Morgunblaðið - 19.11.1997, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.11.1997, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 1997 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Matthías Eiðsson fær Möðrufell afhent [ i ! f í Átti von á hrepps- nefndarmönnum og sveitarstjóra MATTHÍAS Eiðsson, hrossabóndi á Brún á Akureyri, fékk jörðina Möðrufeil í Eyjafjarðarsveit af- henta í gær. Stefán Arnason, starfs- maður á skrifstofu Eyjafjarðar- sveitar, mætti að Möðrufelli fyrir hönd hreppsnefndar og með honum í för var Guðmundur Steindórsson ráðunautur Búnaðarsambands Eyjafjarðar. Þeir fóru yfir lista yfir vélar og bústofn frá í sumar með Matthíasi og lögmanni hans, Helga Jóhannessyni. Hreppsnefnd Eyjafjarðarsveitar samþykkti nýlega að afhenda Matthíasi jörðina eftir að dómur féll í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þar var kröfum hreppsnefndar hafnað en hún hafði farið fram á að úrskurði landbúnaðarráðuneytisins yrði hnekkt en ráðuneytið hafði fellt úr gildi ákvörðun hreppsnefndar að nýta sér forkaupsrétt að Möðrufelli, eftir að Matthías hafði keypt jörð- ina. Málinu er þó ekki lokið, þar sem hreppsnefnd áfrýjaði dómi Héraðsdóms til Hæstaréttar. Fjölgað um hænu- stórt naut horfið um ástand véla og heilbrigði bú- stofns en því næst var skrifað undir bréf þess efnis að Matthías hafi tek- ið formlega við jörðinni. Matthías sagðist í samtali við Morgunblaðið hafa átt von á hreppsnefndarmönnum og sveitar- stjóra Eyjafjarðarsveitar á staðinn. „Mér finnst ekki tilhlýðilegt að þessir menn skuli enn ekki tala við mig og þeir senda þess í stað starfs- mann sinn til að ganga frá málinu." Matthías sagði ýmislegt öðruvísi á jörðinni en það var í sumar en hann var þó að mestu leyti sáttur við ástandið. „Það er eitthvað óljóst varðandi gripafjöldann en mér sýn- ist vélar og tæki í lagi og ég hef ekkert við umgengni hér að athuga. Það verður fljótlega farið í að breyta fjósinu í hesthús og ég stefni að því að vera kominn hingað með allt mitt dót og mín hross um eða uppúr næstu mánaðamótum. Ég ætla nú að einbeita mér að mínum hrossabúskap og trúi því ekki að þetta mál tapist í Hæstarétti. Ef það gerist hins vegar er eitthvað mikið að íslenskum lögum,“ sagði Matthías. Við vettvangsskoðun kom í ljós að vélar og tæki voru á sínum stað. Hins vegar hafði fjölgað um eina hænu, kvíga drapst við burð íyrir nokkru og þá var stórt naut horfið úr fjósinu. Matthías gerði fyrirvara Velkomin í villta vestrið Benedikt Hjaltason bóndi á Hrafnagili keypti af Matthíasi í sumar mjólkurkvóta Möðrufells, samtals um 125.000 lítra og allar Morgunblaðið/Kristján MATTHIAS Eiðsson og lögmaður hans, Helgi Jóhannesson, telja kálfana í fjósinu á Möðrufelli. Kálfarnir hafa hins vegar mun meiri áhuga á yfirhöfnum þeirra félaga. kýr og kálfa, alls um 64 gripi. Bene- dikt kom heim að Möðrufelli í gær og skoðaði gripi sína. Hann ætlaði strax með mjólkurkýrnar heim á Hrafnagil en kálfana í næstu viku. Benedikt er einn stærsti mjólkur- framleiðandi landsins og eftir að kvótinn á Möðrufelli bætist við, er hann nú með um 340.000 lítra mjólkurkvóta. Við afleggjarann upp að Möðru- felli, við Eyjafjarðarbraut vestari, hafði verið komið fyrir skilti með þremur blöðrum og kveðju til Matthíasar og fjölskyldu frá „vel- viljuðum nágranna“. Þar stóðu eft- irfarandi skilaboð: „Verið velkomin í villta vestrið en munið! Hér gilda VIÐ afleggjarann upp að Möðrufelli, við Eyjafjarðarbraut vestari, hafði frumskógarlögmálin og sérstakt af- verið komið fyrir skilti með kveðju til Matthíasar og íjölskyldu. brigði af sveitarstjórnarlögmálum." FJORÐA UTKALLSBOK OTTARS SVEINSSONAR STORBROTNAR Uísbæ*ttlí^ AF LIFSREYNSLU OTTAR SVEINSSON Ingví Hallgrímsson Auðunn Kristinsson Hilmar bórarinsior á I/ -.arfi-.' /ar óva-r.t •ágmaður lenti tvisvar 'æ maður fór l /i'.'/ar ISLENSKA BÓKAÚTGÁFAN SÍÐUMÚLA 11, sími 581 3999 Einai Valsion skipl íy:. - þegar varösl- ,, var við það a'. Karl Guðmundsson í Gvatemala. > > > > > > > > > > > > > > > i >
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.