Morgunblaðið - 19.11.1997, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 1997
VIÐSKIPTI
MORGUNBLAÐIÐ
Foss-hótel bæta við tíunda hótelinu
Taka við rekstri
Hótels KEA af
kaupfélaginu
HÓTELKEÐJAN Foss-hótel ehf.
hefur leigt Hótel KEA af Kaupfé-
lagi Eyfirðinga til fimm ára. Mun
hótelkeðjan taka við rekstrinum
um áramót og verður þar með
komin með meirihluta hótelgisting-
ar í bænum.
Hótel Kea er stærsta hótelið á
Akureyri með 73 herbergi en þar
er einnig rekinn danssalur og veit-
ingastaðurinn Súlnaberg. Velta
hótelsins nam nærri 200 milljónum
á síðasta ári en rekstur þess hefur
ekki gengið sem skyldi hin síðustu
ár og nokkurt tap verið á honum
samkvæmt heimildum Morg-
unblaðsins.
Bættur rekstur með
samnýtingu hótela
Foss-hótel reka nú Hótel Hörpu,
28 herbergja hótel, sem stendur
við hlið Hótels KEA. Með rekstrin-
um á Hóteli KEA munu Foss-hótel
samtals starfrækja 101 hótelher-
bergi á Akureyri og verða þannig
með meirihlutann í hótelgistingu
þar í bæ.
Ólafur Þorgeirsson, fram-
kvæmdastjóri Foss-hótelanna, seg-
ist vera mjög bjartsýnn á rekstur
Hótels KEA og hefur fullan hug á
því að nýta betur möguleika Akur-
eyrar sem ferðamannabæjar. „Við
munum leitast við að samnýta
rekstur Hörpu og KEA enda eru
þau nánast í sama húsi. Þannig
næst væntanlega hagræðing sem
mun skila sér í bættum rekstri.
Hótel KEA er fyrsta flokks hótel
með nýuppgerð herbergi og við
munum vinna að markaðssetningu
þess í samvinnu við aðra
ferðaþjónustuaðila."
Tíunda hótel keðjunnar
Hótel KEA er tíunda hótelið
sem bætist við sívaxandi keðju
Foss-hótelanna en fyrir rekur
keðjan heilsárshótelin Hótel
Hörpu á Akureyri, Hótel Lind og
City hótel í Reykjavík og Hótel
Vatnajökul við Höfn í Hornafirði.
Þá rekur hún einnig sumarhótelin
Hótel Bifröst, Hótel Hörpu í
Kjarnaskógi við Akureyri, Hótel
Hallormsstað og Hótel Aningu á
Sauðárkróki og í Varmahlíð. Foss-
hótel á misstóran hlut í flestum
hótelunum en sér alfarið um
rekstur þeirra, að sögn Ólafs. Að
Hóteli KEA meðtöldu mun hótel-
keðjan alls starfrækja 230 her-
bergi í heilsársgistingu en 450
herbergi ef sumarhótelin eru talin
með. Helstu eigendur Foss-
hótela ehf. eru Guðmundur Jónas-
son ehf., Úrval-Útsýn og Ómar
Benediktsson. Eiga þessir aðilar
30% hlut hver en Halldór Bjarna-
son, framkvæmdastjóri Safari-
ferða, á 10%.
Fólk
Ráðin fram-
kvæmda-
stjóri hjá
ISAGA
•ANNA K.
Jónsdóttir lyfja-
fræðingur hefur
verið ráðin einn
þriggja fram-
kvæmdastjóra
hjá ÍSAGA hf.
Anna stýrir heil-
brigðissviði fyr-
_ irtækisins og ber
Anna K. ,, * ,
Jónsdóttir m.a. abyrgð a
sölu og þjónustu
til sjúkrahúsa, rannsóknarstofa og
einkaaðila, en þessir aðilar nota
ýmsar lofttegundir.
Anna K. Jónsdóttir var lyfja-
kynnir hjá fyrirtækinu Hermes um
nokkurra ára skeið en lyfja-
fræðingur hjá Kópavogs Apóteki
áður en hún réðst til ÍSAGA. Anna
var borgarfulltrúi og varaborgar-
fulltrúi í Reykjavík 1982-1994.
Hún á fjögur börn. Maki hennar er
Baldur Oskarsson viðskipta-
fræðingur.
Breskt-íslenskt
verslunarráð
Stofn-
félasrar yf-
ir 190
YFIR 190 fyrirtæki hafa gerst
aðilar að Bresk-íslenska versl-
unarráðinu sem sett var á
stofn í síðustu viku. Stofnfund-
urinn var bæði haldinn í
London og Reykjavík og
mættu um 130 manns til fund-
arins í Reykjavík, en um 200
manns í London.
Bresk-íslenska verslunar-
ráðið er sjötta verslunaiTáðið
sem stofnað er um viðskipti
íslands og annarra landa, en
ákvörðun var tekin um stofn-
un þess í framhaldi af áskor-
unum fyrirtækja í báðum
löndum.
Formaður ráðsins var
kjörinn Tryggvi Pálsson,
framkvæmdastjóri hjá
Islandsbanka. Aðrir í stjóm
voru kjörnir Arngrímur
Jóhannsson, Agnar Friðriks-
son, Alan Skinner, Derek
Howard, Halldór Vilhjálms-
son, Huw Edwards, Matt
Bates og Þórður Sverrisson.
Magnús Magnússon var
kjörinn heiðursfélagi ráðsins.
Seðlabankinn eykur aðhald í efnahagslífínu með því að hækka vexti um 0,3%
Ymis merki um aukna
spennu íþjóðarbúskapnum
BANKASTJÓRN Seðlabankans
ákvað í gær að hækka vexti sína
um 0,3 prósentustig. Með þessari
hækkun er bankinn að bregðast við
lækkandi vaxtamun gagnvart
útlöndum, horfum um aukna
verðbólgu á fyrri hluta næsta árs
og ýmsum merkjum um aukna
spennu í þjóðarbúskapnum.
Nær vaxtahækkunin til viðskipta
Seðlabankans við banka og spari-
sjóði, svo og ávöxtunar í tilboðum
bankans í ríkisvíxla á
Verðbréfaþingi íslands. Þannig
hækka t.d. vextir af endurkaupa-
samningum Seðlabankans við inn-
lánsstofnanir úr 6,9% í 7,2%, en
þessir vextir hafa myndað einskon-
ar „vaxtagólf" á peningamarkaði.
Birgir ísleifur Gunnarsson,
seðlabankastjóri, sagði í samtali
við Morgunblaðið að þessi hækkun
þyrfti ekki að koma á óvart þar
sem því hefði verið lýst yfir í
haustskýrslu bankans að hann
myndi áfram reka aðhaldssama
stefnu.
„Það eru ýmis þenslumerki sem
ástæða er til að bregðast við að
okkar mati. Við höfum t.d. fengið
nýjar tölur yfir útlán í bankakerf-
inu í október sem eru nokkuð háar.
Lán, endurlán og markaðsverðbréf
hafa hækkað um 18% síðastliðna 12
mánuði. Peningamagn (M3) hefur
aukist um 10,3% á þessu tímabili
sem er meiri hækkun en sést hefur
um langan tíma. Það er síðan
spenna í vissum greinum á vinnu-
markaði og útlit er fyrir metár í
útgáfu húsbréfa. Síðan bendir
verðbólguspá til þess að nokkur
kúfur komi á verðbólguna á fyrstu
mánuðum næsta árs í kjölfar
launahækkana. Þá hefur það verið
að gerast smám saman að munur-
inn á peningamarkaðsvöxtum hér á
landi og í öðrum löndum hefur
farið minnkandi. Munurinn fór í
3% snemma á þessu ári en hefur
nú lækkað í 2,4%. I Bretlandi eru
peningamarkaðsvextir orðnir
tæplega 0,5% hærri en hér á landi.
Bretar eru sú þjóð sem við lítum
helst til vegna þess að hagsveiflan
hjá þeim er í svipuðum takti og hjá
okkur.“
Ávöxtun ríkisvíxla hækkar
Vaxtahækkun Seðlabankans
mun koma fram á peningamarkaði
strax í dag með samsvarandi
hækkun á ávöxtun ríkisvíxla á
Verðbréfaþingi. Birgir Isleifur
kvað hins vegar erfitt að segja til
um hvemig hún skilaði sér í vöxt-
um banka og sparisjóða. Hækkun-
in gerði það að verkum að lán
Seðlabankans til bankanna yrðu
dýrari en ella.
Ársreikningar þorra hlutafélaga aðgengilegir hjá Ríkisskattstjóra
Skil á ársreikningum fynr
1996 komin yfír 80%
ARSREIKNINGAR hlutafélaga
hafa að undanförnu streymt inn til
ríkisskattstjóra í kjölfar þess að
áminningarbréf stofnunarinnar um
skilaskyldu reikninganna var sent
út nú í haust. Að sögn Guðmundar
Guðbjarnasonar hjá ríkisskattstjóra
hafa nú borist jdir 90% af ársreikn-
ingum hlutafélaga í landinu fyrir
árið 1995 og yfir 80-85% reikninga
fyrir árið 1996.
Samkvæmt lögum um ársreikn-
inga ber öllum skráðum hluta-
félögum og samvinnufélögum að
skila inn ársreikningum sínum til
ríkisskattstjóra. Félög á hlutabréfa-
markaði þurfa að skila inn sínum
reikningum strax eftir aðalfund en
önnur félög eiga að skila þeim inn
innan mánaðar frá aðalfundi. Þau
félög sem ekki halda aðalfund á
fyrri hluta hvers árs eiga að senda
inn sína reikninga fyrir liðið ár í
síðasta lagi íyrir lok ágústmánaðar.
100 kr. gjald fyrir hverja síðu
Fyrirtæki sem ekki skila inn árs-
reikningi geta átt von á því að máli
þeirra verði vísað til skatt-
rannsóknarstjóra og síðan áfram til
yfirskattanefndar. Eru heimildir í
lögunum um að beita sektum ef ít-
rekanir skattayfirvalda bera ekki
árangur. Einnig er Hlutafélagaskrá
heimilt að taka hlutafélag af skrá
hafi reikningar ekki borist á þriggja
ára tímabili.
Ársreikningarnir eiga síðan að
vera aðgengilegir öllum almenningi,
en tekið er 100 króna gjald fyrir af-
rit af hverri blaðsíðu. Hefur orðið
vart aukins áhuga almennings og
íyrirtækja á að skoða einstaka
reikninga.
Guðmundur sagði að skráð hluta-
félög í landinu væru nú rúmlega 8
þúsund talsins og bæri þeim öllum
að skila inn ársreikningum, jafnvel
þótt þau væru ekki með starfsemi.
Samtals hefðu borist yfir 7 þúsund
ársreikningar vegna ársins 1996.
Morgunblaðið/Kristinn
ÞEIR Lawrence W. Johnson, Jr. og David Bleazard hjá Polaroid gengu
frá samningum við Hildi Petersen, framkvæmdastjóra Hans Petersen.
Hans Petersen tekur
við Polaroid-umboðinu
HANS Petersen hf. hefur tekið
við umboði fyrir fyrirtækið Pol-
aroid hér á landi. Polaroid er
þekktast fyrir framleiðslu á
myndavélum og filmum sem
framkalla sjálfkrafa myndir
strax eftir að þær hafa verið
teknar. Fyrirtækið veltir árlega
yfir 2,2 milljörðum Bandaríkja-
dala og er leiðandi á þessu
sviði.
Að undanförnu hefur dvalið
hér á landi einn af helstu
leiðbeinendum Polaroid, David
Bleazard. Hann hefur haldið
námskeið fyrir starfsmenn Hans
Petersen um dreifingu og kynn-
ingu á Polaroid vörum.
Jafnframt hafa markaðsdeild-
ir fyrirtækjanna unnið að áætl-
un um markaðssetningu Pol-
aroid hérlendis. Stefnt er að því
að hefja sölu á nýrri tegund Pol-
aroid myndavéla, nú fyrir jólin,
Spice Cam, en hún var nefnd
eftir hinni kunnu popp-
hljómsveit, Spice Girls.
Umboðið fyrir Polaroid var
áður hjá Ljósmyndaþjónustunni
hf.
I
)
)
)
)
r
)
\
i
>
l
>
L