Morgunblaðið - 12.10.1997, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 12.10.1997, Blaðsíða 64
m* JM«r«nnii(iiMtt þinum til skila pósturoosImihf H Si ma b a n ki 560 6060 MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF3040, NETFANG R1TSTJ@MBL.IS AKUREYRI: KAUPVANCSSTRÆTI1 SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 1997 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Varðskipinu Ægi breytt í Póllandi Morgunblaðið/Jón Páll Ásgeirsson VARÐSKIPIÐ Ægir við komuna til íslands. VARÐSKIPIÐ Ægir kom í vik- unni frá Póllandi þar sem gerðar voru sams konar breytingar á skipinu og gerðar voru á varð- skipinu Tý sl. vor. Ingvar Krist- jánsson, forstöðumaður skipa- tæknideildar Landhelgisgæslunn- ar, segir að breytingarnar auki sjóhæfni skipsins og öryggi áhafnar. Pyrlupallurinn var lengdur, jafnvægisstöng var sett í sónar- rými og neyðarútgangar 1 íbúðir áhafnar. Einnig var smíðuð rat- sjárkúla og þyngingarkjölur á skipið og svokallaður svínahrygg- ur sem felur í sér að stefni skips- ins var hækkað. Ingvar segir að skipið verji sig mun betur í brot- sjóum með svona stefni. „Breytingamar auka líka öryggi áhafnarinnar þegar hún vinnur við björgunarstörf og þegar draga þarf önnur skip,“ segir Ingvar. Lengi hafði staðið til að gera þessar breytingar. Ingvai' segir að Ægir hefði varið sig betur þegar skipið fékk brotsjó á sig þegar það reyndi að forða Víkartindi frá því að stranda í Þykkvabæjarfjöru síðastliðinn vetur. Hann kvaðst hafa alla trú á því að sá atburður hefði ýtt á fjármögmm breyting- anna núna. Breytingarnar voru unnar í Póllandi og var tilboð Pól- verja í verkið um 15 milljónir kr. Skrifstofusljóri ASÍ um vinnuverndarreglur EES Island upp- fyllir ekki -v lágmarks- kröfur HALLDÓR Grönvold, skrifstofu- stjóri ASÍ, gagnrýndi stjórnvöld íyr- ir tregðu við að uppfylla tilskipanir Evrópusambandins um ýmsa þætti vinnuverndar í erindi sem hann flutti á þingi Landssambands ís- lenskra verslunarmanna í gær. Hall- dór benti m.a. á að í júm' í fyrra átti að taka gildi hér á landi tilskipun um lögleiðingu ráðstafana til að auka ör- yggi og heilbrigði á vinnustöðum fyrir þungaðar konur. Að mati ASI hafa stjórnvöld leitað allra leiða til að draga sem kostur er úr þeim ^gjéttarbótum sem tilskipunin felur í sér og uppfylla ekki þær lágmarks- kröfur sem Island hefur undirgeng- ist með aðild að alþjóðasamningum. Pólitísk Iína að lágmarka áhrif þessara reglna „Reynslan kennir okkur að stjórnvöldum er ekki treystandi til að sjá um þetta. Það er sú pólitíska lína hér að lágmarka áhrif þessara reglna hvað varðar réttarstöðu launafólks," sagði Halldór í samtali við blaðið í gær. Hann benti einnig á að íslensk stjórnvöld hefðu ekki fengist til að fullgilda reglur Al- þjóðavinnumálastofnunarinnar um vinnuvernd barna og ungmenna. v^ar virðumst við vera eina landið í allri Evrópu,“ sagði hann. -------------- Ekki meira af rjúpu síðan 1989 AÐ MATI Náttúrufræðistofnunar Islands er rjúpnastofninn á uppleið og hefur ekki verið stærri síðan 1989. Telur stofnunin að rjúpna- -Otofninn sé nú á haustdögum um ein milljón fugla. Óvenjuhátt hlutfall unga komst á legg í fyrra. Stofnstærðarmælingar á íslenska rjúpnastofninum hafa sýnt að hann sveiflast mikið. Síðasta hámark var árið 1986, en síðan fækkaði rjúpum ár frá ári uns stofninn náði lágmarki 1991-1994. -Samkvæmt skýrslum Veiðistjóra voru 151.000 rjúpur veiddar 1996. Halldór Ásgrímsson um norsk-íslenzka sfldarstofninn Ymsir kostir koma til greina við uthlutun HALLDÓR Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins og utanríkis- ráðherra, segir ýmsa kosti koma til greina varðandi úthlutun veiðiheim- ilda úr norsk-íslenzka síldarstofnin- um. Einar Oddur Kristjánsson al- þingismaður hefur sagt að gera megi tilraun með að leggja auðlinda- gjald á síldveiðiheimildir. Er Halldór var spurður álits á hugmynd Einars Odds vísaði hann til ummæla sinna á síðasta flokks- þingi Framsóknarflokksins, en þar sagði ráðherrann m.a.: „Það má vel hugsa sér að ríkisvaldið leigi hluta [veiðiheimilda] á sama markaði og útvegsmenn verzla á. í þessu sam- bandi má nefna hluta af þeim afla- heimildum sem koma til úthlutunar úr norsk-íslenzka sfldarstofninum og ekki er sérstök veiðireynsla íyrir, mjög aukna rækju- og loðnuveiði og e.t.v. hluta af aukningu bolfiskafla síðar meir þegar við náum fiski- stofnunum upp.“ Ekki bundinn við ákveðna hugmynd Halldór segir að annað gildi um norsk-íslenzku sfldina en aðrar teg- undir. „Eg hef ekki bundið mig við neina ákveðna hugmynd í því sam- bandi en ég tel að það komi ýmislegt til greina í þeim efnurn," segir hann. „Það hefur verið tekið sérstaklega fram að veiðireynsla mun ekki verða lögð til grundvallar í sambandi við norsk-íslenzka síldarstofninn." Halldór segist almennt á móti veiðileyfagjaldi. „Eg tel að það leysi ekki þau vandamál sem eru í kvóta- kerfinu. Það mun í sjálfu sér engu breyta. Það er skattur, sem verður til þess að það, sem fer í þennan skatt, verður hvorki notað til að bæta kjör fólksins í sjávarútvegin- um, greiða niður skuldir hans eða byggja upp nýja tækni. Ég tel að hagnaður í sjávarútvegi sé ekki vandamál í dag.“ Morgunblaðið/Þórhallur LÖGREGLA kom á vettvang þar sem kom til átaka milli tveggja manna í fyrrinótt. Nefbrotinn í slagsmálum FJÓRAR líkamsárásir voru kærðar til lögreglunnar á Akureyri á föstu- dagskvöld og aðfaranótt laugardags. Ölvuðum manni var vísað út af Billjarðstofunni í Kaupvangsstræti um miðnætti á föstudagskvöld, en þar fyrir utan lenti honum saman við annan og upphófust þar nokkrar ryskingar. Var maðurinn sleginn hnefahöggi í andlit og samkvæmt upplýsingum lögreglu var einnig talið að sparkað hefði verið í hann liggjandi. Hann var fluttur á slysa- deild Fjórðungssjúki-ahússins á Akureyri en talið var að hann væri nefbrotinn og þá var hann með skurð á enni. Þá lenti tveimur stúlkum saman á Ráðhústorgi, sló önnur hina af nokkru afli þannig að hún féll í göt- una og hlaut áverka. Tveir menn lentu í átökum í Geislagötu og loks var maður á ferð við Sjallann með áverka á nefi. Isafjarðarbær sýkn- aður fyrir Hæstarétti HÆSTIRETTUR hefur sýknað Isa- fjarðarbæ af kröfum Lánasjóðs Vestur-Norðurlanda. Lánasjóðurinn veitti útgerðarfélaginu Stekki hf. á Suðureyri 20 milljóna króna lán árið 1990 til kaupa á fiskiskipi. Til trygg- ingar láninu var 1. veðréttur í skip- inu auk einfaldrar ábyrgðar Suður- eyrarhrepps. Utgerðarfélagið varð gjaldþrota. Lánasjóðurinn reyndi að innheimta eftirstöðvar kröfu sinnar hjá Suðureyrarhreppi og tók ísa- fjarðarbær við aðild hreppsins í mál- inu í kjölfar sameiningar sveitarfé- laga á norðanverðum Vestfjörðum. I dómi Hæstaréttar segir að þrír aðalmenn og einn varamaður hreppsnefndar Suðureyrarhrepps hafí komið saman á skrifstofu hreppsins 14. júní 1990, að því er næst verður komist. Þar hafi þeir undirritað á bréfsefni sveitarfélags- ins skjal með fyrirsögninni „Sam- þykkt“. Fól hún í sér umboð til sveitarstjóra að samþykkja einfalda ábyrgð hreppsins á láni Stekks hf. hjá Lánasjóði Vestur-Norðurlanda. Af málsgögnum verði ekki séð að fundur hafi verið haldinn í hrepps- nefndinni þennan dag. ísafjarðar- bær reisti sýknukröfu sína á því að áðurgreind samþykkt hefði ekld ver- ið gerð á formlegum fundi hrepps- nefndarinnar. Gaf tilefni til varfærni í dómi Hæstaréttar segir m.a.: „í nefndri samþykkt, sem er óvottfest, segir að undirritaðir hreppsnefnd- armenn veiti sveitarstjóranum um- boð til að samþykkja einfalda ábyrgð. Skjalið ber engin einkenni þess að vera endurrit fundargerðar hreppsnefndar og ekki er vísað til neins sveitarstjórnarfundar þar sem ákvörðun hafi verið tekin. Stefnda, sem er opinber lánastofn- un, bar eins og á stóð að ganga úr skugga um að ákvörðunin væri tek- in með þeim hætti sem mælt er fyr- ir um í 89. gr. laga nr. 8/1986. Þrátt fyrir að útlit skjalsins og orðalag laganna gæfi honum tilefni til var- færni veitti hann lánið við svo búið án þess að aðhafast neitt til að kanna málið nánar. Með því sýndi hann óvarkárni sem hann verður sjálfur að bera ábyrgð á.“ Morgunblaðið/RAX Unnið í húminu LJÓS og skuggar skapa oft skemmtilega stemmningu. Þessi mynd var tekin við Hallgrímskirkju í Reykjavík, þar sem verkamenn unnu við frágang Skólavörðu- holtsins þótt birtan væri farin að dvína.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.