Morgunblaðið - 19.11.1997, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.11.1997, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Leifar af breska togaranum Goth fundnar eftir 49 ár Skráningarnúmer sannar upprunann HANNES Þ. Hafstein, fyrrverandi forseti Slysavarnafélags íslands, er hér ásamt Bretanum Albert Wallbank við minnis merki um drukknaða sjómenn í Fleetwood á Englandi. Milli þeirra er steintafla þar sem meðal annars er skráð nafn togar ans Goth. Wallbank var einn af þeim sem komust af þegar togar inn Dhoon férst árið 1947. Myndin, sem er úr bók Hannesar „Á vaktinni", er tekin 1991 en Wallbank er nú látinn. STAÐFESTING hefur fengist á því að reykháfurinn sem Helga RE fékk í troll síðastliðinn laugar- dag og sagt var frá í Morgunblað- inu í gær, er af togaranum Goth frá Fleetwood sem fórst árið 1948 með 21 manns áhöfn. Hannes Þ. Hafstein, fyrrverandi forstjóri Slysavarnafélags íslands, hafði getið sér til um að reykháfurinn væri af Goth vegna áletrunar á honum. Bretinn Michael Thompson, sem rannsakað hefur sögu breskrar togaraútgerðar og veiðar við ís- land, segir að skrásetningarnúm- erið H-211 sem sást á reykháfnum sé það sem Goth bar áður en hann var seldur frá borginni Hull til Fleetwood árið 1946. Hluti af mál- uðu skrásetningamúmeri hefur einnig varðveist á reykháfnum og má þar greina bókstafina F og D. Skrásetningamúmer Goth í Fleetwood var FD-52. Þegar blaðamaður Morgun- blaðsins hafði samband við Thompson í gær kannaðist hann strax við skráningamúmerið því hann er einmitt þessa dagana að kanna heimildir um Goth og fleiri togara sem smíðaðir voru í sömu skipasmíðastöð. Goth var smíðaður árið 1925 og gerður út frá Hull fram yfir stríð. Arið 1939 var skipinu breytt í tundurduflaslæðara og því hlut- verki þjónaði hann fram til stríðsloka. í desember 1946 var skipið selt frá Hull til útgerðarfyrirtækisins Wire Stream Trawlers of Fleetwood í bænum Fleetwood á norðvesturströnd Englands í hér- aðinu Lancashire. Nafn togarans hélst óbreytt þrátt fyrir eigenda- skiptin. Ætlaði að leita skjóls nær landi Um miðjan desember 1948 frétt- ist af Goth vestur á Aðalvík. Síð- astur til að heyra frá togaranum var skipstjóri á öðrum togara, Lincoln City frá Grimsby. Það var hinn 14. desember. W. Elliott, skipstjóri á Goth, sagðist þá ætla að leita skjóls nær landi. Allt virt- ist þá vera með felldu um borð. Eftir þetta fréttist ekkert af Goth. Þess má geta að Viðar Bene- diktsson, skipstjóri á Helgu RE, sem fann reykháfinn, er fæddur 14. desember 1948 á Hólmavík. Ljósmóðirin sem tók á móti hon- um átti í nokkrum erfiðleikum með að komast til móður hans vegna ofviðrisins sem þá geisaði. Líklegt er að Goth hafi farist skömmu síðar. Skipuleg leit að togaranum hófst í byrjun janúar. Fram kem- ur í Morgunblaðinu 7. janúar 1949 að deginum áður hafí Geysir, flug- vél Loftleiða, flogið könnunarflug yfir svæðinu í tvo og hálfan tíma. Katalínuflugbátur frá Flugfélagi íslands leitaði meðfram strand- lengju Aðalvíkur og meðfram vík- um á Ströndunum. Einnig var ráð- gert að senda báta til leitar með- fram strandlengju Aðalvíkur og lengra ef’ þörf þætti á. Hvorki fannst tangur né tetur af togaran- um þá né síðar. Helga RE var á veiðum á 343 faðma dýpi þegar reykháfurinn fannst, en Hannes Þ. Hafstein hef- ur getið sér þess til að Goth hafi sokkið á grynnra vatni en færst til síðar. Togarinn liggur í halla norðnorðvestur af Halanum. Goth var 394 tonna togari knú- inn kolum. Hann var 147 fet á lengd. Skipstjórinn í síðustu ferð- inni, W. Elliott, var 36 ára gamall en flestir áhafnarmeðlimir voru á þrítugsaldri. Yngstur var sextán ára gamall háseti og loftskeyta- maðurinn var 19 ára. Enn eimir eftir af ís- lendingaandúð Islandsmiðin urðu togurum frá Fleetwood sífellt mikilvægari eftir stríð og í byrjun sjöunda áratugar- ins var veiðin þar orðin uppistaðan í lönduðum afla í bænum. Utfærsla landhelginnar á áttunda áratugn- um varð því bænum mikið áfall. Nú er engin togaraútgerð lengur frá Fleetwood. Michael Thompson segir að enn eimi nokkuð eftir af andúð gagn- vart íslendingum í bænum, hún sé þó á undanhaldi. Vikublaðið Fleetwood Weekly News frétti í gær af fundi reyk- háfsins af Goth. Ritstjóri blaðsins sagðist ætla að hafa ítarlega um- fjöllun um fundinn, enda væru margir ættingjar manna, sem fór- ust, búsettir í bænum. Sjálfstæðisfélagið í Garðabæ Tveir Islendingar nærri vettvangi hryðjuverksins í Egyptalandi Fyrsta prófkjörið síðan árið 1978 OPIÐ prófkjör vegna næstu sveit- arstjórnakosninga verður haldið á vegum Sjálfstæðisfélags Garða- bæjar 6. og 7. febrúar næstkom- andi og er þetta fyrsta prófkjörið sem haldið er þar vegna sveitar- stjórnakosninga frá því árið 1978. Framboðsfrestur rennur út 9. jan- úar. Stjórn fulltrúaráðs sjálfstæðis- manna í Garðabæ heldur fund næstkomandi fimmtudag þar sem endanlega verður tekin ákvörðun um hvemig staðið verður að próf- kjörinu og ákveðið hvar það fer fram. Að sögn Valdimars Kristófers- sonar, framkvæmdastjóra Sjálf- stæðisfélagsins, hefur ákvörðunin um opið prófkjör hleypt nýju lífi í umræðurnar um framboð vegna kosninganna. Benedikt Sveinsson, sem verið hefur í bæjarstjóm Garðabæjar fyrir Sjálfstæðisflokkinn undan- farin 12 ár gefur ekki kost á sér áfram. Aðrir bæjarfulltrúar sjálf- stæðismanna gefa hins vegar allir kost á sér áfram, en að sögn Valdi- mars hefur Sigrún Gísladóttir þó ekki tekið endanlega ákvörðun um framboð sitt. GiUirtil 30.11 '97 staðgreiðsluafsláttur af öllum vörum yfir 2.000,- kr. ©SILFURBÚÐIN KRINGLUNNI 8-12 S: 568-9066 Snúið við þegar enn var barist við hofíð „Höfum rekist á grátandi ferðamenn á götum útiu HÓLMFRÍÐUR Harð- ardóttir myndlistar- maður og Magdalena Ásgeirsdóttir læknir hafa verið í viku í Lúxor í Egyptalandi og voru á leið til Hatshepsut-hofsins þar sem hryðjuverka- menn myrtu 61 ferða- mann á mánudag þeg- ar þeim var snúið við. „Við vorum þarna á sunnudaginn og hugðumst fara aftur daginn eftir,“ sagði Hólmfríður. „Við tók- um feijuna yfir Níl, en þegar komið var yfír á vesturbakkann komu fbúar og sögðu okkur að snúa við. Þá stóð bardaginn enn yfir, en við heyrðum ekki neitt.“ Hér eru allir í sárum Hólmfríður sagði að allir væru í sárum. „Þetta skiptir miklu máli hér,“ sagði hún. „Hér vinna allir við ferðaþjónustu. Nú er þetta áhættusvæði og ástandið hræðilegt. Við höfum rekist á grátandi ferðamenn á götum úti. Fólk talar meira saman núna. Ferðamönnum hefur fækkað og menn vilja vita hvað þeir sem eft- ir eru ætla að taka til bragðs." Hólmfríður og Magdalena hugðust halda upp með Níl til Aswan-stíflunnar í dag. Ætlun þeirra var að dvelja í Egypta- landi fram í byrjun desember, en í Ijósi atburðar mánudags- ins munu þær ákveða á næstu dögum hvort ástæða sé að binda fyrr enda á ferðina. Öryggisviðbúnaður Hosni Mubarak, forseti Egyptalands, fór í gær að hofinu og skoðaði vettvang hryðjuverksins. Hólmfríður sagði að allir bfiar hefðu verið fjarlægðir af götum í Lúxor vegna komu hans og öryggisvið- búnaður hefði verið mikill. Bæði lögregla og her hefði staðið vörð við aðalgötuna meðfram Níl. Lögregluvörður hefði verið við öll hótel. Hins vegar hefði verið minni viðbún- aður eftir að hann fór. Hólmfríður hefur lokið mastersprófi i höggmyndalist frá Maryland Institute, College of Art, og ferðin til Egyptalands er greidd með styrk, sem hún vann í samkeppni í Bandaríkjunum. Magdalena er vinkona Hólmfríð- ar og ákvað að slást í för með henni. Hólmfríður kvaðst hafa gert sér grein fyrir hættunni á hryðjuverkum áður en hún lagði af stað, ekki síst eftir að níu manns, þar á meðal sex þýskir ferðamenn, voru myrtir í Kaíró í september. Erfitt að fá fréttir Að hennar sögn var erfitt að fá fréttir af hryðjuverkinu í Eg- yptalandi og hún hefði fengið mestar upplýsingar frá Evrópu. í egypska útvarpinu hefðu verið stuttar fréttir á ensku á klukku- tíma fresti og þar hefði ekki ver- ið sagt frá tilræðinu fyrr en síð- degis. Hólmfríður fór ásamt Magdalenu yfir á Vesturbakkann í gær og voru þar mjög fáir á ferli. Hún kvaðst í gær hafa rætt við fjölda ferðamanna, sem bæðu væru á eigin vegum og í hópi. Greinilegt væri að margir ætluðu að forða sér fyrr en þær höfðu ráðgert í upphafi, meðal annars vegna tilmæla frá sljórnvöldum í heimalandi þeirra, sem hefðu hvatt ferðamenn til að snúa heim. Helgi Ágústsson, ráðuneytis- stjóri í utanríkisráðuneytinu, sagði að í ráðuneytinu væri ekki ráðgert að gefa út tilmæli til ís- lenskra ferðamanna um að sneiða hjá Egyptalandi. Kristín Sigurðardóttir, sölu- stjóri í hópferðadeild hjá Sam- vinnuferðum/Landsýn, sagði í gær að þar væru ekki skipulagð- ar hópferðir til Egyptalands eða landanna fyrir botni Miðjarðar- hafs. Ástæðan væri meðal annars ástandið á þessum slóðum og hættan á hryðjuverkum. Hólmfríður Harðardóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.