Morgunblaðið - 19.11.1997, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 19.11.1997, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 1997 23 LISTIR Ævisaga Einars Benediktssonar eftir Guðjón Friðriksson Heimildir sem ekki hafa komið fram áður GUÐJÓN Friðriksson sagnfræðing- ur hefur undanfarin ár fengist við að skrifa ævisögu Einars Benedikts- sonar skálds og er fyrsta bindi henn- ar nú að koma út. í bókinni styðst Guðjón við mikið af nýjum heimild- um um Einar, bréfasöfn, dagbækur, veðmála- og afsalsbækur og annað sem ekki hefur verið dregið fram í dagsljósið áður. Guðjón segir í sam- tali við Morgunblaðið að mikið sé af bréfasöfnum og öðrum heimildum í Handritadeild Landsbókasafnsins, Þjóðskjalasafni og ýmsum söfnum úti um land sem menn hafi ekki verið nægilega duglegir við að nýta sér við ritun ævisagna. Guðjón segir að bókin geri myndina af Einari nokkuð skýrari en hún hefur verið hingað til og að margt nýtt komi fram. „Einar átti til dæmis mun stærri þátt í stofnun íslandsbanka árið 1904 heldur en hingað til hefur verið álit- ið. Bankinn var stórtíðindi í íslensku þjóðlífi á sínum tíma og þurfti mikið erlent fjármagn til að koma honum á stofn. Einar á mikinn þátt í upp- hafí hans. Faðir hans flutti frum- varpið um stofnun bankans á Al- þingi að tilmæl- um Einars en það var hann sem hafði sett sig í samband við hina erlendu ijármála- menn í byrjun. Það gekk síðan hálfbrösulega að koma þessu í kring og við- ræðurnar virt- ust ætla að sigla í strand en þá hafði Einar samband við íjármála- menn í Noregi og víðar til að koma samningum í höfn.“ í bókinni er einnig mikið sagt frá veru Einars í Lærða skólanum en þar var hann eins konar for- ingi uppreisnarafla sem ekki hefur verið sagt frá áður. „Síðasta vetur hans í skólanum, 1882-1883,“ segir Guðjón, „er allt vitlaust þar, liggur við að það sé hálfgert pereats- ástand. Einar er forsprakki skóla- sveina og er full- kominn óeirða- seggur, er ósvífn- astur allra gagn- vart kennurum skólans. Þessi andúð Einars á skólayfirvöld- um er angi af stjórnmálabaráttu föður hans og föðursystur, Þor- bjargar Sveinsdóttur." Guðjón segir ítarlega frá foreldr- um Einars sem lifðu í átakamiklu hjónabandi þar til þau skildu er Ein- ar var sjö ára. Segir Guðjón að þess- ir atburðir í æsku Einars hafi haft mikil áhrif á hann og skýri kannski ýmislegt í fari hans. Guðjón notar einnig kveðskap Einars sem lykil að persónu hans og lífi. „Ég reyni líka að rekja áhrifa- valda á skáldskap hans. Á Kaup- mannahafnarárum hans koma til dæmis við sögu menn eins og Ni- etzsche og Jens Peter Jakobsen sem báðir hafa mikil áhrif á hann í upp- hafi skáldferils hans. Ég vitna mikið til kvæða hans og segi frá tilurð þeirra. Sum kvæða hans eru til dæmis ort mjög snemma á hans ferli en eru ekki birt fyrr en löngu seinna. Þar er ýmislegt nýtt leitt í ljós.“ Ekki er ljóst hvort framhald bók- arinnar verður í einu eða tveimur bindum. En Guðjón segist hafa fund- ið gríðarlega miklar heimildir um Ein- ar í Englandi sem hann muni vinna úr fyrir næsta bindi. „Sá tími sem Einar dvaldist erlendis hefur hingað til verið hulinn mestri þoku og því er full ástæða til þess að reyna að grafa eins mikið upp um það og hægt er. Ég hef þegar fundið allt um fyrir- tæki hans á Englandi og sambönd hans þar. Að mínu mati er gríðarlegt söguefni í þeim heimildum sem er alveg nýtt og mjög spennandi." Það er Iðunn sem gefur ævisögu Einars Benediktssonar út. Sekkja- trillur Góð vara, -ótrúlegt verð Aðeins kr. 7.617.- með vsk. SUNDABORQ l.fíVK' SlMI 568 3300 • FAX 568 3305 Einar Benediktsson Guðjón Friðriksson Alvöru ieppi á verði iepplings ÍVITARA 1998 Suzuki Vitara er ekta jeppi. Hann er með háu og lágu drifi, sterkbyggður á grind, upphækkanlegur, með feiki- lega og VERÐ: JLX 3-D. 1.675.000 KR., JLX 5-D. 1.940.000 KR., DIESEL 5-D 2.180.000 KR.,V6 2.390.000 KR. • Snar í viðbragði, hljóðlátur, lipur í akstri - og ekki bensínhákur. • Gott pláss - mikill staðalbúnaður. Komdu og sestu inn! Sjáðu plássið og alúðina við smáatriði. Vitara er vinsælasti jeppinn á Islandi. Og skyldi engan undra. SlJZUKl 1 APLOG SUZUKI BILAR HF SUZUKI SÖLUUMBOÐ: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, sími 431 28 00. Akureyri: BSAhf., Laufásgötu 9, simi 462 63 00. Egilsstaðir: Bila- og búvélasalan hf., Miðási 19, simi 471 20 11. Skeifunni 17, 108 Reykjavík. Hafnarfjörður: Guðvarður Elíasson, Grænukinn 20, sími 555 15 50. Keflavík: BG bílakringlan, Gröfinni 8, simi 421 12 00. Selfoss: Bílasala Suðurlands, Hrísmýri 5, sími 482 37 00. Sími 568 51 00.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.