ♦ DGl 09765 + 5 Austur ♦ Á8654 V 1093 ♦ Á8 ♦ Á73 Suður ♦ KD93 4 ÁD2 ♦ 32 ♦ G942 Spilið var sýnt á töflu og þar sat Patrick Jourdain við hljóðnemann og gaf út yfirlýsingu: „Eitt grand ætti að fara þijá niður, en þijú grönd eru borðleggj- andi!“ Áhorfendur . voru fjótir að andmæla Jourdain. Auð- vitað sáu þeir eins vel og hann að þijú grönd vinnast ef sagnhafi lætur lítinn tíg- ul í fýrsta slag. Liturinn stíflast, og þar eð austur er með hliðarásana fær vörnin aðeins fjóra slagi. En hvemig á sagnhafí að finna það að láta lítinn tíg- ul úr borði í fyrsta slag? „Einfalt," sagði Jourda- in: „Sagnhafi þarf að bijóta út tvo ása og verður að gefa sér að austur eigi þá báða, en engan tígul til að spila. Þá er tvennt til í dæminu, _ að spila vestur upp á ÁDG áttunda og austur einspil, eða reikna með sjölit í vestur og ás öðmm í austur. Hið síðar- nefnda hlýtur að vera lík- legra, því varla hefði vestur þagað með hálfþéttan áttlit í tígli.“ Arnað heilla 0/"iÁRA afmæli. Átt- O \/ ræður er í dag, sunnu- daginn 12. október, Jósef Halldórsson, húsasmíða- meistari, Fannborg 8, Kópavogi, nú vistmaður á Sunnuhlið, Kópavogi. Hann og kona hans Ingibjörg Gísladóttir taka á móti gest- um í sal Meistarafélags húsasmiða, Skiptholti 70, á afmælisdaginn kl. 15-17. /VARA afmæli. Sex- Ovftugur verður þriðju- daginn 14. október Bergur Felixson, framkvæmda- sljóri Dagvistar barna. Eiginkona hans er Ingi- björg S. Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur. Þau hjónin taka á móti gestum í félagsheimili Rafveitunnar við Elliðaár frá kl. 17 á afmælisdaginn. rAÁRA afmæli. Á Ovfmorgun, mánudag- inn 13. október, verður fimmtug Stefanía Bald- ursdóttir, Fannafold 130, Reylgavík. Eiginmaður hennar er Atli Snædal Sig- urðsson. Þau hjónin taka á móti gestum í Kiwanishús- inu Eldey, Smiðjuvegi 13a, laugardaginn 18. október frá kl. 20 - 23. BRUÐKAUP. Gefin voru saman 26. júlí í Garðakirkju af sr. Hans Markúsi H_af- steinssyni Sigríður Ás- geirsdóttir og Gestur Þór Oskarsson. Heimili þeirra er að Hrísmóum 6, Garðabæ. Ljósmyndastofa Sigrlðar Bachmann. BRUÐKAUP. Gefín voru saman 12. júlí í Viðey af sr. Óskari Inga Ingasyni Rann- veig Anna Jóns- dóttir og Þor- valdur Halldór Gunnarsson. BRUÐKAUP. Gefin voru saman 9. ágúst í Garða- kirkju af sr. Hans Markúsi Haf- steinssyni Elsa Björnsdóttir og Óskar Sigurðs- son. Heimili þeirra er að Lækj- aríít 7, Garðabæ. BRUÐKAUP. Gefin voru saman 6. september í Hallgrímskirkju af sr. Karli Sigur- björnssyni Hrafn- hildur M. Geirs- dóttir og Gísli Þór Briem. Heimili þeirra er á Reyðarfirði. Ljósmyndast. Sigríðar Bachmann. Pennavinir FRÁ Noregi skrifar 28 karlmaður á ensku og kveðst hafa áhuga á íþróttum, teiknun, ferða- lögum, hestum o.fl.: Sascha Koch, Carl Lumholtz gt. 18, N-2600 Lillehammer, Norway. NÍTJÁN ára japösnk stúlka með áhuga á frí- merkjum o.fl.: Chizuko Yunoki, 231 Kashiwaghima Tamashima, Kulashiki-shi, Okayama-ken, 713 Japan. BELGÍSKUR frímerkja- safnari vill skiptast á merkjum: Jean-Louis Mathieu, Ingenieur en Physique, Licence en Electronique, Sergeysstraat, 4 B-3020 Herent, Belgium. STJÖRNUSPA eftir Frances Drakc YOG Afmælisbarn dagsins: Þú ert öðrum þræði stað- fastur en átt það til að hlaupa eftirýmsum bóium. Hrútur (21.mars- 19. apríl) ** Gættu þess að gera ekki svo smásmugulegar kröfur til sjálfs þín að þér takist ekki að ljúka við einföldustu verkefni. Naut (20. apríl - 20. maí) Ef þú tekur strax til hend- inni, á dagurinn að duga þér til þess að ljúka þeim verkefnum sem fyrir liggja. Tvíburar (21. maí - 20.júnl) 1» Láttu ekki minnimáttar- kenndina ná tökum á þér, heldur hristu hana af þér, og gakktu vígreifur til starfa. Krabbi (21. júní - 22. júlí) H$£ Láttu ekki einhveija smá- muni ná heljartökum á þér. Festu augun á það sem máli skiptir og haltu svo þínu striki. Ljón (23. júlf — 22. ágúst) Það gerist ekkert nema þú hættir að sitja með hendur í skauti. Taktu þér tak og þá gengur þér allt í haginn. Meyja (23. ágúst - 22. september) Það á ekki að þurfa að kosta heimsstyijöld þótt einhver smáágreiningur komi upp innan fjölskyldunnar. Vog (23. sept. - 22. október) Þú ert mjög önnum kafinn maður þessa dagana, en gættu þess að ganga ekki svo langt að þú hafir engan tíma aflögu fyrir þig. Sporódreki (23. okt. - 21. nóvember) Þú mátt vera ánægður með störf þín, ef þú gefur þig allan í þau, hvort heldur um er að ræða í starfi eða heima við. Taktu vel á móti góðum gestum. Bogmaður (22. nóv. — 21. desember) Verkefni sem þú ert að fást við, reynist snúnara en til stóð í upphafi, en mundu að þolinmæðin þrautir vinn- ur allar. Steingeit (22. des. - 19. janúar) m Margar forvitnilegar hug- myndir rekur á fjörur þínar þessa dagana. Það er vandi að velja en þér er óhætt að treysta dómgreind þinni. Vatnsberi (20.janúar- 18. febrúar) Óþarfa áhyggjur af lífinu og tilverunni valda þér þungum þönkum. Hrintu þessu frá þér og mundu að hver er sinnar gæfu smiður. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Í5 Það er alltaf ánægjulegt þegar góðir vinir reka inn nefið. Svo verður einnig hjá þér. Óvænt uppástunga verður þér til mikillar gleði. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Hafa allir megrunarkúrar brug Attu við átvandamál að stríða? m-al'V Haldið verður námskeið fyrir fólk með bulimiu, anorexiu og ofátsvandamál. Á námskeiðinu eru kenndar ábyrgar aðferðir til þess að ná valcíi á þyngd sinni og lífstíðarprógram til þess að ná bata á þessum sjúkdómum. Engar skammtíma- lausnir eða niðurlægjandi mælingar og kúrar. Leiðbeinandi er Inga Bjarnason. Upplýsingar í síma 561 9919 milli kl. 10 og 12. -Qí* Jógastöðin Heimsljós Jóga í umhverfi kyrrðar og fegurðar. Byrjcndanámskcið, 14.-30. október, þriðjud. og fimmtud. kl. 20.00-22.00. Leiðb: Guðflnna St. Svavarsdóttir ,ÓGA Byrjendanámskeið, 13.-29. október, mánud. og miðvikud. kl. 20.00-22.00 Leiðb. Bima Guðmundsdóttir. JÓGASTÖÐIN HEIMSLJÓS Kynningar og námskeið fýrir vinnustaði og hópa. Jógastöðin Heimsljós, Ármúla 15, sími 588 4200 alla virka daga kl. 13-19- ■nMMHiws Polunarmeðferð fyrir líkama og sál Pólun (Polarity Therapy) er heildræn meðferð og hentar þeim sem vilja viðhalda heilbrigði sfnu. Ójafnvægi á orkusviöi manneskjunnar brýst fram í líkamlegum og andlegum einkennum. Með léttri snertingu örvar pólun orkusviðið og stuðlar að bættu jafnvægi. Unnið er með heilbrigðan kjarna sem er að finna í hverri manneskju. Pólunarmeðferð byggist á osteopathy, ayurveda og jóga. Lisa Björg Hjaltested, APP, er meðlimur í APTA, ameríska pólunarfélaginu. Timapantanir eru i afgreiðslu Yoga Studios. Y0GA$ STUDIO Hátúni 6a Sími 51 1 31 OO Námskeið til aukinna ökuréttinda hefjast vikulega Sveigjanlegur námstími (áfangakerfi), próf á rútu, leigubíl, vörubíl og vörubíl með tengivagni. Reyndir kennarar, góðir bílar, fullkomin aðstaða. Hafðu samband og fáðu nánari upplýsingar. OKU £KOI,INN IMJODD Kennsla og skrifstofa: Þarabakka 3, Mjóddinni, Rvík, sími 567-0-300 Stúdentar frá Menntaskólanum við Hamrahlíð! Ut er komið veglegt afmælisrít í tiiefni af 30 ára afmæli Menntaskólans við Hamrahlíð. í ritinu er m.a. að fínna kennara- og stúdentatal allra áranna, sögu skólans í samantekt fyrstu rektoranna, Guðmundar Arnlaugssonar og Örnólfs Thorlacius, ásamt greinum eftir Stefán Briem og Heimi Pálsson. Einnig er rakin saga kórastarfsins í skólanum. Ritstjórí er Heimir Pálsson. Nú stendur yfir sfmasala til stúdenta frá skólanum. Núverandi nemendur bera hitann og þungann af sölunni. Allir stúdentar skólans geta liaft gagn og gaman af ritinu og vonast er eftir að þið takið sölufólkinu vel. Innbundið kostar afmælisritið 3-500 kr. en óbundið 2.500 kr. Ritið fæst einriig á skrifstofu skólans, bóksölu MH og í bókabúðum Máls og menningar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.