Morgunblaðið - 12.10.1997, Blaðsíða 48
48 SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Tommi og Jenni
Ljóska
Ferdinand
lir5^
r// /J
Smáfólk
Þetta verður barátta, Kalli! Sum okkar munu Ef það skyldi vera tilfellið, hugsið þá út í það
ef til vill ekki koma lifandi út úr þessu! hver á að gefa hundinum ...
JltffrgtutMð&fö
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329
Framhaldsskóla-
kennari! lækkuðu
þín laun líka?
Frá Gísla Ólafi Péturssyni:
UM þessar mundir er forysta HIK
að óska endurkjörs. Fyrsta skylda
stéttarfélags er að gæta hagsmuna
félagsmanna sinna og - sækja fram
ef færi gefst. Skoðum afrek hennar
í kjaramálum. Fyrsta október voru
greidd laun eftir nýja samningnum
svo að loks er hægt að bera kjörin
saman við það sem var fyrir einu
ári - þann fyrsta október 1996.
Samanlagður mínus
Breyting mánaðarlauna fram-
haldsskólakennara er +4,84%. Að
nafninu til hafa föstu launin hækkað
um 7,84% en þar af er einn launa-
flokkur, 3%, þannig til kominn að
ákveðið hefur verið að draga í stað-
inn úr greiðslum fyrir yfirferð verk-
efna. Sá flokkur er því tekinn úr
okkar eigin vasa.
Eftir aukna vinnuskyldu fram-
haldsskólakennara er breytingin
samtals -1,61%. 130 tíma endur-
gjaldslaus aukning á vinnuskyldu
framhaldsskólakennara jafngildir
6,45%. Hana ber að draga frá þegar
áhrif kjarasamningsins eru metin.
Þegar framhaldsskólakennari
verður 55 ára verður breytingin sam-
tals -7,32%. Eftir 55 ára aldur er
hætt að greiða fyrir 32 klukkustund-
ir sem vinna skal við upphaf og lok
anna. Þær eru 1,59% af heildarvinnu
ársins. Auk þess verður nú allur 55
ára kennsluafslátturinn umreiknaður
til annarra starfa til viðbótar við 130
tímana. Sú vinnuaukning nemur
4,12% af vinnumagni ársins.
Þegar framhaldsskólakennari
verður 60 ára verður breytingin sam-
tals -15,64%. Allur kennsluafsláttur
sextugra kennara verður á sama
hátt umreiknaður til annarra starfa
til enn aukinnar viðbótar við 130
tímana. Þessi viðbót hjá sextugum
kennurum nemur 8,32%.
Vantar lýsingarorð
Ég skil ekki útreikning kennslu-
starfsins eftir nýju reglunum. Ég sé
hins vegar hvaða upphæð ég fæ
greidda samkvæmt launaseðli. Ég
ákvað því að reikna launin mín eftir
þeim einföldu reglum sem voru í gildi
fyrir einu ári. Mig vantar lýsingarorð
yfír niðurstöðuna: Heildarlaun mín
eru 5% lægri en þau væru eftir samn-
ingi síðasta árs!!
Hvernig breyttust þín kjör?
Taktu fram síðasta launaseðil árs-
ins 1996. Notaðu einingaverðin á
honum til að reikna greiðslur fyrir
núverandi kennslu. Leiðbeiningar
finnurðu á rvik.ismennt.is/'gop - og
getur fengið senda Excel-skrá til að
reikna launin út. Gott væri að safna
niðurstöðunum á einn stað með því
að senda þær til gop@ismennt.is eða
í Box 36/202 Kóp. Yfirliti verður svo
dreift til þátttakenda. Ljóst er að
forysta HÍK hefur bætt á félagsmenn
sína endurgjaldslausri vinnu. Það er
hins vegar fleira sem vantar en lýs-
ingarorð þegar þeir þar á ofan ýmist
hækka minnst allra stétta eða bein-
línis lækka í útborguðum launum !!!
GÍSLIÓLAFUR PÉTURSSON,
framhaldsskólakennari.
Hugleiðingar við
skrif veiðisljóra
Frá Ásmundi U. Guðmundssyni:
HINN 28. september 1997 Ias ég
undirritaur langa grein í Morgunblað-
inu, eftir Ásbjöm Dagbjartsson veiði-
stjóra. Þessi grein bar heitið „Veiði-
kortin stórauka svið veiðistjóra“ og
var studd af tveimur línuritum, annað
var um ferfætt meindýr í lífríkinu,
hitt um fljúgandi veiðibráð.
Þessi heilopnu pistill veiðistjóra var
að mörgu leyti athylisverð lesning
þar sem líffræðingur útdeilir þekk-
ingu sinni í afmörkuðu formi. Vitnaði
hann til dæmis í Villidýralögin 1984
máli sínu til stuðnings. Því miður er
sá lagabálkur að stórum hluta rugl,
þó svo að hæstvirt Alþingi hafi lagt
stimpil sinn þar á. Mætti alveg að
skaðlausu endursemja þann lagabálk
og ryðja úr honum ruglinu.
Þegar horft er á skrif veiðistjóra
frá sjónarhóli hins dæmigerða veiði-
manns koma í Ijós dulin höft til veiða
vegna þeirrar lagasetningar sem í
gildi er og þeirra mótsagna sem Villi-
dýralögin eru morandi af. Það sem
heita má gott í Villidýralögunum
varðar veiðikortin, veiðiskýrslurnar
og veiðidagbókina, allt annað mætti
stórlega skerða eða nema burt.
Síðar í greininni talar veiðistjóri
um veiðar á refum og minkum og
telur þær tegundir hafa fjölgað sér
allverulega á síðustu 3-4 árum. Á
því er einföld skýring. Samkvæmt
núgildandi lögum má enginn bana
þessum kvikindum nema sárafáir út-
valdir menn og með skoti. Ef aðrir
mættu bana þessum dýrum með þeim
ráðum og áhöldum sem fyrir hendi
væru hvetju sinni til viðbótar við
þessa útvöldu ætti að sjást einhver
árangur. Því miður myndu ótrúlega
margir landsmenn tryllast í anda
grænfriðunga og fordæma verknað-
inn. Svo er annað sem vegur kannski
þyngst, þær greiðslur sem nú eru
fyrir skottið af ref og mink eru þess
eðlis að þær eru dragbítur á meiri
veiði á þessum dýrum.
í framhaldi af því sem hér fyrr er
skrifað, ætla ég að varpa fram sprun-
ingu: „Er ekki mögulegt annars veg-
ar að framkalla sýkingu í villta refa-
stofninum sem veldur dauða, en læt-
ur önnur dýr af sama stofni í friði
og hins vegar nota svipað efni sem
hejjar aðeins á villta minkastofninn
- eða að nota efni sem veldur ófrjó-
semi villtra refa og minka við mökun
úti í náttúrunni?“ Með slíkum aðgerð-
um, en þær kosta peninga, næðist
haldgott tak á allri nýliðun í viðkom-
andi stofnum sem ganga frjálsir úti
í náttúrunni á fáum árum. Lítil sem
engin hætta er á því að villti refurinn
eð minkurinn dæju út á næstu ára-
tugum, því alltaf sleppur eitthvað út
frá loðdýrabúunum ár hvert.
ÁSMUNDUR U. GUÐMUNDSSON,
Suðurgötu 124, Akranesi.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.