Morgunblaðið - 12.10.1997, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ
MIIMNINGAR
SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 1997 39
ist allra aðfangadagskvöldanna
heima hjá ömmu og afa á Ægisíð-
unni þegar Palla og Binni komu í
heimsókn eftir kvöldmatinn ásamt
Ellu dóttur sinni, manni hennar og
sonum þeirra. Það tilheyrði alltaf
að við hittumst öll saman á að-
fangadagskvöld. Það var þvi oft
mikið líf og fjör á þessum kvöldum
enda margt um manninn. Ég er
óskaplega þakklát fyrir þær stundir
sem við áttum saman síðastliðinn
vetur. Ég náði þá að kynnast mann-
kostum Pöllu enn betur og var þá
líka komin með þroska til að meta
þá. Palla var alltaf svo glaðlynd og
stutt í gamanið hjá henni þrátt fyr-
ir mikil veikindi hin síðustu ár og
man ég ekki eftir henni öðru vísi.
Ég þakka henni fyrir allar þær
góðu stundir sem ég átti með henni
þegar ég kveð hana í dag.
Fuglarnir hófu sig til himins,
þar sem draumar vakna og sofna.
Eins og maður sem kemst til draumsins
fljúga þeir tignarlega til sólu.
Fegurðin nkir þar ein
þar sem friðurinn að eilífu ríkir.
Skyndilega kveður sól himin
eins og dagur nótt.
í fyrstu varpar hún rauðum bjarma
á bláan óendanleika himinsins,
að lokum er minningin eftir
og himinninn þar sem fegurðin býr.
(Hrönn Thorarensen)
Elsku Binni, Ella, Hjörtur, synir
og aðrir aðstandendur, ég bið Guð
að styrkja ykkur á þessari sorgar-
stundu. Minninguna um þig, elsku
Palla, mun ég ætíð geyma með mér.
Hrönn.
Þegar komið er að kveðjustund
koma upp í hugann góðar minning-
ar um Pöllu föðursystur mína. Palla
var sérstaklega hjartahlý og sýndi
öðrum einstaka umhyggju. Fyrir
nokkrum árum varð bróðir minn
Páll fyrir slysi, þá 9 ára gamall,
og hefur ekki gengið heill til skógar
síðan. Palla hafði ávallt tíma fyrir
hann og sýndi honum mikla ró og
þolinmæði, eitthvað sem hann hafði
mikla þörf fyrir og býr að enn í dag.
Það var alltaf notalegt að koma
í heimsókn til Pöllu og Binna á
Háaleitisbrautina. Ávallt tók hún
mér og minni fjölskyldu opnum
örmum og hafði mikinn áhuga því
sem var að gerast í lífi okkar. Hún
gekk undir nafninu Palla amma hjá
börnunum mínum þremur og var
mjög ánægð með þann titil.
Eftirlifandi eiginmanni, dóttur
og dóttursonum sendi ég mínar
samúðarkveðjur.
Þóra Þórisdóttir.
Skjótt skipast veður í lofti.
Á tæpum þremur vikum hafa
tvær systur úr sömu fjölskyldunni
okkar fallið í valinn, þær Klara og
Pálina. Það er ekki lengra síðan en
sjötta september að öll systkinin
komu saman í brúðkaupi systur-
dóttur þeirra. Hvern hefði órað fyr-
ir því að þetta myndi bera svo brátt
að? Er ég sat við dánarbeð Pöllu
mágkonu minnar, rifjuðust upp
minningarnar um liðna daga. Hver
í fjölskyldunni man ekki áramótin
hjá Klöru og Villa og brennuna á
Ægisíðunni, þá var mikið fjör er
systkinahópurinn ásamt mökum og
aragrúa af börnum safnaðist saman
til að fagna nýju ári. Fleira sækir
að eins og sumarferðalögin eða jóla-
boðin sem haldin voru á afmæli
Binna þar sem borð svignuðu undan
krásunum hennar Pöllu. Hvernig
byijaði þetta annars? Minningarnar
seilast sextíu ár aftur í tímann til
Bergþórugötu 12, litla hússins er
kúrði efst i lóðinni við Skólavörðu-
holtið. Ég vissi þá, að í þessu húsi
bjó ekkja ásamt börnunum sínum
sjö, en þá grunaði mig ekki að síð-
ar meir yrði þessi fallega skapgóða
kona tengdamóðir mín og ég myndi
tengjast krökkunum á 12 jafnnáið
og síðar varð. Eftir að við Guð-
mundur sonur hennar fórum að
vera saman kynnti hann mig fyrir
þessari stóru glaðværu fjölskyldu
sinni. Móðir hans Elín Guðmunds-
dóttir var mikil mannkostakona
með stórt hjarta, glaðvær og allra
vinur og munu margir muna hana
enn því hús hennar stóð jafnan
opið jafnt ungum sem öldnum. Ég
horfi á Pöllu mágkonu mína þar sem
ég sit hjá henni, hvað hún líkist
mömmu sinni. Þær gerðu það
reyndar báðar þessar systur, glæsi-
legar, glaðværar og hinar mestu
hannyrðakonur. Reyndar eru öll
börnin hennar Elínar listfeng, það
leikur allt í höndum þeirra, hvers
og eins. Áfram streyma minning-
arnar, þar sem ég sit, eins og óbeisl-
að fljót. Systkinin byijuðu snemma
að vinna og létta undir með móður
sinni sem þau dáðu og virtu. Síðar
stofnuðu þau, hvert af öðru, sín
heimili ásamt lífsförunautum sínum
og eignuðust sín börn, en ávallt var
Bergþórugata 12 miðpunkturinn
meðan Elínar naut við. Niðjum Elín-
ar íjölgaði stöðugt og að því kom
að farið var að halda jólaböll til að
halda þessum stóra hópi saman, já
og ættarmót héldum við líka. Nú
er Bergþórugata 12 horfin og þar
sem litla húsið stóð er komið bíla-
stæði fyrir Iðnskólann. Ærslabelg-
irnir er þar bjuggu orðnir mikið
fullorðið fólk og ný kynslóð tekin
við. í raun finnst mér svo stutt síð-
an húsið hennar Elínar var og hét.
í sumar höfðu systurnar tvær og
við hin rætt um hvað hægt væri
að gera á aldarafmæli móður þeirra
hinn 1. október á þessu ári. Hvers
vegna ekki að fara með stóla, borð,
kampavín og glös að beði hennar
og við tilhugsunina fannst mér ég
næstum heyra hinn dillandi hlátur
hennar. Nei, kannski væri þetta
ekki nógu virðulegt og við vorum
jú orðin svo mörg. Engan gat grun-
að að dagsins yrði minnst á þann
hátt sem fór. I vikunni eftir þrúð-
kaup systurdóttur þeirra voru báðar
þessar elskulegu mágkonur mínar
lagðar inn á Sjúkrahús Reykjavík-
ur. Klara fór í aðgerð er virtist
heppnast vel og glöddumst við öll,
ekki síst hún sjálf, Villi og börnin,
en þá kom reiðarslagið. Sunnudag-
urinn 14. sept. rann upp. Villi og
Málfríður, dóttir þeirra, fóru í heim-
sókn til Klöru, en þá var hún öll. Á
einu andartaki hrundi heimurinn
fyrir Villa og börnunum, þetta var
mikil sorg og fyrir Pöllu, sem þá
var orðin mikið veik varð þetta gíf-
urlegt áfall. Þær systur höfðu alla
tíð verið mjög nánar og tæpast leið
sá dagur að þær ekki heyrðust í
síma. Þau hafa því verið Binna
þung sporin að þurfa að færa konu
sinni þessa válegu frétt. Fyrir hönd
fjöiskyldu minnar vil ég færa Villa
og hans fjölskyldu okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur yfir þeirra
mikla missi. Okkar hugur og bænir
hafa verið með þeim í þeirra sorg.
Heilsu Pöllu hrakaði óðum og í kjöl-
far lærbrots á Sjúkrahúsi Reykja-
víkur varð ekki aftur snúið. íjöl-
skylda hennar vakti nótt sem dag
og umvafði hana með allri sinni ást
og hlýju. Hinn 2. október með sólar-
geislann sinn Elínu sér við hlið
slokknaði lífsneisti Pöllu að fullu.
Enn á ný biðu Binna þung spor,
þau þyngstu, enda voru þau þjón
einstaklega samrýnd, vinir og félag-
ar, stoð og stytta hvort annars.
Daginn áður á 100 ára afmæli
móður þeirra var aska Klöru lögð
til hinstu hvílu við hlið móður sinn-
ar eins og hún hafði óskað eftir.
Það munaði því aðeins einum degi
að fæðingardagur móður, sem þær
líktust svo mjög tengdi þær allar
saman. Ég þakka af alhug fyrir að
fá tækifæri til að kynnast þessum
systrum. Það er mér mikil og stór
gjöf sem ég geymi í hjarta mínu
til hinstu stundar. Elsku Binni, Ella
og fjölskylda! Missir ykkar er mik-
ill og söknuðurinn sár. Ég og fjöl-
skylda mín biðjum algóðan Guð að
styrkja ykkur og styðja. Bænir okk-
ar og hugur munu vera með ykkur.
Brynhildur Bjarnarson.
Það hefur myndast stórt skarð í
hóp okkar systkina af Bergþóru-
götu 12. Við hefðum ekki trúað því
hinn 6. september sl., þegar við
hittumst í brúðkaupi dóttur minnar,
að innan þriggja vikna væru báðar
systur mínar látnar.
Þrátt fyrir það að bæði Klara og
Palla hefðu átt við sjúkleika að
stríða var ég svo bjartsýn á að við
ættum eftir margar notalegar
stundir saman. Höfðum við einmitt
ráðgert að hittast á 100 ára fæðing-
arafmæli móður okkar þann 1.
október.
Við systur vorum alla tíð mjög
samrýndar og ósjaldan spjölluðum
við saman í síma. Eiginmenn okar
hentu oft gaman að tíðum og löng-
um símhringingum okkar systra á
milli og sögðu þá í gríni: Er það
Klara systir eða Palla systir?
Ég hugsa til þess með söknuði
að geta ekki hringt í stóru systur
mínar ef mér liggur eitthvað á
hjarta. En ég þakka fyrir öll árin
sem ég átti þær að og minnist með
þakklæti margra góðra stunda sem
við áttum og ríkulegrar hjálpsemi
og góðvildar þeirra beggja í minn
garð.
Ég þakka Klöru fyrir öll lögin og
bænirnar sem ég lærði af henni í
æsku þegar hún svæfði okkur þijú
yngstu systkinin. Seinna hrærði það
hjarta mitt þegar Palla, svo oft, birt-
ist með fangið fullt af fötum og
sagði: Steinka mín getur þú ekki
notað þetta á þig eða bömin?
Elsku systur mínar, þið hafið
gefið mér svo margt í gegnum lífið.
Eg kveð ykkur með þessari bæn,
sem við systkinin þekkjum öll:
+ Steinþór Þór-
ormsson fædd-
ist á Búðum, Fá-
skrúðsfirði, 30. maí
1941. Hann andað-
ist á heimili sínu 1.
október síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Þórormur
Stefánsson, f. 23.4.
1894, d. 12.5. 1981,
og kona hans Stef-
anía Indriðadóttir,
f. 4.5. 1898, d. 7.11.
1959. Steinþór var
yngstur af fjórtán
systkinum og eru
fimm þeirra á lífi.
Fyrri kona Steinþórs er Guð-
leif Sigbjörnsdóttir og áttu þau
þrjú börn, Sigbjörn, f. 17.6.
1963, sambýliskona Ásthildur
Guðjónsdóttir, dóttir hans
Sandra Dögg, f. 24.2. 1989,
Rósa Kristborg, f, 9.8. 1965,
maki Borgþór Harðarson, börn
þeirra Bryiyar Örn og Bryndís
Arna, f. 12.1. 1994, Þórunn
Stefanía, f. 29.5. 1976, sambýl-
ismaður Guðmundur Jónasson.
Seinni kona
Steinþórs er
Guðný Þóra Valdi-
marsdóttir, f. 17.7.
1955, og áttu þau
einn son, Sigurð
Valdimar, f. 19.12.
1986. Fósturdóttir
Steinþórs er Elísa-
bet Matthildur, f.
26.9. 1973, sambýl-
ismaður Sigurður
Geir Einarsson,
barn þeirra Eva
Katrín, f. 24.2.
1995.
Steinþór starfaði
lengi sem verkstjóri hjá Hrað-
frystihúsi Fáskrúðsfjarðar og
um árabil sem fiskeftirlitsmað-
ur hjá Sjávarafurðadeild Sam-
bandsins, en síðustu árin starf-
aði hann sem sendibílstjóri,
aðallega fyrir Johan Rönning
hf. og íslenskar sjávarafurðir
hf.
Útför Steinþórs fer fram frá
Fossvogskirkju mánudaginn
13. október og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
STEINÞOR
ÞÓRORMSSON
Vertu yfír og allt um kring
með eilífri blessun þinni.
Sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfír minni.
Elsku Villi og Binni, við Ragnar
sendum ykkur og fjölskyldum ykkar
okkar dýpstu samúðarkveðjur.
Steinvör Bjarnadóttir.
Með aðeins tveggja vikna milli-
bili hafa tvær systur föður míns,
þær Klara og Palla, kvatt þennan
heim. Missir fjölskyldna þeirra er
mikill og meðal ættingjanna er
þeirra sárt saknað.
Þegar ég var drengur var mikill
samgangur á milli föður míns og
systkina hans. Ég gleymi því aldrei
hvað mér fannst gaman að fara í
afmælisboðin á Ægisíðunni. Útsýnið
út á hafið af svölunum hjá Klöru
og Villa var stórkostlegt og fjaran
fyrir neðan hreinn ævintýraheimur.
Þar kenndi ýmissa grasa og það var
mjög spennandi að sjá hveiju hafíð
hafði skolað upp í ijöruna og oft var
ekki síður spennandi að sjá innihald-
ið. Bamahópurinn var stór og oft
gekk mikið á en þrátt fyrir það man
ég ekki eftir skömmum eða ávítum
enda Klara og Villi með afbrigðum
þolinmóð og lagin við börn.
Gamlárskvöldin eru mér sérstak-
lega minnisstæð en þá komu til
okkar í Skógargerðið þau Binni,
Palla og Ella. Mikil var eftirvænt-
ingin að fá þau því brunavörðurinn
lumaði oft á einhveiju spennandi
sem hæfði deginum og hjartahlýrri
manneskju en Pöllu var vart hægt
að hugsa sér. Um páskana var svo
komið að okkur að fara til þeirra.
Það var alveg sérstök stemmning,
allt að því virðuleg. Allt var svo
snyrtilegt og vel til haft og svo var
Palla líka frábær kokkur. Hún átti
reyndar ekki langt að sækja það
því að „Ella amma“ var þekkt fyrir
að elda góðan mat.
Núna seinni árin hefur samgang-
urinn ekki verið eins mikill og æski-
legt væri en þannig vill það oft
verða. Jólasamkomurnar sem
systkini föður míns héldu til skiptis
til margra ára, gerðu þó sitt til að
tengja fjölskyldurnar saman. Þar
fengum við barnabörnin hennar
„Ellu ömmu“ ómetanlegt tækifæri
til að viðhalda kynnum okkar við
systkini foreldra okkar og börn
þeirra og kynnast nýjum barna-
börnum.
Þegar sorgin steðjar að er vont
að vera fjarri ástvinum sínum. Geta
ekki tekið þátt í sorg þeirra og
verið þeim innan handar. Ég sendi
fjölskyldum Klöru og Pöllu og öðr-
um ættingjum mínar dýpstu samúð-
arkveðjur og hugur minn verður
hjá ykkur á þessari erfiðu stundu.
Sama gerir Éyrún.
Sturla R. Guðmuudsson.
„Láttu nú Ijósið þitt
loga við rúmið mitt.
Hafðu þar sess og sæti
signaði Jesú mæti.“
(Höf. ók.)
Elsku pabbi minn. Nú ertu farinn
frá okkur mömmu. Þú varst búinn
að vera veikur svo lengi. Það verð-
ur erfitt að vera án þín en við
mamma vitum að þú verður hjá
okkur og fylgist með okkur. Ég
mun alltaf muna eftir því þegar við
fórum að veiða saman eða fórum í
fjöruferðir og tíndum skeljar,-
Elsku pabbi minn, ég ætla að
passa allt smíðadótið þitt og svo
hittumst við seinna í Nangijala.
Þinn,
Sigurður.
Fréttin um andlát Steinþórs Þór-
ormssonar kom okkur ekki með öllu
á óvart. Hann hafði um nokkurt
skeið háð hetjulega baráttu við
þann sjúkdóm sem engum vægir.
Fyrir skömmu hafði hann verið með
okkur starfsfólkinu á góðri stund á
fögrum degi og því höfðum við alið
þá von í bijósti að hann mætti enn
um skeið fá að njóta samvistanna
við sína nánustu. Því miður átti sú
von ekki fyrir sér að rætast.
Ævistarf Steinþórs var tengt
sjávarútvegi og fískvinnslu. Hann
hafði um nokkurt skeið umsjón með
fiskumbúðalager Sjávarafurðadeild-
ar Sambandsins, sem þá var til húsa
á Kirkjusandi í Reykjavík, en var
síðan um árabil verkstjóri hjá Hrað-
frystihúsi Fáskrúðsfjarðar. Á tíu ára
tímabilinu frá 1979 til 1989 var
Steinþór gæðaeftirlitsmaður hjá
Sjávarafurðadeildinni. Hann var
einn í þeirri vösku sveit sem var á
stöðugum eftirlitsferðum um landið
til þess að líta eftir því að freðfísk-
framleiðslan mætti á hveijum tíma
þeim miklu kröfum sem gerðar voru
Handrit afmælis- og minningargreina
skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða
tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt,
að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveld-
ust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa,
öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslu-
kerfin Word og Wordperfect eru einnig
auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til
blaðsins í bréfasíma 5691115, eða á netfang
þess þess (minning@mbl.is) — vinsam-
legast sendið greinina inni í bréfinu,
ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar
má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg
tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina
örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega
línuleng -• eða 2.200 slög. Höfundar eru
beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt-
nefni undir greinunum.
Crfisdrykkjur
um gæði hráefnis og afurða. Yfír-
burða vörugæði íslenskra freðfískaf-
urða eru ekki aðeins viðurkennd í
orði, heldur hafa þau í reynd orðið
til þess að tryggja framleiðendum
hæstu markaðsverð.
Frá 1989 og allt þar til heilsan
tók að bila starfaði Steinþór sem
sendibílstjóri. Hann gerði sér far
um að vera með góða bíla og gera
þá vel út og varð honum því vel til
viðskiptavina. Má segja að aðalstarf
hans síðustu árin hafi verið að sinna
akstri fyrir Johan Rönning hf. og
íslenskar sjávarafurðir hf. Flutn-
ingar fyrir ÍS gerðu honum kleift
að halda uppi góðu sambandi við
fyrri samstarfsmenn sína. Það varð
og til að treysta tengslin að eftirlif-
andi eiginkona Steinþórs, Guðný
Þ. Valdimarsdóttir, hefur um
margra ára skeið verið samstarfs-
kona okkar, fyrst í Sjávarafurða-
deild og síðan hjá íslenskum sjávar-
afurðum. Með okkur starfar einnig
Elísabet Richardsdóttir, dóttir
Guðnýjar, sem Steinþór gekk í föð-
urstað. Það er ekki nema tæpt ár
síðan Steinþór og Guðný voru með
í glöðum hópi ÍS-starfsmanna, sem
brugðu sér í helgarferð til Dublin.
Þá var ekki vitað annað en að allt
væri í góðu lagi með heilsufarið og
því eiga hér við orð skáldsins, að
skjótt hefur sól brugðið sumri.
Að leiðarlokum þökkum við
Steinþóri fyrir góða og langa sam-
fylgd. Guðnýju, Sigurði Valdimar
syni þeirra, Elísabetu, börnum
Steinþórs af fyrra hjónabandi og
öllum öðrum ættingjum sendum við
dýpstu samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Steinþórs
Þórormssonar.
Starfsfólk íslenskra
sjávarafurða hf.