Morgunblaðið - 19.11.1997, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 19.11.1997, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 1997 35 AÐSENDAR GREINAR Og sumt féll meðal þyrna... Umhverfismál sveitarfélaga ERU spíritismi og kristin trú samrýman- leg? Eitthvað á þessa lund var spurt í Dagsljósi Sjónvarpsins nýlega og sýndist sitt hverjum eins og vænta mátti. Símakönnun sem gerð var meðal landslýðs um leið, sýndi fram á að u.þ.b. 60 af hundraði almenn- ings álíti að spíritismi og kristni geti gengið hönd í hönd eða séu jafnvel eitt og hið sama. Því miður, vil ég segja, kom niðurstaðan mér ekki á óvart en þessi staðfesting á leiðum grun veldur mér aðallega hryggð. Greinilegt var að flestir, sem til sjónvarpsumræðunnar komu, vildu nefnast kristnir menn en í sömu andrá var sem lærdómar kristninnar og Biblíunnar væru þeim lítils virði. Þetta stangast nokkuð á, svo ekki sé meira sagt. Kristin trú er fólgin í einlægu trúarsambandi við Guð sem opin- beraði sig í Jesú Kristi, þeim sama og vitnisburður er um í Biblíunni. Sá sem játar kristna trú, trúir á Krist samkvæmt þeim vitnisburði. Það er engan annan Krist að hafa. Sá sem ekki tekur mark vitnisb- urði Biblíunnar getur ekki heldur tekið mark á Jesú og boðskap hans. Það er sístætt umræðuefni í kirkjunni frá öndverðu, að eitt er að nefnast kristinn maður og annað að vera það. Um það mun Kristur dæma. Jesús Kristur brýndi samtíðarmenn sína til að rannsaka ritningamar ef þeir vildu komast að raun um hvað Guð vildi þeim eða hvað hann vildi þeim ekki. Þar er það ekki á nokkurn hátt óljóst túlkunaratriði hvort mönnum sé ætlað að eiga samfélag við þá dauðu. Það er einfaldlega mjög skýrt að kristnum mönnum er alls ekki ætlað að ástunda slíkt (Gal. 4, 8- 9). Kirkja Krists er samfélag lifandi fólks sem bíður endurkomu Krists og væntir eigin upprisu og raunar upprisu allra manna. Raunveruleg upprisa Jesú Krists frá dauðum og endurkoma hans eru kirkjunni ófrávíkjanleg sannindi og grundvallandi fyrir hana frá upphafi. Sé nú einhver þeirrar meiningar að það sé sitthvað að taka mark á Biblíunni og Kristi, þá athugi sá að Jesús staðfestir og ítrekar sannindi hennar bæði í orði og verki. Hann er sjálfur uppfylling ritninganna (Lúk. 24,27). Samfélag manna við meintan slæðing framliðinna, segir Þórir Jökull Þor- steinsson, kemur nú í stað kristinnar trúariðkunar hjá geysimörgum. Spíritistar hafa á hinn bóginn látið eftir sér að gera ritningunum lágt undir höfði og boðið fólki alls kyns óra sem eiga að vera til hugg- unar en koma samfélagi Krists auðvitað ekkert við og eiga ekkert sammerkt með trúnni á hann. Kristur er sjálfur huggari krist- inna manna. Sá sami Kristur og Biblían greinir frá. Fjöldi fólks tel- ur nú að ríki Guðs og samfélagið við hann sé eitthvað sem raunger- ist fyrst eftir líkamsdauðann. Hið rétta er að það raungerist hér og nú en fullkomlega eftir upprisuna og stendur í órjúfanlegu sambandi við trúna á Krist og iðkun hennar í þessum heimi (Jóh. 3,31-36). Samfélag manna við meintan slæðing framliðinna kemur nú í stað kristinnar trúariðkunar hjá geysimörgum og kenning spíritista um „upprisu andans“ eftir líkams- dauða virðist vera þeim eitthvert aðalatriði. Aðalatriði kristnum manni er hins vegar það sem Jesús kennir, að allir menn eigi von á upprisu með honum. Sá möguleiki að einhver andleg tilvera bíði manna þegar eftir líkamsdauða hefur ekkert með hina kristnu von að gera og uppreisnargjarn mannsandi verður ekkert þóknan- legri Guði þótt hann hafi misst jarðneskan líkama sinn. Slík til- vera er þá alls engin upprisa. Jafn- vel hin raunverulega upprisa, sem Guð gefur fyrirheit um, merkir alls ekki hið sama og eilíft líf með Guði. Menn rísa nefnilega upp til dóms (Jóh. 5,26-30). Atkvæðagreiðsla í beinni útsendingu er ekki aðferðin til úrskurða um kenningu Krists. Á hinn bóginn sýnir niðurstaða hennar að býsna margir hafa þörf fyrir að taka upp símann og staðfesta fyrir sjálfum sér og öðrum, að eitthvert andafikt sem þeir hafa tekið þátt í og gert að grundvelli trúarlífs síns sé Guði þóknanlegt. Hjálpræðisvegurinn breikkar ekki við þetta, hann er áfram svo mjór sem Kristur sagði. Það er ávallt nokkur freisting að vilja falla mönnum í geð með sam- sinni um hvaðeina en um þetta get ég ekki samsinnt 60 af hundraði þjóðarinnar og ég veit ekki um nokkurn þjónandi prest þjóðkirkj- unnar sem getur það (Gal. 1,6-10). Höfundur er sóknarprestur á Selfossi. UMHVERFISMÁL verða tvímælalaust efst á baugi hjá sveitar- félögunum næstu ár og eflaust mikið rætt um þau fyrir sveitarstjórn- arkosningarnar í vor. Það verður þó að segj- ast eins og er að um- hverfismál sveitarfélaga hér á landi eru víða skammt á veg komin miðað við í ná- grannalöndum okkar. Á umhverfís- og þróun- arþingi Sameinuðu þjóðanna, sem haldið var í Rio de Janeiro í Brasilíu 1992, var samþykkt áætlun þjóðanna um um- hverfis- og þróunarmál fyrir 21. öld- ina, Staðardagskrá 21 (Local Agenda 21). Áætlunin er unnin út frá vinnu Brundtlandnefndarinnar svonefndu, um helstu leiðir til lausnar vanda heimsins á 21. öld- inni. Staðardagskrá 21 er viðamikið verk þar sem tekið er á helstu um- hverfisvandamálum heims. Hér er ekld um lagalega bindandi samning að ræða, en þjóðir heims, þ.ám. íslendingar hafa gefið ákveðna viljayfirlýsingu um að móta stjóm- málastefnu og siðareglur í anda sjálfbærrar þróunar. Hlutverk sveitarfélaga er sérstaklega mik- ilvægt í þessu sambandi því þau eru sú stjórnsýslueining sem stendur næst fólkinu og getur komið hug- myndum og breytingum í verk. Það er líka alveg Ijóst að sveitarfélögin geta komið jákvæðum breytingum miklu hraðar á framfæri heldur en t.d. stofnanir á vegum ríkisins. í kafla 28 í Staðardagskrá 21 er fjallað um hlutverk sveitarfélaga í umhverfis- og þróunaráætlun Sa- meinuðu þjóðanna. Þar eru öll sveit- arfélög heimsins hvött til að vinna að áætlun fyrir næstu öld í anda sjálfbærrar þróunar, umhverfis- verndar og réttlætis, hvert á sínu svæði. Sveitarfélögin og íbúar þeirra geta lagt sitt af mörkum til að minnka álagið á um- hverfið á heimsvísu og stuðlað að réttlátri nýtingu auðlinda heimsins. Nokkur sveitarfélög eru byrjuð að vinna að Staðardag- skrá 21, eins og t.d^. Reykjavíkurborg, Egilsstaðabær og Sel- fossbær, en það verða fleiri að fylgja í kjölfarið og hefja vinn- una. Garðyrkjuskóli ríkis- ins, Reykjum í Ölfusi, boðar til fræðsludags um Staðardagskrá 21 (Local agenda 21), laugardaginn 22. nóvember, sem haldinn er í samvinnu við nemendur á umhverfisbraut skólans. Fræðslu- dagurinn er ætlaður sveitarstjóm- armönnum á S-vesturlandi, full- Garðyrkjuskóli ríkisins,^ Reykjum í Ölfusi, boðar til fræðsludags um Staðardagskrá 21, segir Magnús Hlynur Hreiðarsson, laugardaginn 22. nóvember nk. trúum í umhverfisnefndum, heil- brigðisnefndum, bygginga- og skipulagsnefndum, starfsfmönnum heilbrigðiseftirlita, starfsmönnum umhverfisnefnda, forstöðumönnum tæknideilda og bæjarstjórum/sveit- arstjórum sveitarfélaganna. Á fræðsludeginum verða flutt fimm erindi, sem öll fjalla meira og minna um Staðardagskrá 21, þetta mik- ilvæga málefhi sveitarfélaganna. Höfundur er endurmenntunarsljóri Garðyrkjuskóla rfkisins. Þórir Jökull Þorsteinsson Magnús Hlynur Hreiðarsson Meðal annarra orða Hvers virði er tónlist? Síðastliðin 50-60 ár hafa orðið svo ótrúlegar framfarir í tónlistarlífi á íslandi, segir Njörður P. Njarðvík, að líkja má við ævintýri. S sunnudagsþætti Páls Heiðars Jóns- sonar, „Sú dýra list“, þar sem gestir velja tónlist og spjalla um hana, er ævinlega endað á þessari spurningu: „Hvers virði er tónlistin?" Og þar sem svar- endur eru tónlistarunnendur, er svarið alltaf nokkurn veginn á eina lund. Menn geta ekki hugsað sér að vera án tónlistar. Og ég hygg að svo muni i raun vera um alla menn sem á annað borð hafa heyrn. í hinum frumstæðustu þjóðfélögum hef- ur tvennt alls staðar skipt meginmáli: Ein- hvers konar trú (þeas. leit að svari við spurningunni um það hvaðan við komum, hvers vegna við lifum, og hvað um okkur verður við endalok lífsins) og einhvers kon- ar list. Og þar kemur tónlist mjög snemma við sögu. Áf því má draga þá ályktun að tónlistin sé ein af frumþörfum mannsins. Saga okkar íslendinga er þó ekki auðug af tónlist fyrr en á þessari öld og reyndar ekki fyrr en talsvert langt er liðið á öldina. En síðastliðin 50-60 ár hafa orðið svo ótrúlegar framfarir í tónlistarlífi á Islandi, að líkja má við ævintýri. Og ein þýðingar- mesta driffjöður þess ævintýris er Sinfóníu- hljómsveit íslands. Að því vék ég í þessum pistlum fyrir sjö árum, þegar ég þakkaði fyrir boð til áskrifenda á tónleika í tilefni af 40 ára afmæli hljómsveitarinnar. Það voru merkilegir tónleikar þar sem fluttur var sellókonsert eftir Jón Nordal og önnur sinfónía Mahlers. Eg sagði þá að í þessu efnisvali hefði falist fullyi-ðing og áskorun. Sú fullyrðing að hljómsveitin hefði skipt miklu fyiár íslenska tónlistarsköpun, enda efitt að ímynda sér að til verði viðamikil hljómsveitarverk á sinfóníuhljómsveitar. Áskorunin hefði hins vegar hljómað kröft- uglega í verki Mahlers, sú áskorun að hjómsveitin þyrfi fjölmennan hóp góðra hljóðfæraleikara og aðbúnað sem sæmdi flutningi mikilsverðra hljómsveitarverka. Ég benti einnig á að stofnun þessarar hljómsveitar hefði kostað mikla baráttu. Þeirri baráttu ætti að vera lokið og nú sner- ist krafan um ágæti, framfarir og fullkomn- un, krafa um að svara þeirri spurningu hvað til þyrfti til þess að Sinfóníuhljómsveit íslands skipi sér í röð ágætustu hljómsveita. Þeirri spurningu hefur nú verið svarað að nokkru leyti í verki, en að öðru leyti ekki. Ljóst er að hljómsveitin hefur tekið miklum framfórum á síðastliðnum sjö árum. Þar koma auðvitað mjög við sögu tveir finnskir stjórnendur, þeir Petri Sakari og Osmo Vánská. Undir þeirra stjórn hefur hljómsveitin fengið mikið lof erlendra gagnrýnenda fyrir tónleika og hljóðritanir. En þótt þáttur stjórnenda sé mikill, geta þeir þó aldrei náð árangri án góðra hljóðfæraleikara. Þeir eru hljómsveitin. Og enginn þarf lengur að velkjast í vafa um að Sinfóníuhljómsveit íslands hefur á að skipa fjölmennum hópi góðra hljóðfæraleikara. Og víkur nú sögunni að tónleikum Sinfóníuhljómsveitarinnar 6. nóvember sl., þar sem einnig var á dagskrá sinfónía eftir Gustav Ma- hler, hin níunda, eitt verka. Og enn fólst í flutningi þessa verks áskorun, sem ekki gat farið framhjá neinum er þarna var staddur. Sú áskorun kom fram með beinum og óbeinum hætti. Þegar áheyrendur höfðu komið sér fyrir í sætum sínum fullir eft- irvæntingar, brá svo við að hljóðfæraleikar- arnir risu úr sætum, gengu niður af sviðinu og fram í sal og afhentu tónleikagestum dreifibréf. Þar var bent á að hljóðfæraleik- ararnir hefðu staðið í samningaviðræðum við samninganefnd ríkisins og fram- kvæmdastjóra S.í. í tæpt ár án árangurs. Þar var bent á árangur í starfi undanfarin ár og réttilega tekið fram, að sá árangur væri fyrst og fremst hljóðfæraleikurunum sjálfum að þakka. Þar var bent á að þessi árangur hefði verið þakkaður með fagnaðarlátum eftir tónleika, með fogrum orðum við hátíðleg tækifæri, með auknum vinnutíma og auknu tónleikahaldi, en ekki með auknum fjárveitingum til hljómsveitar- innar frá ríkinu, ekki með hærri launum til hljóðfæraleikara, ekki með bættri vinnuaðstöðu og ekki með byggingu tónlist- arhúss. Með öðrum orðum: þakklætið hefur komið frá tónleikagestum og innantómum orðum stjórnmálamanna. Nú ætti enginn að vera hissa á þessu. Við höfum orðið svo langa reynslu af vanskiln- ingi íslenskra stjórnmálamanna á allri menningarstarfsemi, að það ætti varla að koma neinum á óvart þó að hugsun þeirra snúist aðallega um efnahagsmál, sem þeir hafa þó margsýnt að þeir kunna lítil skil á. Hins vegar er löngu orðið gersamlega óþol- ' " andi, hvernig íslensk stjórnvöld með samn- inganefndir ríkis og sveitarfélaga að skjöld- um hunsa íslenska launþega. Hvort sem í hlut eiga kennarar, sjúkraþjálfar eða hljóðfæraleikarar, eða reyndar hver sem er, þá ansa þessar samninganefndir réttmætum kröfum að því er virðist annaðhvort með útúrsnúningum eða þeim hundshaus sem dregur allt á langinn, þar til allt er komið í óefni og réttlát reiði knýr loks fram einhver viðbrögð með verk- fallshótunum. ljóðfærarleikarar í Sinfóníu- hljómsveit íslands sönnuðu full- yrðingar sínar í dreifibréfinu með flutningi sínum á hinni < £ mögnuðu níundu sinfóníu Mahlers. Hún gerir svo miklar kröfur til hljóðfærarleik- ara, að einungis hinir færustu geta komið þessu verki til skila með sóma. Og það var svo sannarlega gert á tónleikunum 6. nóvember. Áheyrendur í Háskólabíói þökkuðu ekki einungis fyrir sig með dynj- andi lófataki, heldur einnig með því að rísa úr sætum - sem ekki gerist oft. Með því létu þeir í ljós þakklæti sitt „með fagnaðarlátum eftir tónleika" - eins og stóð í dreifibréfinu. En líka stuðning sinn. Og sá stuðningur er ítrekaður hér. Eftir er hins vegar að rita hvað rinnu- veitendur gera, íslensk stjórnvöld. Eiga ‘fc þau eitthvern annan skilning en þann sem felst í innantómum hátíðaræðum? Eða ætla íslenskir stjórnmálamerin að staðfesta enn einu sinni vanskilning sinn á gildi íslenskr- ar menningar? Höfundur er prófessor (islenskum bókmenntum við lláskóla /siands. Wt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.