Morgunblaðið - 12.10.1997, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 12.10.1997, Blaðsíða 42
42 SUNNUDAGUR 12. OKTÓBER 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MARGRÉT EYR ÚN HJÖRLEIFSDÓTTIR + Margrét Eyrún líjörleifsdóttir fæddist í Reykjavík 27. júní 1935. Hún lést á Landspítalan- um 6. október síð- astliðinn. Hún var dóttir Hjörleifs Guðbrandssonar, bónda í Reykjavík, f. 15. apríl 1894 í Bolafæti, d. 2. okt. 1979, og konu hans Agústu Hallmunds- dóttur, f. 5. ágúst 1897 í Gjábakka, d. 29. maí 1986. Bróð- ir Margrétar er Guðmundur Hjörleifsson trésmiður, f. 1. mars 1932 í Reykjavík. Margrét giftist 11. des. 1971 Bernharði Guðnasyni trésmið í Reykjavík, f. 10. nóv. 1929 á Berserkseyri. Foreldrar hans voru Guðni Elísson, bóndi á Berserkseyri, f. 31. okt. 1897, d. 15. mars 1976, og Sigríður Guðrún Halldórsdóttir, f. 4. okt. 1900 í Kothrauni, d. 14. maí 1981. Börn þeirra eru: 1) Hjörleifur Guðni, f. 18. jan. Vertu yfír og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji guðs englar saman í hring sænginni yfír minni. (Sigurður Jónsson.) Elsku mamma mín, það er ekki hægt að lýsa þér, hetjunni minni, í einni stuttri minningargrein, enda held ég að þess sé ekki þörf hér. Þínir ástvinir þekkja þig og vita hversu yndisleg og gefandi mann- eskja þú ert. En við einar vitum að engin orð eru nógu sterk til að lýsa okkar vináttu og sambandi. Þú ert ekki bara mamma mín heldur einnig besta vinkona mín. Þú ert mér allt, elsku mamma, og ég veit einfaldlega 1970, trésmiður. Sambýliskona hans er Hugrún Þor- steinsdóttir, f. 19. des. 1972. Sonur þeirra er Þor- steinn, f. 7. nóv. 1995. 2) Ágústa Guðrún, f. 19. ágúst 1972, 4>Ýskukenn- ari. Sambýlismaður hennar er Hákon Arnar Sigurbergs- son, f. 11. nóv. 1968. Sonur hans er Birkir Freyr, f. 18. apríl 1989. 3) Bernharð Margeir Bernharðs- son, f. 14. júní 1977, starfsm. í fatahreinsun. Dóttir Bern- harðs er Hrönn, f. 1. ágúst 1961, starfsstúlka, maki henn- ar er Gunnar Leví Haraldsson sjómaður. Synir þeirra eru Sölvi Leví, f. 16. sept. 1989, og Patrekur Árni Leví, f. 29. sept. 1993. Utför Margrétar fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík mánu- daginn 13. október og hefst athöfnin klukkan 13.30. ekki hvemig ég á að geta tekist á við lífíð án þín. Hjarta mitt er fullt af sársauka og sorg og þú tókst hluta af mér með þér. En ég veit þú ert hjá mér og munt gefa mér allan þinn styrk til að hjálpa mér að takast á við þennan hrikalega sársauká. Ég veit þú hafðir svo mikl- ar áhyggjur af mér, þar sem ég tek allt svo inn á mig, en hvemig er annað hægt þegar um svona yndis- lega og hjartahlýja konu eins og þig er að ræða. Þú hugsaðir alltaf fyrst um alla aðra en sjálfa þig, þú áttir það til að gleyma sjálfri þér, elsku mamma mín, og ég reyndi allt sem ég gat til að endurgjalda þér þann stuðning og þá ást, sem þú veittir mér. Ég veit að þessi nístandi sárs- auki hverfur aldrei, en ég læri kannski að lifa með honum. Nú ert þú farin frá þessu jarðríki til ömmu og afa, sem taka vel á móti þér og þar sem þér líður vel. En það getur enginn tekið minningar mínar um þig og okkar fallega samband frá mér. Eg mun alla tíð geta huggað mig við það. Ég veit þú ert héma hjá mér og munt fýlgja mér hvert fótspor og það er það sem mun leiða mig áfram í lífínu. Við munum hitt- ast aftur, elsku mamma mín, og þú munt taka vel á móti mér þegar þar að kemur. Á þessari stundu get ég ekki beðið eftir að hitta þig, en ég veit að þú vilt ekki að ég hugsi svona. Þú vilt að ég haldi mínu striki og reyni að láta mér og fjölskyldu okk- ar líða vel. Það er bara svo erfítt án þín, elsku mamma mín. Ég mun reyna allt sem ég get til að hjálpa pabba og bræðrum mínum að kom- ast jrfír þetta erfíða tímabil, sem bíður okkar. Elsku besta og yndislega mamma mín, ég kveð þig með sárum sökn- uði, ég á bara svo erfitt með að sleppa þér, en ég veit við munum sjást síðar, ég veit þú bíður eftir mér og þá höldum við okkar striki og skemmtum okkur eins og við erum vanar. Elsku pabbi, Hjölli, Hugrún, Hákon, Benni, Mummi og aðrir ástvinir, megi góður guð styrkja okkur öll á þessum erfiðu tímum. Minningin um yndislega og hjartahlýja konu lifir í sálum okkar og mun aldrei hverfa þaðan. Vertu blessuð, mamma mín, og við sjáumst síðar. Mér finnst ég varla heill né hálfur maður og heldur ósjálfbjarga því er ver ef værir þú hjá mér vildi ég glaður verða betri en ég er. Því eitt sinn verða allir menn að deyja eftir bjartan daginn kemur nótt ég harma það en samt ég verð að segja að sumarið líður allt of fljótt. (Vilhjálmur Vilhjálmsson.) Þín elskandi dóttir, Ágústa. Elsku Maddý amma! Ég vildi að við hefðum haft meiri tíma saman. Þú varst alltaf svo góð við mig og þið afi fóruð með mig upp í bústað, sem var ykkar líf og yndi. Mér fannst svo gaman að fara með ykk- ur. Þú varst búin að vera svo veik, en alltaf varstu tilbúin að passa mig. Þú vissir að þú ættir ekki langt eftir og vildir eyða tíma með mér og ég er svo þakklátur fyrir það, elsku amma mín, að hafa notið þín við þótt ég sé ekki nema tveggja ára mun ég aldrei gleyma þér, og ég veit að þú munt fylgja mér og verða verndarengillinn minn. Við ætlum öll að standa okkur fyrir þig, því þú ert búin að standa svo vel við bakið á okkur, og kenna okkur mikilvægi íjölskyldunnar. Elsku amma mín, ég á eftir að sakna þín svo mikið, en ég veit að þú ert komin til Guðs og að þér líð- ur vel núna. Ég vona að mér beri gæfa til að vera jafn sterkur og raunsær eins og þú varst. Takk fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Guð geymi þig, elsku amma mín. Þinn, Þorsteinn. Elsku Maddý! Þá er komið að kveðjustund. Þegar við hittum ykk- ur Benna fyrst hjá Hugrúnu og Hjölla fyrir fimm árum, þá fannst okkur eins og við hefðum alltaf þekkt ykkur. Það var svo auðvelt að kynnast ykkur. Við viljum þakka þér fýrir gestrisni og góðvild í okk- ar garð. Það var sama hvort heldur var á Grettisgötunni eða í sumarbú- staðnum, alltaf vorum við velkomin, sama hversu mörg við vorum. Við munum aldrei gleyma því þegar þú bauðst okkur öllum í kaffi sautjánda júní nú í sumar. Þig munaði ekki mikið um það, að fá okkur þrettán inn i kaffi, þótt heilsa þín væri að bresta. Og ailtaf varstu tilbúin að passa litla sólargeislann þinn, hann Þorstein. Það er mikill missir fyrir hann að hafa ekki Maddý ömmu lengur hjá sér. En við vitum að þú vakir yfir honum, þótt annars stað- ar sért. Við kveðjum þig með þakk- læti í huga. Þú varst alveg einstök kona. Guð geymi þig. Rut og Þorsteinn. Maddý mín. Mig langa'r í fáum orðum að þakka þér öll árin okkar. Við vorum orðnar hálffullorðnar þegar við kynntumst, eða tíu ára. Okkur fannst við færar í flestan sjó. Snemma var farið að taka þátt í störfum þeirra sem voru ennþá fullorðnaði en við. Þetta var á þeim árum sem alltaf var snjór á veturna og sleðabrekkan var Frakkastígur- inn eins og hann lagði sig, frá Njáls- götu niður á Skúlagötu, og alltaf var sól á sumrin enda iðaði Grettis- gatan af krökkum að leik öll kvöld. Við eignuðumst frekar snemma hjól og hjóluðum um allar trissur, austan frá Þjórsárbrú til Reykjavík- ur hvað þá heldur annað. Aldrei var rifíst. Við áttum líka helgidóm. Það voru páskadagsmorgnarnir þegar við drifum okkur í messu kl. 8. Núna eru þessir morgnar svo ótrúlega ljóslifandi í minningunni. Birtan og friðurinn og trúin á algóð- an guð, upprisuna og eilíft líf. Svo hófst lífsgangan, hún var svipuð hjólatúrnum austan úr sveit til Reykjavíkur, vegurinn mismun- andi góður en ferðin frábær. Stóri vinningurinn þinn var Benni og börnin ykkar og barnabarn. Síðustu mánuðir hafa verið ykkur mjög erfiðir en þið voruð öll sem eitt. Þú hafðir meiri áhyggjur af þínum nánustu en sjálfri þér, fjöl- skyldan var þér allt og ekki má gleyma Mumma bróður þínum. Benni minn, Ágústa, Hjölli, Benni yngri, tengdabörn, barna- barn og bróðir, megi páskabirtan, friðurinn og trúin á algóðan Guð veita ykkur styrk og vissan um upprisuna og eilíft líf vera smyrsl á sárin. Með þökk fyrir samveruna. Þín, Margrét. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA ÁRSÆLSDÓTTIR, Hólmgarði 4, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 15. október kl. 13.30. Auður Ellertsdóttir, Magnús Grétar Eliertsson, Arndís Ellertsdóttir, Ásrún Ellertsdóttir, Ársæll Brynjar Ellertsson, Elín Anna Ellertsdóttir, Eyjólfur Hlíðar Ellertsson, Guðjón Guðjónsson, Sigríður Vilborg Vilbergsdóttir, Mats Wibe Lund, Sævar Guðjónsson, Inga Jóna Heimisdóttir, Ingvi Friðriksson, Ásta Helgadóttir, Jón Helgi Haraldsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, fóstur- faðir, tengdafaðir og afi, STEINÞÓR ÞÓRORMSSON, Hraunbraut 41, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánu- daginn 13. október kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hins látna, er bent á Krábbameinsfélagsins njóta þess, Guðný Þóra Valdimarsdóttir, Sigbjörn Steinþórsson, Ásthildur Guðjónsdóttir, Rósa Kristborg Steinþórsdóttir, Borgþór Harðarson, Elísabet Matthildur Richardsdóttir, Sigurður G. Einarsson, Þórunn Stefanía Steinþórsdóttir, Guðmundur Jónasson, Sigurður Valdimar Steinþórsson og barnabörn. að láta Heimahlynningu HA UKUR HREGG VIÐSSON + Haukur Hreggviðsson fædd- ist á Vopnafirði 9. maí 1948. Hann Iést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur í Fossvogi fímmtudaginn 2. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Vopnafjarð- arkirkju 11. október. Látinn er í Reykjavík langt um aldur fram Vopnfírðingurinn Hauk- ur Hreggviðsson. Andlát hans kom mér ekki á óvart. Ég hafði frétt um veikindi míns gamla vinar á liðn- um vetri og á okkar síðasta fundi í vor sá ég og skynjaði að mjög var af kappanum dregið. Haukur var stór maður hvar sem á hann var litið. Hann var hávax- inn, þrekvaxinn, stórskorinn í and- liti, hárið dökkt og liðað, hendurnar stórar og sterklegar, málrómurinn djúpur og karlmannlegur. Hann var grúskari og safnari í eðli sínu og hafði brennandi áhuga á náttúru- fræði. Það var sameiginlegur áhugi á náttúrunni sem leiddi okkur sam- an norður í Mývatnssveit sumarið 1981 og okkur varð strax vel til vina þrátt fyrir ólíkan bakgrunn. Ég námsmaður frá Reykjavík við rannsóknir á fálkum og ijúpum, hann vélvirki, fæddur og uppalinn í dreifbýlinu og vann hörðum hönd- um í kísilgúrverksmiðjunni. Upphaflega leitaði ég til Hauks þar sem ég vissi að hann var haf- sjór af fróðleik um fugla Vopna- fjarðar og Mývatnssveitar. Bæði var það að hann var athugull að eðlisfari og fór víða um og eins var hann ófeiminn að spyija aðra og safna í sarpinn eða „snuðra“ eins og hann sagði sjálfur. Á þessum árum var Haukur kvæntur Stefaníu Þorgrímsdóttur og þau bjuggu í Garði í Mývatnssveit ásamt börnum sínum fjórum. Þau hjón voru ein- staklega góð heim að sækja og fór þar saman eðlislæg gestrisni, for- dómaleysi og glaðværð þeirra hjóna. Hlutirnir æxluðust þannig að heimili Hauks og Stefaníu varð fastur punktur í tilveru okkar sem unnum við fálkarannsóknir á 9. áratugnum. Við fuglafræðingarnir höfðum bækistöð okkar í rann- sóknastöðinni við Mývatn sem á þessum árum var í landi Geira- staða. Athuganasvæði okkar var mjög víðlent, við lágum úti viku til tíu daga í senn við rannsóknir og sóttum síðan í stöðina. Flest þau skipti sem við komum í Mývatns- sveit var litið inn hjá þeim Hauki og Stefaníu til að ræða málin og hitta aðra Mývetninga, því gesta- gangur var mikili á heimili þeirra. Samstarf okkar Hauks varð nánara er hann hóf að vinna fyrir Náttúru- verndarráð á vorin sem gæslumaður fálkanna í Mývatnssveit. í tengslum við það eftirlit fórum við Haukur víða um óbyggðir að huga að fálk- um og í þessum ferðum var hann traustur, ratvís og úrræðagóður. Vinur minn var þó ekki án galla frekar en aðrir dauðlegir menn. Stundum fann ég að það var drungi í honum og eirðarleysi. Þau hjónin fluttu úr Mývatnssveit haustið 1988 og síðar þann vetur skildu leiðir þeirra. Haukur kom aldrei aftur í Mývatnssveit til að búa en settist að á Vopnafirði og samverustundir okkar voru fáar og stopular en ég fylgdist með honum úr fjarlægð. Fyrir nokkrum árum brosti gæfan við honum aftur, hann hafði kynnst góðri konu, Cathy Ann Josepson, og þau giftu sig og fluttu til Amer- íku 1995. Enn á ný gripu örlaga- nornirnar inn í líf Hauks og fársjúk- ur snéri hann ásamt konu sinni aftur til íslands sl. vetur. Ég vil fyrir mína hönd og fjöl- skyldu minnar votta konu hans, börnum, foreldrum, systkinum og öðrum aðstandendum okkar inni- legustu samúðarkveðjur vegna frá- falls þessa góða_ drengs. Ólafur Nielsen. + Elskulegur faðir minn, tengdafaðir, afi okkar, langafi og langalangafi GUÐMUNDUR VIGFÚSSON skipstjóri frá Holti í Vestmannaeyjum verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði á morgun, mánudaginn 13. október, kl. 13.30. Erla Guðmundsdóttir, Stefán V. Þorsteinsson, Inga Þóra Stefánsdóttir, Helga Björg Stefánsdóttir, Elfa Stefánsdóttir, Víðir Stefánsson, barnabarnabörn, og barnabarnabarnabarn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.