Morgunblaðið - 19.11.1997, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 19.11.1997, Blaðsíða 48
48 MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM MADONNA í hlutverki sínu sem Evita. Madonna í öðrum söngleik ÞAU Wilde og Constance höfðu eignast tvo syni þegar gestur þeirra þvingaði Wilde til að horfast í augu við samkynhneigð sína. ►MADONNA virðist eiga níu líf eins og kötturinn. Allavega nær hún sér alltaf á strik og skiptir þá engu máli hversu neikvæða umfjöllun hún hefur fengið í fjölmiðlum. Síðast fékk hún verðskuldað hrós fyrir túlkun sína á Evítu eftir að heldur hafði hallað undan fæti í tón- listinni. Svo virðist sem aðdáendur hennar séu tilbúnir að horfa fram- hjá því þegar hún misstígur sig og standi við bakið á henni gegnum þykkt og þunnt. Eftir að hafa farið með aðalhlut- verkið í kvikmyndinni Evítu eftir Alan Parker stendur nú til að Ma- donna leiki í annarri endurgerð á öðrum vinsælum söngleik. Það er „Chicago" sem er að gera það gott á Broadway um þessar mundir. Herbert Ross er líklegur leik- stjóri, en hann byrjaði feril sinn í kvikmyndum sem dansari. Aðal- stjarnan verður reyndar Goldie Hawn og hún leikur söngleikjadans- ara sem lætur ákæra sig fyrir morð til að fá athygli fjölmiða. Madonna mun leika klefafélaga hennar í fang- elsi. í önnur hlutverk koma stór- stjörnur á borð við Rosie O’Donnell, Kevin Kline og John Travolta til greina. Sagan hefur orðið öðrum inn- blástur því tvær kvikmyndir hafa verið gerðar eftir söngleiknum (sem upplega var leikrit); Chicago 1927, og síðan þekktari útgáfan „Roxie Hart“ eftir William Wellman, sem gerð var 1942 og Ginger Rogers lék aðalhlutverkið í. FULLUR sjálfs- trausts vegna vel- gengni sinnar gengur Oscar Wilde að eiga hina fögru Constance Lloyd. Universily ofCalifomia, Berke 4 UNIVERSITY EXTENSION ts' \ In Atiociatloa wilh 1 " «|a n dic Management A s s o ci| This is ío ccríify that has compietcd the ”Berkeley Week in Iceland” Program Reykjavik, Icciand Novcmber 24 - 27,1997 1. Wi4>. l«jerB»úun»l Optfttiam HvíUrlry WoíWwldí Námstefna um sölustjórnun Hverjar eru aðferðir sölumanna í þínu fyrirtæki. Eru þær úreltar? Eru þær í stöðugri endurskoðun? Gætu þær verið betri? Hvernig stjórnar þú sölusveitinni? Staður: Hótel Loftleiðir, Þingsalur 1. Tími: Fimmtudagur 27. nóvember 1997, kl. 9-17. Uppstokkun fyrirtækja í sömu grein, grimmari samkeppni, aukin gæðavitund viðskiptavina og skýrari kröfur þeirra, eru allt þættir sem kalla á stöðuga endurskoðun ALLRA þátta markaðs- setningar. Fyrirtækið þarf að geta greint aðferðir sem eru úr sér gengnar og kunna að leita að nýjum leiðum til að ná betri árangri. Við slíka endur- skoðun er oft horft framhjá stefnu og aðferðum sþlumannanna. Á þessari námstefnu verður fjallað um hlutverk sölumanna við markaðsáætlun og framkvæmd hennar. Sjónum verður beint að tvfþættu hlutverkj þeirra, bæði sem framvörðum í að framfylgja markaðsstefnu fyrirtækisins og sem farveginum fyrir upplýsingar um breytingar á markaðnum. Á námstefnunni verður einnig reynt að ákvarða þá þætti í gerð og hegðun söluliðsins sem gefa mesta möguleika til aukins hagnaðar, sem og koma auga á tækifæri til að bæta frammistöðu eða lækka sölukostnað. Fyrir hverja: Námstefnan er fyrir sölu- og markaðsstjóra og stjórnendur minni fyrirtækja sem bera ábyrgð á skipulagi söluaðferða. Umfjöllunarefnið höfðar til allra fyrirtækja í þjónustu eða framleiðslu þar sem framleiðni sölumanna skiptir máli. Leiðbeinandi: Peter C. Wilton Dr. Peter C. Wilton kennir vörudreifingu og stjómun við Haas School of Business í Berkeley. Hann hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir störf sín á sviði stjómunar og markaðsmála, þ.á m. frá National Science Foundation. Hann hefur ritað fjölda greina í þekkt tímarit, eins og Management Science, Joumal of Consumer Research, Journal of Business and Economic Statistics og The Journal of Retailing. Nánari upplýsingar í síma 533 4567 og www.stjornun.is A Stjórpunarfélag Islands Ath. í sömu viku: Nánistefnur um markaðssetningu á Netinu, veröákvarðanir og inntlutning/útflutning ASTRIÐUFULLT en stormasamt ástarsam- bandi þeirra Wildes og Bosies ieiddi þá að lokum til glötunar. KYIKMYNDIR/Laugarásbíó hefur tekið til sýninga bresku kvikmyndina Wilde sem fjallar um stormasamt líf rithöfundarins Oscars Wilde. Með hlutverk Wildes fer hinn þekkti gaman- leikari Stephen Fry Villtur Wilde Negóborði VORIÐ 1883 kom hinn írskættaði Oscar Wilde geislandi af gleði til London úr vel heppnaðri fyrir- lestraferð um Bandaríkin og Kanada sem staðið hafði í eitt ár. Hæfileikaríkur, ástríðufullur og sjálfumglaður gekk hann að eiga hina fögru Constance Lloyd, og nokkrum árum síðar voru andríki Wildes, íburður og sköpunargáfa á allra vitorði, og þá ekki síst eftir að skáldsgan hans um myndina af Dorian Grey kom út. Wilde og Constance höfðu eignast tvo syni þegar gestur á heimili þeirra, hinn kanadíski Ro- bert Ross, þvingaði Wilde til að horfast í augu við þær samkyn- hneigðu tilfinningar sem bærst höfðu innra með honum allt frá því hann var í skóla. Skáldverk Wildes nutu umræðunnar um samkynhneigð Wildes en í einka- lífinu átti hann í sífelldum árekstrum við þá andstöðu sem ríkti í garð samkynhneigðra á þessum tíma í Bretlandi. Þegar leikrit Wildes, Lady Windermere’s Fan, var frumsýnt 1892 kynntist Wilde myndarleg- um og bráðgáfuðum háskólanema frá Oxford. Þetta var Alfred Dou- glas lávarður, sem í daglegu tali var kallaður Bosie, og heillaðist Wilde gjörsamlega af honum. Varð þetta upphafíð að ástríðu- fullu en stormasömu ástarsam- bandi sem heltók þá báða og leiddi þá að lokum til glötunar. Með hlutverk Oscars Wilde fer hinn þekkti leikari, grínisti og rit- höfundur Stephen Fry, sem reyndar hefur sjálfur nýlega op- inberað heiminum samkynhneigð sína í fyrsta bindi æviminninga sem hann hefur gefíð út. Snilli Frys varð fyrst verulega vart þegar hann var við nám við há- skólann í Cambridge þar sem hann lék í meira en 30 leikritum og auk þess hlaut hann verðlaun á Edinborgarhátíðinni fyrir skrif sín. Þegar Fry var í Cambridge starfaði hann einnig með gaman- leikhópnum the Footlights sem hann lagði til efni, og ekki leið á löngu þar til BBC uppgötvaði hæfileika unga mannsins og fyrr en varði var hann farinn að leika í og skrifa gamanþættina, The Young Ones, Blackadder og síðar A Bit of Fry and Laurie. Stephen Fiy er sennilega hvað þekktastur fyrir að hafa leikið þjóninn Jeeves á móti félaga sínum Hugh Laurie sem fór með hlutverk Berties í sjónvarpsþáttunum Jeeves and Wooster, sem gerðir voru eftir sögum rithöfundarins P.G. Woodehouse. Fry hefur jafnframt leikið í nokkrum kvikmyndum og meðal þeirra eru A Handful of Dust, A Fish Called Wanda, Peter’s Fri- ends, Cold Comfort Farm og The Steal. Fry hefur gefið út nokkrar skáldsögur og er ekki langt um liðið síðan síðasta saga hans, Making Histoi-y, kom út. Með hlutverk Bosies fer Jude Law sem nýlega lauk við að leika á móti þeim Ethan Hawke og Umu Thurman í myndinni Gattaca, og einnig í myndinni Music From Another Room þar sem hann lék á móti Jennifer Tilly og Brendu Blethyn. Leikstjóri Wilde er Brian Gil- bert sem síðast gerði myndina Tom & Viv með þeim Willem Dafoe í hlutverki rithöfundarins T.S. Eliot og Miröndu Richard- son í hlutverki eiginkonu Eliots. Myndin hlaut tvær óskarstilnefn- ingar, tvær BAFTA tilnefningar og eina Golden Globe tilnefningu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.