Morgunblaðið - 19.11.1997, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.11.1997, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Björn Blöndal ÞOTA íslandsflugs af gerðinni Boeing 737-200 verður einkanlega notuð til fraktflutninga en henni má með skömmum fyrirvara breyta til farþegaflugs og tekur hún þá 114 farþega. Þrír menn misþyrmdu öryrkja Allir þeir grun- uðu handteknir s Islandsflug hefur fraktflug með þotu ÍSLANDSFLUG tdk í gær í notkun fyrstu þotu sína, Boeing 737-200 fraktþotu sem breyta má til far- þegaflugs á skömmum tíma. Vélin kom í gærmorgun með frakt frá Brussel eftir viðkomu í Englandi og fór um kvöldmat í gær aðra fraktferð sína. Þá er farþegaflug einnig (undirbúningi, leiguflug fyrir íslenskar og hugsanlega er- lendar ferðaskrifstofur. Ómar Benediktsson, fram- kvæmdastjóri íslandsflugs, sagði samningaviðræður standa yfir og meðan þeim væri ekki lokið væri ekki hægt að skýra frá öðru en því að ráðgert væri að fara nokkrar ferðir fyrir Samvinnuferðir-Land- sýn eftir áramót. Fraktflug íslandsflugs flyst nú frá Reykjavíkurflugvelli til Kefla- víkur. Áfram verða farnar fimm ferðir í viku, frá sunnudagskvöldi til fimmtudagskvölds, með frakt, nú milli Keflavíkur og Brussel með viðkomu á East Midland-flugvellin- um í Englandi í báðum ferðum. Með henni sinnir Islandsflug bæði flutningum fyrir net DHL hrað- flutningafyrirtækisins og getur auk þess selt fraktrými á frjálsum markaði, meðal annars fyrir ísfisk. Annast Flugflutningar þá sölu en félagið Vallarvinir á Keflavíkur- flugvelli sér um afgreiðslu vélar- innar. Leigð til fímm ára íslandsflug leigir þotuna til fimm ára af írsku fyrirtæki en hef- ur skilarétt á henni eftir tvö ár. Hún ber um 14 tonn af frakt í sjö gámum og lestum en í farþega- flugi eru 114 sæti. Þá má einnig nota hana í blönduðu flugi með frakt og farþega. Ómar Benediktsson segir sívax- andi þörf fyrir fraktflutninga milli fslands og Bretlands og megin- lands Evrópu og mjög aukin um- svif hafi verið bæði á East Mid- land-flugvellinum og í Brussel síð- ustu árin. íslandsflug hóf reglubundið fraktflug árið 1994 milli íslands og East Midland og var flutningsget- an þá 1.800 kg. Hún var tvöfölduð árið 1996 þegar byrjað var að fljúga með ATR vélum og er nú fjórfólduð með tilkomu þotunnar. Þrjár áhafnir eru nú tiltækar í þotuflugið og sú fjórða bætist við eftir áramót. Flugstjórar á heimleiðinni voru Magnús Brimar Jóhannsson og Bergur Axelsson, sem verður þjálfunarflugstjóri. ÞRÍR menn réðust inn á heimili 56 ára gamals manns í Reykjavík í fyrrinótt, misþyrmdu honum, bundu hann og stálu verðmætum úr íbúð hans. Manninum tókst að losa sig, komast fram á stigagang til að sækja hjálp og er hann ekki í lífs- hættu. Mennimir, sem grunaðir eru um árásina, hafa allir verið hand- teknir, sá síðasti í gærkvöldi. Sá sem ráðist var á heitir Engil- bert Jensen tónlistarmaður og býr hann í fjölbýlishúsi við Kleppsveg. Þremenningamir bönkuðu uppá hjá honum nokkru eftir miðnætti og mddust inn yfir hann um leið og hann opnaði. Réðust þeir á hann, spörkuðu í hann og lömdu og bundu hann við stól og hlaut hann tals- verða áverka af en maðurinn er ör- yrki. Einnig tóku þeir af honum súrefniskút sem hann þarf að hafa við höndina og skildu hann eftir bundinn og ósjálfbjarga. Áður en þeir yfirgáfu íbúðina MENNTAMÁLARÁÐHERRA hefur veitt Ríkisútvarpinu skriflega heimild til að flytja starfsemi stofn- unarinnar á einn stað, í útvarpshús- ið í Efstaleiti. Pétur Guðfinnsson útvarpsstjóri segir að hafist verði handa við að flytja starfsemi Sjón- varps mjög fljótlega af Laugavegin- um. Ríkisútvarpið hefur óskað eftir lántökuheimild til að geta lokið flutningnum af á sem skemmstum tíma og bíður stofnunin eftir því að sú heimild verði afgreidd í lánsfjár- lögum. Pétur sagði að ef lántökuheimild- in yrði afgreidd fljótlega vonaðist hann til þess að flutningurinn gæti hafist af fullum krafti strax eftir áramót. Tíminn fram að áramótum yrði notaður til þess að flýta fyrir verkinu. Áætlaður kostnaður við að full- rændu þeir hljómflutningstækjum mannsins, sjónvarpi, myndbands- tæki og fleiru. Á sjúkrahúsi eftir árásina Manninum tókst að losa sig, kom- ast fram á stigagang og sækja hjálp í næstu íbúð. Var lögreglan kölluð til um þrjúleytið. Maðurinn var fluttur á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur en hann er ekki í lífs- hættu. Hann var færður á skurð- deild spítalans eftir aðhlynningu og lá þar einnig síðastliðna nótt og er líðan hans nú eftir atvikum. Lögreglan í Reykjavík náði ein- um mannanna laust fyrir hádegi í gær og öðrum síðdegis. Sá þriðji var handtekinn á öldurhúsi í mið- borginni í gærkvöldi. Hafði lögregl- an vísbendingar frá manninum, sem fyrir árásinni varð. Sagði hún tilefni árásarinnar óljóst en taldi að ein- hver árásarmannanna þriggja gæti hafa þekkt til mannsins. gera húsið í Efstaleiti, byggja skemmu við það og endurnýja allan þann búnað sjónvarpsins sem þörf er á að endumýja, er um 960 millj- ónir króna. Þar af er liðlega helm- ingur upphæðarinnar ætlaður til að endurnýja tækjabúnað sjónvarps- ins. Frá upphæðinni dregst væntan- legt söluverð sjónvarpshússins á Laugavegi. Pétur sagði að farið yrði á láns- fjármarkað og tekið lán þar sem bestu kjörin byðust. I fram- kvæmdasjóði Ríkisútvarpsins eru nú á annað hundrað milljónir króna. Um þriðjungur af tekjum fram- kvæmdasjóðsins verður notaður til að greiða afborganir og vexti af lán- inu á næstu fimmtán árum. Að öðru leyti verður sjóðurinn notaður til að halda dreifikerfinu gangandi og til annarra brýnna verkefna. Sjónvarpinu heimilað að flytja í Efstaleiti Kostnaður við flutn- ing’a 960 milljónir Svar viðskiptaráðherra við fyrirspurn um starfstengdar greiðslur í ríkisbönkum Föst risna hefur hækk- að í öllum bönkunum Ríkisbankarnir þrír eiga samtals sextán jeppabifreiðar FÖST risna, sem greidd er yfir- mönnum í ríkisbönkunum, hefur hækkað verulega á undanfömum tveimur árum. Þetta kemur fram í svari Finns Ingólfssonar viðskipta- ráðherra við fyrirspurn á Alþingi frá Jóhönnu Sigurðardóttur, þing- flokki jafnaðarmanna, um risnu-, bifreiða- og ferðakostnað Lands- bankans, Búnaðarbankans og Seðlabankans. Fram kemur í svari ráðherra að fóst risna greidd starfsmönnum Landsbankans hafi verið 5.207 þús- und krónur árið 1995 en 6.248.000 krónur í fyrra, eða 20% hærri. Hinn 1. október síðastliðinn höfðu samtals verið greiddar 5.689 þús- und krónur í fasta risnu á árinu. Föst risna er greidd bankastjórum Landsbankans, aðstoðarbanka- stjórum, svæðisstjórum og útibús- stjórum. Risna greidd samkvæmt reikningi, vegna móttöku innlendra og erlendra gesta, var hins vegar um 18,1 milljón króna árið 1995, 16,7 milljónir í fyrra og 11,8 millj- ónir á fyrstu níu mánuðum ársins í ár. í Búnaðarbankanum fá banka- stjórar, aðstoðarbankastjórar og útibússtjórar fasta risnu. Hún var 3.219 þúsund krónur árið 1995 og hækkaði um 12,8% árið 1996, var 3.632 þúsund krónur. Á fyrstu níu mánuðum þessa árs hafa þegar verið greiddar 3.910 þúsund krón- ur, eða 7,6% meira en á öllu árinu í fyrra. Risna greidd samkvæmt reikningi hefur einnig hækkað, úr 3.071 þúsund krónum 1995 í 3.529 þúsund krónur í fyrra og 3.800 þús- und fyrstu níu mánuði þessa árs. 39% hækkun á fastri risnu f Seðlabanka í Seðlabankanum varð sú breyt- ing á árið 1994 að þeim, sem njóta fastra risnugreiðslna, fjölgaði úr fimm í tólf, en þeir eru bankastjór- ar, aðstoðarbankastjórar og yfir- menn starfssviða. Árið 1995 var fasta risnan 2.040 þús. krónur og hækkaði hún um 39% í fyrra en þá var hún 2.835 þúsund krónur. Á fyrstu þremur fjórðungum þessa árs hefur Seðlabankinn greitt 2.898 þúsund krónur í fasta risnu. Risna samkvæmt reikningi var rúmlega 9,2 milljónir árið 1995,10,8 milljón- ir í fyrra og um átta milljónir fram til 1. október í ár. í svari viðskiptaráðherra kemur einnig fram sundurliðun á ferða- kostnaði bankanna innan- og utan- lands og á bílaeign þeiira og greiðslu fyrir afnot af bflum. Fram kemur m.a. að samtals eiga ríkis- bankarnir sextán jeppabifreiðar. Jóhanna Sigurðardóttir spurði hvort bankastjórar eða aðrir stjómendur bankanna hefðu aðrar starfstengdar greiðslur eða fríðindi en risnu, ferðagreiðslur og bíla- hlunnindi, til dæmis laxveiðifríð- indi. I svari ráðherra kemur fram að samkvæmt upplýsingum bank- anna sé ekki um aðrar starfstengd; ar greiðslur og fríðindi að ræða. „I starfi bankastjóra bankanna felst móttaka erlendra gesta sem gest- gjafa af hálfu bankanna. Þátttaka í atburðum sem tengdir eru slíkum móttökum, svo sem laxveiðiferðum, er greidd af bönkunum,“ segir í svarinu. Lést af brunasárum KONAN sem brenndist illa á heim- ili sínu á miðvikudagskvöld í síðustu viku lést á gjörgæsludeild Land- spítalans í fyrrakvöld. Hún hét Hildur Svava Jordan, flugfreyja, fimmtug að aldri, til heimilis að Laugateigi 23. Hún var ógift og barnlaus en á móður á lífi. Konan brenndist illa þegar eldur úr kerti læsti sig í klæði hennar. Hlaut hún annars og þriðja stigs brunasár, einkum á hálsi og andliti og missti meðvitund þegar hún hugðist slökkva eldinn inni í bað- herbergi sínu og komu nágrannar á hæðinni fyrir neðan henni til hjálp- ar eftir að þeir heyrðu í reyk- skynjara í íbúðinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.